Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 44
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þrátt fyrir norðangarra mættu hátt í tuttugu manns í göngu um Smá- íbúða- og Bústaðahverfi á laugar- dagsmorgun. Sérstaklega var höfð- að til 51-árgangsins og úr þeim hópi var að finna marga sem teljast til frumbyggja í hverfinu, börn þeirra sem byggðu þarna fyrir rúmlega hálfri öld. Gamlar sögur glöddu og yljuðu í kuldanum, löngu gleymdar persónur fengu nýtt líf og gömlu sveitabæirnir stóðu allt í einu ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Svo ekki sé minnst á búð- irnar sem voru á mörgum hornum, meðal annars sérstakar mjólk- urbúðir. Það þurfti ekki að fara langt til að finna göngustjóra. Innan seil- ingar var jarðfræðingurinn Ásgrím- ur Guðmundsson, sem nánast alla ævi hefur búið á sömu þúfunni, fyrst við Hólmgarðinn, síðan í gamla Víkingsheimilinu við Hæð- argarð, þar sem félagsmiðstöðin er nú, og síðustu rúmlega 30 ár ásamt fjölskyldu á öðrum stað við Hólm- garðinn. Merkileg saga um þróun borgarinnar Ásgrímur segir að þessi hverfi séu í raun mjög merkileg og geymi mikla sögu um skipulag og þróun borgarinnar. „Á sjötta áratugnum voru Voga-, Smáíbúða- og Bústaðahverfi að mestu byggð og framkvæmd- irnar héldu áfram við Ásgarðinn. Þetta voru gífurlegar fram- kvæmdir, borgin þand- ist út og íbúafjöldi margfaldaðist á ekki svo mörgum árum. Stjórnvöld gerðu jafnvel blá- ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 318. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. „Heimilistrygging er tilgangslaus“ 2. Lést í svallveislu eftir inntöku lyfja 3. Stjörnufans í brúðkaupi … 4. 16 ára stúlka átti fíkniefnin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmennirnir Jónas Sigurðs- son og Ómar Guðjónsson leggja land undir fót næstu vikur og leika efni af nýjum plötum sínum á 14 tónleikum á 14 dögum. Fyrstu tónleikarnir eru í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 21. Morgunblaðið/Ernir Jónas og Ómar hefja tónleikaferð í kvöld  Verðlauna- barnaleikritið Litla skrímslið systir mín, sem Helga Arnalds leikur, og dansverkið Stein- unn&Brian do ART verða meðal fjölda annarra sviðs- verka sem sýnd verða á sviðslistamessunni Cinars í Montreal í Kanada í vikunni. Um 1500 sviðslistamenn sækja hátíðina og sýna urmul verka. Tvö íslensk sviðsverk sett upp í Kanada  Athafnamaðurinn Jón Hjaltason fæst nú við ljóðaþýðingar. Hann rak Óðal þegar skemmtistaðurinn var á siðlegum nótum og byggði síðar Keiluhöllina í Öskju- hlíð. Nú hefur hann þýtt og gef- ið út ljóðabálk- inn Lokinsal eða „Locksley Hall“ eftir Alf- red Tennyson, en bragurinn kom fyrst út árið 1842. Jón reisir Lokinsal Á miðvikudag Hæg breytileg átt og yfirleitt þurrt. Frost 0 til 7 stig. Sunnan 5-10 og él NV-lands síðdegis, en vaxandi sunnanátt V- til með slyddu eða rigningu um kvöldið og hlýnar í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 5-10 m/s og skúrir en úrkomu- lítið norðaustantil. Gengur í NA 5-10 NV-til eftir hádegi. Hiti 1 til 7 stig. VEÐUR Þóra Björg Helgadóttir, markvörður íslenska lands- liðsins í knattspyrnu og leikmaður Malmö, var í gær útnefnd besti markvörð- urinn í sænsku úrvalsdeild- inni í lokahófi sænska knattspyrnusambandsins. Þóra var ekki viðstödd verðlaunaafhendinguna þar sem hún er komin til Ástralíu en hún mun þar spila með liði Western Sydney Wanderers. »1 Þóra valin besti markvörðurinn Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðs- kona í fótbolta, fór í skurðaðgerð í Ósló í síðustu viku. Hún vonast eftir því að þar með geti hún losnað við meiðslin sem hafa háð henni lengi. „Annaðhvort hjálpar þetta mér að ná mér að fullu eða aðgerðin gerir ekki neitt. Þetta er bara tilraun sem gæti hjálpað mér,“ segir Margrét Lára. »4 Margrét Lára fór í skurðaðgerð í Ósló Markvörðurinn Kristófer Fannar Guð- mundsson kom skemmtilega á óvart þegar ÍR sigraði Íslandsmeistara HK í handboltanum í síðustu viku. Kristófer er leikmaður 7. umferðar hjá Morg- unblaðinu og segir að það hafi verið kominn tími til fyrir sig að standa sig vel eftir að hafa gengið illa framan af tíma- bilinu. „Þar kom að því að ég færi að verja,“ segir Kristófer. »2-3 Þar kom að því að ég færi að verja ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á fátæku fólki kleift að eignast þak yfir höfuðið. Þarna var mikil gróska, fjölskyldurnar oft stórar og mikið af börnum í hverfinu,“ segir Ásgrímur. Minningar á hverju strái Hverfin hafa gengið í gegnum mikla endurnýjun, en eigi að síður er grunnmyndin hin sama og fyrr- um og minningar á hverju strái fyr- ir innfædda. Ásgrímur rifjaði upp að í Smá- íbúðahverfinu gat fólk valið um nokkrar teikningar og stærð hús- anna, sem allt voru einbýli, voru settar verulegar skorður. Enn strangari reglur voru um húsin í Bústaðahverfinu, en fjórar íbúðir voru í hverju þeirra. Gamlar sögur yljuðu í garranum  Frumbyggjar í gönguferð um Smáíbúða- og Bústaðahverfi Morgunblaðið/áij Spáð og spjallað Það var glatt á hjalla í göngunni. Frá vinstri: Gunnar Þorsteinsson, Ásmundur Magnússon, Ásgrímur Guðmundsson, Lára Jóhannsdóttir, Guðmunda Jóhannsdóttir og Marinó Óskar Gíslason. STALDRAÐ VIÐ Á ÁLFHÓL, Í BÚÐARGERÐI OG VIÐ RÉTTARHOLT Þrísett í Breiðagerðisskóla Hverfisgangan var á vegum samtak- anna U3A, (u3a.is), en í því heiti er á ensku vísað til þriðja aldursins og fólks sem er að nálgast eft- irlaunaárin. Þær Helga Mar- grét Guðmundsdóttir, deild- arstjóri félagsstarfs í Félagsmiðstöðinni við Hæð- argarð, og Þórdís Ólafsdóttir, íbúi við Hæðargarð, skipulögðu gönguna. Gangan hófst við Fé- lagsmiðstöðina við Hæðargarð, gamla Víkingsheimilið, og kom þá í ljós að nokkrir göngu- manna höfðu gengið þar í skóla fyr- ir rúmlega hálfri öld. Á þessum ár- um var kennt í Breiðagerðisskóla og Háagerðisskóla auk Víkingsheim- ilisins og var að minnsta kosti þrí- sett. Aðrir áfangastaðir voru m.a. Álfhóll, sem einhverjir kalla Alkóhól, Búðargerði, Melbær og Réttarholt og svo að sjálfsögðu hitaveitustokk- urinn á leiðinni í heitt kaffi og fleiri sögur í Hæðargarðinum að nýju. Þuríður Ástvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.