Morgunblaðið - 04.12.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Séreignarsparnaður fer vaxandi og
fleiri borga í hann, þrátt fyrir að eft-
ir hrun hafi fólk mátt taka út sér-
eignarsparnað sinn. Þetta segir Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, og
vitnar í tölur frá Fjármálaeftirlitinu.
Fjárhæðin nam 209 milljörðum
króna í árslok 2011 en var 171 millj-
arður í árslok 2009. Virkir sjóðs-
félagar voru 58.177 við lok árs 2011
en 51.299 í árslok 2009. Áætlað er að
ríkið hafi haft um 20 milljarða í
tekjur árin 2009-2011 vegna þessa.
Lagt er til í frumvarpi um ráðstaf-
anir í ríkisfjármálum að áfram verði
heimilað að greiða út séreignar-
sparnað á næsta ári. Heimild til að
greiða út séreignarsparnað var sett í
lög í kjölfar hrunsins, en hugsunin
var að gefa þeim sem ættu í fjár-
hagserfiðleikum tækifæri til að nýta
sparnað sinn. Heimildin hefur verið
framlengd nokkrum sinnum en hún
rann síðast út 30. september.
Fjármálaráðuneytið reiknar með
að fá 1,5 milljarða í tekjur vegna út-
greiðslu séreignarsparnaðar á
næsta ári. Eigendur séreignar-
sparnaðar hafa frá því að heimilað
var að sækja um sérstaka útgreiðslu
séreignarsparnaðar í mars árið 2009
tekið út samtals um 75 milljarða
króna.
„Í september síðastliðnum höfðu
landsmenn tekið ríflega 60 milljarða
út af séreignarsparnaði. Gera má
ráð fyrir að fram til áramóta hafi
eitthvað bæst við þá tölu. Úttektir á
séreignarsparnaði eru skattskyldar
líkt og aðrar útgreiðslur á lífeyri.
Því er óhætt að áætla að ríkissjóður
hafi haft allt að 20 milljarða tekjur á
árunum 2009-2011 vegna þessa
tímabundna úrræðis,“ segir í frétta-
bréfi Júpiters rekstrarfélags.
Úrræðið hefur stuðlað að aukinni
einkaneyslu og þar með hagvexti.
Hagstofan lækkaði í haust spá um
hagvöxt á næsta ári og benti þá m.a.
á í röksemdum sínum að ekki yrði
heimilt að greiða út séreignarsparn-
að á næsta ári.
Séreignarsparnaður
vex þrátt fyrir úttekt
Áfram heimilað að greiða út séreignarsparnað á næsta ári
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hjálpað mörgum Fjölmargir hafa nýtt sér tímabundna heimild til að taka út
sinn séreignarlífeyrissparnað. Ríkið hefur haft af þessu miklar skatttekjur.
Úttektir
» Árið 2011 voru 23,6 millj-
arðar króna teknir út úr sér-
eignarsparnaði af 25.716 ein-
staklingum.
» Árið 2010 voru það 16,5 millj-
arðar af 30.481 einstaklingi.
» Árið 2009 voru það 21,7
milljarðar og 40.744 ein-
staklingar.
» Á fyrstu 8 mánuðum ársins
er búið að taka út 13 milljarða.
Magnús Bjarna-
son, nýr for-
stjóri Icelandic
Group, segir í
samtali við
mbl.is að félagið
sé meðal þeirra
áhugaverðustu á
Íslands þegar
kemur að al-
þjóðlegum við-
skiptum. Það sé meðal ástæðna
þess að hann ákvað að breyta um
starfsvettvang, en síðustu þrjú ár
hefur hann verið framkvæmda-
stjóri markaðs- og viðskiptaþró-
unar Landsvirkjunar.
„Icelandic er gífurlega áhuga-
vert fyrirtæki með langa sögu og
mikilvægt hér á Íslandi.“
Magnús hefur verið búsettur og
starfað bæði í Kína og Bandaríkj-
unum þar sem hann starfaði bæði
fyrir utanríkisþjónustuna og í
einkageiranum, meðal annars hjá
Glitni og Capacent Glacier ráð-
gjafafyrirtækinu. Aðspurður
hvort ráðning hans sé til marks
um frekari sókn á þessa markaði
sagði hann að ekkert væri ákveð-
ið í slíkum efnum og að næstu
vikur hjá honum myndu fara í að
skoða bæði fyrirtækið og mark-
aðinn nánar. Áherslan yrði áfram
á Evrópu- og Asíumarkað, þar
sem fyrirtækið hefði starfs-
stöðvar.
Nánar á mbl.is
Ráðinn
forstjóri
Icelandic
„Gífurlega áhuga-
vert fyrirtæki“
Magnús Bjarnason
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Ólafur M. Magnússon, stjórnarfor-
maður DV, segir að komið sé vilyrði
fyrir nánast öllum þeim 30 milljón-
um sem fyrirtækið sé að leita að í
aukið hlutafé. Vilyrðin komi frá nú-
verandi hluthöfum og nýjum fjár-
festum.
„Þetta hefur gengið vonum fram-
ar. Það hefur verið meiri áhugi á
hlutafjáraukningunni en við áttum
von á,“ segir hann í samtali við
Morgunblaðið.
Ætla að upplýsa um nýja hlut-
hafa þann 14. desember
Stefnt er að því að ganga frá hluta-
fjáraukningunni á stjórnarfundi
þann 14. desember nk. Þá verði upp-
lýst um hvaða fjárfesta sé að ræða og
hve stór hlutur þessar 30 milljónir
verði í fjölmiðlinum.
Í september greindi Fréttablaðið
frá því að útgáfufélag DV hefði
skuldað 76 milljónir króna í opinber
gjöld í júlí en félagið samdi við Toll-
stjóra um greiðslur á skuldinni. „Ég
á von á að við munum ljúka uppgjöri
við Tollstjóra fyrir áramót,“ segir
Ólafur. „Við höfum lækkað þessa
skuld við Tollstjóra um um það bil
helming.“
„Rekstur blaðsins er kominn á
góðan rekspöl. Það er að verða sjálf-
bært. Reksturinn hefur gengið betur
en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir og
er fjárþörfin minni en við áttum von
á.
Ég hugsa að DV verði í fyllingu
tímans sá fjölmiðill sem skuldar
minnst,“ segir hann.
Stærsti hluthafi DV er Lilja
Skaftadóttir Hjartar með 26,9%,
Reynir Traustason ritstjóri á 24,7%
og Umgjörð ehf. í eigu Ástu Jóhann-
esdóttur á 18,64% hlut, að því er
fram kemur á heimasíðu DV.
DV eykur hlutafé og er komið með
vilyrði fyrir nánast allri fjárhæðinni
Ólafur M.
Magnússon
Reynir
Traustason
Vilyrði fyrir næstum 30 milljónum
● Vegna fréttar í Morgunblaðinu 1. des-
ember sl. þar sem fullyrt var að upp-
bygging 4G fjarskiptakerfis mundi
kosta Vodafone 3 milljarða á næstu ár-
um vill fyrirtækið koma eftirfarandi á
framfæri:
„Ýmsar leiðir eru mögulegar við slíka
uppbyggingu og eru þær allar til skoð-
unar. Kostnaður við uppbyggingu ræðst
af því hvaða leið verður valin, hvaða
tæknilegu útfærslur verða fyrir valinu
og hvað uppbygging tekur langan tíma.
Getgátur um heildarkostnað Vodafone
vegna 4G uppbyggingar eru því ótíma-
bærar.
Á kynningarfundum með fjárfestum
undanfarnar vikur hefur Vodafone upp-
lýst að kostnaður vegna mögulegrar 4G
uppbyggingar mun rúmast innan hefð-
bundinna fjárfestingaáætlana félags-
ins.“
Segja kostnað við 4G
ekki liggja fyrir
● Sala á nýjum bílum í Frakklandi dróst
saman um 19,2% í nóvember frá því í
október og um 13,8% fyrstu 11 mánuði
ársins. Þetta kemur fram í tölum sam-
bands franskra bílaframleiðenda sem
gerðar voru opinberar í gær.
Sambandið á von á því að samdrátt-
urinn muni nema 14% milli áranna
2012 og 2011.
Sala á frönskum bílum dregst einna
mest saman. Salan á PSA Peugeot
Citroën, annars stærsta bílaframleið-
anda Evrópu, hefur dregist saman um
22,9% og hjá Renault um 33,5%.
19,2% samdráttur
Samdráttur Salan hjá Renault hefur
dregist saman um 33,5% á árinu.
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.,
,/+./0
+,1./,
,+.211
,,.+10
+2.2/0
+3-.,1
+.-,44
+0,.34
+13.+4
+,-.-
,/+.-2
+,1.30
,+.03
,,.,34
+2.214
+3-.14
+.-,20
+0,.0+
+13.1
,,4.121,
+,-.2
,/,./5
+,1.51
,+.004
,,.,00
+2.0+0
+31./,
+.-334
+03.42
+14./1
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
FOR COOL
PEOPLE
ONLY
FÆST Á HÁRsnyrtistofUM