Morgunblaðið - 18.12.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.12.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Somoza-fjölskyldan fór með völd íNikaragúa í 33 ár. Stundum lét hún fara fram kosningar til hátíða- brigða.    Einhvern tímaþegar ljóst þótti að atkvæðin sem fóru ofan í kjör- kassana hefðu ekki verið vænleg fyrir hann var haft eftir Anastasio Somoza, sem var síðasti for- seti á vegum fjöl- skyldunnar, að þótt kosningarnar kynnu að hafa farið illa hefði hann fulla trú á því að fjölskyldan myndi vinna talninguna.    Marcos forseti á Filippseyjumsagði eitt sinn í lok kjördags hjá sér að nú þyrfti að fara að bretta upp ermar. Þá var ekkert eftir nema taln- ingin.    Steingrímur J. Sigfússon var einn íkjöri í fyrsta sæti í prófkjöri VG og fékk 199 atkvæði (af 722 á kjör- skrá).    Hann veit sem er að niðurstaðan ersnautleg.    Þess vegna sendi hann út ábend-ingu um að af 261 atkvæði sem greitt var (af 722) hafi 41 atkvæði „því miður ekki verið talið,“ þar sem þau töldust ekki gild. Með hliðsjón af því hafi „sigur“ hans verið meiri en virtist.    Af hinum fáu atkvæðum sem skil-uðu sér eru heil 16%! „því miður ekki talin“.    Er Steingrímur J. að koma sér íhóp þeirra leiðtoga sem vinna sína sætustu sigra í talningunni? Steingrímur J. Sigfússon Atkvæði Stein- gríms talin með STAKSTEINAR Ferdinand Marcos Veður víða um heim 17.12., kl. 18.00 Reykjavík -3 heiðskírt Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 0 snjókoma Kirkjubæjarkl. 0 léttskýjað Vestmannaeyjar 0 heiðskírt Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 0 snjókoma Kaupmannahöfn 3 þoka Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -7 alskýjað Lúxemborg 5 skúrir Brussel 7 skýjað Dublin 7 skúrir Glasgow 5 skýjað London 8 léttskýjað París 6 skýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 5 skýjað Berlín 3 skýjað Vín 3 þoka Moskva -17 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 12 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg -11 snjókoma Montreal 1 snjókoma New York 5 alskýjað Chicago 4 alskýjað Orlando 21 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:21 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:08 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:52 14:34 DJÚPIVOGUR 10:59 14:50 TAKTU ÞÁTT Í JÓLARÚLLULEIK PAPCO! Með því að kaupaWC pappír og eldhúsrúllur frá Papco fyrir jólin áttu möguleika á að vinna glæsilegan vinning í jólarúlluleiknum. Fjöldi frábærra vinninga, snjóbretti, bindingar og skór frá Mohawks, úlpur frá Cintamani, Hamax-sleði, árskort í Hlíðarfjall og margt, margt fleira! WWW.PAPCO.IS STYRKJUM GOTT MÁLEF NI! EIN RÚLLA AF HVERRI SELDRI PAK KNINGU RENNUR TI L MÆÐRA- STYRKSNEF NDAR F ÍT O N / S ÍA Kærunefnd jafnréttismála telur að Seðlabanki Íslands hafi brotið jafn- réttislög með því að ráða karl í starf sérfræðings í lánamálum rík- isins en ekki konu sem þótti að minnsta kosti jafn hæf til að gegna starfinu og sá er ráðinn var. Seðlabankinn auglýsti í apríl 2012 laust starf sérfræðings í lánamálum ríkisins. Kærandi, sem er kona, taldi að brotið hefði verið gegn jafn- réttislögum með því að ráða karl í starfið en hún taldi sig vera hæfari en karlinn sem ráðinn var. Kærunefnd jafnréttismála taldi kæranda hafa verið að minnsta kosti jafn hæfan til að gegna starf- inu og sá er ráðinn var. Konur í starfi sérfræðings hjá Seðlabank- anum voru umtalsvert færri og bar því bankanum að leitast við að jafna stöðu kynjanna hvað þau störf varðar. Alls bárust 58 umsóknir Seðlabanki Íslands taldist því hafa brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, við ráðningu í starf sérfræðings í lánamálum ríkisins. Í auglýsingunni um starfið voru helstu verkefni talin upp en þau voru: Útgáfa ríkisbréfa og lántaka á erlendum mörkuðum, skjalagerð vegna erlendra lána ríkissjóðs, samskipti við erlenda banka, fjár- festa og aðra lánveitendur til ríkissjóðs og Seðlabankans, grein- ingar og skýrslugerð og aðstoð við önnur verkefni, svo sem fram- kvæmd útboða. Þá voru jafnframt skilgreindar hæfniskröfur um há- skólamenntun (BS/BA) í hagfræði, verkfræði eða sambærilegum greinum. Sagt var að þekking og reynsla af fjármálastarfsemi væri mjög æskileg, Viðkomandi þyrfti m.a. að hafa mjög gott vald á ensku og íslensku, góða almenna tölvukunnáttu, frumkvæði og metnað í starfi, sjálfstæði í vinnu- brögðum og getu til að halda kynn- ingar og erindi á íslensku og ensku. Alls bárust 58 umsóknir um starfið. Seðlabankinn braut jafnréttislög „Þetta er bara skoðun á tilteknum at- riðum sem þarfnast frekari skýringa og þá er bara eðlilegt vegna fram- gangs máls að við- komandi starfs- maður sé ekki á svæðinu. Hann er því einfaldlega leystur frá vinnu- skyldu þessa ör- fáu daga,“ segir Sveinn Krist- insson, forseti bæjarstjórnar Akraness. Þannig gefist ráðrúm til þess að fara yfir málið og þar með séu hagsmunir bæði vinnuveitanda og starfsmanns tryggðir sem og trú- verðugleiki athugunarinnar. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar ákvað á lokuðum fundi í fyrradag að leysa Jón Pálma Pálsson, bæjarrit- ara og settan bæjarstjóra, tímabund- ið frá vinnuskyldu þar sem vaknað hafi grunur um hugsanlegt brot á starfsskyldum. Ekki hefur fengist upplýst um hvað málið snýst að öðru leyti. Ákveðin mál þarfn- ast skýringa  Bæjarritara vikið tímabundið frá störfum Smábátar á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.