Morgunblaðið - 04.12.2012, Side 41

Morgunblaðið - 04.12.2012, Side 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012 James Bond fer aftur á toppinn með Skyfall sem mest sóttu mynd í íslensk- um kvikmyndahúsum eftir nýafstaðna helgi, en sex vikur eru síðan myndin var frumsýnd hérlendis. Fast á hæla njósn- aranum kemur glæpamyndin Killing Them Softly sem er ný á listanum. Vampírumyndin Twilight Breaking Dawn, Part 2 er í þriðja sæti listans, en hún hefur verið jafnmargar vikur á list- anum. Aðeins ein önnur ný mynd ratar inn á topp tíu listann þessa vikuna, en það er spennumyndin Alex Cross. Bíólistinn 30. nóvember-2. desember 2012 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Skyfall Killing Them Softly The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 2 Here Comes The Boom Wreck It Ralph Alex Cross Silver Linings Playbook Niko 2: Bræðurnir fljúgandi Cloud Atlas Argo 2 Ný 1 3 4 Ný 6 7 5 8 6 1 3 2 4 1 2 2 4 4 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Bond aftur á toppinn Bond Daniel Craig í hlutverki sínu sem njósnarinn þekkti. Bíóaðsókn helgarinnar Aðventukvöld Leikhúss listamanna verður haldið í Gamla Bíói í kvöld kl 21. Þar koma fram þau Snorri Ás- mundsson, Símon Birgisson, Ragnar Kjartansson, Ingi- björg Magnadóttir, Kristin Anna Valtýsdóttir, Ástrós El- ísdóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir, Ásdís Sif Gunn- arsdóttir og Rakel McMahon. Kynnir verður Ármann Reynisson og sérlegir gestir verða Guðrún Bjarnadóttir og kvennakórinn Hrynjandi undir stjórn Maríusar Sverrissonar. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að gestir megi eiga von á söng, dansi, gjörningum, leikjum og upplestri eins og félögum í Leikhúsi lista- manna sé einum lagið. Leikhús listamanna með aðventukvöld Maríus Sverrisson Arnaldur Indriðason hefurnáð lengst íslenskraspennusagnahöfunda oger í fremstu röð nor- rænna krimmahöfunda og þó víðar væri leitað. En hann er mikið meira en glæpasagnahöfundur, því lýsingar hans á mönnum og mál- efnum á líðandi stundu hverju sinni eru til mikillar fyrirmyndar og dýpka verk hans til muna. Hann er hreinlega alltaf skrefi framar en aðrir Íslendingar og ýmsir aðrir, sem róa á sömu mið. Rétt eins og Messi í fótboltanum. Reykjavíkur- nætur er ekki aðeins spennusaga heldur frábær samtímasaga um sorgir og þrár. Árið 1974 var merkilegt ár. Þá gekk Erlendur, helsta söguhetja Arnaldar, til liðs við lögregluna í Reykjavík og leysti sitt fyrsta mál sem lögreglumaður númer 72. Skáldsagan Reykjavíkurnætur geymir þennan tímamótaviðburð og býr Erlend undir frekari átök, sem mörg hver hafa þegar komið fyrir augu lesenda í öðrum bókum. Sagan er mjög vel skrifuð og hún auðveldar að láta hugann reika aft- ur um nær 40 ár. Reykjavík þess tíma verður ljóslifandi auk þess sem lesandi fær innsýn í starf lög- reglumannsins á næturvöktunum og ekki síður í frítímanum á dag- inn. Sagt er að það sé mjög erfitt að vera óreglu- maður á götunni í Reykjavík en ætla má að það hafi jafnvel verið enn verra á ell- efu hundruð ára afmælisári Ís- landsbyggðar. Lýsingarnar á þessu umkomulausa fólki og við- urværi þess geta vart annað en hreyft við lesendum og almennt viðhorf eins og því er lýst til þess- ara útigangsmanna hlýtur að vekja lesendur til umhugsunar. Arnaldur þekkir þessa sögu og hann kann að segja frá henni svo eftir verður tekið. Lífið og tilveran í höfuðborginni frá sjónarhorni óreynda lögreglu- mannsins umrætt sumar er við- fangsefni Arnaldar í Reykjavíkur- nóttum. Hlutirnir virðast vera á eðlilegu róli en í allri gleðinni og birtunni leynast myrkvaverk, sem enginn lætur sig varða fyrr en Er- lendur stígur fram á sviðið. Þessi maður, sem virðist ekki eiga mikla samleið með öðrum, að minnsta kosti ekki kvenfólki, gengur um borgina á frívaktinni, veltir við steinum, spyr spurninga og finnur lausnina á rólegan og yfirvegaðan hátt. Frábær bók og enn ein rósin í hnappagat Arnaldar. Spennusaga Reykjavíkurnætur  Eftir Arnald Indriðason. Vaka-Helgafell 2012. 285 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Góður Arnaldur hefur náð lengst íslenskra spennusagnahöfunda. Arnaldur alltaf skrefi framar Jólatónleikar til heiðurs Bing Crosby verða haldnir á Café Rósenberg í kvöld kl. 21. Hljómsveitina skipa nokkrir samnemendur úr F.Í.H., þeir Hlyn- ur Þór Agn- arsson á píanó, Benjamín Náttmörður Árnason á gítar, Örn Ingi Unnsteinsson á bassi og Sigurður Ingi Einarsson á trommur, en um sönginn sér Sig- urður Páll Árnason. Miðaverð er 1.500 kr. Tónleikar til heið- urs Bing Crosby Bing Crosby MBL 14 14 Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D MEÐ ENSKU TALI/ÍSL TEXTA  -VARIETY  -HOLLYWOOD REPORTER BOXOFFICE MAGAZINE L -FBL -FRÉTTATÍMINN 12 12 7  ROGER EBERT CHICAGO SUN-TIMES 16 16 MÖGNUÐ HROLLVEKJA BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM “ALVÖRU HROLLVEKJA” TILB OÐ TILB OÐ TILBO Ð TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ MAGNAÐUR ÞRILLER FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS „BESTA ILLMENNI ÞESSA ÁRS – MATTHEW FOX“ PETE HAMMOND - BOX OFFICE LOKAMYNDIN Í EINNI STÆRSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRA TÍMA BOXOFFICE MAGAZINE 80/100 VARIETY EGILSHÖLL L 14 12 7 12 ÁLFABAKKA VIP 16 16 16 16 14 L L L ALEX CROSS KL. 5:40 - 8 - 10:20 ALEX CROSS VIP KL. 5:50 - 8 - 10:20 POSSESSION KL. 8 - 10:10 TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 5:30 - 8 - 10:30 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI KL. 5:50 WRECK IT RALPH ENS.TALI KL. 10:20 ARGO KL. 5:30 - 8 - 10:30 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 12 16 16 L L AKUREYRI 14 ALEX CROSS KL. 8 THE POSSESSION KL.10:20 WRECK-IT RALPH ÍSL.TALI3D KL. 6 TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 8 ARGO KL. 10:20 BRAVE HIN HUGRAKKA ÍSL.TALIKL. 6 KEFLAVÍK L L L L 16 16 16 16 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI 12 12 ALEX CROSS KL. 8 - 10:20 POSSESSION KL. 11 TWILIGHT KL. 5:30 - 8 SKYFALL KL. 5 - 8 - 10:20 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI KL. 5:50 ALEX CROSS KL. 8 THE POSSESSION KL. 10:10 PITCH PERFECT KL. 8 KILLING THEM SOFTLY KL. 10:20 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL3D KL. 5:50 BRAVE ÍSLTAL KL. 6 ALEX CROSS KL. 5:40 - 8 - 10:20 TWILIGHT: BREAKING DAWN PART 2 KL. 5:30 - 8 HERE COMES BOOM 5:40 - 8 - 10:20 ARGO KL. 10:20 CLOUD ATLAS KL. 8 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50 DON’T EVER CROSS ALEX CROSS ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Jólagardínur í miklu úrvali Falleg og mjúk handklæði í jólapakkann Úrval - gæði - þjónusta Á R N A S Y N IR util if. is MEINDL GÖNGUSKÓR GÆÐI Í GEGN ÚRVALIÐ ER Í ÚTILÍF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.