Morgunblaðið - 04.12.2012, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Fjögur ár hafa tap-
ast án raunhæfrar við-
spyrnu. Skuldir rík-
isins við hrunið og
þrot bankanna haustið
2008 námu tæpum 300
milljörðum. Ári síðar
rúmum 700 milljörðum
og hækkuðu enn þann-
ig að í árslok 2011 nam
skuldin tæpum 1.700
milljörðum. Þar var
ekki talin skuld ríkisins við lífeyr-
issjóð opinberra starfsmanna lík-
lega um 400 milljarðar. Þrátt fyrir
niðurskurð að beini til allra helstu
stofnana landsins og hækkun allra
þeirra skatta, sem mögulegt var að
finna voru tekjur ríkisins það ár
tæpir 500 milljarðar og tekjuhalli
um 90 milljarðar. Er þetta vitn-
isburður um að allt sé að batna?
Umræða er um fjárhagsvanda
heimila, sjúkrastofnana, mennta-
stofnana, þjóðkirkjunnar, öryrkja
og eldri borgara og tillögur rík-
isstjórnar um enn hærri skatta og
meiri niðurskurð. Verðum við ekki
að kryfja til mergjar fjárhagsvanda
þjóðarinnar og spyrja síðan hvað sé
til ráða? Fá allt fram um kröfuhafa,
vogunarsjóði og þá sem eiga fjár-
málastofnanir og eru í leyndarhjúpi
Fjármálaeftirlitsins.
Við höfum heyrt í fjögur ár um
allar afskriftir bankanna til stóru
fyrirtækjanna og ákveðinna fárra
einstaklinga, líklega um 500 millj-
arða. Síðan um kaup lífeyrissjóða og
vogunarsjóða á helstu fyrirtækjum
landsins og nú síðast hvernig allt er
að byrja aftur með sama hætti og
árin fjögur fyrir hrun. Fyrirtækin á
markað með peningum lífeyrissjóð-
anna, sem eiga að ávaxta sitt fé inn-
anlands með 3,5% vöxtum, sem
ákveðnir eru með samkomulagi fá-
einna tryggingastærðfræðinga, að
viðbættri verðtryggingu. Það er
enginn möguleiki að ná þessari
ávöxtun, nema með gömlu aðferð-
inni. Sú aðferð var myndun fjár-
málapíramída, sem var ekkert ann-
að en fjárhættuspil, sem ákveðnir
fáir aðilar kunnu að græða á. Hrun-
ið var tengt þessum bólum, sem
gátu ekki annað en sprungið. Svo er
það huldufé, sem enginn veit hvað-
an kemur eða hvernig
er fengið og þegar það
kemur að utan fást fyr-
ir það krónur með af-
slætti, allt með banka-
leynd!
gagnvart gömlu
bönkunum
og jöklabréfunum?
Ekkert annað en
mjög sterk varnarbar-
átta fyrir þjóðina til að
halda fjárhagslegu
sjálfstæði. Allir hags-
munaaðilar og stjórnmálaflokkar
verða að koma að samningaborði
um þær lausnir og úrvinnslu.
Gömlu bankarnir eiga erlendis yf-
ir 1.800 milljarða króna í skila-
skyldum gjaldeyri. Vegna und-
anþáguákvæðis í lögum er heimild
fyrir útgreiðslu þessara fjármuna.
Þessa heimild á ekki að nýta, nema
beitt sé „eftirleguskatti“ (withhold-
ing tax). Sama ætti einnig við um
800 milljarða eign gömlu bankanna/
vogunarsjóða innanlands, sem
ásamt jöklabréfum með annarri
peningainneign, sem leitar út, nem-
ur líklega um 1.500 milljörðum.
Þessi upphæð er lokuð inni með
gjaldeyrishöftum. Sú innilokun er
þó ekki algjör, því heimilaðar eru
útgreiðslur vaxta í gjaldeyri og ekki
gleymist leyfi Seðlabankans á út-
greiðslu Lýsingar í gjaldeyri. Hvers
vegna var það leyft? Þessar háu út-
greiðslur stuðla að lækkun krón-
unnar og aukinni verðbólgu.
Með 30% skatti á allar þessar
ógnarupphæðir í „snjóhengjunni“
gætum við lagt grunn að afnámi
gjaldeyrishafta, leiðréttingu á
stökkbreyttum verðtryggðum lán-
um og komið öllu af stað á ný.
– gagnvart verðtryggingu?
Það verður að taka vexti og verð-
tryggingu nýjum tökum. Við sjáum
núna nákvæmlega það sama og áð-
ur, hækkandi stýrivexti, rýrnandi
gengi, viðvarandi verðbólgu, sem á
aðeins eftir að hækka og auknar
skuldir heimila. Breyta verður verð-
tryggingunni þannig að hún rýri
krónuna ekki stöðugt, heldur taki
t.d. mið af meðalverðbólgu við-
skiptalanda og meðalverði gjald-
miðla þeirra. Þetta yrði ný verð-
trygging, sem þýddi að allir stæðu
vörð um gengi krónunnar. Með
lækkun vaxta mundi fjármagnið síð-
an leita úr skjóli áhættulausra
hárra verðtryggðra vaxta í
geymslum Seðlabankans, út til
ávöxtunar í arðbærar fram-
kvæmdir, sem kæmu hjólum at-
vinnulífsins af stað, hækkuðu laun
og ykju verðmæti eigna, sem nú
seljast á hrakvirði.
– gagnvart lífeyrissjóðunum?
Lífeyrissjóðir, með eignir upp á
yfir 2.000 milljarða og rekstr-
arkostnað á ári upp á 5 milljarða
verða að koma að samningsborði
um breytta meðhöndlun á þessum
fjármunum. Þeir geta ekki spilað
með sitt fjármagn eins og áður í
kaupum hlutafjár í fyrirtækjum, í
von um skjótfenginn gróða á mark-
aði. Við þekkjum það úr Rannsókn-
arskýrslunni að fé lífeyrissjóðanna
bar uppi allar bólurnar, enda var
tap þeirra að núvirði um 500 millj-
arðar. Fjárfesting lífeyrissjóðanna
yrði aðeins leyfð með kaupum á
skuldabréfum með ríkisábyrgð á
vöxtum Seðlabankans, eignum í
meirihlutaeign ríkisins og með er-
lendri fjárfestingu að leyfðu
ákveðnu hámarki, t.d. 30% heildar-
eignar. Innstreymi í lífeyrissjóðina
er nú á ársgrundvelli um 117 millj-
arðar, en útgreiðsla um 67 millj-
arðar. Að tryggja 50 milljarða
króna innkomu á þessu ári ávöxtun,
hlýtur að vera að hluta á ábyrgð
ríkisins, þar sem 12% lífeyrissjóðs-
greiðsla allra er lögfest og þar af
leiðandi ekkert annað en viðbót-
arskattur á þá þjóð sem greiðir
hæstu skatta í Evrópu.
Er nema von að ég spyrji hvað sé
til ráða hjá þjóð í miklum vanda?
Hvað er til ráða?
Eftir Halldór
Gunnarsson » Við verðum að kryfja
til mergjar fjárhags-
vanda þjóðarinnar og fá
allt fram um kröfuhafa,
vogunarsjóði og þá sem
eiga fjármálastofnanir í
leyndarhjúpi.
Halldór Gunnarsson
Höfundur er fyrrverandi
sóknarprestur og er í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins.
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð HRINGDU
OG FÁÐU
UPPLÝSINGAR
562 8500
BORÐDAGATÖL
OG BORÐMOTTUR
Framleiðum borðdagatöl og borðmottur fyrir fyrirtæki
Munið að
slökkva á
kertunum
Kerti úr sama
pakka geta
brunnið mis-
munandi hratt
og á ólíkan hátt
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins