Morgunblaðið - 04.12.2012, Page 20
AFP
Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vil-
hjálmur Bretaprins eiga von á erfingja. „Hinar
konunglegu hátignir, hertoginn og hertogaynj-
an af Camebridge, eru afar ánægð að geta til-
kynnt að hertogaynjan af Cambridge á von á
barni,“ segir í fréttatilkynningu frá St. James
höllinni. Elísabet drottning og konungs-
fjölskyldan eru himinlifandi með fréttirnar,
segir í tilkynningu.
Vilhjálmur, sonur erfingja bresku krún-
unnar, og Katrín giftu sig í apríl árið 2011 og
hafa breskir fjölmiðlar síðan fjallað um hvort
hjónin eigi von á barni. „Hertogaynjan var í
gær lögð inn á sjúkrahús en hún hefur þjáðst
af mikilli morgunógleði. Þar mun hún fá vökva
og næringu til að vinna gegn slappleikanum,“
segir í tilkynningu. Þar sem Katrín er komin
tiltölulega skammt á leið er búist við að hún
dvelji á spítala í nokkra daga og þurfi að hvíl-
ast vel í kjölfarið.
Samkvæmt fréttum er Katrín ekki gengin 12
vikur en í ljósi þess að hún þurfti að leggjast
inn á spítala kemur tilkynningin nú. Katrín og
Vilhjálmur eru bæði þrítug en hann gengur
næst föður sínum Karli Bretaprins í ríkis-
erfðum. Amma Vilhjálms, Elísabet II. varð
drottning Englands árið 1952 en hún varð 86
ára í sumar. Breski forsætisráðherrann, David
Cameron, skrifaði á Twitter í gær að hann
væri himinlifandi í ljósi fréttanna og væri viss
um að þau Vilhjálmur og Katrín yrðu frábærir
foreldrar. heimirs@mbl.is
Kate Middleton á von á barni
Gleði Vilhjálmur og Kate giftu sig í apríl á síðasta ári en þau eru bæði þrítug að aldri. Síðan hafa
breskir fjölmiðlar hamast við að spá fyrir um hvenær hjónin ætluðu að eignast barn.
Breska konungsfjölskyldan himinlifandi Hertogaynjan þjáist af mikilli
morgunógleði og liggur á spítala Vangaveltum í breskum fjölmiðlum lokið
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Sýrlenski stjórnarherinn mun aldrei
nota efnavopn gegn sinni eigin þjóð,
að sögn fulltrúa utanríkisráðuneytis
landsins. New York Times hefur
greint frá því að sýrlenski herinn
hafi verið að flytja slík vopn að und-
anförnu. Hillary Clinton, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, hefur
varað stjórn Assad Sýrlandsforseta
við notkun slíkra vopna. „Þar draga
Bandaríkjamenn línuna,“ sagði
Clinton í aðdraganda Nato-fundar í
Brussel í gær. Bandarískur emb-
ættismaður hefur látið hafa eftir sér
að litið sé svo á að vísbendingar séu
um að stjórn Assads sé að undirbúa
hugsanlega notkun efnavopna.
Munu ekki beita vopnunum
gagnvart eigin þjóð
„Í tilefni af yfirlýsingu utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, staðfest-
ir Sýrland að það muni aldrei undir
nokkrum kringumstæðum beita
efnavopnum gagnvart eigin þjóð, ef
slík vopn eru þá til,“ sagði fulltrúi
sýrlenska utanríkisráðuneytisins.
Hann bætti við að stjórnin væri að
verja eigin þjóð með því að berjast
gegn hryðjuverkamönnum tengdum
Al Qaeda og sakaði Bandaríkja-
menn og aðrar „þekktar þjóðir“ um
að styðja uppreisnarmenn.
Skemmst er að minnast þess að í
byrjun október sakaði utanríkisráð-
herra Sýrlands bandarísk yfirvöld
um að dreifa áróðri um eign Sýr-
lendinga á efnavopnum til að rétt-
læta aðgerðir sínar gegn valdhöf-
um.
Valdhafar í Damaskus viður-
kenndu í júní að eiga efnavopn og
hótuðu notkun þeirra ef til innrásar
erlendra þjóða kæmi, en aldrei
gegn eigin þjóð. Sérfræðingar segja
að efnavopnabirgðir Sýrlands
hlaupi á hundruðum tonna og séu
þær mestu í Mið-Austurlöndum.
Varar við notkun efnavopna
Hillary Clinton varar Sýrlendinga við brölti með efnavopn Sýrlendingar
útiloka að nota slík vopn gegn eigin þjóð Birgðirnar hlaupa á hundruðum tonna
Japönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað
rannsókn á jarðgöngum víða um
landið í kjölfar þess að hluti Sa-
sago-jarðganganna féll saman á
sunnudag. Níu létust í slysinu, en
Sasago-göngin eru 80 km vestur af
Tókýó, höfuðborg landsins. Rann-
sókn á tildrögum slyssins er hafin.
Grunur leikur á að járnstykki sem
héldu þiljunum saman hafi gefið
sig.
Forsætisráðherra landsins hefur
fyrirskipað að rannsókn málsins
verði hraðað eins og kostur er til
þess að hægt verði að grípa til við-
eigandi ráðstafana svo slys af þessu
tagi geti ekki endurtekið sig. Þá
hefur samgöngu- og ferðamála-
ráðherra landsins fyrirskipað vega-
málayfirvöldum að rannsaka jarð-
göng víða um Japan. Breska
ríkisútvarpið greinir frá því að sam-
stundis verði ráðist í rannsóknir á
að minnsta kosti 20 jarðgöngum
sambærilegrar gerðar og aldurs.
Níu létu lífið
Staðfest hefur verið að níu
manns hafi látið lífið. Líkin fundust
í þremur bifreiðum sem höfðu
kramist undir brakinu. Loft gang-
anna gaf eftir á um 100 m kafla en
göngin eru með þeim lengri í Japan
eða 4,3 km.
Japanskir fjölmiðlar greina frá
því að fyrirtækið sem á Sasago-
göngin hafi haldið uppi eftirliti með
göngunum án viðgerða eða styrk-
ingar innviða síðan göngin voru
byggð fyrir rúmlega 30 árum.
Fréttir herma að rannsókn á
slysinu á sunnudaginn muni m.a.
beinast að því af hverju skoðun á
göngunum fyrir tveimur mánuðum
leiddi ekkert óeðlilegt í ljós.
Fyrirskipa rann-
sókn á göngum
Níu létust er jarðgöng féllu saman
AFP
Hörmulegt slys Mikill viðbúnaður
var við munna Sasago-ganganna.
Pier Luigi Bers-
ani sigraði í for-
vali bandalags
mið-vinstriflokka
á Ítalíu. Tilkynnt
var um úrslitin í
gær en hinn 61
árs Bersani fékk
60% atkvæða í
annarri umferð
forvalsins og bar
sigurorð af Flo-
renzo Matteo Rensi. Bersani er þar
með talinn líklegur til að verða
næsti forsætisráðherra Ítalíu en
kosningar fara fram næsta vor.
Skoðanakannanir sýna að flokkur
hans er líklegur sigurvegari í kom-
andi kosningum þó ólíklegt þyki að
hann nái hreinum meirihluta á
þingi.
Í sigurræðu sinni sagði Bersani
að hann myndi setja atvinnumál á
oddinn. Jafnframt sagðist hann
ætla að tryggja að yngri raddir í
flokknum fengju að heyrast.
Að undanförnu hafa verið vanga-
veltur uppi um að Silvio Berlusconi,
fyrrv. forsætisráðherra landsins,
ætli að snúa til baka í stjórnmálin.
Hann sagði af sér í nóvember í
fyrra í kjölfar hneykslismála.
ÍTALÍA
Bersani forsætis-
ráðherraefni
Pier Luigi
Bersani
Egypskir dóm-
arar munu hafa
eftirlit með
þjóðaratkvæða-
greiðslu um
nýja stjórnar-
skrá í Egypta-
landi. Áður
höfðu þeir gef-
ið út að þeir
tækju ekki þátt
í ferlinu vegna þrýstings frá
mótmælendum. Ákvörðun
dómaranna þykja góð tíðindi fyr-
ir Morsi forseta þrátt fyrir mót-
mæli almennings undanfarna
daga. Stjórnlagaþing landsins af-
greiddi fyrir helgi umdeild
stjórnarskrárdrög sem kjósa á
um þann 15. desember næstkom-
andi en áður hafði Morsi tekið
sér aukin völd með tilskipun 22.
nóvember síðastliðinn.
EGYPTALAND
Taka þátt í ferlinu
Mohamed Morsi
Ert þú frjáls?
Handfrjáls höfuðtól
SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Dasan
Létt og þægilegt höfuðtól frá Dasan sem hægt er
að teng ja með USB við tölvu eða hefðbundnu síma-
tengi við borðsíma.
Jabra Pro 920 / 930 - þráðlaust
Þráðlaust DECT höfuðtól sem tengist nær öllum
gerðum símtækja og skiptiborða. Allt að 120m
drægni. Falleg og stílhrein hönnun.
USB 12.900 kr. Borðsíma eða USB - 33.900 kr.Borðsíma 9.900 kr.
Við bjóðum mikið úrval af handfrjálsum og
þráðlausum höfuðtólum. Kíktu til okkar, við
tökum vel á móti þér.