Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA SÉRSMIÐI innréttingar, borðplötur, sprautulökkun info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Tekjur ríkissjóðs hafa verið að aukast mun meira á árinu en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Bæði kemur þetta fram í upplýsingum fjármála- ráðuneytisins um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins og einnig í umfjöllun fjárlaganefnd- ar um fjáraukalagafrumvarpið fyrir árið 2012. Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins jukust um 12,2% á milli ára og námu alls 363,6 milljörðum króna. Í tekjuáætl- un fjárlaga var reiknað með tekjum upp á 343,2 milljarða. Innheimtan er því rúmlega 20 milljörðum meiri, eða 5,9% yfir áætlun. Eru nær allir skattar að skila ríkissjóði auknum tekjum, ef fjármagnstekjuskattur er undanskilinn og vörugjöld af bens- íni. Á fyrstu níu mánuðunum er fjár- magnstekjuskattur þannig að skila sex milljörðum minni tekjum en eft- ir sama tímabil í fyrra. Frávik með fyrirvara Aukning á völdum tekjuliðum sést nánar á meðfylgjandi mynd en til viðbótar má nefna að skatttekjur og tryggingagjöld jukust samanlagt um 33 milljarða, eða um 11% milli ára. Þá jukust vörugjöld af ökutækj- um um 58%, sem er aðallega vegna innflutnings á bílaleigubílum. Í tilkynningu fjármálaráðuneytis- ins um greiðsluafkomuna er tekið fram að fráviki á tekjuáætlun beri að taka með fyrirvara, þar sem arð- greiðslur hafi innheimst fyrr en reiknað var með. Einnig hefur inn- heimst nokkuð af óreglulegum tekjum sem ekki var gert ráð fyrir. Sé leiðrétt fyrir þessum atriðum eru innheimtar tekjur ríkisins engu að síður 4,1% yfir áætlun, eða upp á 354,2 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Á dagskrá þingsins í dag Fjárlaganefnd Alþingis hefur af- greitt frá sér fjáraukalögin 2012 og er stefnt að framhaldi 2. umræðu um frumvarpið með atkvæða- greiðslu á þingfundi í dag. Sé borið saman við fjárlög 2012 aukast heild- artekjur ríkissjóðs í ár um 6,3 millj- arða, í 529 milljarða, en heildargjöld aukast um 11,3 milljarða, fara í 555 milljarða. Eru breytingartillögur fjárlaganefndar þá teknar með í reikninginn en þegar fjáraukalaga- frumvarið var lagt fram var reiknað með viðbótartekjum upp á 10,6 milljarða og viðbótargjöldum upp á 12,5 milljarða. Í áliti 1. minnihluta nefndarinnar, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skiluðu af sér, þau Kristján Þór Júl- íusson, Ásbjörn Óttarsson og Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, er bent á að í tekjuáætlun fjárlaga fyrir 2012 hafi verið gert ráð fyrir nýrri tekjuöflun upp á 20,7 milljarða. Veiðigjöld muni skila 3 milljörðum hærri tekjum en búist var við og arðgreiðslur í rík- issjóð verði 3,3 milljörðum hærri. Arður frá Landsvirkjun á að skila 1,8 milljörðum og 3,5 milljörðum frá Seðlabankanum.Einnig er bent á að eignasölu upp á 7,6 milljarða hafi verið frestað, að undanskildum 716 milljónum af sölu ótilgreindra eign- arhluta. Höskuldur Þór Þórhallsson, Framsóknarflokki, skilaði séráliti í minnihluta fjárlaganefndar. Tekjur ríkisins aukast um 12%  Ríkið innheimti 363,6 milljarða í tekjur fyrstu níu mánuði ársins  Tekjuáætlun gerði ráð fyrir 343 milljörðum  Fjáraukalög afgreidd úr nefnd  Veiðigjöld og arðgreiðslur skila meiru en búist var við Tekjuaukning ríkissjóðs Dæmi um nokkra tekjuliði, janúar til september 2011 og 2012 (í milljónum króna) Tekjuskattur einstaklinga 2011 2012 2011 2012 2011 2012 2011 20122011 20122011 2012 Tekjuskattur lögaðila Eignarskattar Virðisaukaskattur Vörugjöld af ökutækjum Tekjur alls 66.107 72.137 Breyting: +9,1% Breyting: +105,4% Breyting: +66,9% Breyting: +11,4% Breyting: +58,4% Breyting: +12,2% 11.113 22.825 5.542 9.249 83.498 93.046 1.995 3.160 324.041 363.604 Samkvæmt nefndaráliti meiri- hluta fjárlaganefndar um fjár- aukalögin fyrir árið 2012 eru lagðar til 577 milljónir króna til greiðslu skaðabóta til verktaka- fyrirtækjanna ÍAV og NCC vegna Héðinsfjarðarganga. Hæstirétt- ur dæmdi ríkið til að greiða fyr- irtækjunum bætur vegna missis hagnaðar þegar Vegagerðin hafnaði á sínum tíma öllum til- boðum í gerð ganganna. Hér- aðsdómur hafnaði bótakröfum fyrirtækjanna en þau áfrýjuðu til Hæstaréttar, sem sneri dómnum við í haust. Var ríkið dæmt til að greiða 259 milljónir króna í skaðabætur, auk drátt- arvaxta frá október 2007 til greiðsludags. Samkvæmt áliti nefndarmeirihlutans er reiknað með 318 milljónum króna í dráttarvexti, eða alls 577 millj- ónum króna í bætur. 577 milljónir í skaðabætur HÉÐINSFJARÐARGÖNG Héðinsfjarðargöng vígð árið 2010. Skúli Hansen skulih@mbl.is Lögfræðingar tékkneska flug- félagsins Holidays Czech Airlines eru að skoða mál er varðar skuld sem félagið greiddi til Isavia með tilliti til hugsanlegra næstu lagalegu skrefa, að sögn Hönu Hejskovu, upplýsingafull- trúa Holidays Czech Airlines. Hejskova vildi þó ekki svara frekari fyrirspurnum Morgun- blaðsins um málið. Flugvélin sem um ræðir var í þjónustu Iceland Express en það flugfélag hefur nú hætt rekstri eft- ir að Wow air keypti reksturinn í október síðastliðnum. Umrædd skuld Holidays Czech Airlines við Isavia, sem olli því að farþegavél á vegum félagsins var kyrrsett í níu daga, var vegna allra þeirra gjalda sem flugrekendum ber að greiða á Keflavíkurflugvelli, þetta staðfestir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia. „Þetta voru öll gjöldin sem flugvellinum tilheyra,“ segir Friðþór. Áður hafði verið greint frá því að skuldin væri vegna ógreiddra lendingargjalda. Ýmiss konar gjöld Samkvæmt upplýsingum frá Keflavíkurflugvelli þurfa flug- rekstraraðilar að greiða ýmis gjöld á flugvellinum en um getur verið að ræða háar upphæðir. Þannig er lendingargjald 8,15 bandaríkjadoll- arar fyrir sérhver þúsund kílóa af hámarksflugtaksmassa flugvélar- innar. Stæðisgjald er ekkert fyrir fyrstu sex klukkutundirnar en fyr- ir næstu 24 klukkustundir þar á eftir samsvarar það 0,50 banda- ríkjadollurum fyrir hver byrjuð þúsund kíló af þunga flugvélarinn- ar. Þá er flugverndargjald greitt fyrir hvern flugfarþega með loft- fari frá Keflavíkurflugvelli en und- anþegin gjaldskyldu eru börn und- ir tveggja ára aldri, skráðar áhafnir loftfara og þeir farþegar sem hafa viðkomu hér á landi sam- kvæmt farseðli á milli annarra landa og Norður-Ameríku. Gjaldið nemur 1.440 krónum fyrir hvern fullorðinn farþega, 660 krónum fyrir börn á aldrinum tveggja til tólf ára. Einnig þurfa flugrekstraraðilar að greiða farþegagjöld en þau greiðast fyrir hvern farþega með loftfari frá Keflavíkurflugvelli. Gjaldið er 1.200 krónur fyrir hvern fullorðinn farþega, 675 krónur fyr- ir börn á aldrinum tveggja til tólf ára og 40 krónur vegna þjónustu við fatlaða og hreyfihamlaða. Loks greiðist innritunargjald, 600 krón- ur, fyrir hvern farþega með loftfari frá Keflavíkurflugvelli. Sömu und- anþágur frá gjaldskyldu og gilda um flugverndargjaldið gilda varð- andi farþegagjöld og innritunar- gjald. Holidays Czech Airlines skoðar næstu skref  Skuld félagsins við Isavia var vegna alls konar gjalda Ljósmynd/Steve Tarbuck Iceland Express Flugvél Holidays Czech Airlines var í þjónustu Iceland Ex- press en hún var kyrrsett í níu daga vegna skuldarinnar við Isavia. Hana Hejskova Mörður Árnason, framsögumaður tillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða, þ.e. rammaáætlunar, segist vonast til þess að nefndarálit um málið verði lagt fram í umhverf- is- og samgöngunefnd á morgun og að það verði samþykkt síðar í vik- unni. Mörður segist telja að meiri- hluti sé fyrir því í nefndinni að til- lagan verði samþykkt óbreytt. Til stóð að ræða rammaáætlun- ina á fundi nefndarinnar í gær- morgun en fallið var frá því þar sem gestir, sem höfðu verið boðaðir á fundinn, komust ekki. Fundinum var síðar frestað vegna forfalla nefndarmanna. Þá er beðið eftir umsögn atvinnu- veganefndar en hún mun funda með gestum í dag og á morgun; fulltrúum úr umhverfisráðuneyt- inu, Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra og Ólafi Arnalds jarðvegsfræðingi og prófessor við Landbúnaðarháskólann. Kristján L. Möller, formaður nefndarinnar, segir að málið verði síðan aftur tekið til umræðu á fundi nefndarinnar á fimmtudag og þá til að leggja lokahönd á umsögnina. Fjöldi funda um rammaáætlunina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.