Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eitt af því semákafiráhugamenn um að koma Íslandi undir vald Brussel halda fram er að hægt sé að fá var- anlegar undanþágur frá flestu ef ekki öllu því sem hentar ekki Ís- landi. Við eigum þannig, eitt ríkja, að geta gengið inn í sér- íslenska útgáfu af Evrópusam- bandinu. Einn af ókostunum við þetta séríslenska ESB er að það er hvergi til nema í blekking- arheimi ESB-trúboðanna og verður aldrei til utan þess heims. Þessi blekkingarleikur dugði á sínum tíma til að hleypa aðlög- unarferlinu af stað og hefur leik- ið Ísland grátt með því að halda stjórnmála- og embætt- ismönnum uppteknum við þetta óþurftarverk á tímum þegar mikið reið á að vel yrði haldið á spöðunum við uppbyggingu landsins. Meðal þess sem hefur átt að vera í séríslenska pakkanum er varanleg undanþága frá land- búnaðarstefnu Evrópusam- bandsins. Allir sem til þekkja, ekki síst æðstu menn Evrópu- sambandsins sjálfs, hafa vitað að þetta er vitleysa, en talsmenn aðildar hér á landi hafa metið það svo að til að halda aðlög- uninni áfram þyrfti að viðhalda blekkingunni. Eftir því sem tíminn líður og staðreyndir málsins koma betur í ljós verður þetta æ erfiðara. Nú hefur bæst við staðreyndamegin í umræðunni lögfræðiálit Stef- áns Más Stefánssonar lagapró- fessors og Benedikts Egils Árnasonar lögmanns um heim- ildir Finnlands og Svíþjóðar til að styðja sérstaklega við land- búnað á norðlægum slóðum. Bændablaðið greinir frá því að í lögfræðiálitinu segi að fram- kvæmdastjórn ESB taki ákvörð- un um styrkina og hún sé ekki bundin við neitt lágmark fjár- hæða, aðeins hámark. Umræddir styrkir geti því lækkað eða fallið alveg niður, til að mynda ef landbún- aðarlöggjöf Evr- ópusambandsins breytist. Í lögfræðiálitinu kemur einnig fram að þó að í aðildarsamningnum sé talað um að heimildin sé til langs tíma sé hún ekki varanleg og geti verið felld brott ef forsendur teljist ekki lengur vera fyrir hendi eða ef breytingar yrðu gerðar á sameiginlegu landbún- aðarstefnunni. Hvort tveggja er háð ákvörðunum sem teknar eru í Brussel en ekki í Finnlandi eða Svíþjóð. Í Bændablaðinu er vitnað til orða Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtakanna, sem segir að með greinargerð þeirra Stefáns Más og Benedikts Egils séu „endanlega hraktar þær rangfærslur sem ítrekað hefur verið haldið fram um hugs- anlega möguleika Íslands í samningaviðræðum við Evrópu- sambandið. Þessi greinargerð ætti því að kveða endanlega nið- ur þá yfirborðskenndu og ófag- legu nálgun sem íslensk stjórn- völd hafa beitt varðandi hagmuni landbúnaðarins í þessum aðild- arviðræðum“. Haraldur bætir því við að Bændasamtökin sakni þess „að íslensk stjórnvöld hafi ekki haft fyrir því að vinna að slíkum rannsóknum og upp- fræðslu á grundvallaratriðum Evrópusambandsaðildar hvað varðar landbúnað“. Auðvitað er það rétt hjá for- manni Bændasamtakanna að stjórnvöld ættu sjálf að standa fyrir upplýstri og málefnalegri umræðu um þessi mál. Ákafinn er hins vegar svo mikill að þau sjást ekki fyrir og láta sig frekar hafa það að dreifa og viðhalda blekkingunni um að eitthvert séríslenskt ESB leynist í pakk- anum. Þegar málið er skoðað fæst hins vegar alltaf sama nið- urstaðan: Í pakkanum er bara Evrópusambandið. Nú hafa fræðimenn kíkt í pakkann og fundið út að í honum er … ESB} Kíkt í pakkann Aðeins rúmurþriðjungur landsmanna vill halda áfram aðlög- unarviðræðunum við Evrópusam- bandið samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gall- up gerði fyrir Heimssýn. Meiri- hluti landsmanna vill á hinn bóg- inn afturkalla umsóknina. Fyrir ári var sömu spurningar spurt og samanburður kann- ananna sýnir að andstaða við að- lögunina fer vaxandi og stuðn- ingur við aðlögunarviðræðurnar fer minnkandi. Fjórir af hverjum fimm stuðn- ingsmönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vilja aft- urkalla umsókn. Helmingur kjós- enda VG er sömu skoðunar, þrátt fyr- ir að forysta flokks- ins hafi með stuðn- ingi við aðlögunarferlið hrakið stóran hluta flokksmanna frá flokknum eins og fylgiskannanir sýna. Hvar eru nú þeir þingmenn VG sem fyrir nokkru sögðust vilja endurskoðun umsókn- arinnar? Ætla þeir að halda áfram aðlöguninni og missa frá sér þann helming flokksmanna sem enn er eftir af andstæð- ingum aðildar, eða ætla þeir að íhuga þann möguleika að hætta að svíkja kjósendur sína? Ætlar forysta VG að ganga frá flokknum í þágu sérvisku Samfylkingarinnar?} Skýr skilaboð um afturköllun F asteignasalar segja mér að algengt sé þegar ungt fólk fer í sín fyrstu íbúðakaup að það eigi kannski 10% af kaupverði. Restin er oft greidd með verðtryggðu láni sem mallar áfram næstu áratugi svo brátt verður skuldin meiri en andvirði eignar. Þegar líður á lánstímann skánar staðan, eignabruninn geng- ur til baka og þegar líða fer á starfsævina ná sumir á lygnan sjó. Eftir stendur samt sá kaldi veruleiki að fyrir ungt fólk sem í dag er að stofna fjölskyldu og leggja drög að framtíð sinni eru fasteignakaup hjalli að komast yfir. Og takið eftir, þetta er fólkið sem Sighvatur Björgvinsson, fv. ráðherra, kallaði í blaðagrein um helgina sjálfhverfu kynslóðina. „Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings,“ segir Sig- hvatur og vill meina að ungt fólk krefjist þess að sér verði bættur skaðinn á kostnað annarra. „Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum,“ segir í grein þessa fyrrverandi leiðtoga jafnaðarmanna. Sóknarprestur, sem hóf sína þjónustu hér í Reykjavík fyrir rúmum aldarfjórðungi, sagði mér eitt sinn að sér hefði runnið til rifja þegar hann stóð yfir moldum fólks af aldamótakynslóðinni hve erfitt hlutskipti margs af því hefði orðið. Fyrstu ár 20. aldarinnar á Íslandi einkenndust af sóknarhug og bjartsýni, en um 1930 skall kreppan mikla á. Unga fólkið sem þá var að koma undir sig fótunum missti allt í svelginn og náði jafnvel aldrei fót- festu að nýju, svo vel væri. Sama gerðist hér á landi árið 2008. Fjöldi- ungs fólks, kannski fætt á árunum milli 1970 til 1985, fór vissulega fram af ábyrgðarleysi og eyddi peningum eins og enginn væri morg- undagurinn. Ég hef enga sérstaka samúð með því fólki. Hins vegar er hræðilega blóðugt að annar hluti 21. aldamóta kynslóðarinnar muni líklega aldrei ná vopnum sínum fjárhagslega. Og þó var þetta fólk ekki að fara í stórkostlegri hluti en þá að kaupa sér íbúð í blokk, venjuleg- an fólksbíl og reka fjölskyldu. Margir í þessum hópi geta satt að segja ekki gert sér neinar raunhæfar væntingar um betri tíð. Að kalla eftir úrlausnum af hálfu stjórnvalda er því mjög eðlileg ósk. Margt hefur sannarlega ver- ið gert í þágu þessa hóps, en samt er hræðilega langt í land. Stundum hefur verið talað um hægindi þeirra sem nú nálgast starfslokaaldur. Fólksins sem fékk íbúðirnar sínar fyrir slikk og niðurgreiddar af verðbólgu enda engin verð- trygging. Viðmið þeirrar kynslóðar eru því allt önnur en þeirra sem nú basla við að halda íbúðum sínum og greiða af stökkbreyttum lánum. Gamlir karlar sem líklega eru komnir í fjárhagslegt skjól mættu því alveg að stilla orðum sínum í hóf. Kynna sér erfiða stöðu ungs fólks í skulda- og fasteignabasli. Ég efast þó um að þeir leggi sig eftir slíku, enda sumir líklega sjálfhverfir sem er löstur á hverjum manni. sbs@mbl.is Eðlileg krafa unga fólksins Pistill Sigurður Bogi Sævarsson STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Ífrumvarpi til umferðarlagasem nú liggur fyrir Alþingi ergert ráð fyrir að lögfest verðisú regla að ökumenn sem stjórna ökutækjum í C1,C, D1 og D flokki til farþega- og farmflutninga í atvinnuskyni skuli gangast undir endurmenntun á fimm ára fresti sam- kvæmt reglum sem ráðherra setur í reglugerð. Þessi tilhögun á rætur sín- ar að rekja til Evróputilskipunar sem var innleidd í íslenskan rétt með reglugerð 760/2006. Í september skipaði innanrík- isráðherra, Ögmundur Jónasson, starfshóp með það að markmiði að leita leiða til að tilskipunin hefði sem vægust áhrif á íslenskt atvinnulíf og atvinnubílstjóra sem starfa hér á landi, m.a. með tilliti til kostnaðar skipulags og tilhögunar námsins. Nefndin á að skila tillögum til ráð- herra fyrir 15. nóvember en sam- kvæmt upplýsingum sem fengust úr innanríkisráðuneytinu munu tillög- urnar ekki liggja fyrir fyrr en í lok nóvember. Formaður nefndarinnar, Katrín Þórðardóttir, sem tilnefnd var af innanríkisráðuneytinu, var ekki fá- anleg til að tjá sig um framgang vinn- unnar þegar eftir því var leitað. Starfshópurinn hefur m.a. rætt at- riði eins og hver skuli standa fyrir endurmenntuninni og hvort og hvernig námskeiðahaldi verði dreift á árin fimm. Evróputilskipunin gerir ráð fyrir því að bílstjórar sitji 35 stunda námskeið á fimm ára fresti. „Við erum í sjálfu sér ekki mótfallnir endurmenntun bílstjóra. Slíkt ætti að skila sér í auknum gæðum í greininni. Við höfum verið að berjast fyrir því að lotunum sé skipt þannig að kennt verði í 3,5 klst í einu í stað 7 klst. Við höfum talað fyrir því að hægt sé að brjóta námskeiðin upp svo bílstjórar þurfi ekki að sitja í heila viku í senn á námskeiðunum. Þannig sé hægt að skila 7 klst á ári, þ.e. einu námskeiði á ári í þessi fimm ár. Það myndi felast mikill kostnaður í þessu fyrir okkur ef þetta yrði sett upp eins og það var gert upphaflega, þ.e. 7 klst lotur, og þannig myndum við missa viðkom- andi bílstjóra út í heilan dag,“ segir Rúnar Garðarsson rekstrarstjóri Reykjavík Excursion – Allra handa en hjá fyrirtækinu starfa um 80 bíl- stjórar sem keyra innlenda og er- lenda ferðamenn um allt land. Álagið mjög árstíðarbundið Rúnar segir að hinar nýju reglur gætu einnig haft töluverð áhrif vegna sumarafleysinga. „Greinin byggist á því að fá mikið af afleysingafólki yfir sumarið þegar háannatíminn er. Það er atriði sem menn þurfa að reyna að leysa, hvernig megi koma því við að menn geti stundað þessa vinnu áfram án þess að leggja í mikinn kostnað til að viðhalda réttindum sem þeir nota kannski bara í 1-3 mánuði á ári,“ seg- ir Rúnar Í kynningu sem Umferðarstofa hefur tekið saman um áðurnefnda Evróputilskipun kemur m.a. fram að markmið tilskipunarinnar sé að sam- ræma kröfur til atvinnubílstjóra, auka umferðaröryggi og jafna sam- keppnisstöðu. Tryggvi Marteinsson, þjón- ustustjóri hjá Eflingu, er tilnefndur af ASÍ í áðurnefndan starfshóp sem miðar að því að milda áhrif innleið- ingar. Hann segist leggja höf- uðáherslu á að ekki verði um að ræða vikunámskeið í einu heldur megi dreifa námskeiðahaldi t.d. þannig að kennt verði einn dag á ári. Þá segir hann að einnig sé nauðsynlegt að bíl- stjórar þurfi ekki að sæta því að taka próf, svo atvinna manna sé ekki undir á fimm ára fresti. Aðeins eigi að vera um endurmenntun að ræða. Vilja að námskeiðin verði brotin upp Morgunblaðið/Golli Sumar Aðilar innan ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af mönnun yfir há- sumarið vegna Evróputilskipunar sem skikkar bílstjóra í endurmenntun. Gunnar Valur Sveinsson, verk- efnastjóri hjá Samtökum ferða- þjónustunnar, á sæti í starfs- hópi sem leitar leiða til að milda áhrif innleiðingarinnar. „Tilskip- unin mun hafa mikil áhrif á sumarstarfsmenn í öllum grein- um og kannski sérstaklega í ferðaþjónustunni. Fjöldi þeirra sem koma inn sem rútubíl- stjórar sem lausamenn á sumr- in skiptir hundruðum. Sumir taka kannski eina eða tvær ferðir meðan aðrir vinna í þrjá mánuði. Við teljum að þótt við séum hluti af EES séu aðstæður þannig hér á landi að við þurf- um ákveðnar undanþágur, þótt við vissulega skiljum áhersluna á öryggisþáttinn, “ segir Gunn- ar. Hann segir einnig að öku- skólar þurfi ekki endilega að sjá um endurmenntun í heild. Þar geti fræðslumiðstöðvar og hugsanlegar aðrir aðilar einnig komið inn. Flækir málin á sumrin ÁHRIF Á FERÐAÞJÓNUSTU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.