Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 slík löggjöf byggist á „ríkum al- mannahagsmunum“ og „félagslegri stefnumörkun hins opinbera“. Arnór telur það ekki jafn auðvelt og gefið er í skyn að gera málefnalega aðgreiningu milli aðila og réttlæta takmarkanir við fjárfestingu með vís- an til þessara sjónarmiða. Þá bendir hann á að með þessu fari frumvarpið í bága við stefnu stjórn- valda vegna ESB-viðræðnanna, enda hafi verið samstaða um að halda í möguleikann til að takmarka fjárfest- ingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og orkuiðnaði. Arnór víkur einnig að 4. málsgrein- inni sem er svohljóðandi: „Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýt- ingar auðlinda eða annarra takmark- aðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðis- grundvelli og þau leiða aldrei til eign- arréttar eða óafturkallanlegs for- ræðis yfir auðlindunum.“ Miðist við markaðsverð Arnór bendir á að skv. skýringum við frumvarpið ber að skilja tilvísun til „fulls gjalds“ þannig að „átt sé við markaðsverð, þ.e. hæsta gjald sem nokkur er fús að greiða, t.d. á mark- aði eða uppboði eða í samningum við ríkið“ og að frumvarpið afmarkist við „tiltekinn hóflegan tíma“. Arnór telur þessa tillögu óskýra. „Í heildina verður að telja tillöguna óljósa að efni til, ekki síst á sviði fisk- veiðistjórnar. Þess má reyndar geta að einn af sýnilegri fulltrúum í stjórn- lagaráði hefur nýlega komist svo að orði í Skírni að með tillögunni „sé gengið á hólm við gildandi skipulag“ við stjórn fiskveiða,“ skrifar Arnór en höfundur greinarinnar er Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við HÍ. Þá telur Arnór að hugtökin „fullt gjald“, „hóflegur tími“ og „jafnræð- isgrundvöllur“ séu „ekki sett í sam- hengi við stefnumótun um auðlinda- mál á síðustu árum“. Hann vísar þannig til ýmissa skýrslna nefnda og vinnuhópa á veg- um stjórnvalda á síðustu árum en þar sé því m.a. haldið til haga hversu ólík- ar auðlindir í eigu opinberra aðila séu í eðli sínu. Þar komi fram að „ólík lög- mál gildi um auðlindir hafsins, vatns- aflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og námur á hafsbotni, hvað snertir t.d. leigu- eða leyfistíma, fyrirkomulag leyfisveitingar og gjaldtöku“. Arnór skrifar að draga megi í efa að ný lög um veiðigjöld samrýmist kröfu stjórnlagaráðs um „fullt verð“ fyrir auðlindir og að tilvísun ráðsins í eignarnámsbætur í því samhengi sé „óskiljanleg“. Þá verði að spyrja hvort tímabinding núverandi afla- hlutdeilda að mestu leyti, í upphafi til 20 ára en að liðnum fimm árum til 15 ára í senn, eins og lagt var til í frum- varpi um fiskveiðistjórn á síðasta þingi verði talið samrýmast kröfunni. Telja verði þessi ákvæði stjórn- arskrárfrumvarpsins hafa „óljóst efn- isinntak“. Skýringar við þau séu „ófullkomnar og virðast að mestu leyti hugsaðar í tengslum við eina auðlind, þ.e. nytjastofna sjávar.“ Með því sé líklegt að „ákvæðin ýti undir ágreining og skapi óvissu“. Ákvæði stjórnlagaráðs um auðlindir ýti undir óvissu Morgunblaðið/Golli Drög að stjórnarskrá Frá einum funda stórnlagaráðs. Vinna þess er umdeild.  Umsögn lögmanns hjá ráðuneyti BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tillaga stjórnlagaráðs um að fella brott 2. málsgrein 72. greinar stjórn- arskrárinnar, sem kveður á um heim- ild löggjafans til að takmarka rétt er- lendra aðila til að eiga fasteignir eða hlut í fyrirtækjum hér á landi, er rök- studd með skýr- ingum sem eru „reistar á hæpn- um eða villandi forsendum“. Þetta er mat Arnórs Snæ- björnssonar, lög- fræðings auð- lindaskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytisins, nú at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- inu, sem skilað hefur ítarlegri umsögn til Alþingis samkvæmt beiðni atvinnuveganefndar, vegna frum- varps að nýrri stjórnarskrá. Málsgreinin, eða heimildin, sem stjórnlagaráð vill að felld verði út er svohljóðandi: „Með lögum má tak- marka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnu- fyrirtæki hér á landi.“ Skv. skýringum við frumvarpið var það skoðun fulltrúa stjórnlagaráðs að heimildin „þyki stangast á við jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar og al- þjóðasamninga sem Ísland er aðili að og heimila Íslendingum hindrunar- laust að eiga fasteignaréttindi og hluti í atvinnufyrirtækjum erlendis“. Breytingin ekki rökstudd Telur Arnór stjórnlagaráðið ekki færa nein rök fyrir því að áðurnefnd heimild stangist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða alþjóðasamn- inga sem Ísland er aðili að. En með jafnræðisreglu er vísað til 65. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kyn- ferðis, trúarbragða, skoðana, þjóð- ernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Stjórnlagaráðsmenn telji að þrátt fyrir að heimildin sé felld brott megi setja skorður við þátttöku er- lendra aðila í íslensku atvinnulífi ef Arnór Snæbjörnsson Óljóst er hvernig fara á með aflaheimildir og hver staða handhafa þessara réttinda verður ef stjórnlaga- frumvarpið verður samþykkt. Alger réttaróvissa er um stöðu þessara réttinda. Þetta má lesa út úr álitsgerð sem lögmannsstofan Lex vann fyrir Landssamband íslenskra út- vegsmanna vegna stjórnlaga- ráðsfrumvarpsins. Í frumvarp- inu eru allar náttúruauðlindir á Íslandi lýstar þjóðareign og þykir sérfræðingum Lex sem lagaleg merking þess sé óskýr. Handhafar aflaheimilda í dag njóti verndar stjórnar- skrárinnar þar sem aflaheim- ildir séu verndaðar af 72. gr. stjórnarskrárinnar sem at- vinnuréttindi. Samkvæmt 72. greininni er eignarrétturinn friðhelgur og skal koma fullt verð fyrir. Sérfræðingar Lex telja óvíst hvort stjórnlaga- frumvarpið feli í sér brott- hvarf frá þessu þannig að ætl- unin sé að svipta handhafa aflaheimilda réttindum án til- lits til þeirrar verndar sem eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar veitir. Stjórnlaga- frumvarpið virðist fela í sér miðlægt fyrirkomulag án þess að útfærslan og áhrif fyrir nú- verandi handhafa liggi fyrir. Veldur algerri réttaróvissu GREINING LEX • verð frá 37.000,- Hugljúfar gjafir Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 NOBUKO „Believe” My spirit gives direction and brings purpose

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.