Morgunblaðið - 04.12.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.12.2012, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 Ban Ki-moon, framkvæmastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að ef verði af uppbyggingu Ísraelsmanna á landtökubyggðum í Austur-Jerú- salem séu möguleikar á friði og tveggja ríkja lausn í verulegri hættu. Ísraelsmenn hafa tilkynnt að stefnt sé að töluverðum byggingar- framkvæmdum, samtals 3.000 hús- um á svokölluðu E-1 svæði sem er á milli Vesturbakkans og Jerúsalem. Tilkynning Ísraelsmanna um fram- kvæmdirnar kom daginn eftir að Allsherjarþing SÞ veitti Palestínu stöðu áheyrnarríkis. Palestínumenn eru alfarið á móti þessum áformum Ísraelsmanna, en verði þau að veru- leika verða Palestínumenn í Austur-Jerúsalem einangraðir frá Vesturbakkanum. Sendiherrar á fund yfirvalda Yfirvöld í Frakklandi og Bret- landi hafa kallað ísraelska erind- reka í löndunum til fundar við sig og lýst yfir áhyggjum vegna áætl- ana Ísraelsmanna. Ísraelska sendiráðið í Frakklandi hefur gefið út að sendiherrann Yossi Gal hafi útskýrt stöðuna fyrir frönskum yfirvöldum, hann hafi gefið til kynna að það væri ekki hægt að ætlast til að Ísraelsmenn stæðu aðgerðalausir hjá í kjölfar einhliða ákvörðunar Palestínu- manna um að sækja um stöðu áheyrnarríkis innan SÞ. Breska utanríkisráðuneytið kall- aði einnig ísraelska sendiherrann í landinu á sinn fund, þar lýstu Bret- ar vanþóknun sinni á ákvörðuninni. Yfirvöld bæði í Frakklandi og Bret- landi neita að hafa íhugað að kalla sendiherra sína heim frá Ísrael vegna málsins. heimirs@mbl.is Kalla erindreka á sinn fund  Framkvæmdir Ísraela gagnrýndar Uppbygging á E-1 svæðinu » Þjóðverjar lýsa þungum áhyggjum en hafa ekki kallað sendiherra á sinn fund. » Þeir vilja að Ísraelar endur- skoði ákvörðun sína. » Yfirvöld í Rússlandi, Banda- ríkjunum og Brussel hafa einn- ig áhyggjur af áhrifum áætlana Ísraela. Benedikt páfi ætlar að byrja á samskiptamiðlinum Twitter innan skamms. Í tilkynningu frá Páfa- garði segir að páfi muni láta frá sér visku á átta tungumálum undir nafninu @pontifex. „Í fyrstu tístunum mun páfi svara spurningum almennings um trúmál. Almenningur getur farið að senda spurningar þegar í stað,“ segir samskiptafulltrúi í Vatík- aninu. Hann bætir við að páfi hafi ekki í hyggju að fá sér Facebook- síður, Twittter dugi í bili enda geti það um margt verið árangursríkari samskiptaleið. Fylgjendur páfa á Twitter eru þegar orðnir 24 þúsund talsins. AFP Tíst Paul Tighe hjá deild samskiptamiðla innan Páfagarðs kynnir innreið páfa á Twitter. Benedikt páfi byrjar að tísta 12. desember. Páfi mun byrja að tísta innan tíðar  Rafræn viska öllum aðgengileg Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Jólin nálgast Sívinsælu smákökurnar og smákökudeigin komin í hillurnar. Njótum aðventunnar Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum. www.kia.is ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 12 -2 03 0 Við kynnum nýjan Kia cee’d Sportswagon – stærri og rúmbetri útgáfu af hinum vinsæla Kia cee'd. Hann er vel búinn og kraftmikill en samt sparneytinn, eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri. Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og kynntu þér þennan stórglæsilega bíl. Við tökum vel á móti þér. Þér er boðið að reynsluaka nýjum Kia cee’d Sportswagon Verð frá 3.590.777 kr. Kia cee’d Sportswagon dísil *M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06 %. Aðeins 30.777 kr. á mánuði í 84 mánuði* Kaupau ki: Vetrar - dekk util if. is THE NORTH FACE MCMURDO DÚNÚLPA 68.990 kr. HENTAR SÉRLEGA VEL FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR. HYVENT ÖNDUNARFILMA VEITIR GÓÐA VATNSVÖRN. Á R N A S Y N IR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.