Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 ✝ JohanndineFærseth fædd- ist á Siglufirði 3. ágúst 1927. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. nóv- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Ágústa Pál- ina Færseth, f. 6.8. 1897, d. 19.7. 1979 og Einar Andreas Færseth, f. 15.1. 1890, d. 27.11. 1955. Eftirlifandi systkini, Elín, Árnýna og Svav- ar. Látin eru Björgvin, Óli Jó- hann, Edvard, Þóra, Kristín, Einar, Andreas, Svava, Óskar og Hallgrímur. Johanndine giftist 10.6. 1948 Ingimundi Ólafssyni, f. 19.12. 1926, d. 2.6 2004. Þau skildu 1953. Sonur Ólafur Ingi, f. 15.7. 1950. Maki Soffía Amanda Jó- hannesdóttir, f. 15.6. 1959. Börn Ólafs: Inga Björk, maki Sæ- mundur Þór Guðmundsson, son- ur þeirra, Guðmundur Oliver, fyrir átti Inga Björk Ingiberg Ólaf. Gunnar Bachmann og Lilja Dögg. 5.4. 1958 giftist Johanndine seinni manni sínum Sigurði K. Eiríkssyni, f. 8.9. 1929, þau skildu 1984. Börn þeirra; Sóley Björg, f. 28.11. 1957, maki Þor- Magnús, Kjartan Róbert og Sól- dís Patricia. Johanndine ólst upp á Siglu- firði í stórum systkinahópi, Jo- hanndine var 9. í röðinni af 14 systkinum. Að loknum barna- skóla fór hún 2 ár í Iðnskólann á Siglufirði. Á uppvaxtarárum Jo- hanndine á Siglufirði var síld- arsöltun aðalvinna allra. Jo- hanndine líkaði ekki síldarsöltunin og réð sig á veit- ingastað við litla hrifningu móð- ur sinnar. 17 ára fór hún til Reykjavíkur sem barnapía hjá systrum sínum. Eftir að til Reykjavíkur kom vann hún ýmis störf og lengst af á Sóttvarn- arheimilinu. Eftir skilnað fer hún sem vinnukona austur á Hérað, til að geta haft litla drenginn hjá sér. Nokkur sumur fór hún norður á Siglufjörð, eitt sumarið var hún kokkur á bát hjá bróður sínum Hallgrími. Þegar móðir hennar bjó ein í Keflavík, bjó hún um stund- arsakir hjá henni og var ráðs- kona í vegavinnuflokki. Eftir að Johanndine og Siguður giftu sig bjuggu þau í Keflavík, flytja í Garðabæinn árið 1966 og þar bjó hún í 46 ár. Þegar börnin uxu úr grasi fór hún að vinna ut- an heimilis, fyrst á Vífilsstöðum, síðar í Kaupfélaginu. Árið 1984 tók Johanndine við rekstri Safn- aðarheimilisins í Garðabæ og starfaði þar í 14 ár. Útför Johanndine fer fram frá Garðakirkju í dag, 13. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. björn Guðjónsson, f. 5.6. 1956, börn; Hulda, maki Fre- drik Sandström, barn Íris. Rakel og Guðjón. Erla Ósk, f. 23.3. 1959, maki Kristján Guð- mundsson, f. 5.10. 1956. Börn; Jónína Ósk, maki Arnór Bjarki Sigurðsson, dætur, Eydís Erla og Erika Björk, fyrir átti Jónína Örnu Kristínu. Sunneva, maki Davíð Andri Agnarson, börn: Júlía Rut, Iðunn Kara og Pétur Yngvi. Sigríður Hanna, f. 8.1. 1961, maki Páll Þórðarson, f. 7.12. 1958, börn: Jóhanna, maki Davíð Ásgeirsson, börn: Amelía Björk, Sólveig Hanna og Hjört- ur Páll. Heiðrún, maki Svanur Geir Guðnason. Sigurður Bjarki. Fyrir átti Páll soninn Þorkel Þórð, hans sonur er Jóhann Páll. Petrína Freyja, f. 17.1. 1963, maki Böðvar Þórisson, f. 9.11. 1968. Fyrir átti Petrína tvö börn: Sigurður Kjartan, maki Málfríður Þorvaldsdóttir, börn: Bernódus, Guðrún Freyja, Ólaf- ur Hafsteinn, Sveinbjörg Frigg og Ægir Gaukur. Kristín. Einar, f. 9.7. 1965, maki Jennifer Dale Randall, f. 8.5. 1973. Börn: Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum. Þú barst ekki tilfinningar þínar á torg. Þú varst ekki að velta þér upp úr því sem liðið var. Þér fannst gaman að ljóðum, þú gerðir ljóð. Ljóð um Heiðmörkina sem þér þótti svo vænt um. Nú kveð ég þig með ljóði Davíðs Stefánssonar, sem lýsir þér og tilfinningum þínum. Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit, að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. (Davíð Stefánsson) Elsku mamma, far þú í friði, eftir eigum við minningar sem aldrei gleymast. Mamma, takk fyrir allt sem þú gafst mér og mínum. Þín Sóley. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar. þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Það er stórt tóm í hjarta okkar núna, en við eigum margar góðar minningar um ömmu til að ylja okkur við og hlæja að. Við erum svo ótrúlega þakklátar að hafa búið með ömmu stóran part af lífi okkar og fengið að alast upp hjá henni. Að hafa getað leitað til hennar öllum stundum og alltaf verið vissar um að hún myndi taka á móti okkur opnum örmum. Með þessu ljóði viljum við kveðja ömmu sem var okkur ómetanleg stoð og góð vinkona. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða, um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir, okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum, amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér, ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Jónína Ósk og Sunneva. Frá því ég var lítil hefur amma Dúdda alltaf verið mér innan handar og stutt mig í einu og öllu. Heimsóknirnar til hennar voru ófáar og fátt jafnast á við kókó- mjólk og gotterí, líkt og hún sagði alltaf, í bland við spilið ól- sen-ólsen. Heima hjá ömmu mátti sko reykja inni meðan á fótboltaleikjunum stóð, hvað þá ef Manchester United var að keppa. Yfir þeim leikjum stóð hún með púða í fanginu, húfu á höfðinu og trefil um hálsinn, allt merkt Manchester United. Þeir skyldu sko vinna. Bíllinn var hennar mikilvægasta eign. Hún fór ekki langt án hans, í hælas- kónum og að sjálfsögðu með síg- retturnar í vasanum. Amma Dúdda vissi ekki mikið um bíla en sagði þá besta svo lengi sem þeir væru á fjórum hjólum með ör- yggisbelti og kæmu henni á milli staða. Vitleysunnar í henni ömmu og góðs skopskyns hennar mun ég alltaf sakna, hún var nefnilega smá prakkari. Það var ófáum sinnum sem við stóðum hlæjandi með henni að einhverju sem henni hafði dottið í hug að gera. Þá einna helst þegar hún var í sundi og greip í höfuð á konu í stað boltans og afsakaði sig: „Fyrirgefðu, ég hélt þú værir bolti.“ Einnig ferðin þegar hún var gripin inni á baðherbergi spítalans, reykjandi sígarettuna sína. Amma var yndislegust allra og minningarnar um hana marg- ar. Amma Dúdda var algjör of- urkona sem ég mun sakna mikið. Best finnst mér þó að vita að nú finnur hún ekki til og getur blússað á bílnum sínum hvert sem er. Hvíldu í friði, elsku amma Dúdda. Þín Rakel. Johanndine Amelie Færseth Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Halldór Gunnlaugsson ✝ Halldór Gunn-laugsson fædd- ist á Húsavík 20. maí 1981. Hann lést 23. október 2012. Útför Halldórs fór fram frá Graf- arvogskirkju 1. nóvember 2012. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í frið- arskaut. (Vald. Briem) Ég votta fjöl- skyldu og vinum mína dýpstu samúð. Megi Guð og gæfa fylgja ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Helga Björg Hafþórsdóttir. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lít- ur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skín inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkar fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um land- ið út og inn er fjársjóðurinn okkar, pabbi minn. (Denver/Guðrún Sigurbjörns- dóttir.) Hvíl í friði, elsku pabbi. Elín Helga og Emilía Ósk. Elsku Dóri minn. Mikið er sárt að kveðja þig svona snemma. Við áttum svo margt eftir að gera saman, vin- irnir. Þú varst yndislegur vinur, alltaf til staðar og vildir allt fyr- ir alla gera. Allar minningarnar sem við eigum saman eru ómet- anlegar og hlýja mér um hjart- að og ég brosi í gegnum tárin þegar ég rifja þær upp. Mikið rosalega á ég eftir að sakna þín, elsku vinur. Mér þótti svo vænt um þig. Minning þín mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Hvíldu í friði, vinur minn. Hve sárt ég sakna þín, ég sit við legstein þinn og hugsa um horfna tíð, hjartans vinur minn. Sú sannreynd sturlar mig, að við sjáumst aldrei meir. Þú gafst mér nýja sál, sál sem eitt sinn deyr. Ó, hve sár er dauði þinn, þú varst eini vinur minn. Einn ég stari í sortann inn, með sorgardögg á kinn. Hve leið og laus við svör er lífsins gönguför. Við leyndardómsins dyr, deyja mennirnir. (Sverrir Stormsker.) Ægir Eyjólfsson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma, systir og fóstursystir, SÓLVEIG GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Kársnesbraut 96, Kópavogi, lést 7. nóvember í Skógarbæ. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Þorbjörn Tómasson, Guðjón Þorbjörnsson, Lilja Guðlaugsdóttir, Ragnar Karl Guðjónsson, Dorte Winge Sólveig Valerie Guðjónsdóttir, Þorbjörn Jindrich Guðjónsson, Guðrún Dís Hafsteinsdóttir, Þorbjörn Eiríksson, Guðlaugur Ísfeld Andreasen, Magnús Ísfeld Andreasen, Kristinn Breiðfjörð Eiríksson, Sigurlaug Sigurfinnsdóttir, Jón Eiríksson, Erla Sigurðardóttir, Kristrún Guðjónsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær frænka okkar og mágkona, RAGNHEIÐUR ÁSBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Sólheimum 23, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudag- inn 4. nóvember, verður jarðsungin frá Langholtkirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 15:00. Guðjón Ásbjörn Ríkharðsson, Kristján Björn Ríkharðsson, Þórunn Björg Einarsdóttir, Adólf Adólfsson, Monika Magnúsdóttir, Vilborg Inga Kristjánsdóttir og fjölskyldur. Heiðurskonan Lóa ömmusystir er svo sannarlega eftirminnileg. Glæsileg kona, með fallegt bros og hressilegan hlátur. Alltaf vel tilhöfð og valdi enga feluliti í klæðnaði og skarti. Að öðrum ólöstuðum var Lóa einhver sú skemmtilegasta kona sem ég hef kynnst. Orðheppin með afbrigðum og talaði hátt og skýrt. Ef eitthvað bjátaði á, hjá henni sjálfri eða öðrum, var hún með lausnir á hraðbergi, en var ekkert að eyða tímanum í að velta sér upp úr vandamálum. Lífið var ekki alltaf dans á rósum, en Lóa frænka var ein af þessum náttúru- legu Pollýönnum sem sjá það spaugilega við hlutina og fann leið- ina til að halda áfram, þótt á móti blési. Það var óendanlega gaman, hér áður fyrr, að sitja með ömmu og Lóu í notalegri stofunni í Barma- hlíðinni, prjóna með þeim og hlusta á spjallið. Sögur úr sveitinni þegar þær voru að alast upp. Sög- ur af ýmsum ættingjum, sem allir voru sómafólk og sumir meira að Ólöf María Guðmundsdóttir ✝ Ólöf MaríaGuðmunds- dóttir fæddist á Refsteinsstöðum í Víðidal, Vestur- Húnavatnssýslu, 20. september 1919. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 22. október 2012. Ólöf María var jarðsungin frá Fossvogskirkju 26. október 2012. segja frægir. Ræt- urnar voru í Húna- vatnssýslunni og þær voru stoltar af sínu fólki og sínum uppruna. Lóa fór létt með að grípa af mér prjónana, þegar ég missti niður lykkju, og laga það sem af- laga fór, án þess að missa þráðinn í sög- unni. Handavinnan hennar var sérlega vönduð og fín- gerð. Fingravettlingarnir voru í mestu uppáhaldi hjá mér. Eftir að heilsunni fór að hraka hjá ömmu, og eftir andlát hennar, tók Lóa að sér að vera amman í fjöl- skyldunni, í fermingarveislum og fleiru. Síðast á árlega fjölskyldu- mótinu. Þá var nú glatt á hjalla þótt heilsunni væri farið að hraka. Afkomendum Lóu frænku og öðrum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Meðfylgjandi ljóð er eftir ágætan Flókdæling sem var vinur Lóu frænku síðustu árin. Minningin um sómakonu með innilegan hlátur lifir. Hláturinn hrífur, sem hvirfilvindur, hugann, um leið og hann hvín. Brosið hið blíða er bjarmi sólar lýsir upp sinnið og lengi þar skín. Meðan það veitist að vernda brosið vináttan ekki dvín. (Ívar Björnsson frá Steðja) Hulda Hrönn Sigurðardóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.