Morgunblaðið - 04.12.2012, Page 26

Morgunblaðið - 04.12.2012, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 „Einfalt og gagn- sætt skattkerfi stuðlar að betri skilningi skattborg- aranna, dregur úr skattsvikum og lækkar kostnað skattyfirvalda og skattgreiðenda“ segir m.a. í nefnd- aráliti til fjár- málaráðherra. Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar breytingar á skattkerf- inu sem hafa gert skattkerfið of flókið og ógagnsætt. Hér eru nokkur dæmi nefnd af handahófi þar sem brýnna lagfæringa er þörf. Álagning einstaklinga/stað- greiðsla skatta? Við álagningu einstaklinga í lok júlí ár hvert stendur fjöldi skattgreið- anda uppi með skattkröfur sem reiknaðar eru í lok álagningar. Fyrir nokkrum árum var tekið upp stað- greiðslukerfi tekjuskatts. M.ö.o. þýddi það að menn greiddu sína skatta í staðgreiðslu í hverjum mán- uði. Með þrepaskiptingu tekjuskatts og álagningu nefskatta er raunveru- leg staðgreiðsla skatta meira og minna úr sögunni. Tví- og þrískipting tekjuskatts er ekki heppilegt form á álagningu skatta á venjulega launa- menn. Raunin er að það eru afar fá dæmi um einstaklinga sem fá álagningu skatta nálægt á núlli sem var áður einn af kostum staðgreiðslukerfisins. Vegna álagningar fastra gjalda sem nema tæpum 30 þúsund krónum á ári og þrepaskiptingarinnar fá margir launamenn bakreikninga ár hvert án tillits til barna- og vaxtabóta. Það ætti að fækka skattþrepum í mesta lagi tvö auk þess að fella umrædda nefskatta beint inn í staðgreiðsluhlut- fallið sjálft. Með þessum breytingum væri hægt að ná fram mun meira gagnsæi við skattaálagningu. Til dæmis væri heppilegra að meg- inþorri launamanna væri í einu og sama skattþrepinu en síðan væri raunverulegur hátekjuskattur á háar tekjur hvernig svo sem þær eru skil- greindar. Auðlegðarskattur Eins og niðrandi nafn skattsins ber með sér á þetta að vera skattlagning á einhverskonar auðlegð. Auðlegð merkir í hugum margra einhvers konar vel- lystingar umfram eitthvað sem venjulegt gæti talist. Það er ekkert annað en lýð- skrum að kalla þessa eigna- upptöku annað en eign- arskatt, álagning hans er fyrst og fremst ósanngjörn meðal annars vegna þess að skatt- urinn er lagður á eignir burtséð frá arði þeirra. Skattlagning arðs frá einkahlutafélögum Einkahlutafélagaformið hefur þótt vinsælt til atvinnurekstrar meðal annars vegna einfaldleika þess. Til skamms tíma hefur þótt tiltölulega kostnaðarlítið og einfalt fyrir einn eða fleiri aðila að stofna einkahlutafélag til atvinnurekstrar. Eitt af því sem hvetur menn til atvinnurekstrar er hagnaðarvon. Af hagnaði einkahluta- félaga er greiddur 20% tekjuskattur og þar að auki var skilað fjármagns- tekjuskatti af greiddum arði til eig- enda félaga ef um slíka arðsúthlutun var að ræða. Rétt er að geta þess að áður en til arðsúthlutunar kemur þurfa eignaraðilar að lögaðilum að reikna sér laun skv. staðli RSK og er í sjálfu sér ekkert flókið við það. Eftir breytingu á tekjuskattslög- unum í júní 2011 hljómar 11. gr. lag- anna m.a. þannig: „[Hjá þeim skattaðilum sem er skylt að reikna sér endurgjald skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. skal telja til tekna 50% af heimilum úthlutuðum arði samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög, að því marki sem heimil arðsúthlutun fé- lagsins er samtals umfram 20% af skattalega bókfærðu eigin fé þess í árslok viðmiðunarárs, og skattleggja í samræmi við 5. mgr. 66. gr. Þannig ákvarðaðar tekjur mynda hvorki stofn til tryggingagjalds né lífeyr- isiðgjalds né teljast til frádrátt- arbærs rekstrarkostnaðar hjá greið- anda.]“ Þessi viðbót við tekjuskattslögin er vægast sagt illskiljanleg fyrir „leik- menn“ eða notendur umræddra laga t.a.m. fjölda starfandi hluthafa í einkahlutafélögum. Fullyrða má að margir hluthafar í einkahlutafélögum gera sér enga grein fyrir merkingu þessarar lagagreinar. Sprengja í stofnun á samlagsfélögum (slf) er skilgetin afurð af lagasetningu þess- ari. Það er varla hægt að gera þá kröfu til þeirra aðila sem hyggja á eða standa í atvinnurekstri af ýmsu tagi að þeir séu jafnframt tæknilegir sér- fræðingar í skattarétti. Aðkoma Tryggingastofnunar (TR) Nýlega fengu allmargir rétthafar bóta frá TR endurútreikning eða leið- réttingu á bótum sínum fyrir árið 2011. Umræddur endurútreikningur barst hinsvegar frá RSK en ekki frá TR. Við fyrstu sýn blasti við bótaþeg- um að framtöl þeirra hefðu verið röng. Um slíkt var ekki að ræða held- ur var um leiðréttingu að ræða frá TR. Þetta eru vægast sagt skelfileg vinnubrögð að hálfu TR. Hafa verður í huga að bótaþegar eru aldraðir eða öryrkjar. Stór hluti þessa hóps er engan veginn í stakk búinn til þess að átta sig á því hvað er verið að fara. Finna verður einhverja einfalda og skiljanlega leið fyrir aðila eins og Tryggingastofnun til þess að koma umræddum leiðréttingum á framfæri á einfaldan og skiljanlegan hátt. Það er ekki gert með því að láta RSK senda frá sér póst með fyrirsögninni „Tilkynning um fyrirhugaða endur- ákvörðun“. Embætti ríkisskattstjóra hefur unnið þrekvirki í tæknilegri útfærslu skattframkvæmdar en hinsvegar hafa tíðar og tilviljanakenndar skatt- breytingar undanfarin misseri aukið óvissu skattgreiðenda til mikilla muna. Einföldum skattkerfið Eftir Eymund Svein Einarsson » Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar breyting- ar á skattkerfinu sem hafa gert skattkerfið of flókið og ógagnsætt. Eymundur S Einarsson Höfundur er löggiltur endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf ehf. í Garðabæ. Eftir að vopnahlé var samþykkt, þá hef- ur gyðingum gefist tóm til þess að fara yf- ir gang mála og eru menn yfirhöfuð ósáttir við endalokin. Því þeir vita sem er, að aftur og enn þurftu gyðingar að láta í minni pokann vegna þrýstings frá al- þjóðasamfélaginu, á meðan Hamasliðar sleikja sárin og fylla lagerinn aftur af sprengjum til að láta rigna yfir Ísrael. Því sprengjurnar eru búnar í dag, en það er von á annarri send- ingu mjög fljótlega. Ekki einu sinni bjartsýnustu sálir þora að vona það að þetta vopnahlé standi. Enda væri sá einstaklingur einfeldningur að halda að þetta séu lokin á einhverju; þetta er ekki einu sinni byrjunin, þetta er einungis áframhaldandi óréttlæti gegn lýð- ræðisríkinu Ísrael, sem sér ekki fyr- ir endann á. Stríðshrjáðir gyðingar eru sárir og svekktir út í Netanyahu, vegna þess hversu auðveldlega hann beyg- ir sig fyrir vilja SÞ og alþjóða- samfélagsins, og hugsar minna um fólkið í heimalandinu. Gyðingar eru orðnir þreyttir á því að á þá sé ráðist og þegar þeir verja hendur sínar, þá rekur heimurinn upp harmakvein og bendir á illsku Ísraelsmanna; þar sem þeir reyna að verja ættjörð og þegna (sjálfsagður réttur ann- arra þjóða). Og eftir að Ísraelsmenn eru búnir að gera óvinina skot- færalausa, þá vilja hryðjuverkamennirnir fá vopnahlé, og ávallt verður þeim að ósk sinni, jú vegna þess að annars verða allir mjög reiðir út í gyðinga og kalla þá öllum illum nöfnum; frá morðingjum til nasista. En jafnvel börnin í Ísrael eru orðin svo lífsreynd að þau vita hvað vopnahlé þýðir í alvörunni, Það þýðir að nú verður smá hlé á meðan ofstækisfullir hryðjuverkamennirnir uppfæra skotfærabúrið og ráða nýja menn til að ráðast aftur í náinni framtíð á þegna Ísraels. Þessi flétta fer hring eftir hring án þess að nokkuð sé gert og gyð- ingar eru réttilega orðnir lang- þreyttir á því að vera hræddir um börnin sín og eigin líf og limi. Ísr- aelsmenn vilja fá lausn sem tryggir það að á þá sé ekki ráðist. Veggurinn gerir gagn og einnig varnakerfið (iron dome) sem er notað til að skjóta niður þann aragrúa af eld- flaugum sem hryðjuverkamenn senda yfir landamærin til Ísraels. En í þessum sjálfsvarnarhlutum er ekki fólgin lausn, heldur eru menn einungis að kaupa tíma. En Ísraelsmenn vilja ekki lifa svona lengur, þeir vilja taka eigin ábyrgð á sinni nútíð og framtíð en ekki vera komnir uppá duttlunga misviturra stjórnmálamanna; hvort sem þeir eru staddir í Brussel, New York, Reykjavík (sjá Ögmundur, Mörður og Össur) eða Jerúsalem. Hvað þá að þeir treysti á almenn- ingsálitið sem sveiflast líkt og pend- úll eftir pólitískri ranghugsun vinstrisinnaðra fjölmiðlamanna og strengjabrúðum þeirra. Ísraelsmenn vita sem er að ástandið breytist ekki fyrr en málið verður tekið föstum tökum af þeim sjálfum og bundið verður þannig um hnútana að ekki verða fleiri árásir gerðar á þá. Það er réttur þeirra sem þjóðar. Leyfum Ísrael að verja börnin sín og framtíð. Sprengjurnar eru búnar í dag Eftir Ólínu Klöru Jóhannsdóttur Ólína Klara Jóhannsdóttir » Stríðshrjáðir gyð- ingar eru sárir og svekktir útí Netanyahu, vegna þess hve auðveld- lega hann beygir sig fyrir vilja SÞ og alþjóða- samfélagsins. Höfundur er félagi í Ísland-Ísrael.is. Heilsa & lífsstíll SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, miðvikudaginn 19. desember. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað umHeilsu og lífstíl fimmtudaginn 3. janúar Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar Taktu á móti jólunum í góðu formi, full af orku … Heilsurækt fyrir konur Glæsileg tilboð í gangi t il 5. desem ber! Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði. Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að æfa þegar það passar mér best. Paula HolmPaula Holm, 40 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.