Morgunblaðið - 04.12.2012, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
✝ Sesselja Ósk-arsdóttir fædd-
ist í Oranienbaum
Dessau í Þýska-
landi 2. apríl 1921.
Hún lést 25. nóv-
ember 2012 á
hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Höfða,
Akranesi.
Foreldrar Sess-
elju voru Oskar Mai
glergerðarmaður,
f. 21.10. 1883, og Klara Kroll
húsmóðir, f. 12.11. 1885, voru
þau fædd og uppalin í Þýska-
landi. Sesselja var næstyngst af
níu systkinum.
Eiginmaður Sesselju var Al-
freð Karlsson, f. 23.1. 1913, d.
fimm börn, Arndísi Hlín, Alfreð
Frey, Rebekku Helen, Maren
Rut, Axel og ellefu barnabörn.
Helga Klara Alfreðsdóttir, f.
16.9. 1957, gift Einari Orra Dav-
íðssyni. Eiga þau Tómas Orra,
Önnu, Karl og þrjú barnabörn.
Guðrún Birgitta Alfreðsdóttir, f.
26.1. 1961, gift Karli Sigurjóns-
syni. Eiga þau Kára Rafn og
Kristínu Söndru.
Sesselja giftist Alfreð í Berns-
dorf í Þýskalandi árið 1945 og
fluttust þau þaðan til Siglu-
fjarðar árið 1949 með elstu dótt-
ur sína. Á Siglufirði bjuggu þau
í 13 ár með börnin sín fimm.
Sesselja var á þessum árum hús-
móðir ásamt því að vinna við
síldarsöltun. Eftir dvölina á
Siglufirði fluttist hún á Akranes
þar sem þau hjónin byggðu og
stofnuðu sitt eigið fyrirtæki.
Sesselja verður jarðsungin
frá Akraneskirkju þriðjudaginn
4. desember og hefst athöfnin
kl. 14.
30.7. 1978, bak-
arameistari og kon-
fektgerðarmaður.
Þeirra börn eru
Ruth Alfreðsdóttir,
f. 1.2. 1947, gift
Kristni Sigurðs-
syni. Eiga þau þrjú
börn, Alfreð, Hildi,
Áslaugu og sex
barnabörn. Bryndís
Alfreðsdóttir, f.
14.7. 1950, gift
Ingimundi Ingimundarsyni.
Eiga þau dóttur, Sesselju. Frá
fyrra hjónabandi á Bryndís,
Katrínu og Alfreð Friðrik, og
alls níu barnabörn. Karl Óskar
Alfreðsson, f. 13.7. 1953, giftur
Halldóru Þórisdóttur. Eiga þau
Elsku amma mín, ég á eftir
að sakna þín. Þú varst alltaf svo
góð við mig. Alltaf svo gott að
koma til þín á Suðurgötuna og
svo seinna á Höfða. Alltaf
varstu með konfekt í skál til að
bjóða upp á. Ég er þakklát fyrir
að hafa hitt þig um daginn og
fengið að knúsa þig. Minning
þín er ljós í lífi mínu. Þín Re-
bekka Rut.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Rebekka Rut.
Elsku besta amma mín. Nú
hefur þú fengið hvíldina og til-
hugsunin um að heimsækja þig
ekki upp á Skaga fyrir jólin er
ansi skrýtin. Dýrmætt er þó að
vita að sá tími sem þú áttir á
Höfða var þér ánægjulegur
enda sagðir það oft að þér liði
mjög vel þar og hugsað væri vel
um þig. Það gaf okkur hinum ró
í hjarta. Þú sagðir líka oftar en
einu sinni að þarna ætlaðir þú
að deyja og þannig varð það.
Þegar ég hugsa til baka um
tímann sem við fjölskyldan átt-
um með þér á Suðurgötunni
fyllist ég miklum söknuði en
mest af öllu mikilli gleði og
þakklæti. Mikil tilhlökkun gerði
vart við sig hjá mér og Tómasi
á yngri árum þegar við vissum
að förinni væri haldið upp á
Akranes að heimsækja ömmu.
Bakaríið þitt átti þar einnig
hlut að máli og margar næturn-
ar vöknuðum við eldsnemma og
kíktum út í glugga til að athuga
hvort ljósin hefðu verið kveikt.
Þar gerðum við innrás og fylgd-
umst með Kalla frænda und-
irbúa daginn með brauðbakstri
og allskonar bakkelsi sem við
fengum svo að gæða okkur á.
Volgur kleinuhringur og kókó-
mjólk fannst okkur ansi góð
blanda svona snemma morguns.
Ég minnist þess líka að oft
leyfðir þú okkur að velja bíó-
mynd til að horfa á og úr stóru
safni gátum við valið. Þú áttir
ófáar spólurnar og hafðir sjálf
mjög gaman af að horfa á góða
bíómynd eða þáttaröð. Bros-
andi rifja ég svo upp þegar ég
var orðin eldri og við mamma
komum í heimsókn til þín, þá
gátum við horft saman og
spjallað um Guiding Light eða
The Bold and the Beautiful,
enda á þeim tíma báðar vel inn í
sápuóperunum.
Það sem einkenndi þig, elsku
amma, var gjafmildi, hjarta-
hlýja og vinnusemi, ásamt
mörgu öðru. Á seinni árum var
líka gaman að fylgjast með hve
stutt alltaf var í húmorinn hjá
þér.
En núna ertu loksins búin að
hitta afa Alfreð eftir langan að-
skilnað og veit ég vel að hann
hefur tekið vel á móti þér.
Einnig trúi ég því að afi hafi
vakað yfir þér með okkur þessa
seinustu daga sem við áttum
með þér. Fannst mér hann láta
vita af sér þegar spiladósin þín
fór allt í einu að spila eina
kvöldstundina.
Nú kveð ég þig, elsku besta
amma mín, með tár í augum og
mun alltaf hugsa til þín með
hlýju í hjarta.
Þín,
Anna.
Elsku hjartans amma mín,
nú hefur þú kvatt þessa jarðvist
og haldið á vit nýrra ævintýra.
Núna er ekkert sem stoppar
þig. Þú getur hjólað eins og þú
gerðir alltaf áður, heklað og
spjallað við afa. Ég veit að afi
hefur tekið vel á móti þér,
amma mín, það er huggun í
harmi að vita að þið séuð sam-
einuð. Við áttum oft góða tíma
saman hér áður fyrr. Þegar ég
var lítil stelpa fórum við í úra-
búðina við Akratorg, þú sagðir
að ef ég gæti sagt hvað klukkan
á veggnum væri skyldir þú gefa
mér úr. Það tókst og fyrsta úrið
mitt var frá þér. Við eyddum
saman mörgum tímum í að
horfa saman á myndir og borða
eitthvað gott. Þér fannst alltaf
mikið atriði að myndirnar væru
með góðum leikurum.
Ég er svo þakklát fyrir allar
góðu minningarnar sem ég á
með þér. Við áttum margar
skemmtilegar stundir saman.
Ég er svo heppin að þú ert
amma mín, engin gæti átt betri
ömmu. Þú varst alltaf svo mjúk
og svo góð lykt af þér. Þú varst
sko snillingur í matargerð, og
meðan heilsan leyfði eldaðir þú
eitthvað girnilegt í hádeginu.
Á milli okkar var alltaf sér-
stakt samband. Ég á eftir að
sakna þín, amma mín. Jóladag-
ur verður aldrei eins og áður,
en flest alla jóladaga höfum við
verið saman fjölskyldan. Ég er
ánægð með að hafa náð að snúa
lífi mínu við. Ég veit að þú
hafðir oft áhyggjur af mér hér
áður fyrr. Það eru forréttindi
að vera ömmubarnið þitt. Það
var erfitt að vera hjá þér síð-
ustu stundirnar, en samt ómet-
anlegt að hafa fengið að vera
hjá þér og halda í hönd þína.
Mjúku ömmuhöndina.
„Ich liebe dich Oma“.
Ég kveð með þessu fallega
ljóði.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf
mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(Sigga Dúa.)
Þín,
Katrín Ósk.
Elsku hjartans amma og
langamma, nú er komið að
kveðjustund. Er hryggur í
hjarta að horfa á eftir þér
amma mín. Það var svo gaman
að heimsækja þig á Suðurgöt-
una í ömmuhús þegar ég var
yngri.
Ég á eftir að segja Bryndísi
Emblu frá þér þegar hún
stækkar. Því miður hittust þið
aldrei. Þú sást hana á mynd og
hafði á orði hvað hún væri fín.
Það var gott að geta verið þér
við hlið síðustu dagana. Ég
veit að afi hefur nú umvafið
þig ást og kærleika, þú ert
ekki ein.
Þangað til næst, amma.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn
stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Þinn,
Alfreð Friðrik og fjölskylda.
Elsku amma mín ég trúi ekki
að það sé komið að kveðju-
stund. Það er svo margt sem
kemur upp í hugann. Margar
minningar, allt frá því ég var
lítil og fékk að koma upp að
leika meðan mamma og pabbi
voru að vinna niðri í bakaríinu.
Ég man hvað dótakassinn
þinn var spennandi og seinna
þegar ég eignaðist börn urðu
þau jafnspennt í dótakassann
þinn.
Ég man hvað það var gaman
að fara fyrir þig í búðina áður
en þú fluttir upp á Höfða og sjá
hvað þú ljómaðir við að fá eitt-
hvað nýtt og spennandi. Það
var líka gaman að sjá þegar ég
kom með eitthvað sem þér þótti
óspennandi því þú varst alltaf
svo skemmtilega hreinskilin.
Ég man að eins mikið og ég
samgladdist þér að flytja inn á
Höfða þar sem þér leið svo vel
og þú varst svo hamingjusöm,
þá saknaði ég þess að snúast
fyrir þig.
Það er sérstaklega erfitt að
kveðja þig núna á þessum árs-
tíma þar sem svo margt minnir
á þig. Margt af þínu uppáhalds
tengist jólunum
eins og mandarínur og jóla-
ljósin. Þú ljómaðir eins og lítill
krakki þegar jólaljósin voru
komin upp og sagðir mér sögur
og æskuminningar þínar af jól-
unum.
Það sem huggar mig núna er
að loksins ertu búin að fá hvíld-
ina og farin til afa sem þú sakn-
aðir svo mikið og ég veit að
hann hefur tekið vel á móti þér.
Hvíl í friði elsku amma.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Rebekka Helen
Karlsdóttir.
Sesselja
Óskarsdóttir
Kæri Felix
Við sitjum öll með sorg í hjarta
og ástæðan er sú
að farinn ert þú frá okkur
það ekki skiljum nú.
Að hress og kátur öðlingur
sem lífið blasti við
með öllum sínum væntingum
þær hurfu burt með þér.
Ólafur Felix
Haraldsson
✝ Ólafur FelixHaraldsson
fæddist á Patreks-
firði 14. október
1970. Hann lést af
slysförum 20. októ-
ber 2012.
Útför Felix fór
fram frá Patreks-
fjarðarkirkju 3.
nóvember 2012.
Að sitja hér og hugsa um
guð
og hans mikla mátt
fá ei neinu ráðið um
hvað jörðu gerist á.
En við treystum öll á það
að aftur hittumst já
þá ég lofa skal þér því
við höldum partí.
Far í friði fagri sveinn
með öllum fríðum
englunum
þú núna getur flogið einn
á þínum fögru örmum.
Samúðarkveðjur.
F.h. fjölskyldunnar
Mýrum 9, Patreksfirði,
Sigríður
Erlingsdóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Okkar ástkæri
SIGURÐUR GUNNARS SIGURÐSSON
viðskiptafræðingur,
Skildinganesi 12,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 25. nóvember.
Útför hans fer fram frá Neskirkju föstudaginn
7. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á blóðlækningadeild
Landspítalans og Hjartaheill.
Helga Margrét Ketilsdóttir,
Árni Sigurðsson, Guðný Lilja Oddsdóttir,
Helgi Grétar Sigurðsson, Rosalie Sarasua,
Bjarni Árnason, Rakel Karlsdóttir,
Árni Þór Árnason, Harpa Hrund Pálsdóttir,
Alysha Sarasua,
Alexander Snorri Sigurdsson,
Benjamin Joseph Sigurdsson,
Sara Björk og Tristan Bjarki.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞURÍÐUR ÁRNA JÓHANNESDÓTTIR,
Dvergholti 15,
Hafnarfirði,
andaðist á Landspítala, Fossvogi,
þriðjudaginn 20. nóvember.
Útförin hefur farið fram.
Sigurður Þór Sigurðsson, Kristín Kjartansdóttir,
Kjartan Sigurðsson, María Sverrisdóttir,
Sigurður B. Sigurðsson, Kristín Þ. Guðmundsdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir og bróðir,
ERNST P. DANÍELSSON, M.D.,
lést á heimili sínu í Dunnegan, Missouri,
Bandaríkjunum, föstudaginn 30. nóvember.
Jarðsett verður í Dunnegan.
Susie Danielsson,
Martha Ernstdóttir,
Sveinn Ernstsson,
Bryndís Ernstdóttir,
Brendan Daníelsson,
Abigail Danielsson,
Heather Barbor,
Hákon Daníelsson,
Helgi Daníelsson,
barnabörn, tengdabörn og aðrir vandamenn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
bróðir,
JÓHANNES S. KJARVAL
arkitekt,
Grenimel 32,
lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn
1. desember.
Gerður Helgadóttir,
Þóra Kjarval,
Sveinn Kjarval, María Björk Jónsdóttir
og systkini hins látna.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fjarðargötu 19,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn
26. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 7. desember kl. 14.00.
Sérstakar þakkir færum við Örnu Dögg Einarsdóttur lækni.
Linda Björk Svansdóttir,
Svanur Pétursson,
Hrafnhildur Svansdóttir, Guðmundur Rúnar Skúlason,
Guðmundur Rafn Svansson, Guðrún Adolfsdóttir,
Arnar Svansson, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir,
Halla Svansdóttir, Jóhannes Þór Harðarson
og barnabörn.