Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Rok Hávaðarok var á Reykjanesi í gær og þurftu sumir að gæta vel að sér og sínum. Flestir fuglar komu sér í var en einn og einn stóð vaktina til þess að tryggja að allir væru komnir í skjól. RAX Umboðsmaður Alþingis hefur það hlutverk að gæta þess að stjórnsýsl- an fari að lögum, starfi samkvæmt vönduðum stjórn- sýsluháttum og siðareglum. Um- boðsmanni ber að gefa Alþingi og al- menningi árlega skýrslu um starfsemi sína, og segir í lögum um umboðsmann nr. 85/1997 að skýrsluna skuli „prenta og birta opinberlega fyrir 1. september ár hvert“. Í byrjun þessa mánaðar var fundur í stjórnskipunar- og eft- irlitsnefnd Alþingis þar sem ný- útkomin skýrsla Tryggva Gunn- arssonar, umboðsmanns Alþingis, fyrir árið 2011 var kynnt. Þetta var um tveimur mánuðum eftir lögbundinn tíma. Skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2010 kom einnig tölu- vert eftir lögbundinn tíma. Þannig hefur umboðsmaður ítrekað brotið lög sem um störf hans gilda. Tryggvi Gunnarsson, um- boðsmaður, hefur í fjölmiðlum borið því við að stofnunin sé fá- liðuð og verkefnin hafi aukist. Sjálfsagt geta flestar stofnanir ríkisins sagt sömu sögu. Um- boðsmaður sjálfur hefur dæmt slík viðhorf léttvæg og ekki sparað stóru orðin þegar stjórn- sýslustofnanir brjóta gegn lög- bundnum frestum. Þannig sagði hann t.d. í einu máli: „Þegar löggjaf- inn hefur bundið af- greiðslufresti í lög ber stjórnvöldum að haga skipulagi í störfum sínum og meðferð mála með þeim hætti að tryggt sé að þessir frestir séu haldnir“. Það er illt í efni þegar eftirlitsaðili stjórnsýslunnar brýtur ítrekað lög. Umboðsmaður Al- þingis getur ekki gert minni kröfur til sjálfs sín en hann ger- ir til þeirra sem eftirlit hans beinist að – þá glatar embættið trúverðugleika og athugasemd- ir þess missa marks. Nú er spurningin hvernig Al- þingi tekur á ítrekuðu lögbroti undirstofnunar sinnar, einkum í ljósi atlögunnar að Ríkisend- urskoðun. Alþingismenn hafa viðhaft stór ummæli um reglu- festu, ábyrgð og aðhald í stjórn- sýslunni. Starfsemi umboðs- manns er á ábyrgð Alþingis. Nú reynir á hvort þingmönnum er alvara eða hvort undirstofnun þingsins kemst upp með lögbrot og slæma stjórnsýslu áminning- arlaust. Eftir Jón Magnússon » Það er illt í efni þegar eftirlitsaðili stjórnsýslunnar brýtur ítrekað lög. Jón Magnússon Höfundur er hrl. og fyrrverandi alþingismaður. Ítrekað lögbrot umboðsmanns AlþingisStjórnarskráin kveðurskýrt á um stöðu þjóð- kirkju á Íslandi: „62. gr. Hin evang- eliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Margir hafa sótt að kirkjunni á síðustu miss- erum, starfi hennar og stöðu í samfélaginu. Þrátt fyrir mann- lega brotsjói hefur hún staðið það af sér og nú síðast í ráðgefandi atkvæða- greiðslu um breytingar á stjórn- arskránni. Þar var spurt: „Vilt þú að ákvæði um þjóðkirkju sé í stjórnarskrá Íslands?“ Tæp 60% svarenda sögðu já við þeirri spurningu. Ekki er óeðlilegt að um þetta geti verið skiptar skoðanir sem ekki tengjast beint kristinni trú heldur alveg eins stjórnsýslulegri stöðu kirkjunnar sem stofnunar. Ég sagði já við þessari spurningu og leit ég svo á að þar með væri ég að staðfesta óbreytta núverandi stöðu þjóðkirkju Íslands í stjórnarskránni. Þjóðkirkjan er okkar allra „Eitt af einkennum þjóðkirkju er að hún stendur öllum opin. Jesús fór ekki í manngreinarálit og það gerir kirkja hans ekki heldur. Erindi hennar er öll- um ætlað. Öllum landsmönnum gefst kostur á henni óháð trúfélagsaðild.“ Þannig mæltist nýjum biskupi Ís- lands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur, í vígsluræðu sinni í Hallgrímskirkju 24. júní sl. Hún áréttaði mikilvægi kirkj- unnar sem einnar af grunnstoðum sam- félagsins og þjónustu hennar um allt land: „Kirkjan hefur haft mótandi áhrif á samfélagið alla tíð, ekki vegna sjálfrar sín heldur vegna þess erindis sem henni er ætlað að koma á framfæri. Það erindi er gefandi og gott, lífgefandi og styrkjandi. Þess vegna er kirkjan ein af grunnstoðum samfélagsins. Kristin hugsun hefur mótað menningu okkar í meira en 1000 ár og á þeim arfi byggist samfélag okkar.“ Var það ekki einmitt þetta sem verið var að árétta í þjóðaratkvæða- greiðslunni? Hornsteinar samfélagsins mega ekki bresta Kirkjan og safn- aðarstarfið eru horn- steinar fjölbreytts menn- ingarlífs víða, ekki síst í minni samfélögum úti á landi. Má þar sér- staklega nefna söng- og tónlistarlíf og barna- og unglingastarf sem fjöl- skyldan öll er virkur þátttakandi í, að ógleymdum hlut starfs eldri borgara. Fjöldi barna, unglinga og fullorðinna um land allt syngur í kirkjukórum eða tekur þátt í tónlistarlífi og upp- byggilegu trúarlífi í kringum kirkj- urnar. Fjölþætt ábyrgð um land allt Kirkjustaðirnir eru einstæðar vörður í sögu, atvinnu- og menningarlífi þjóð- arinnar og samofnir örlögum hennar. Kirkjurnar vítt og breitt um landið eru byggingarsögulegir dýrgripir og bún- aður þeirra hluti af listasögu landsins. Þessum verðmætum verður að halda til haga og gera sýnileg í nútímanum. Þarna ber þjóðkirkjan og við öll víð- tækar samfélagsskyldur. Kirkjusagan og kirkjustaðirnir eru samofin þeim verðmætum sem reynt er að miðla og laða fram, t.d. í menningar- tengdri ferðaþjónustu. Kirkjustarfið er mikilvægur hlekkur í byggðamálum og ómetanlegt í öllu félags- og menningar- lífi. Það er mikilvægt að við höfum þessa fjölþættu ábyrgð í huga. Nú kallar kirkjan á hjálp fyrir mig og þig Hart hefur verið sótt að fjárhags- legum grundvelli kirkjustarfsins. Stjórnvöld hafa krafið kirkjuna um nið- urskurð á starfsemi sinni og skert fjár- framlög og lögvarða tekjustofna henn- ar. Kirkjan hefur brugðist við og axlað sinn hlut í efnahagslegum þrengingum þjóðarinnar. En hjá henni eins og í allri annari starfsemi kemur að þolmörkum. Tekið er að bresta í grunnstoðunum. Það var rækilega áréttað svo á nýafstöðnu kirkjuþingi unga fólksins: „Kirkjuþing unga fólksins skorar á stjórnvöld að leiðrétta þann niðurskurð sem átt hefur sér stað á sóknargjöldum til kirkjunnar þar sem grunnstoðir í starfsemi safnaða þjóðkirkjunnar eru að hruni komnar vegna fjárhags- vanda.“ Starfsemi kirkjunnar, presta og safnaðarfólks um allt land er einn af hornsteinum velferðarþjónustunnar. Fari nú sem horfir í niðurskurði til kirkjunnar er hætt við að hún sem stofnun verði að grípa til örþrifaráða. Það mun bitna ekki hvað síst á æsku- lýðsstarfinu og starfseminni úti á lands- byggðinni, einmitt þar sem hún er við- kvæmust fyrir. Er það forgangsröðun í niðurskurði velferðarþjónustu, sem þjóðin vill? Ég held ekki. Hér verða stjórnvöld að koma til, standa við sinn hlut og færa kirkjunni þá fjármuni sem innheimtir eru nú með sóknargjöldum. Komið er að þolmörkum í kirkju- starfi víða um land vegna niðurskurðar fjárveitinga. Staða, hlutverk og ábyrgð kirkjunnar og fjölþætt starf á hennar vegum er með þeim hætti að við hljót- um að leggja við hlustir og bregðast við þegar hún kallar á hjálp, ekki sjálfrar sín vegna heldur fyrir okkur, mig og þig. Eftir Jón Bjarnason »Hér verða stjórnvöld að koma til, standa við sinn hlut og færa kirkjunni þá fjármuni sem innheimtir eru nú með sóknargjöldum. Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Við köllum á kirkjuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.