Morgunblaðið - 04.12.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Thorvaldsenskonur hafa fært
Thorvaldsenssjóðnum tvær millj-
ónir króna að gjöf. Félagið stofnaði
sjálfstæðan sjóð í nóvember 2003
og tilgangur og markmið sjóðsins
er að styðja og efla hverja þá starf-
semi sem lýtur að málefnum barna
og unglinga með sykursýki við
Barnaspítala Hringsins.
Sjóðurinn hefur um áraraðir
stutt dyggilega rekstur sumarbúða
barna og unglinga með sykursýki.
Einnig hafa styrkir verið veittir til
tækjakaupa, viðhaldsmenntunar og
fræðsluefnis sem lýtur að syk-
ursýki.
Thorvaldsensfélagið var stofnað
1875 af 24 ungum konum í Reykja-
vík en þær höfðu verið beðnar að
skreyta Austurvöll í tilefni af komu
styttu af Bertel Thorvaldsen sem
gefin var af borgarstjórn Kaup-
mannahafnar vegna þúsund ára
byggðar á Íslandi. Thorvaldsens-
félagið hefur rekið Thorvaldsens-
bazarinn síðan 1901.
Styrkja börn sem
þjást af sykursýki
Orkan mun styrkja Fjölskylduhjálp
Íslands fyrir jólin. Fyrir hvern lítra
sem keyptur er á bensínstöðvum
Orkunnar, út um allt land til 21.
desember, rennur ein króna til Fjöl-
skylduhjálpar Íslands. Styrkurinn
verður greiddur út á vikufresti
fram að jólum.
Gera má ráð fyrir að upphæðin
sem safnast fyrir Fjölskylduhjálp
Íslands með þessu móti verði um 2,5
milljónir króna.
Skeljungur (sem rekur Orkuna
og Shell) er eitt 18 fyrirtækja sem
forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, veitti Mannúðarverðlaun
Fjölskylduhjálpar Íslands s.l. föstu-
dag.
Orkan styrkir Fjöl-
skylduhjálp Íslands
Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, efnir til hádeg-
isfundar 12.00 til 13.00 þriðjudaginn 4. desember í stofu 101 í Odda, húsi
Háskóla Íslands. Varðberg hefur fengið norskan lögregluforingja, Sture
Martin Vang, og Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjón hjá embætti ríkislög-
reglustjóra til að ræða voðaverk gegn þjóðaröryggi.
Erindi Sture Martin Vang heitir: 22.7.11 – hvað gerðist og hvað höfum
við lært? Hann flytur erindi á ensku. Erindi Jóns F. Bjartmarz heitir: Hver
er staðan á Íslandi? „Voðaverkið sem unnið var í Osló og Úteyju 22. júlí
2011 skilur eftir sig sár sem seint gróa. Það hefur einnig orðið tilefni rann-
sókna á vernd þjóðaröryggis og viðbrögðum lögregluyfirvalda,“ segir í til-
kynningu frá Varðbergi. Fundurinn er öllum opinn.
Ræða um voðaverk gegn þjóðaröryggi
Í dag, þriðjudaginn 4. desember,
verður síðasti hádegisfyrirlestur
vetrarins í hádegisfyrirlestraröð
Sagnfræðingafélags Íslands undir
yfirskriftinni Hvað er fátækt?
Að þessu sinni mun Gísli Gunn-
arsson, sagnfræðingur og pró-
fessor emeritus við Háskóla Ís-
lands, flytja erindið „Fátækt á
Íslandi í aldanna rás“.
Fyrirlesturinn er haldinn í
fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Ís-
lands og hefst stundvíslega
klukkan 12.05 og lýkur klukkan
13.00.
Fyrirlestur um fá-
tækt í aldanna rás
STUTT
SVIÐSLJÓS
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Í Færeyjum fellur dómur innan
skamms í morðmáli þar sem ekkert
lík hefur enn fundist. Morð eru fátíð í
Færeyjum. Þetta tiltekna mál er all-
sérstakt þar sem málatilbúnaðurinn
byggist hvorki á líki né játningu hins
ákærða.
Málið, sem þekkt er undir nafninu
Pidda-málið, í þarlendum miðlum
hefur fengið mikla umfjöllun í sam-
félaginu. Málið hefur verið fyrir dóm-
stólum í rúman mánuð en Ísland kom
meðal annars við sögu í rannsókninni.
Málsatvikin voru með þeim hætti
að 42 ára gamall Færeyingur, Dánial
Petur Hansen, sem ávallt er kallaður
Piddi í færeyskum fjölmiðlum, hvarf
4. nóvember 2011. Lögreglan lýsti
eftir Pidda og víðtæk leit var gerð en
án árangurs. Vaknaði snemma grun-
ur um að honum hefði verið ráðinn
bani, einkum í ljósi þess að blóð úr
honum fannst í herbergi hans, blóð-
slóð lá niður stiga hússins sem hann
bjó í og blóð fannst í skotti Skóda-
bifreiðar, sem var í eigu fyrrverandi
eiginkonu Pidda.
Böndin bárust fljótt að Króatanum
Milan Kolovrat, 33 ára, sem var hand-
tekinn um miðjan nóvember í fyrra
og hefur síðan setið í gæsluvarðhaldi.
Hann og Piddi bjuggu í sama húsi.
Piddi var skilinn við eiginkonu sína en
hún hafði tekið upp samband við Ko-
lovrat.
Kolovrat hefur neitað því staðfast-
lega í yfirheyrslum að hafa ráðið
Pidda bana. Hins vegar segir Leo
Poulsen, blaðamaður á færeyska
blaðinu Sosialurin, að Kolovrat hafi
ýjað að því við lögregluna að hann
hafi komið að dauða Pidda. Lögmað-
ur hans var hins vegar ekki viðstadd-
ur og við formlegar skýrslutökur hafi
hann ætíð haldið fram sakleysi sínu.
Fór til Íslands sl. haust
Um tíma þegar Pidda var leitað var
kannað hvort hann hefði farið til Ís-
lands án þess að láta ættingja sína
vita. Fram kom við réttarhöldin, að
Piddi hefði sótt sjávarútvegs-
ráðstefnu á Íslandi í september 2011
og kynnst íslenskri konu. Honum
hefði orðið tíðrætt um þennan kven-
mann við ættingja sína og sagðist
vilja hitta konuna aftur. Rannsakað
var meðal annars hvort hann hefði
farið með flutningaskipi til Íslands en
svo var ekki.
Rejseholdet frá Danmörku
Danska lögreglan sendi rannsókn-
arhóp, svonefnt rejsehold, til Fær-
eyja til að aðstoða færeysku lögregl-
una við rannsókn málsins. Hún
lagðist í viðmikla rannsókn á tækni-
legum atriðum. Ákæran í málinu
byggist að stórum hluta á rannsókn
dönsku lögreglumannanna.
Blóð og blóðslóð úr Pidda fannst
víða og einnig á jakka Milans Kolovr-
ats. Bíllinn, þar sem blóðleifar fund-
ust, hafði verið þrifinn og reynt hafi
verið að ná blóðinu úr bílnum.
Ákæruvaldið lagði fram meint
morðvopn: steikarpönnu sem haldið
er fram að Milan Kolovrat hafi notað
til að myrða Pidda með.
Þrír bútar úr pönnunni fundust á
tveimur stöðum: pannan og skaftið
fundust í íbúð Kolovrats og þriðji bút-
urinn fannst í herbergi Pidda. Blóð
Pidda fannst á pönnunni og bútnum
en DNA úr honum á skaftinu.
Jogvan Arge, fréttamaður í Fær-
eyjum, segir að ákæruvaldið telji
ástæðuna fyrir morðinu þá að Kolovr-
at hafi ætlað að henda Pidda út úr
húsinu sem er eign konunnar. Þá hafi
slegið í brýnu milli þeirra með þeim
afleiðingum að Kolovrat hafi slegið
Pidda með pönnunni, lagt hann á
plastdúk, dregið hann út og sett í
skottið á bílnum og komið honum ein-
hvers staðar fyrir.
Leo Poulsen blaðamaður telur
mjög líklegt að Milan Kolovrat verði
fundinn sekur. Von er á niðurstöðu
landsdóms í Færeyjum innan
skamms.
Ekkert lík en ákærður fyrir morð
Króati ákærður fyrir að myrða Færeying með steikarpönnu Líkið hefur ekki enn fundist ári eftir
að mannsins var saknað Sá ákærði neitar sök Rannsakað hvort maðurinn hefði farið til Íslands
Sosialurin/Janus Dam Guttesen
Dómsmál Í réttarsal í Færeyjum, dómarar að störfum í máli þar sem hvorki lík né játning liggur fyrir.
Málið vakti mikinn óhug með-
al Færeyinga enda hefur ekki
komið upp morðmál í landinu
frá árinu 1988 þegar ungur
maður á Suðurey skaut unn-
ustu sína til bana í afbrýð-
isæði.
Réttarhöldin nú eru ein þau
umfangsmestu sem um getur
í eyjunum en yfir sextíu vitni
voru kölluð fyrir Føroya Rætt.
Verjandi sakborningsins
hefur krafist sýknu og gagn-
rýnt málsmeðferðina harð-
lega.
Fyrsta morð-
ið frá 1988
MÁLIÐ VAKTI ÓHUG
ÞÚ GETUR GERT KRAFTAVERK Í DAG
Með hreinu vatni gefur þú betri heilsu, menntun og bjarta framtíð.
Þú getur hjálpað núna með því að
greiða valgreiðslu í heimabanka
Einnig:
■ frjálst framlag á framlag.is
■ gjafabréf á gjofsemgefur.is
■ 907 2003 styrktarnúmer (2.500 kr.)
■ söfnunarreikningur:
0334-26-50886, kt. 450670-0499
GEFÐU GJÖF SEM
SKIPTIR MÁLI
PI
PA
R\
TB
W
A
-S
ÍA
-1
23
23
9