Morgunblaðið - 04.12.2012, Side 44
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 339. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Kennari fékk dóm fjarlægðan
2. Vanmeti ekki Jón Gnarr
3. Röng notkun getur verið hættuleg
4. Kannast einhver við manninn?
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Furðustrandir eftir Arnald Indr-
iðason og Horfðu á mig eftir Yrsu
Sigurðardóttur eru tilnefndar sem
best þýddu spennusögurnar sem
komið hafa út í Svíþjóð á árinu
2012 að mati Svenska Deck-
arakademin.
Arnaldur og Yrsa
tilnefnd í Svíþjóð
Ásgeir Trausti
er tilnefndur
fyrir plötu sína
Dýrð í dauða-
þögn og Retro
Stefson fyrir
samnefnda
plötu til Nor-
rænu tónlist-
arverðlaunanna
í ár. Alls eru
tólf plötur tilnefndar frá fimm lönd-
um. Hinn 14. febrúar á næsta ári
verður tilkynnt hvaða plata telst
besta plata ársins af þeim sem
gefnar hafa verið út á Norðurlönd-
unum í ár.
Ásgeir Trausti og
Retro Stefson bestir
Kvartett saxófónleikarans Sigurðar
Flosasonar leikur á KEX Hosteli í
kvöld kl. 20.30. Auk Sigurðar skipa
hljómsveitina Kjartan Valdemarsson
á píanó, Valdimar K. Sig-
urjónsson á kontrabassa
og Einar Scheving á
trommur. Þeir munu
flytja djassstand-
arda og frum-
samda tónlist í
bland. Að-
gangur er
ókeypis.
Kvartett Sigurðar
Flosasonar á KEX
Á miðvikudag Suðaustan 13-18 m/s og rigning sunnan- og
vestantil og síðar slydda eða snjókoma, en mun hægara og bjart-
viðri norðaustantil. Lægir heldur og rofar til undir kvöld.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt og dálítil él
sunnan- og vestanlands, en annars bjartviðri. Hvessir vestanlands
með slyddu seint í kvöld. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst og vestast.
VEÐUR
Knattspyrnumaðurinn
Matthías Vilhjálmsson var
orðinn órólegur yfir því hve
lengi það dróst að Start í
Noregi næði samningum við
FH um kaup á honum. Í gær
gekk það síðan upp og
Matthías sagði við Morg-
unblaðið að þungu fargi
væri af sér létt. „Ég hef
aldrei verið jafn spenntur
fyrir undirbúningstímabili,“
sagði Matthías sem skoraði
18 mörk fyrir Start í ár. »1
Matthías var
orðinn órólegur
Sævar Birgisson hefur náð lágmarki í
sprettgöngu fyrir vetrarólympíuleik-
ana sem fara fram í Sochi í
Rússlandi árið 2014. Ekki er
langt síðan Sævar
var nánast hætt-
ur æfingum og
keppni vegna
hrygggigtar en
hann missti rúm
tvö ár úr af
þeim sök-
um. »4
Missti úr tvö ár en náði
lágmarki fyrir ÓL 2014
Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði ís-
lenska kvennalandsliðsins í hand-
knattleik, segir að liðið geti vel unn-
ið firnasterkt lið Svartfjallalands í
fyrsta leiknum í úrslitakeppni
Evrópumótsins í Serbíu í dag. Hún
segir að lykilatriðið sé að spila
agaðan sóknarleik og forðast
hraðaupphlaup Svartfellinga eins
og heitan eldinn. »3
Getum vel unnið
Svartfjallaland
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Unglingar á vegum félagsmið-
stöðvar í frístundamiðstöð Gufu-
nesbæjar í Grafarvogi standa fyrir
góðgerðarviku í Grafarvogi. Hún
hefst í dag með kaffihúsakvöldi og
lýkur með dansiballi, föstudaginn
7. desember. Í ár hafa ungling-
arnir ákveðið að styrkja fjölskyldu
Davíðs Arnar Arnarssonar. Hann
lést á afmælisdaginn sinn nýverið
eftir baráttu við krabbamein.
„Hann var Grafavogsbúi og
vann mikið með krökkunum í
hverfinu í skólanum og í fé-
lagsstörfum. Hann tengdist því
krökkunum úr hverfinu og mjög
margir þekktu hann,“ segir Kol-
beinn Hringur Einarsson, annar
tveggja fjölmiðlafulltrúa
góðgerðarráðs Grafarvogs.
Fundarhöld og skipulagning
Tólf unglingar skipa góðgerðar-
ráðið og koma úr öllum skólum
Grafarvogs. Þau hafa lagt töluvert
á sig við að skipuleggja atburði í
góðgerðarvikunni. Þau eru þó
sammála um að vinnan hafi verið í
alla staði skemmtileg.
„Við höfum eytt miklum tíma í
skipulagningu og fundahöld og
þetta hefur gengið rosalega vel,“
segir Erna Kristín Jónsdóttir,
hinn fjölmiðlafulltrúi góðgerð-
arráðsins.
Kolbeinn Hringur tekur í sama
streng og segir það hafi gengið
nokkuð vel að fá styrki en nokkur
fyrirtæki hafi ekki svarað. Erna
Kristín segir að þegar viðburðirnir
sem þau skipuleggja snúist um að
styrkja „þá verður þetta miklu
betra“.
Þau eru bæði í áttunda bekk og
eru því í fyrsta skipti í góðgerð-
arráði og líkar vel.
Bæði voru þau sammála um að
ekkert mál hefði verið að fá lista-
menn til að gefa vinnuna sína og
eru mjög þakklát fyrir það.
Kaffihúsakvöld verður í kvöld í
félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Þar
koma fram tónlistarmenn og grín-
istar, m.a. Ari Eldjárn og Geir
Ólafs. Aðgangseyrir er einungis
300 kr. og happdrættismiðar á 200
kr.
Föstudaginn 7. desember verð-
ur haldið ball fyrir unglingana í 8.
til 10. bekk. MC Gauti og Unn-
steinn í Retro Stefson munu troða
upp.
Allir listamenn sem koma fram
gefa vinnu sína og allur ágóðinn
rennur óskiptur til fjölskyldu Dav-
íðs. Þau setja markið hátt og ætla
að safna ríflegri upphæð fyrir fjöl-
skylduna. „Við hvetjum alla til að
koma,“ segir Erna Kristín.
Góðgerðarvika í Grafarvogi
Gjafmildir og
framkvæmda-
glaðir unglingar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Góðgerðarmál Fjölmiðlafulltrúar góðgerðarráðs Kolbeinn Hringur Einarsson og Erna Kristín Jónsdóttir.
Góðgerðarráðið hefur starfað ötullega í tvo mánuði við að
framkvæma og skipuleggja tvo stóra viðburði í góðgerða-
vikunni, í samstarfi við starfsfólk félagsmiðstöðvanna:
Dregyn, Fjörgyn, Púgyn og Sigyn.
Þetta er í sjöunda sinn sem unglingar í Grafarvogi efna
til góðgerðaviku. Hugmyndin var sjálfsprottin á sínum
tíma og henni hrint í framkvæmd af miklum hug.
Davíð Örn Arnarsson bjó alla tíð í Grafarvogi og voru
foreldrar hans meðal fyrstu íbúa þar. Hann starfaði lengi
með börnum og unglingum í hverfinu. Hann lætur eftir sig konu og tvær
dætur.
Þeim sem ekki hafa tök á að mæta á kaffihúsakvöldið er bent á að hægt
er að leggja inn á styrktarreikning: 0544-05-402441 kt. 111177-4819.
Safna fyrir fjölskyldu Davíðs
GRAFARVOGSBÚINN SEM ALLIR ÞEKKTU
Davíð Örn
Arnarsson