Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Hagnaður af rekstri Vodafone fyrir skatta og fjarmagnsliði (EBITDA) á fyrstu níu mánuðum ársins nam tæpum 2,2 milljörðum króna og hækkaði um 19% milli ára. Framlegð jókst á tímabilinu og nam 44%, samkvæmt frétta- tilkynningu frá félaginu. „Hagnaður eftir skatta jókst um 71% og nam 352 milljónum. Eiginfjárhlutfall Vodafone var í lok september 41,7% og vaxtaber- andi skuldir lækkuðu um 2,2 milljarða króna á fyrstu 9 mán- uðum ársins … Tekjustraumar fé- lagsins eru fjölbreyttir, því auk tekna af farsíma-, fastlínu- og gagnaflutningsþjónustu hafa tekjur af sjónvarpsdreifingu og -þjónustu aukist verulega und- anfarin ár,“ segir orðrétt í frétta- tilkynningunni. Þetta eru vissulega gleðifréttir „Rekstrarniðurstöður fyrstu 9 mánaða ársins eru góðar. Þær eru umtalsvert betri en á sama tímabili í fyrra og árangurinn er umfram okkar eigin áætlanir á tímabilinu. Það eru vissulega gleðifréttir fyrir okkar starfsfólk, sem hefur lagt sig fram við að ná árangri í daglegum rekstri á sama tíma og mikil vinna hefur verið unnin vegna fyrirhugaðrar skráningar félagsins á hluta- bréfamarkaðinn. Þessar niður- stöður eru gott veganesti inn í framtíðina,“ er haft eftir Ómari Svavarssyni, forstjóraVodafone, í tilkynningunni. Hagnaður af rekstri Vodafone 2,2 milljarðar  Hækkaði um 19% milli ára  Tekjurnar 9,8 milljarðar Vodafone Reksturinn gekk vel fyrstu níu mánuði ársins og niðurstöðurnar eru gott veganesti, að sögn forstjórans. Markaðshlutdeild Símans á far- símamarkaði er komin niður fyrir 40% samkvæmt nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. Vodafone er nú með 28,8% markaðshlutdeild og Nova fylgir fast á eftir Vodafone með 27,7% markaðshlutdeild. Alls er markaðshlutdeild Símans 39% á fyrri hluta ársins en á sama tímabili í fyrra var markaðs- hlutdeild Símans 41%. Árið 2010 var hlutdeild Símans 43,9% á fyrri hluta ársins. Markaðshlutdeild Vodafone er 28,8% en var á fyrri hluta síðasta árs 29,8% og 28,9% 2010. Nova hefur bætt við sig fjórð- ungi á tveimur árum Nova er með 27,2% markaðs- hlutdeild samanborið við 24% á fyrri hluta síðasta árs. Árið 2010 var hlut- deild Nova 20,4%. Tal er með 4% hlutdeild á farsímamarkaði. Ljóst er af þessum tölum að Nova hefur verið að vinna markaðs- hlutdeild á undanförnum tveimur árum, bæði af Símanum og Voda- fone og hefur bætt við sig um fjórð- ungi. Alls eru farsímaáskriftir rúmlega 393 þúsund talsins á Íslandi, sam- kvæmt skýrslu Póst- og fjar- skiptastofnunar. Nova er hástökk- varinn Stjórnandinn Liv Berþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. Orkuskot sem virkar strax! Lífrænt grænmetisduft fyrir alla Heilbrigð orka úr lífrænni næringu og fullt af andoxunarefnum Eykur vellíðan, skerpir hugsun, heilbrigði og frísklegt útlit. Börn, unglingar og fullorðnir finna mun á orku og úthaldi - Fyrir íþróttaæfingar, skólann og vinnuna Gefur góða líðan og dregur úr sælgætislöngun Blóðsykursjöfnun úr grænmeti er æskilegust fyrir alla. Kjörið fyrir sykursjúka. Meðmæli næringafræðinga - 100% náttúrleg uppspretta Brokkál Spínat Rauðrófur Salatkál – Gulrætur – Steinselja lífræn bætiefni fyrir allaFæst í: Lifandi markaður, Lyfjaveri, Krónunni og Hagkaup Ekkert erfðabreytt – Ekkert skordýraeitur – Engar geymslugeislanir Engin aukaefni, litar- eða bragðefni. Hagasmára 1 201 Kópavogi sími 512 8900 reginn@reginn.is Dagskrá og endanlegar tillögur munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Smáralind, 3.hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, viku fyrir hluthafafundinn. Upplýsingarnar verða auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins, www.reginn.is. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Kópavogur, 12 nóvember 2012 Stjórn Regins hf. reginn.is Reginn hf. auglýsir hluthafafund Hluthafafundur Stjórn Regins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 4 desember 2012 og hefst stundvíslega kl. 15.00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Kosning tveggja nýrra stjórnarmanna 2. Tillaga lögð fram um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum 3. Önnur mál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.