Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 ✝ Júlía Garð- arsdóttir fæddist í Felli í Glerárþorpi 8. janúar 1932. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. október 2012. Hún var dóttir hjónanna Garðars Júlíussonar verka- manns og sjó- manns, f. 20. júlí 1901, d. 20. febrúar 1986 og Sigurveigar Jónsdóttur, f. 15. september 1901, d. 19. júní 1989. Systkini Júlíu eru Berg- steinn, f. 14. ágúst 1925, d. 6. maí 2012, k. Júdith Matthildur Sveinsdóttir, f. 13. maí 1924, látin. Sumarrós Lillian, f. 15. september 1928, m. séra Birg- ir Snæbjörnsson , f. 20. ágúst 1929, látinn. Laufey Anna Ey- fjörð, f. 24. janúar 1935, d. 23. október 2012, m. Sigurður Jó- býlismaður Jakob Einar Jak- obsson, dóttir þeirra er Mía Henrietta. 3) Þráinn f. 15. apr- íl 1962, kvæntur Þurý Báru Birgisdóttur, börn Þráins eru; Sigrún Jóhanna f. 12. apríl 1983, sambýlismaður hennar er Ólafur Ari Mikaelsson, börn Sigrúnar eru Daníela Líf og Árni Stefán , Lárus Stefán f. 30. maí 1987, d. 21. júní 2008 og Kristján Stefán f. 2. febr- úar 1991. Júlía stundaði nám í Barnaskóla Glerárþorps og síðan í Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal. Auk hús- móðurstarfa starfaði Júlía í vélabókbandi POB á Akureyri, og síðar við bókbandsstörf á bókbandsverkstæði eig- inmanns síns og hjá Amts- bókasafninu á Akureyri. Þá tók hún þátt í starfi Kven- félags Akureyrarkirkju og hin síðari ár var hún virkur þátt- takandi í félagsstarfi eldri borgara á Akureyri. Útför Júlíu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 13. nóv- ember 2012, og hefst kl. 13.30. hannesson, f. 2. október 1931. Júlía kvæntist 4. febrúar 1950 Lár- usi Zophoníassyni, amtsbókaverði, f. 28. desember 1928, d. 27. mars 1987. Börn þeirra eru: 1) Garðar f. 26. júlí 1950, sam- býliskona hans er Guðrún Ragna Að- alsteinsdóttir. Börn Garðars, eru Júlía f. 2. júní 1970, börn hennar eru Sólrún Svana og Arnar Andri og Jónína f. 13. apríl 1973, maki Vignir Sig- urðsson, börn þeirra eru, Katrín Birna, Freyja og Bjarn- ey. 2) Karl Óli, kvæntur Þór- dísi Þorkelsdóttur, dætur þeirra eru Tinna Mjöll, f. 15. febrúar 1982, sambýlismaður Freyr Ingason og Sólveig Mar- grét, f. 17. janúar 1985, sam- Það var svo óvænt, símtalið sem ég fékk frá Jónínu systur, þegar hún sagði að amma Júlla væri uppi á sjúkrahúsi. Amma mín sem var svo hress og kát og var svo mikið að gera. Amma var ung þegar hún varð amma, ég kom í heiminn þegar hún var ekki nema 38 ára gömul. Þrátt fyrir ömmuhlutverkið gerðist hún ekki ömmuleg á all- an hátt. Amma var alltaf mikið fyrir falleg föt og er ég ekki frá því að áhugi minn á fötum sé kominn frá henni. Ég hafði alltaf fengið föt frá henni sem hún var hætt að nota og síðast í sumar dró hún upp kassa með gömlum skóm handa mér og dóttur minni sem var heilmikill fjársjóður. Fataherbergið í Víðimýrinni var líka alger draumastaður, heilt herbergi, bara undir fatnað og fína kjóla. Í minningunni var alla vega heilmikið af fínum fötum þar, pallíettum og perlum. Við Jónína systir vorum oft hjá ömmu og afa og við fullyrtum að pabbi og mamma vöknuðu alltaf um helgar og spældu handa okkur egg og beikon. Þó ég geri mér grein fyrir því að þau sáu í gegnum okkur þá feng- um við alltaf egg og beikon á morgnana. Ekki vorum við syst- ur alltaf til fyrirmyndar og átt- um við til að slást all hressilega. Einhvern tímann þegar það voru einhver læti í okkur uppi á lofti þá kallaði hún „Garðar og Kalli, hættið þessu undir eins“. Okkur systrum fannst það ekki lítið fyndið að heyra að hún hefði nú verið vön að sussa á þá bræður ekki síður en okkur. Við vorum ekki bara hjá þeim í Víðimýrinni heldur voru marg- ar stundir sem við dunduðum á vinnustofunni hennar ömmu á Amtbókasafninu. Þarna gat ég dundað mér lengi og þegar ég fór að lesa þá fann ég hinar ýmsu bækur í ranghölum bókasafnsins og þurfti amma oft að leita að mér þegar vinnudagur hennar var búinn. Það er fleira sem við amma mín eigum sameiginlegt því báð- ar erum miklir sælkerar. Ég man vel eftir hlöðnum borðum af mat og er gamlárskvöld minn- isstætt og einnig afmælisdagur afa sem markaði upphaf jólanna í mínum huga, aspassúpan á að- fangadag og kattatungukökurn- ar, það voru alltaf bestu smákök- urnar. Síðustu árin hef ég gefið ömmum mínum smákökur í jóla- gjafir og það verður skrítið að gera kattatungukökurnar án þess að amma Júlla fái líka. Amma var svo hreykin af henni dóttur minni þegar hún fór að spila með Lúðrasveit Reykja- víkur og af því tilefni fékk hún gefins pening sem afi átti merkt- an Lúðrasveit Akureyrar. Dóta- kassinn með dótinu frá strákun- um hennar var ennþá tekinn upp þegar barnabarnabörnin komu í heimsókn og fundinn til ís í frystikistunni eða annað góð- gæti. Í söknuðinum eftir ömmu þá get ég þó huggað mig við það að hún var hamingjusöm þrátt fyrir sorgina við fráfall litlu syst- ur hennar. Hún átti góða vini, hún hafði yndi af því að ferðast og gerði mikið af því seinustu ár- in, var nýlega búin að kynnast góðum ferðafélaga og fór á tón- leika og út að borða. Ég hef oft tekið ömmu mína sem dæmi um að aldur er bara tala og það er hægt að vera í fullu fjöri á áttræðis- og níræð- isaldri. Ég ætla að halda áfram að hafa hana sem fyrirmynd, töffarann og gelluna hana ömmu mína. Júlía Garðarsdóttir. Við systkinin vorum alltaf full tilhlökkunar þegar við komum í Víðimýrina til Júllu og Lalla. Ein minning af ótalmörgum kemur upp í hugann. Uppi á lofti heyrist í 8 mm teiknimynd sem Kalli er að sýna yngri krökkunum í lok- aða skotinu undir súðinni. Ein- hver kemur á harðaspretti niður stigann á eftir kisa, sem reynir að forða sér á stökki út um kjall- aragluggann. Hamsturinn skýst meðfram sökklinum undir eld- húsinnréttingunni, fuglarnir eru sloppnir út og fljúga milli her- bergja. Gæsi er kominn ofan úr hesthúsi og er að teyma undir ungum frændsystkinum úti á götu og Þráinn birtist inni með tvær kanínur sem þurfa í eyrna- rannsókn. Lalli er úti í garði að brasa, það er pípulykt í kringum hann. Inni er allt svo fínt. Í búrinu er raðað fallega upp í hill- ur, sem eru með mynstruðum pappír, í þvottahúsinu hanga vinnuföt, hestaföt og útiföt á snögum, í eldhúsinu er kaffiilm- ur og mjólk og nýsteiktir ástar- pungar á borðum fyrir þá sem hafa tíma. Inni í stofu stendur brosandi kona með blómakönnu og fylgist með öllu og öllum. Ávallt jafnlynd og traust eins og klettur, glettin, með kolsvart hár, það er Júlla frænka. Lalli og Júlla voru ferðagarp- ar miklir og fjölskyldur okkar ferðuðust saman. Í útilegum var ekki verið að mikla fyrir sér að elda dýrindis máltíðir á prímus, þvo ungbarnableyjur úti í læk, hengja blaut föt á tjaldstög eða skipta um dekk undir Óshlíðinni. Langur dagur gat svo endað í kvöldsól við tóna „Whiter Shade of Pale“ úr ferðaplötuspilara bræðranna. Eftir að við systkinin urðum fullorðin var kíkt við hjá Lalla og Júllu í bókbandinu, í kjallara Amtsbókasafnsins. Þar unnu þau saman í tugi ára og ósjaldan lenti maður í samræðum um bók- menntir eða hlustaði með þeim á hljóðbækur í segulbandinu á meðan fylgst var með sauma- skapnum og örkunum sem lögð- ust samanbrotnar ofan á hver aðra í stóru bókapressunni. Í minningum okkar eru Lalli og Júlla eitt. Það voru mikil við- brigði þegar Lalli féll frá en Júlla var hans stoð og stytta í veikindunum og annaðist hann heima allt þar til hann fór á hjúkrunarheimilið Sel, þar sem hann lést árið 2007. Ferðaáhugi Júllu dreif hana áfram í ófáar ferðir, bæði innan- lands og utan með Heiðu vin- konu sinni og Félagi eldri borg- ara. Hún las sér til áður en hún lagði í’ann og til að geta bjargað sér sjálf á Spáni útbjó hún orða- lista með nauðsynlegum orða- þýðingum. Svo hló hún dátt þeg- ar heim kom og rifjaði upp sögur um notkun orðalistans góða. Í einni ferðinni hitti hún Kristján sem varð ferðafélagi hennar og góður vinur. Við þökkum fyrir allar þær góðu minningar sem koma upp í hugann þegar rifjaðar eru upp samverustundir sem við höfum átt með Júllu. Bræðrunum, fjölskyldum þeirra og Kristjáni sendum við einlægar samúðarkveðjur. Sigríður, Laufey, Sigurður Árni og Elín. Júlía Garðarsdóttir Kveðja frá RR Það eru meira en fjörutíu ár síðan. Við vorum hópur ungra, vaskra drengja. Við hittumst reglulega um helgar, á ein- hverju heimilinu, og drukkum og skemmtum okkur og fórum í „matador“, og var þá tekist á af mikilli hörku. Seinna um kvöld- ið fór liðið síðan út á galeiðuna. Og síðan áttum við það til að hittast daginn eftir, á sunnu- degi, að segja sögur af ævintýr- um og afdrifum okkar kvöldið áður. En þegar hver og einn hafði sagt sína sögu og hlátr- arsköllunum var farið að linna þá var gjarnan farið … tja, út á Friðrik Stefánsson ✝ Friðrik Stef-ánsson fæddist á Laugalandi í Eyjafirði 11. júní 1949. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 9. októ- ber 2012. Útför Friðriks fór fram frá Foss- vogskirkju 17. október 2012. róluvöll, að keppa í þeirri göfugu íþrótt að stökkva úr rólu. Það var ég sem stökk lengst allra og þess vegna var ég foringinn í Ról- ustökkvarafélagi Reykjavíkur, skammstafað RR. En þótt ég væri þannig foringinn þá var það samt annar maður sem var hinn raunveru- legi leiðtogi hópsins. Þessi mað- ur var Friðrik Stefánsson, eða Frikki, eins og við kölluðum hann. Frikki var nefnilega töff- arinn með stórum staf. Á þessum árum var Frikki óborganlega skemmtilegur maður, enda ákaflega vinsæll. Hann var raunsannur konungur skemmtanalífsins, og svo orð- heppinn að af bar. Frásagnar- gáfan og kímnin var slík að hann gat fengið allt „liðið“ í kringum sig til þess að emja af hlátri. Það var alls staðar „hátíð í bæ“ þar sem Frikki var ann- ars vegar. Samt var sá eigin- leiki í fari hans sem ég dáðist kannski mest að sú staðreynd að þrátt fyrir þessa hárbeittu tungu var kímni hans alltaf græskulaus og honum lá ekki illt orð til nokkurs manns. Hann var góðmenni, í sínu innsta og sannasta sjálfi. Friðrik var svo einstakur að ég get ekki líkt honum við neinn annan mann, nema þá helst Oscar Wilde. Eins og Osc- ar Wilde var Friðrik raunsann- ur „master of conversation“. Eins og Wilde var Friðrik ein- stakur smekkmaður og fagur- keri; honum var eðlislægt að dragast að fögrum hlutum. Og hitt er víst að enginn var betur klæddur en Frikki, og enginn hafði gljáfægt skóna eins vel og hann. Friðrik var enn fremur, eins og Wilde, sérfræðingur í þeirri list að vera til; þeir voru „lífskúnstnerar“ af guðs náð og bergðu ótæpilega af ávöxtum lífsins. Og með tíð og tíma festi Friðrik sitt ráð, rétt eins og Oscar Wilde. Og eins og Wilde var Friðrik bæði góður eigin- maður og yndislegur faðir. Báðir þessir menn, Friðrik Stefánsson og Oscar Wilde – höfðu raunar slíkt yfirburða vald á tilverunni að lífið var fyr- ir þá ekki nema leikur einn. En þegar frá leið ánetjuðust þeir báðir þessum „léttleika“; þeir ánetjuðust þessum „óbærilega léttleika tilverunnar“ í þeim mæli að þeir fóru út af sporinu: þeir misstu allt jarðsamband – og leikurinn létti breyttist í harmleik. En ég geri mig ekki að dóm- ara yfir lífi Friðriks Stefáns- sonar. Nei. Ég syrgi horfinn heiðursmann, og góðan dreng. Þór Rögnvaldsson. Þegar ríki vetrarins nálgast þó að ennþá komi bjartir dagar, er skyndilega sem syrti í huga okk- ar. Kær vinkona okkar, Laufey, hefur kvatt þessa jarðvist eftir erfið veikindi. Á síðustu mánuð- um hvarf hún hægt í draumheima sína, umvafin kærleika eigin- manns og barna sinna. Það er þó huggun harmi gegn að minningin um Laufeyju er skær og óhagganleg í huga okkar. Kynni okkar og síðar náin vin- átta hófst árið 1958 þegar fern hjón hófu byggingu raðhúss í Norðurbyggð. Það er sterk til- finning að setjast niður og kalla fram minningar um vináttu og framtíðaráform þessa tíma. Muna orðin sem segja frá öllu því sem við ætluðum að gera. Hvern- ig sú áætlun varð í raun. Skemmst er frá því að segja að húsið reis og börnin fæddust hvert af öðru. Í þá daga voru leik- skólar fáir og konur flestar heimavinnandi að sinna börnum og búi. Húsmæður raðhússins við Laufey Garðarsdóttir ✝ Laufey AnnaEyfjörð Garð- arsdóttir fæddist í Felli í Glerárþorpi 24. janúar 1935. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hlíð 23. októ- ber 2012. Útför Laufeyjar fór fram frá Akureyr- arkirkju 30. októ- ber 2012. Norðurbyggð 1 sáu til þess að börnin þeirra urðu sem stór systkinahópur sem átti fjórar mömmur. Þar var Laufey sannarlega góð mamma á réttum stað, allt í senn, ynd- isleg, brosmild, rétt- lát og yfirveguð. Í nýja húsinu urðu afmæli barna og jólaboð strax regla sem aldrei var brotin. Við eigum minningu um þessi góðu ár í Norðurbyggð 1 sem í tilfelli okkar, Laufeyjar og Sigurðar, vörðu í 18 ógleymanleg ár. Nú eru vissulega höggvin skörð í hópinn, en allt fram á þennan dag hefur verið mikill samgangur á milli heimilanna og er hlutur Laufeyjar sem myndar- legrar og góðrar húsmóður þar ógleymanlegur. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Laufeyju að vini og þökkum henni vegferðina og allar góðu stundirnar. Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Að leiðarlokum viljum við Steinunn færa Sigurði, börnum og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Megi góður Guð vera með ykkur og styrkja. Steinunn og Björn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, ARON KRISTJÁN BIRGISSON, lést að heimili sínu sunnudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju miðviku- daginn 14. nóvember kl. 13:00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, félag hjartveikra barna. Anna María Ámundadóttir, Birgir Sumarliðasson, Lára Birgisdóttir, Björn Ólafsson, Bríet Birgisdóttir, Björn Gunnlaugsson, Rósa Björnsdóttir, Anna María Björnsdóttir, Amalía Björnsdóttir. ✝ Okkar ástkæra HARPA SIF SIGURJÓNSDÓTTIR, Björtusölum 23, Kópavogi, (Möðruvöllum 1, Kjós), lést laugardaginn 20. október. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir fyrir ómetanlegan stuðning. Sérstakar þakkir til ÍSAL, Kolbeins Gunnarssonar og Hlífar, Hafnarfirði. Steinunn B. Hilmarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sigurjón H.Geirsson, Birgir Rafn Kristinsson, Bryndís Rut Jónsdóttir, Jón Brynjar Birgisson, Þórey Sigurjónsdóttir, Sigurður Guðbrandsson, systrabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HJÖRDÍS NIELSEN, fædd GUÐMUNDSDÓTTIR, Sydtoften 112, 7200 Grindsted. Danmörku, lést á heimili sínu föstudaginn 9. nóvember. Útför fer fram frá Grindsted-kirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Arne Nielsen, Kristinn Bjarnason, Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Helga Jenný Thompson, Danny Thompson, Ólöf G. Leifsd. Christensen, Kaj Christensen, Ari Guðmundur Leifsson, Dorte Reif Leifsson, barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.