Morgunblaðið - 04.12.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
DEUTER FUTURA
Bakpokar
MARGVERÐLAUNAÐIR
BAKPOKAR,
ÝMSAR STÆRÐIR.
FRÁ 18.990 kr.
Einstaklega vel staðsett 102,4 fm² iðnaðar-
húsnæði við Askalind í Kópavogi. Húsnæðið
skiptist í 82,6 fm gólflöt og 19,8 fm² milliloft.
Á neðri hæðinni er skrifstofa og WC ásamt
alrými með mjög góðri lofthæð. Á millilofti
er vel innréttuð skrifstofa. Gluggafrontur úr
skrifstofu til norðurs með góðu útsýni. Stór
innkeyrsluhurð ásamt gönguhurð. Malbikað
bílaplan. Góð aðkoma. Verð 19.8 millj.
Til sölu
Upplýsingar gefur Þorgrímur s. 892-1270 og Ólafur s. 866-0927
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Óljóst er hversu margir hjúkrunar-
fræðingar sögðu upp störfum á Land-
spítalanum um síðustu mánaðamót en
samkvæmt aðgerðarhópi hjúkrunar-
fræðinga eru þeir um 190 talsins. Sú
tala er óstaðfest. Leitast var eftir að
fá fjölda uppsagna staðfestan hjá
mannauðssviði LSH í gær en þar
fengust þær upplýsingar að það væri
ekki hægt því verið væri að fara yfir
uppsagnirnar eftir helgina.
Samkvæmt aðgerðahópnum er
stórt hlutfall þessara hjúkrunarfræð-
inga með sérmenntun, s.s. skurð-
hjúkrunarfræðingar, svæfingar-
hjúkrunarfræðingar,
gjörgæsluhjúkrunarfræðingar og
barnahjúkrunarfræðingar ásamt al-
mennum hjúkrunarfræðingum.
Ólga hefur verið meðal hjúkrunar-
fræðinga vegna stofnanasamnings við
Landspítalann sem enn hefur ekki
verið endurskoðaður í samræmi við
kjarasamninga. Í nóvember gengu
bréf á milli hjúkrunarfræðinga þar
sem hvatt var til uppsagna mánaða-
mótin nóvember/desember.
Féll niður vegna anna ráðherra
Aðgerðahópur hjúkrunarfræðinga
sendi frá sér tilkynningu í gærmorg-
un þar sem hann boðaði til mótmæla í
tengslum við fund á milli fulltrúa
hjúkrunarfræðinga og Landspítalans
um kjaramálin. Ekkert varð hinsveg-
ar af fundinum.
Samninganefnd Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga hafði óskað eftir
fundi með Birni Zoëga, forstjóra
Landspítalans og Guðbjarti Hannes-
syni velferðarráðherra. Fyrir helgi
var stefnt að því að halda fundinn
klukkan fjögur í gær en síðar kom í
ljós að ráðherra hafði ekki tíma til að
sitja fundinn svo honum var frestað.
Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
það hefði verið orðið ljóst á laugar-
daginn að af þessum fundi yrði ekki í
gær vegna anna ráðherra.
„Að mínu mati höfum við mætt
skilningi og það eru allir að reyna að
leita leiða. Það er fullur vilji Landspít-
alamegin að semja en það vantar fjár-
muni og við höfum mætt skilningi
fjármála- og velferðarráðherra en
hverju það skilar í peningum á eftir að
koma í ljós,“ segir Elsa spurð út í
stöðu samningaviðræðna. Hún vonar
að næsti fundur verði í þessari viku.
Mörg símtöl bárust í síðustu viku til
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
frá hjúkrunarfræðingum sem voru að
leita eftir ráðleggingum varðandi
uppsagnir að sögn Elsu. „Það var
mjög mikið um það í síðustu viku að
hjúkrunarfræðingar hringdu og at-
huguðu réttindi sín ef þeir segðu upp
störfum.“
Hafa gildan kjarasamning
„Hjúkrunarfræðingar hafa gildan
kjarasamning. Það hefur ekki verið
endurnýjaður stofnanasamningur af
því að þeir hafa ekki viljað gera það
nema að fá kjarabætur. Og það hafa
hingað til ekki verið neinar kjarabæt-
ur í stofnanasamningum, sem þýðir
það að Landspítalinn fær enga pen-
inga frá ríkinu eða fjármálaráðuneyt-
inu til að ganga frá þessu. Þess vegna
hefur ekki verið hægt að ganga frá
stofnanasamningi,“ sagði Björn
Zoëga, forstjóri Landspítalans, í sam-
tali við mbl.is í gær.
Hann sagði að eitthvað hefði verið
um uppsagnir meðal hjúkrunarfræð-
inga fyrir síðustu helgi en vildi ekki
tjá sig frekar um þær.
„Það eru allir að
reyna að leita leiða“
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist
mæta fullum vilja LSH til að semja en það vanti fjármuni
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kjaramál Frá baráttufundi hjúkrunarfræðinga í haust fyrir betri launum.
Vilja hærri laun
» Ólga er meðal hjúkrunar-
fræðinga vegna stofnana-
samnings við Landspítalann
sem enn hefur ekki verið end-
urskoðaður í samræmi við
kjarasamninga.
» Krafa er uppi um kjarabætur
í stofnanasamningum. LSH
hefur ekki haft fjármagn frá
ríkinu til þess.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu hafa borist tilkynningar frá
bankastofnunum um að notendur
heimabanka hafi tilkynnt um að
opnast hafi sprettigluggi meðan
viðkomandi var að nota heima-
bankann.
Í umræddum glugga var óskað
eftir upplýsingum um kreditkort
viðkomandi, þar á meðal öryggis-
númer og pin-númer kortsins.
„Mikilvægt er að muna að
bankar biðja aldrei um slíkar
upplýsingar gegnum netið og því
er þarna um svikastarfsemi að
ræða,“ segir í tilkynningu lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
um málið.
Svikastarfsemi tengd heimabönkum
Heimili og skóli – landssamtök for-
eldra, Rauði krossinn, Ríkislög-
reglustjóri og Barnaheill – Save the
Children á Íslandi gerðu í gær
samning við þrjú ráðuneyti mennta-
og menningarmála-, innanríkis- og
velferðarmála um stuðning við
SAFT verkefnið til ársloka 2014.
Samningurinn var undirritaður við
athöfn í Langholtsskóla og snýr að
rekstri SAFT-verkefnisins á Íslandi.
Markmið SAFT er að reka vakn-
ingarátak og fræðslu um örugga og
jákvæða notkun netsins meðal barna
og ungmenna, foreldra, kennara,
fjölmiðla og þeirra sem starfa við
upplýsingatækni. Barist er gegn
ólöglegu efni á netinu og börnum og
ungmennum veitt aðstoð í gegnum
hjálparlínu. Mikið er lagt upp úr
samstarfi við hin löndin á Norð-
urlöndum og jafnframt er verkefnið
hluti af netöryggisáætlun Evrópu-
sambandsins sem nær til allra landa
á Evrópska efnahagssvæðinu. Öfl-
ugt starf er unnið á vegum SAFT á
sviði forvarna og fræðslu, segir í
fréttatilkynningu.
Undirritun Ketill B. Magnússon, formaður Heimilis og skóla, og ráðherrarn-
ir Guðbjartur Hannesson, Katrín Jakobsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Stuðningur þriggja
ráðuneyta við SAFT