Morgunblaðið - 04.12.2012, Síða 8
Fjárlaganefnd hefur gefið fjármálaráðuneytinu
frest til loka þessa mánaðar til að skila greinar-
gerð um hvernig ráðuneytið ætli að vinna úr
vanda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Ríkisendurskoðun bendir á í skýrslu til fjár-
laganefndar að samkvæmt tryggingafræðilegu
mati þarf að hækka heildariðgjald til A-deildar
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins úr 15,5% í
19,5% til þess að ná nauðsynlegu jafnvægi. Þetta
felur í sér nokkurra milljarða aukningu á árleg-
um útgjöldum ríkissjóðs.
Fjárlaganefnd hefur óskað eftir upplýsingum
frá fjármálaráðuneytinu um hvaða vinna sé í
gangi hjá ráðuneytinu til að leysa þetta mál.
Starfshópur með þátttöku bandalaga op-
inberra starfsmanna hefur frá því í mars 2011
fjallað um stöðu A- og B-deildar en honum er
ætlað að koma með tillögur að framtíð-
arlausnum á vanda þeirra.
„Fjárlaganefnd telur afar brýnt að sem fyrst
verði gripið til viðeigandi ráðstafana til að
stemma stigu við þeim sívaxandi vanda sem felst
í því að iðgjöld duga hvergi til að standa undir
skuldbindingum sjóðsins. Tryggingafræðileg
staða A-deildar hefur lengst af verið neikvæð án
þess að tekið hafi verið á vandanum sem nú er
orðinn gríðarlegur. Fjárlaganefnd hvetur fjár-
mála- og efnahagsráðuneytið til að vinna eins
hratt og vel að lausn þessa máls í samvinnu við
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og unnt er og
óskar eftir því að ráðherra skili nefndinni grein-
argerð um fyrirætlanir sínar í því efni fyrir lok
desember nk.,“ segir í áliti fjárlaganefndar um
skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun
ríkisreiknings fyrir árið 2010.
Vill greinargerð ráðuneytis um vanda LSR
Morgunblaðið/Þorkell
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Það lögðu sig margir fram um aðkoma „sök“ á bankaáfalli á
rétta staði. Trúlegustu aðilar og
jafnvel hinir ótrúlegustu tóku sinn
þátt í því. Allt var það dapurlega fyr-
irsjáanlegt.
En ekkivar öll
vitleysan þó
eins og það
er jú það
sem gerir hana bærilega, og jafnvel
notalega á köflum. En ekki alltaf.
Samfylkingin fann út að stjórn-arskránni frá 17. júní 1944
mætti einnig kenna um „hrunið,“ en
eins og elstu menn muna fór lýðveld-
isstofnunin sú öfugt ofan í suma
krata.
Gömlum krötum kemur Samfylk-ingin ekki mikið við lengur.
Þar slást tveir gamlir allaballar um
formennsku og þriðji allaballinn átti
sama draum sem varð að engu þeg-
ar sá var hristur upp af værum
svefni.
En þingið, sem kosið var í kjölfarpönnuglamurs og eftir að hús-
ið, sem hýsir það, hafði verið nægj-
anlega atað út, lét verða sitt fyrsta
verk að finna út að þingmenn hefðu
verið of snyrtilegir til fara við þing-
störfin. Gott ef sú sundurgerð hafi
ekki ýtt undir að „hér varð hrun.“
Því voru snarlega sköpuð skilyrðitil að þingmenn mættu fram-
vegis vera druslulegri en áður og
hafa margir þeirra brugðist vel við
því.
Og nú síðast gengu þeir Lúðvíkog Björn Valur um með mót-
mælaspjöld í þingsalnum gegn mál-
frelsi til að færa pönnustemninguna
inn í húsið. Næst mæta þeir með
egg.
Þetta er allt
að koma
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.12., kl. 18.00
Reykjavík 0 léttskýjað
Bolungarvík 4 alskýjað
Akureyri 4 skýjað
Kirkjubæjarkl. 3 rigning
Vestmannaeyjar 1 heiðskírt
Nuuk -6 skýjað
Þórshöfn 3 alskýjað
Ósló -16 heiðskírt
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Stokkhólmur -13 léttskýjað
Helsinki -10 heiðskírt
Lúxemborg 0 þoka
Brussel 7 skúrir
Dublin 6 léttskýjað
Glasgow 2 skúrir
London 7 heiðskírt
París 11 skýjað
Amsterdam 7 alskýjað
Hamborg 2 skýjað
Berlín 1 heiðskírt
Vín 2 léttskýjað
Moskva -5 alskýjað
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 11 heiðskírt
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 7 heiðskírt
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 0 frostrigning
Montreal 3 skýjað
New York 13 heiðskírt
Chicago 16 þoka
Orlando 23 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:55 15:42
ÍSAFJÖRÐUR 11:33 15:14
SIGLUFJÖRÐUR 11:18 14:55
DJÚPIVOGUR 10:33 15:04
Jón Ólafsson, at-
hafnamaður, var í
Héraðsdómi
Reykjavíkur í
gær dæmdur til
að greiða Lands-
bankanum tæp-
lega 2,3 milljónir
punda, jafnvirði
um 455 milljóna
króna, í samræmi
við lánssamning á
grundvelli yfirlýsingar Jóns um
sjálfskuldarábyrgð.
Þá var Jón einnig dæmdur til að
greiða Landsbankanum 2 milljónir
króna í málskostnað.
Deilt var um eftirstöðvar lánalínu,
sem Sparisjóðurinn í Keflavík veitti
félaginu Jervistone Ltd. árið 2006 til
að kaupa erlend hlutabréf. Þau
hlutabréf átti síðan að veðsetja til
tryggingar láninu. Jervistone var
skráð á Bresku jómfrúaeyjum en
Jón var tilgreindur sem sérstakur
fjárfestingarráðgjafi félagsins og
hann gekkst í sjálfskuldarábyrgð
fyrir skuldbindingum þess hjá
Sparisjóðnum í Keflavík.
Landsbankinn yfirtók rekstur og
eignir sparisjóðsins í mars í fyrra.
Dæmdur
til að
greiða 455
milljónir
Jón
Ólafsson