Morgunblaðið - 18.12.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.12.2012, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það eru eng-in sérstökvandamál á Alþingi núna, ef frá eru talin þau sem rekja má til óvenjulegrar framgöngu núverandi ríkis- stjórnar. Hún mat stöðu sína svo frá fyrsta degi að stjórnarandstaðan kæmi löskuð og bitlaus til starfa. Sérstaklega ætti þetta við um Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingunni hefði tekist að skilja forystuflokk ríkis- stjórnarinnar einan eftir úr stjórn þeirra tveggja með alla ábyrgð með því að sam- einast í stjórn með Vinstri grænum. Í sigurvímu sinni yfir því að hafa komist yfir völdin í landinu trúðu stjórnarflokk- arnir því að aðferðin til að tryggja sér langt valdaskeið fælist í tvennu. Annars veg- ar með því að nugga Sjálf- stæðisflokknum sífellt upp úr erfiðleikunum sem fylgdu hinu fjármálalega áfalli sem varð haustið 2008. Og hins vegar með hjálp fréttastofu sinnar og baugsmiðlanna að láta Framsókn taka sæti Samfylkingar í „hrunstjórn- inni“. Það var ævintýraleg hugmynd. En í öngþveitinu sem ríkti frá vordögum árs- ins 2009 virtist þessi áætlun vera að heppnast um stund. Hvarvetna var blásið til illinda. Hótað var rannsókn- arnefndum á bæði borð. Ald- argömul löggjöf um Lands- dóm var kysst eins og væri hún Þyrnirós og upphafin sem ígildi alþýðudómstóls í byltingarástandi. Aðild að Evrópusambandinu, illvígt ágreiningsmál, var svikið í gegnum þingið. Þeir greiddu atkvæði með málinu sem lýstu því yfir úr ræðustól á sömu stundu að þeir hefðu aldrei verið meir á móti að- ild en einmitt þá! Gerð var atlaga að sjávarútveginum, ferðaþjónustunni, hugsan- legum erlendum fjárfest- ingum og loks sjálfri stjórn- arskránni. Loforð um skjaldborg fyrir heimilin var svikið og ábyrgðinni vísað í fortíðina. En þessi ógæfulega hern- aðaráætlun var gölluð, og stærstu gallarnir fólust í óheilindum og hálfsannleik. Það fór ekki aðeins að fjara undan henni heldur tók hún að snúast í höndum foringj- anna. Illindin smituðust inn í raðir þeirra sjálfra. Þing- menn hurfu úr þingflokki Vinstri grænna. Ráðherrar Sam- fylkingar sem fleygt var úr ríkisstjórn með auðmýkjandi hætti biðu fær- is. Fylgi stjórnarflokkanna og traust á ríkisstjórninni lentu í frjálsu falli. Og ýmsir samferðamenn hennar fóru að gjóa augum í aðrar áttir. Háskólasamfélagið sem lengi hafði dansað með ríkis- stjórninni og raunar límt sig ótrúlega fast við Samfylk- inguna sá smám saman að heiður þess var að veði. En þó ekki síst trúverðug- leikinn. Alþýðusambandið sá einnig að það komst ekki hjá því að fjarlægjast þá rík- isstjórn sem verst allra ríkisstjórna hafði staðið við yfirlýsingar sínar gagnvart launþegahreyfingunni. Sundrungariðja forystu- manna þjóðarinnar var því farin að hitta þá sjálfa illa fyrir. Fréttastofa Ríkisútvarps- ins er enn sér á báti og dinglar algjörlega í taumi ríksstjórnarinnar og lætur lög og reglur um starfsemi sína eins og vind um eyru þjóta. Sífellt fleiri furða sig á þeirri framgöngu. Ríkisstjórnin á ekkert inni hjá stjórnarandstöðunni. Minna en ekkert. Stjórnar- andstaðan hefur satt best að segja sýnt henni ótrúlegt langlundargeð. Nú þegar aðeins eru 30 virkir dagar eftir fyrir þingstörfin væri algjörlega fráleitt fyrir stjórnarandstöðuna að standa að afgreiðslu þeirra mála í þinginu sem eru beint afsprengi hinnar óvenjulegu sundrungarstarfsemi ríkis- stjórnarinnar. Þau mál sem hægt er að afgreiða á hinum skamma tíma sem eftir er til þingloka eru ekki mörg en þurfa verulega yfirlegu og um- ræðu og ef ríkisstjórnin kýs að hleypa illindunum einnig inn í þau mál mun hún enn auka öngþveitið í þinghús- inu. Ríkisstjórnin hefur kall- að hernaðaráætlun sína um að hleypa helst öllum málum þjóðarinnar í uppnám og ill- indi sína leið til sátta og samvinnu. Þær ógöngur öf- ugmælanna hafa farið verst með hana sjálfa. Allir sem vilja sjá það. Forsætisráðherrann flokkast aðeins sem verkstjóri tali menn um hausverk} Vond verkstjórn Skellum nú upp skrautinu og skrúfum niðrí tautinu og játum það – jólin eru æði. Refsum kreditkortunum og kyngjum öllum sortunum og játum það, að jólin eru æði. Svo hljómar eitt erindi í nýjasta jólalagi Bagglalútsmanna „Heims um bóleró“. Það var einmitt á jólatónleikum Baggalúts í Háskólabíói um helgina sem yfir mig skall mikil hamingjualda og tilhlökkunin til jólanna komst á æðra stig. Það er hægt að telja dag- ana til jóla á fingrum annarrar handar í dag og því um að gera að hætta tuðinu og hleypa inn stuðinu. Jólin eru nefnilega æðislegur tími og ekki bara vegna pakkanna. Jólin eru tími gleði og hamingju sem við getum aðeins fundið innra með okkur. Það sem ýtir undir þessa hamingju er það sem jólin standa fyrir og þá er ég ekki að tengja trúmál inn í þá umræðu. Jólin eiga sér stað í svartasta skammdeginu þegar flestir þurfa á auka kærleik og knúsi að halda. Jólaljósin ylja okkur í myrkrinu og stundirnar með fjöl- skyldu og vinum ylja okkur í hjartanu. Það á bara að njóta jólanna og sleppa öllu tuði um eyðslu og ofát. Jólin eru tími þar sem við megum alveg lifa í hamingjukúlu og snúa okkur í hina áttina þegar frændinn byrjar að tuða um pólitíkina í jólaboðinu eða frænkan um innlánsvexti. Jólin eru æði þegar maður er barn en svo vill það svo- lítið gleymast hvernig á að njóta þeirra þegar háalvarleg fullorðinsárin taka við. Sumir virðast aldrei ná því aftur að gleðjast yfir jól- unum en það er einmitt í gegnum eigin börn sem jólataktarnir rifjast upp hjá flestum sem betur fer. Það er nefnilega svo gaman að upp- lifa jólin með börnunum og smitast af fölskva- lausri gleði þeirra. Jólin þurfa ekki að vera peningaeyðsla, stífbónað parket eða stress. Þau eru tilbreyting frá hverdagsamstrinu í svartasta skammdeginu og við eigum að njóta þeirra á meðan við getum. Baggalútur syngur: Þegar úti myrkrið mest er þegar mæðulegast flest er þegar langsamlega best er að læðast heims um ból. Þá við stígum upp á stóla og við straujum bláa kjóla Loks af gleði allir góla því það gætu komið jól. Kveikjum nú á kertunum og kyngjum jólatertunum og játum það, að jólin eru æði. Berum allt úr búðunum og brettum nef á rúðunum og játum það – jólin eru æði. Ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Játum að jólin eru æði STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Breytingar á deili- og aðal-skipulagi Reykjavíkur ogsvæðisskipulagi höfuð-borgarsvæðisins vegna byggingar nýs Landspítala við Hringbraut hafa nú verið sam- þykktar á öllum vígstöðvum. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt svæðisskipulagið, eft- ir að það fór síðast í gegnum bæjar- stjórn Seltjarnarness og aukafund í hreppsnefnd Kjósarhrepps. Þó að búið sé að samþykkja breytt skipulag hjá sveitarfélögunum hefur það ekki gengið mót- atkvæðalaust. Áhyggjum hefur verið lýst af byggingamagni á lóðinni og þungri umferð kringum spítalann og á helstu umferðaræðum. Við deili- skipulag Reykjavíkur bárust ríflega 800 athugasemdir frá almenningi. Minnihlutinn í borgarstjórn gagn- rýndi við afgreiðslu málsins sl. fimmtudag að meirihlutinn virti að vettugi allar þessar athugasemdir. Allt snúist um einkabílinn Ekki hafa þó allir áhyggjur af aukinni umferð eða miklu bygginga- magni. Meðal þeirra er Sigurður Einarsson arkitekt sem flutti erindi á samráðsþingi Nýs Landspítala ný- verið. Hann segir umræðu um skipu- lagsmál vera fasta í nútíðinni og snú- ast alltof mikið um núverandi ástand umferðar, einkabílinn og mengun. „Það er verið að skipuleggja spítala til næstu árhundraða og í mín- um huga er alveg ljóst að við munum eins og allrar aðrar þjóðir þróa okkur út úr einkabílismanum sem hér hefur allt snúist um,“ segir Sigurður og bendir á þróun skipulagsmála í Berg- en í Noregi, sem hann hefur aðeins komið að sem arkitekt. Hann segir Bergen svipa til höfuðborgarsvæðis- ins, bæði hvað varðar fólksfjölda og þéttingu byggðar, sem og veðurfars. Þar hafi miðborgin verið skipulögð upp á nýtt, með það fyrir augum að draga úr notkun einkabílsins sem allra mest. Léttlestakerfi ofanjarðar var tekið í gagnið, sem gengur úr út- hverfunum í miðborgina og Sigurður segir það hafa gefist mjög vel. Á tveimur árum hafi notkun léttlest- anna aukist mikið. „Það er einfalt að búa til braut fyrir þessar lestir. Þetta er kerfi sem stenst allar tímaáætlanir og er alveg óháð annarri umferð. Af hverju ætti þetta ekki alveg að vera hægt hér?“ spyr Sigurður. Hann bendir jafnframt á að þjónustustigið í umferðarkerfinu hér á landi sé mjög hátt og þess vegna sé svo gott að vera með einkabíl. Gagnrýni á skipulag spítalans hefur einnig snúið að byggingamagni á lóðinni en í fyrsta áfanga er áform- að að byggja 76 þúsund fermetra húsnæði. Alls er reiknað með byggingamagni á Landspítalalóðinni upp á 290 þúsund fermetra. Sigurður segir áhyggjur af byggingamagni óþarfar. „Ef menn eru ekki að fara þeim mun hærra upp í loftið með byggingarnar, sem mér sýnist að sé ekki verið að gera, þá er það ekki spurning um fermetra á bak við framhliðina heldur hvaða yfirbragð þú hefur á byggingunum,“ segir hann og tekur aftur dæmi af miðborg Bergen. Þar voru reistar byggingar við gömlu höfnina, svonefnd bryggju- hús, með látlausri framhlið en þétt- byggðum massa af húsum þar bak við. „Þetta er ekki alltaf spurning um fermetra heldur yfirbragð,“ segir Sigurður. Hann segir umhverfismál í sterkri sókn um allan heim og Íslend- ingar fái í raun margt gefins með þeirri þróun sem hefur átt sér stað annars staðar í heiminum. „Menn eru alltaf að horfa 20 ár aftur í tímann og segja að hið sama gerist á næstu 20 árum. Það er að mínu mati hundalógík sem gengur aldrei upp.“ Horft sé til framtíðar í skipulagsmálum Landspítalinn Tillögur að deiliskipulagi vegna Nýs Landspítala hafa verið samþykktar óbreyttar, þrátt fyrir ríflega 800 athugasemdir frá almenningi. „Okkur var ekkert stætt á að hanga lengur á þessu,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í hreppsnefnd Kjósarhrepps, en breytt svæðisskipulag höf- uðborgarsvæðisins var sam- þykkt á aukafundi hrepps- nefndar sl. fimmtudag. Áður hafði málið fallið á jöfnum atkvæðum, þar sem einn af fimm fulltrúum sat hjá. Nú kom inn varamaður þess fulltrúa, sem samþykkti skipu- lagið. Tveir hreppsnefndar- menn voru áfram á móti; þeir Sigurbjörn Hjaltason og Þór- arinn Jónsson. Sigurbjörn lagði fram bókun, þar sem hann í fyrsta lagi efast um að endur- tekin afgreiðsla hreppsnefndar á málinu standist stjórn- sýslulög. Treystir Sigurbjörn því að fyrsta málsgrein samstarfs- yfirlýsingar Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík verði í heiðri höfð, þ.e. að efnt verði til íbúakosningar um skipulagsbreytingarnar kring- um Landspítalann. Íbúakosning fari fram SAMÞYKKT Í KJÓSINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.