Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Elsku Hans Óli frændi minn, nú ertu floginn frá okkur. Það var hringt í þig á afmæl- isdaginn þinn 1973 og þér sagt að þú hefðir fengið litla frænku í af- mælisgjöf og það var ég. Þú sagðir að ég væri sú eina sem þú værir viss um afmælisdag- inn á. Alltaf var gaman að skiptast á afmælisóskum við þig. Efst í huga mér er gleðin sem var kringum þig og alltaf varstu með brandara, þrautir og gátur. Ánægjustundirnar voru marg- ar á uppvaxtarárum mínum stundum var farið í heimsókn til Ólafsvíkur, oft í þeim tilgangi að selja rabarbara. Urðu stundirnar fleiri þegar þú byggðir þér hús í Keflavík á Freyjuvöllum 16. Því miður urðu stundir okkar sjaldnar eftir að ég fór að búa fyrir vestan, og núna síðustu árin höf- um við hist við jarðarfarir. Mikill spenningur var að fylgj- ast með þér og Val bróður þegar þið helltuð ykkur í flugið fyrst með módelflugvélar, síðan flugdreka og svo mótordrekana. En fluginu þínu í Njarðvík í fé- laginu „Sléttunni“ fylgdist maður Hans Óli Hansson ✝ Hans Óli Hans-son fæddist í Randers í Dan- mörku 28. mars 1946. Hann lést af slysförum 20. októ- ber 2012. Útför Hans Óla var gerð frá Digra- neskirkju 31. októ- ber 2012. með á netinu. Elsku frændi, ég kveð þig með tár- um, þú fórst allt of snemma frá okkur. Ég gleðst yfir að hafa átt þátt í þínu lífi. Votta ég öllum þínum nánustu og þeim sem hafa kynnst þér samúð mína. Litla frænkan (systurdóttir,) Silja Björg Jóhannsdóttir. Hans Óli mágur okkar er skyndilega horfinn. Það virðist ekki lengra en örskot síðan hann var á meðal okkar, ævinlega glað- ur og hress og önnum kafinn að leggja drög að næstu fram- kvæmdum. Hann kom inn í líf Ólafar systur okkar og systurdótt- ur þegar hún var orðin ekkja eftir langt hjónaband. Ólöf hefur ekki slegið slöku við um dagana, staðið meðan stætt var og stundum enn lengur. Þegar hún kynntist Hans Óla var hún loks að minnka við sig stritið, var búin að selja sinn hlut í húsinu sem hún átti með Guðlaugu dóttur sinni og hennar fjölskyldu og var að flytja í litla íbúð. Hún var að jafna sig eftir heilablóðfall og það kom af sjálfu sér að hún varð að hætta að vinna eins og hún hafði alltaf gert. Hans Óli kom með nýja vídd inn í líf hennar. Með honum fór hún í gönguferðir, bíltúra vestur að Sel- látrum, æskuheimkynnum okkar, flugferðir í fisvélinni hans, lék sér við Sellátravefinn og gerði allt mögulegt skemmtilegt, sem hún hafði ekki gefið sér mikinn tíma til áður. Hans Óli kom inn í fjöl- skyldu okkar eins og himnasend- ing. Hann tók þátt í því sem gert var á Sellátrum af lifandi áhuga, smíðaði þar, lagði pípur, setti upp vefsíðu og gerði stórhuga áætlanir um framhald framkvæmda. Við sáum að hann var Ólöfu góður og að hún blómstraði með honum. Okkur hinum fannst kominn tími til að Ólöf nyti daganna og gerði það sem hugurinn stóð til. Þegar við hittumst var Hans Óli hrókur alls fagnaðar og lét sér detta í hug alls kyns skemmtilega hluti eins og spurningakeppni fyr- ir fullorðna fólkið og ratleiki fyrir börnin. Við munum öll sakna hans og þeirrar fjörlegu nærveru sem hann hafði. Það er erfitt að sam- sama sig þeim nýja veruleika að hans sé ekki von að Sellátrum aft- ur eða meðal okkar þar sem við hittumst. Öll finnum við til með Ólöfu, fjölskyldu hennar, börnum Hans Óla af fyrra hjónabandi og fjölskyldum þeirra. Megi minn- ingin um góðan dreng styðja okk- ur öll og styrkja. Systkinin frá Sellátrum og Guðlaug Einarsdóttir. Þá er hann Hans Óli farinn eða Óli frændi eins og ég ólst upp við að hann var kallaður. Það fyrsta sem ég man eftir er að þegar hann kom í heimsókn hingað í Laxár- holt kom hann með gjafir handa okkur krökkunum. Jú, það voru litlar flugvélar með teygju. Þær voru trekktar upp og sleppt, þá flugu þær, þannig að fyrsta og síð- asta minning mín um Óla frænda er flug. Þær voru margar heimsóknirn- ar, Óli og fjölskylda að koma hing- að og við til þeirra í Ólafsvík og alltaf svo gaman. Þegar ég var á sextánda ári kom orðsending með eggjabökkum (en þau seldu egg fyrir mömmu á þessum tíma og eggjabakkarnir komu alltaf til baka) um hvort ég vildi koma á sjóinn en þá átti hann bát með mági sínum, Eyrúnu SH 57 sem var 24 tonna eikarbátur og ég man að ég hoppaði af gleði og hlakkaði til að fara að vinna með uppáhalds frænda. Ég var með honum í mörg ár, fyrst sem háseti, síðan kokkur og vélstjóri. Þegar brælur voru var margt gert, t.d. að skjóta rjúpu og fórum við ótal ferðir í það. Þetta voru góðir tímar. Það er bara þannig að hann gerði mig að þeim manni sem ég er. Það var ekki bara grín, það var al- vara inn á milli. Alltaf var hann svo réttsýnn. Ég man að eitt sinn bölv- aði ég manni sem ég þekkti ekki en hafði heyrt annan bölva, þá skammaði Óli mig og sagði: „Þú bölvar ekki manni sem þú þekkir ekki“ og ég hef haft það að leið- arljósi síðan ásamt svo mörgu öðru sem hann kenndi mér um lífið. Þessar stundir með frænda og hans fjölskyldu í Ólafsvík voru mitt veganesti út í lífið og það sem mér finnst best er að ég sagði hon- um það í lifanda lífi enda vorum við alltaf í góðu sambandi. Við Didda sendum fjölskyldu Hans Óla innilegar samúðarkveðjur. Unnsteinn Jóhannsson, Laxárholti. Elsku Óli. Mikið áttum við margar og góð- ar stundir saman á þeim 12 árum sem þú og mamma voruð saman, þú tókst okkur systkinunum opn- um örmum og hugsaðir um okkur eins og við værum þín eigin börn. Þú sýndir okkur mikla athygli og kenndir okkur enn meira. Ég á eftir að sakna þín. Við misstum sambandið eftir að þú og mamma skilduð. Rosalega er tíminn fljótur að líða, það liðu 7 ár þangað til ég tók upp símann og ákvað að hringja í þig, ég man að hjartað hamaðist í mér og ég var svo stressuð að hringja, vissi ekki hvaða viðbrögð ég fengi frá þér, þú svaraðir, ég kynnti mig og þú sagðir bara takk fyrir, takk fyrir, takk takk fyrir að hringja. Við vor- um bæði svo glöð. Eftir þetta áttum við góða tíma saman, hittumst og töluðum hell- ing, urðum að bæta upp 7 ára tímabil. Ég er það heppin að vera hársnyrtir og þú komst alltaf reglulega í klippingu til mín, þá gátum við kjaftað aðeins og ég heyrði sögur af fólkinu í kringum þig, stundum fengum við okkur líka kaffibolla þegar tími gafst. Þessar stundir eru nú ómetanleg- ar í minni mínu. Ég minnist líka orða þinna þar sem þú sagðir: Þú ert dugleg og klár stelpa og ég er stoltur af þér. Þetta er líka ómetanlegt. Váá hvað ég er ánægð að hafa hringt í þig og endurheimt sam- band okkar, það eru 5 ár síðan, 5 ár eru fljót að líða. En ég sýni þessum 5 árum mikið þakklæti. Elsku Óli, þú varst hörkudug- legur og ástríkur faðir og ég segi við þig: Ég er stolt af þér. Þín uppeldisdóttir, Svandís. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Takk fyrir allt, Óli minn. Anna. Elsku Hans Óli, við þökkum þér mikið þau góðu kynni sem voru allt of stutt. Þú varst henni móður okk- ar afskaplega góður og var hún alltaf svo stolt af honum Hans Óla sínum. Það var aðdáunarvert hve vel þú náðir til allra barna og fékk hann Símon Þór hennar Ólu sér- staklega að njóta þess. Eins þegar þið komuð út til Danmerkur, þá náðir þú athygli allra barna, ís- lenskra og danskra með gátum, bröndurum og töfrabrögðum. Þú varst mjög bóngóður mað- ur, ef þörf var á aðstoð einhvers staðar varst þú mættur til að hjálpa og hættir ekki fyrr en þú varst sjálfur ánægður með verkið. Þú átt inni hjá okkur greiða sem erfitt verður að endurgjalda úr þessu nema á þann hátt að reyna að taka sér þig til fyrirmyndar. Flugið var þitt hjartans mál og nú ert þú lagður af stað í þitt síð- asta flug. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku mamma, við vottum þér og börnum Hans Óla og þeirra fjöl- skyldum okkar innilegu samúð. Guðlaug, Guðjón og fjölskyldur. Kveðja frá framsóknarmönnum „Þá kemur hann mér í hug, er ég heyri góðs manns getið“ var eitt sinn sagt um öðlingsmann á Íslandi. Þessi orð gætu vel átt við um Jóhann Einvarðsson. Ég kynntist Jóhanni fyrst þeg- ar hann var kallaður til framboðs til Alþingis fyrir framsóknar- menn í Reykjaneskjördæmi árið 1979. Framsóknarmenn höfðu tapað þingsæti sínu í kjördæminu árið 1978 og mikið lá við að vinna það aftur. Var því Jóhann, sem þá Jóhann Sigurður Einvarðsson ✝ Jóhann Sig-urður Ein- varðsson fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. nóv- ember 2012. Útför Jóhanns fór fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 12. nóvember 2012. var vinsæll bæjar- stjóri í Keflavík, fenginn til að leiða framboðið við vetr- arkosningarnar 1979. Er skemmst frá að segja að Jó- hann vann þingsæt- ið aftur með glæsi- brag. Ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sens sem var við völd frá 1980-1983 gerði margt gott á sínum valdaferli, en tókst ekki í upphafi árs 1983 að ná sam- stöðu um nauðsynlegar efnahags- aðgerðir, sem m.a. leiddi til þess að verðbólga fór úr böndum. Stjórnarflokkarnir áttu því undir högg að sækja í kosningunum 1983 og þingsæti Jóhanns tapað- ist, en vannst síðan aftur og gott betur í kosningunum 1987, þá undir forystu Steingríms Her- mannssonar, en Jóhann skipaði 2. sæti listans og voru báðir kjörnir á þing. Jóhann hætti á þingi 1995 og varð framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja. Við Jóhann störfuðum saman um árabil á vettvangi Framsókn- arflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, en þar átti undirritaður sæti í stjórn kjördæmissam- bandsins á þeim tíma sem Jóhann gegndi þingmennsku. Þar kom vel í ljós hversu auðvelt hann átti með mannleg samskipti. Öll hans framkoma einkenndist í senn af dugnaði, ljúfmennsku og heiðar- leika, þannig að aldrei bar nokk- urn skugga á samstarf hans við kjördæmisstjórnina eða aðra í kjördæminu. Mjög er um það rætt nú að Al- þingi hafi misst traust lands- manna og að þar séu vinnubrögð ekki þannig að best verði á kosið. Sjálfur er ég viss um að á Alþingi er margt ágætisfólk sem á betra skilið en vantraust almennings. Hitt er þó víst að margt færi þar betur ef fleiri væru líkir Jóhanni Einvarðssyni. Við framsóknarmenn á því svæði sem áður hét Reykjanes- kjördæmi söknum Jóhanns Ein- varðssonar og hugsum í senn í gleði og með söknuði til þeirra ára sem hans naut við. Megi minning hans lifa og verða öðrum fyrir- mynd. En mestur er missir fjölskyld- unnar. Við vottum Guðnýju og fjölskyldunni allri samúð okkar. Guð veri með ykkur, styrki ykkur og leiði. Guðmundur Einarsson. Jóhann Einvarðsson félagi okkar í Lionsklúbbi Keflavíkur er látinn. Jóhann gekk upphaflega í Lionsklúbb Ísafjarðar árið 1967 er hann var þar bæjarstjóri. Árið 1970 tók hann við sem bæjarstjóri í Keflavík og færði sig þá yfir í Lionsklúbb Keflavíkur. Jóhann gegndi fjölda embætta á vegum Lionshreyfingarinnar. Hann var verkefnafulltrúi fjölum- dæmisins 1991-1992. Hann var framkvæmdastjóri landssöfnunar Rauðu fjaðrarinnar 1991. Jóhann var fjölumdæmisgjaldkeri 1992- 1993 og umdæmisstjóri var hann 1994-1995. Þá gegndi hann einnig embætt- um fyrir klúbbinn sinn: Hann var ritari klúbbsins 1975-1976, for- maður 1986-1987 og aftur 2005- 2006. Þá var hann stallari klúbbs- ins 2009-2010. Jóhann var gerður að Melvin Jones-félaga árið 2005 en það er æðsta viðurkenning sem klúbbur getur veitt félaga sínum. Upptalning þessi segir okkur auðvitað að Jóhann Einvarðsson eyddi drjúgum tíma sínum í starf fyrir Lionshreyfinguna. Hann var góður félagi og það var gott að vinna með honum. Ég minnist þess fyrir margt löngu þegar við félagar gengum í hús og seldum ljósaperur. Hann var drjúgur sölumaður, kannski drýgstur okkar allra enda þekkti hann hver einasti maður í Kefla- vík. Síðar breyttust áherzlur okkar í sölumennskunni en alltaf tók Jó- hann fullan þátt í öllu okkar starfi eins og kostur var þrátt fyrir miklar annir en hann sat á Alþingi um árabil. En umfram allt var Jóhann einstaklega góður félagi og vinur sem gott var að leita til. Hann var skemmtilegur, hress og léttur, átti auðvelt með að létta mönnum lund með skemmtilegum sögum og leggja gott til mála. En nú söknum við vinar í stað. Starfið mun breytast þegar svo sterkur einstaklingur hverfur af vettvangi. Hafðu þökk vinur fyrir sérlega ljúft samstarf. Ég votta fjölskyldu Jóhanns samúð mína, börnum hans og fjöl- skyldum þeirra og alveg sérstak- lega Guðnýju eiginkonu hans. Ég geri mér grein fyrir þeirri tilfinningu sem grípur hjartað er sá tapast sem alls ekki má missa, þegar sá hverfur sem gefið hefur lífinu stóran hluta af tilgangi sín- um. F.h. Lionsklúbbs Keflavíkur, Gylfi Guðmundsson formaður. Fallinn er frá góður samstarfs- maður og samherji til margra ára. Jóhanni kynntist ég á vettvangi stjórnmálanna í fyrrverandi Reykjaneskjördæmi. Steingrím- ur Hermannsson og Jóhann, klókir og margreyndir menn báð- ir tveir, leiddu lista okkar fram- sóknarmanna í kjördæminu á undan mér og var gaman og gef- andi að vinna með þeim báðum. Gott var að leita til Jóhanns og var hann því vinsæll og vel látinn stjórnmálamaður. Einnig átti ég því láni að fagna að kynnast Guð- nýju, konu Jóhanns, í starfi Nor- ræna félagsins, en þar vann hún öflugt starf af miklum skörungs- skap um árabil. Guðný stóð ávallt þétt við hlið Jóhanns í stjórnmála- vafstrinu, glæsileg og ráðagóð. Mun ég minnast Jóhanns fyrir gott samstarf okkar að framfara- málum bæði í kjördæminu og á landsvísu og fyrir góðar samveru- stundir í flokksstarfinu. Fyrir all- ar þessar stundir vil ég þakka. Guðnýju, börnum þeirra Jó- hanns, öðrum aðstandendum og vinum, votta ég mína dýpstu sam- úð vegna fráfalls hans. Megi Guð blessa minningu Jóhanns. Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður. Jóhann Einvarðsson er látinn 74 ára að aldri. Saga Jóhanns var um ríflega aldarfjórðungsbil flétt- uð litríkri sögu heilbrigðismála á Suðurnesjum. Jóhann tók einnig virkan þátt í stjórnmála- og fé- lagslífi í Keflavík og á Reykjanesi allt frá því að hann flutti þangað frá Ísafirði. Hann var formaður stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkur- héraðs á árunum 1970-1980 og síðar, eða á árunum 1992-2002, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurnesja og Heilsugæslustöðv- ar Suðurnesja. Það gustaði oft um heilbrigðismálin á Suðurnesjum á þessum tíma og stóð Jóhann gjarnan í miðjum storminum. Fjárhagsörðugleikar í rekstri sjúkrahússins voru löngum við- varandi og var reyndar líkt á komið með flestum sambæri- legum stofnunum. Mikil átök voru um hvort rétt væri gefið til sjúkrahússins eða ekki og sýndist sitt hverjum. Suðurnesjamenn létu engan eiga neitt inni hjá sér og komu rökum sínum áleiðis til ráðamanna af krafti. Jóhann var því ekki alltaf öfundsverður af störfum sínum. En ýmsir sigrar unnust þrátt fyrir allt. Íbúar voru og eru metnaðarfullir fyrir hönd sinnar heilbrigðisstofnunar og töldu sjúkrahúsið of lítið miðað við þann mannfjölda sem bjó í læknishéraðinu. Þeir börðust því árum saman undir forystu Jó- hanns og fleiri góðra manna fyrir stækkun sjúkrahússins og höfðu að lokum sigur í því máli. Sjúkra- húsið og heilsugæslan voru sam- einuð í millitíðinni, þ.e. í ársbyrj- un 1998. Sú vinna hvíldi á herðum Jóhanns, en allir sem komið hafa að slíkri vinnu vita hversu mikil og vandasöm vinna liggur þar að baki. Jóhann náði að vera við opn- un nýrrar álmu sjúkrahússins áð- ur en hann lét af störfum árið 2002 eftir 10 ára erilsama setu sem framkvæmdastjóri. Fyrir hönd starfsfólks Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja þakka ég Jóhanni vel unnin störf við stofnunina og sendi ég sam- úðarkveðju til eiginkonu, barna og annarra vandamanna. Sigríður Snæbjörnsdóttir. Jóhann Einvarðsson var fyrsti bæjarstjórinn sem ég starfaði með á mínum starfsferli í Kefla- vík, Njarðvík og Reykjanesbæ. Jóhann var sterkur leiðtogi, góð- ur bæjarstjóri og samstarfsmað- ur. Við störfuðum saman í 10 ár eða þangað til hann tók sæti á al- þingi. Samstarf okkar hélt áfram í Framsóknarflokknum en eftir að við hættum bæði afskiptum af stjórnmálum hafa samskiptin minnkað. Vinátta okkar var þó með þeim hætti að þegar við hitt- umst var ávallt eins og við hefðum síðast hist í gær. Jóhann var vandaður maður, sýndi samstarfsfólki sínu virðingu og traust. Hann hafði sérstakan húmor sem hann fór vel með. Ég er afar þakklát fyrir þau ár sem ég hafði hann sem lærimeistara og ég segi gjarnan að það búi ekki allir svo vel að hafa notið hand- leiðslu átta frábærra bæjarstjóra í háskóla lífsins. Ég lít gjarnan á Jóhann sem rektor í þeim hópi. Ég votta Guðnýju og fjölskyld- unni allri innilega samúð. Hjördís Árnadóttir.  Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, ÞÓRUNN HELGA GUÐMUNDARDÓTTIR frá Melgraseyri, lést á heimili sínu. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. nóv- ember kl. 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en bent er á Framtíðarsjóð barna Þórunnar (reikn. 0322-13-302993 kt. 221280-4829). Guðmundur Magnússon, Fannar Karvel, Sigríður Þórdís Sigurðardóttir, Natan Kolbeinsson, Salka Kolbeinsdóttir, Arnfinnur Kolbeinsson, Sigurður Karvel Fannarsson, Steindór Orri Fannarsson, Snævar Guðmundsson, Anna Guðný Gunnarsdóttir, Magnea Jenny Guðmundardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.