Morgunblaðið - 04.12.2012, Side 11
Morgunblaðið/Kristinn
hef alls ekki verið í góðu formi. Ég er
búin að vera yfir kjörþyngd nokkuð
lengi og ég veit að það er ekki gott
fyrir mann. Ég er með hnéskel sem
fór úr liði þegar ég var krakki þannig
að hnén á mér eru ekki góð. Ef ég
gekk í rúman klukkutíma fyrir ári þá
var ég eins og spýtukall á eftir og
þurfti að taka því rólega. Hluti af
þessari hugmynd hefur nefnilega
alltaf blundað í mér og það er að láta
gott af mér leiða og þarna datt mér í
hug að safna peningum fyrir Barna-
spítalann af því að mér finnst starfið
þar vera svo frábært. Þar er svo mik-
il fagmennska og mér finnst ég upp-
lifa svo mikla væntumþykju hjá fólki
sem þarf að vera þar og það er svo
greinilegt hversu vel er haldið utan
um það. Það er svo þakklátt að allt sé
í lagi þar, tækin, mannskapurinn og
hátt þjónustustig.“
Verkirnir hurfu smám saman
Ingibjörg ræddi þessa hugmynd
við manninn sinn sem tók mjög vel í
hugmyndina og hann gaf henni
Garmin úr í jólagjöf svo hún gæti
mælt vegalengdir á göngu og svo
réðst hún í verkefnið á nýju ári.
Ingibjörg ráðfærði sig við þaul-
vant fólk úr vinnu sinni sem hvatti
hana áfram og töldu í hana kjarkinn.
Fyrsta gangan var 10 km löng um
Kársnesið í Kópavogi og fékk hún
stuðning frá eiginmanni sínu. „Svo
reyndi ég bara eins og ég gat að
koma þessu fyrir í þéttri dagskrá og
halda vikunum réttum. Þetta eru 25
km í göngu á viku og 2,5 km í sund-
inu. Það kom oft fyrir að ég var eins
og hamstur í hjóli undir lok mánaðar
til að ná upp kílómetrum og fór út
tvisvar á dag. Ég gat ekki hugsað
mér að fara inn í nýjan mánuð með
hala á eftir mér. Mér hefur aldrei
tekist neitt svona á ævinni. Ég hef oft
útbúið lista og forgangsraðað en oft
verður minna úr hlutunum en til
stóð.“ Allan janúar fann Ingibjörg
fyrir harðsperrum og verkjum í lík-
amanum. „Svo einhvern vegin lagað-
ist þetta. Maður má ekki láta ein-
hverja verki stoppa sig sem eru
oftast út af stirðleika og hreyfing-
arleysi, þeir fara.“
Gekk austur á Hvolsvöll
Það var svo einn fimmtudag í
júlí sem Ingibjörg lagði upp í fjög-
urra daga göngu austur á Hvolsvöll,
þar sem hún er fædd og uppalin.
„Þetta var hugmynd sem ég fékk og
losnaði ekki við. Ég upplifði mikla
gleði þegar ég lagði af stað. Þetta var
helgina þar sem djúp lægð gekk yfir
landið en gangan gekk ótrúlega vel.
Ég hafði á tilfinningunni að það væri
einhver hjúpur yfir mér. Þegar ég fór
að sjá heim á Hvolsvöll þá gerðu til-
finningarnar vart við sig. Þetta var
einn af toppunum á árinu.“
Á skömmum tíma fór Ingibjörg
að verða næmari á náttúruna, hún
varð næmari bæði fyrir lykt og um-
hverfi.
„Ég finn að það skiptir mig engu
máli hvernig veðrið er nema það sé
hreinlega hríð. Mér finnst alltaf vera
gott veður ef maður er í góðum galla.
Það er heldur aldrei ófært í sund-
laugarnar. Ég keypti mér mán-
aðarkort í líkamsræktarstöð núna
þegar það kom svo mikil hálka af því
að ég hafði örlitlar áhyggjur af því að
hnéskelin gæti gengið til ef ég myndi
skrika til. Svo um daginn var ég á
leiðinni þangað og þegar ég opnaði
útidyrnar þá var frábært veður og ég
gat ekki hugsað mér að fara inn í hús
að æfa. Þá var svo hált á gangstétt-
unum og ég var ekki með mann-
brodda svo að ég fór bara á stóra
grasflöt nálægt heimili mín. Ég var
með tónlist með Garðari Cortes í eyr-
unum og það voru norðurljós og
stjörnubjart. Það endaði með því að
mér fannst ég upplifa hugleiðslu-
ástand.“
Hvatning í fyrirmynd
Aðspurð segist Ingibjörg ætla
að halda áfram að hreyfa sig reglu-
lega þó að hún eigi eflaust eftir að
draga eitthvað úr fjölda æfinga.
Ingibjörg segir málefnið hafa
haldið sér gangandi allt árið. „Ég
myndi aldrei geta beðið um þennan
pening nema ég væri að standa mig.“
Um haustið 2011 var Ingibjörg sett á
blóðþrýstingslyf en hún er laus við
þau í dag. Hún segir það hafa hjálpað
sér mikið í byrjun að eiga sér fyr-
irmynd en í hennar tilfelli var það
Haraldur Örn Ólafsson pólfari. „Þeg-
ar ég þurfti að bæta við nokkrum
kílómetrum til að klára vikuna eða
mánuðinn þá hugsaði ég um Harald
Örn einan á Norðurpólnum og þá gat
ég alltaf gengið lengra. Svo áttaði ég
mig á því að ég sagði skilið við hann í
vor. Þá gat ég þetta alveg sjálf.“
Dýrmæt heilsa
– dýrmæt börn
Á árinu 2012 hefur Ingibjörg
Birna Ólafsdóttir gengið
1.200 km og synt 120 km.
Hún safnar fyrir Barnaspítala
Hringsins og mun afhenda
söfnunarupphæðina þann
12. 12. 2012
Fyrir þá sem vilja leggja
Ingibjörgu og málefninu lið:
Reikningur:
0536-05-121212 (kt. 580612-0910)
Söfnunarsímanúmer:
901 5012 (1.200 kr.)
901 5024 (2.400 kr.)
901 5036 (3.600 kr.)
Gott málefni Ingibjörg vildi
með átaki sínu sameina það sem
henni er dýrmætast, heilsuna og
börnin. Hún gengur og syndir til
að efla sjálfa sig og safnar pen-
ingum fyrir veik börn í leiðinni.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Framundan er blessuð aðventan með
öllu sínu góðgæti og við endann á
henni jólin sjálf með öllum þeim krás-
um sem fylgja. Það er sjálfsagt að
leyfa sér nokkrar smákökur, heitt
súkkulaði á sunnudegi og auðvitað
veislumatinn. Á móti er samt ágætt
að muna líka eftir safaríkum mand-
arínum og eplum. Hafa morgunmat-
inn í hollari dúr og fá sér létta súpu
og salat inn á milli hlaðborða. Það
léttir svolítið á veislumaganum.
Hollusta í magann
Morgunblaðið/Valdís Thor
Epli Gott að grípa í inn á milli.
Góðar mand-
arínur og epli
Það er ekki úr vegi að hugleiða nú á
aðventunni þegar nóg er að gera.
Orkustöðvajöfnun, hugleiðsla með
Höllu Himintungl, kallast geisla-
diskur sem nú er útkominn með tón-
list eftir Friðrik Karlsson. Hugleiðslan
er samin til að orkujafna orkustöðvar
líkamans en þær geta farið úr jafn-
vægi við allskonar aðstæður. Tónlist
Friðriks hentar vel bæði til hugleiðslu
og slökunariðkunar. Halla er mennt-
aður dáleiðslutæknir, bowen-með-
ferðaraðili, reikimeistari og stjörnu-
spekingur. Hún starfar sem dáleiðari
og heilari bæði hérlendis og erlendis.
Hún er einnig eini söludreifingaraðili
QCB-steina á Íslandi.
Hugleiðsla
Orkustöðvar
í jafnvægi
AFP
Hugleiðsla Halla Himintungl og
Friðrik Karlsson gefa út geisladisk.
Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,
hvernig sem stríðið þá og þá er blandið,
það er: Að elska, byggja og treysta á landið.
Þá mun sá Guð, sem veitti frægð til forna,
fósturjörð vora reisa endurborna.
Þá munu bætast harmasár þess horfna,
hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna.
(Úr Íslandsljóðum Hannesar Hafstein sem hann flutti fyrst á nýjársdag 1901 á Ísafirði,
þá sýslumaður þar)
Lýðhvöt að vestan