Morgunblaðið - 04.12.2012, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
„Ég á óljósar minningar um þennan
dag,“ sagði Halldór Halldórsson, við-
skiptastjóri á fyrirtækjasviði Glitnis í
febrúar 2008, við aðalmeðferð yfir
þeim Lárusi Welding, fyrrverandi
forstjóra Glitnis, og Guðmundi
Hjaltasyni, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bank-
ans, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Minnisleysið varð einkennandi eftir
hádegið, þegar teknar voru skýrslur
af starfsfólki Glitnis en þeir Lárus og
Guðmundur voru oftar vissir í sínu
sakleysi.
Ástæða þess að Halldór Halldórs-
son er tekinn út fyrir sviga er sú að
augljóst var á dómurum í málinu, en
dómurinn er fjölskipaður, að þeir
hefðu gjarnan viljað að Halldór gæti
rifjað meira upp frá föstudeginum 8.
febrúar 2008, þeim örlagaríka degi.
„Þessi föstudagur er greinilega í
ákveðinni þoku, kannski út af tíma-
lengdinni,“ sagði Símon Sigvaldason
dómsformaður þegar hann spurði
Halldór spjörunum úr. „Þetta rifjar
ekkert upp í þínum huga, símtalið.
[…] Þig rekur ekkert minni til hvað
þarna er í gangi.“
Ástæðan er sú að Halldór hafði
töluvert mikla aðkomu að málinu og
er í lykilstöðu til að upplýsa um þátt
annarra. Og reyndar má skynja af
spurningum verjenda Lárusar og
Guðmundar að þeir vilja þátt Hall-
dórs meiri en sérstakur saksóknari.
Og kannski er það ekki að ósekju.
Halldór var sá eini sem með beinum
hætti bendlaði þá Lárus og Guðmund
við eitthvað misjafnt við aðalmeðferð-
ina í gær.
Til að rekja það byrjum við á
spurningu saksóknara til Halldórs:
„Tókst þú ákvörðun um að lána
Milestone?“
„Nei.“
Hverjir tóku þá ákvörðun?
„Líklegast er að það hafi verið yfir-
maður minn og forstjóri bankans.“
Þess ber þá að geta að yfirmaður
Halldórs var téður Guðmundur
Hjaltason.
En málið er flóknara en svo. Óhægt
er að rekja það í stuttu máli en það
snýst um 102 milljóna evra, um 10
milljarða króna, lán sem áhættunefnd
bankans var búin að samþykkja til fé-
lagsins Vafnings. Lánið átti að nota til
að greiða skuld félagsins Þáttar við
bandaríska bankann Morgan Stanley.
Veð bandaríska bankans voru hluta-
bréf í Glitni og Milestone bar ábyrgð
á skuldbindingum Þáttar. Og Morgan
Stanley gjaldfelldi skuldina og krafð-
ist greiðslu fyrir miðjan dag 8. febr-
úar, föstudaginn örlagaríka.
Rétt eftir klukkan þrjú umræddan
dag barst greiðsla til Morgan Stanley.
En Glitnir lánaði ekki Vafningi eins
og samþykkt var í áhættunefnd held-
ur Milestone og ekki var um hefð-
bundið lán að ræða heldur peninga-
markaðslán. Og peningamarkaðs-
lánið var sannarlega ekki afgreitt á
hefðbundinn máta.
Lánasamningur við Vafning var
tilbúinn og með honum fylgdi svo-
nefnt ádráttarskjal. Á það skjal hrip-
aði hins vegar Halldór Halldórsson
niður greiðslufyrirmæli um að greiða
ætti Milestone peningamarkaðslán.
Og hann staðfesti skrift sína. Og hann
staðfesti rödd sína í símtali þar sem
hann spurði miðlara hvort þetta væri
gerlegt og að hann kæmi skjölum til
hans.
Undir þetta skjal skrifuðu bæði
Lárus og Guðmundur.
Neituðu að hafa séð skjalið
Ef við drepum aðeins niður í
skýrslutökurnar að nýju. Saksóknari
spyr og Halldór svarar:
„Varst þú viðstaddur þegar
ákærðu skrifuðu undir skjalið?“
„Ég man það ekki.“
Getur verið að þú hafir tekið það
upp hjá sjálfum þér að breyta efni
skjalsins eftir að þeir skrifuðu undir
eða höfðu vitneskju um það?“
„Nei.“
Báðir Lárus og Guðmundur
neituðu að hafa séð umrætt skjal
fyrr en hjá sérstökum saksókn-
ara. Þeir könnuðust við undir-
skrift sína en útilokuðu ekki að
því hefði verið breytt eftir að
þeir skrifuðu undir.
Þokukenndur dagur í febrúar 2008
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Handaband Guðmundur Hjaltason og Lárus Welding heilsast áður en aðalmeðferð yfir þeim hófst í gærmorgun.
Aðalmeðferð hafin yfir fyrrverandi forstjóra Glitnis banka og fv. framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs
Einkenndist af góðu minni þeirra tveggja en minnisleysi um margt hjá öðrum starfsmönnum Glitnis
Ákæran
» Lárus Welding og Guð-
mundur Hjaltason eru ákærðir
fyrir að hafa misnotað aðstöðu
sína og stefnt fé Glitnis í stór-
fellda hættu með tíu milljarða
króna lánveitingu til Milestone
í formi peningamarkaðsláns.
» Þeir hafi sem meðlimir í
áhættunefnd bankans veitt
lánið án trygginga eða ábyrgða
og andstætt reglum Glitnis um
lánveitingar og markaðs-
áhættu um hámark heild-
arlánveitinga til einstaks aðila
og aðila honum tengdum.
Upplýst var við aðalmeðferðina í
gær að fjármálastjóri Glitnis var í
febrúar 2008 svo gott sem búinn
að setja stopp á allar nýjar lánveit-
ingar, sérstaklega í erlendum gjald-
eyri. Stopp þar til aðstæður á efna-
hagsmarkaði löguðust.
Saksóknari spurði nokkuð út í
þessa staðreynd og hvort aðstæður
hefðu snarlega lagast 8. febrúar
2008, þegar samþykkt var að lána
102 milljónir evra út úr bankanum.
Hér skulu rifjuð upp svör banka-
stjórans og fjármálastjórans við
þeim spurningum.
„Það er ekkert launungarmál að
þetta var lánveiting sem bankinn
kaus ekki að fara út í. Þetta var
klárt hagsmunamat og það var rétt
fyrir bankann,“ sagði
Lárus Welding, þá-
verandi banka-
stjóri Glitnis..
„Mat okkar var
að það væri það
illskásta í stöð-
unni,“ sagði Alex-
ander K.
Guðmunds-
son, fjár-
málastjóri
Glitnis.
Klárt hagsmunamat bankans
ILLSKÁSTI KOSTURINN AÐ SAMÞYKKJA LÁNVEITINGU
Lárus Welding
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
MIKIÐ ÚRVAL
SPORTBAKPOKAR
FRÁ 4.990 kr.
MARGIR LITIR.
Fátt er betra fyrir meltinguna
á aðventunni en
3PRÓGASTRÓ DDS PLÚS®
Þessi vara
er laus við:
Mjólk
Glúten
Sykur
Soja
Rotvarn-
arefni
10
0%
NÁ
TTÚRULEGT
100%
NÁTTÚRULE
GT
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna
2 hylki af PRÓGASTRÓ fyrir stóra
máltíð getur létt á meltingunni.
PRÓGASTRÓ inniheldur hinn öfluga
asídófílus DDS1 sem bæði gall- og
sýruþolin.
www.gengurvel.is
Góð jólagöfhanda þeimsem allt eiga.
Góða
melting
um jólin!
Björgunarsveitin Hérað á Egils-
stöðum hefur undanfarið oftsinn-
is verið kölluð út undanfarið til
að aðstoða ferðamenn á veginum
um Breiðdalsheiði. Engin vetrar-
þjónusta er á veginum, sem hefur
verið ófær undanfarna tvo mán-
uði. Lögreglan á Egilsstöðum
segir að útköll af þessu tagi ber-
ist oft í viku hverri, fyrst og
fremst frá erlendum ferðamönn-
um.
Á vefsíðu Vegagerðarinnar er
vegurinn um Breiðdalsheiði
merktur með rauðum lit, sem
þýðir að hann er ófær. Að auki
hefur stóru skilti verið komið fyr-
ir á leiðinni frá Egilsstöðum, þar
sem ástand vegarins er ítrekað,
en það virðist ekki hamla för
fólks.
Ökumaður lítils fólksbíls slapp
ómeiddur er bíll hans valt á veg-
inum um Fagradal um klukkan
þrjú í gær. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni á Egils-
stöðum var slæm færð á veginum,
hálka, hvassviðri og slabb. Öku-
maðurinn var einn í bílnum, sem
skemmdist nokkuð við óhappið.
Ferðamenn oft í vandræðum og óska
aðstoðar á lokaðri Breiðdalsheiðinni