Morgunblaðið - 18.12.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 18.12.2012, Síða 24
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Vestmannaeyjar eru stórt sjávarpláss, þar sem allt snýst um að veiða og vinna fisk. Það skiptir því gríðarlega miklu fyrir samfélagið að almennt ríki friður og sátt um þær breyt- ingar á fiskveiðistjórn, sem fyrirhugaðar eru. Það sama á reyndar við um önnur sjávarpláss. Í aðdraganda þess að lagður var á óhugnanlegur landsbyggðarskattur sem felst í veiðigjaldinu, þá tókst rík- isstjórnarmeðlimum að hundsa, blekkja og afvegaleiða umræðuna þannig að almenningur sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu trúði því að tekið hafi verið tillit til athugasemda hags- munaaðila í sjávarútvegi og að út- gerðin og þá byggðarlögin þaðan sem gert er út séu vel aflögufær. Einnig trúði almenningur að verið væri að sækja peninga frá þeim sem lægju á illa fengnu fé. Það hefur komið í ljós upp á síð- kastið að hið meinta samráð sem ríkisstjórnin boðaði voru bara inn- antóm orð. Nýlega reis t.d. upp forsvarsmaður smábátaeiganda (aðilar sem rík- isstjórnin ætlaði að vernda) og sagði aðferðafræðina við álagningu veiði- gjalds galna og kæmi mörgum af hans félagsmönnum í mjög erfiða stöðu. Í tilviki okkar Eyja- manna þá höfum við ekki fundið fyrir því að komið hafi verið til móts við athugasemdir okk- ar. Einnig hefur rík- isstjórnin algjörlega sneitt hjá því að upplýsa almenning í Eyjum um hvaða áhrif veiðigjaldið og aðrar breytingar hafa á samfélagið. Til frekari upprifj- unar þá langar mig að telja upp þá meðlimi ríkisstjórnarinnar sem hafa sýnt okk- ur hvað mesta óvirðingu, en þeir eru eftirtaldir: Jóhanna Sigurðardóttir (utan þjónustusvæðis) Jóhanna hefur hvorki svarað opn- um bréfum, né ákalli um að heim- sækja Eyjar. Steingrímur J. Sigfússon (utan þjónustusvæðis) Steingrímur mætti með fund til okkar þar sem hann sagðist myndu hirða þann arð sem skapaðist í Eyj- um og nota hann til góðra verka. Steingrímur hefur ekki svarað kalli um að mæta til Eyja (u.þ.b. 400 sjó- menn og landverkafólk skoruðu á hann að mæta og skýra út fyrir okkur afleiðingarnar af veiðigjaldinu). Einnig hefur Steingrímur hundsað að svara opnu bréfi sem sent var á hann. Ólína Þorvarðardóttir (utan þjón- ustusvæðis) Ólína hefur lagst hvað lægst í því að koma sér undan því að standa fyr- ir máli sínu, en það gerði hún með því að skrökva að formanni sjómanna- félagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, um að hún væri búin að svara opnu bréfi sem sent var á hana, eitthvað sem hún hefur aldrei gert. Björn Valur Gíslason, (utan þjón- ustusvæðis) Björn Valur skrifaði forsíðugrein í Eyjafréttir, rétt eftir að niðurstaða sáttarnefndarinnar sálugu lá fyrir, en í þessari grein talaði hann um að það yrði feigðarflan að fara ekki eftir niðurstöðunni. Ekki hefur tekist að fá Björn til að útskýra hvað hafi breyst frá því hann ritaði þessa grein. Róbert Marshall (utan þjón- ustusvæðis) Eyjamaðurinn í hópnum, hefur ásamt Ólínu sýnt okkur hvað mestan fjandskap, ekki bara með því að svara ekki opnum bréfum, heldur einnig með því að vanvirða sjómenn, en það gerði hann á mjög svo lág- kúrulegan hátt. Svik og óheilindi stjórnmálamanna Eftir Sigurjón Aðalsteinsson » Það hefur komið í ljós upp á síðkastið að hið meinta samráð sem ríkisstjórnin boðaði voru bara innantóm orð. Sigurjón Aðalsteinsson Höfundur er iðnrekstrarfræðingur. Í ljósi umræðna um kjaramál og lausa stofnanasamninga líkt og við þroskaþjálfar stöndum frammi fyrir við Landspítala – há- skólasjúkrahús er mér mikið í mun að kalla fram umræðu um slíkt efni. Þroskaþjálfar líkt og aðrar fagstéttir standa frammi fyrir launum sem eru ekki boðleg eftir það háskólanám sem við höfum lokið. Það er ansi skammarlegt fyrir okkar vel- ferðarsamfélag að vita til þess að laun- in okkar eru mjög bágborin miðað við aðrar stéttir, til að mynda í fjár- málageiranum og tengdum greinum. Er ekki kominn tími til að breyta slíkum málum og hækka laun fag- stétta innan velferðarkerfisins? Jú, sagði velferðaráðherra nú um daginn og auðvitað erum við öll sammála því. Hann kallar þessar stéttir „kvennastéttir“ en ég vil hér í framhaldinu kalla þessar svokölluðu „kvennastéttir“ fagstéttir sem er mun réttmætara að mínu mati og þannig meira jafnræði komið í umræðuna. Lág laun þessara fag- stétta hafa verið viðvar- andi vandamál í íslensku samfélagi og því miður hefur ekki tekist að leysa það. En af hverju hefur lausnin ekki verið fundin? Ég vil leggja þá spurningu aftur fyrir velferð- aráðherra til að svara. Mín skoðun á þeirri spurningu er að þessar fagstéttir, líkt og við þroska- þjálfar, hafa verið alltof innhverfar við störf sín og lagt mikið á sig að byggja upp gott samfélag en gleymt því hrein- lega að það kostar eitthvað. Okkar þjónusta á að kosta og við eigum að vera dýr kostur sem velferðarsam- félagið okkar Ísland á að geta keypt – og borgað fyrir þau störf sem þroska- þjálfar starfa við. Fjölmennustu stéttir samfélagsins okkar eru þær stéttir sem sjá á ein- hvern hátt um einstaklinginn og hafa því miður ekki notið jafnræðis í launa- kjörum. Það er löngu orðið tímabært að svo verði og mun ég af öllum krafti beita mér fyrir því, líkt og Þroska- þjálfafélag Íslands, að standa vörð um laun og réttindi okkar félaga. Við vilj- um viðurkenningu á störfum okkar, við viljum virðingu fyrir ein- staklingnum. Kjaramál þroskaþjálfa Eftir Friðþór Ingason » Laun þessara fag- stétta hafa verið við- varandi vandamál í ís- lensku samfélagi og því miður hefur ekki tekist að leysa það. Friðþór Ingason Höfundur er þroskaþjálfi og stjórn- armaður í ÞÍ. Í nýju sjávarútvegs- frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar sendir hann að mínum dómi útvegsmönnum eft- irfarandi jólakveðju: Kæru útvegsmenn. Með frumvarpinu fáið þið nýtingarrétt fiski- miðanna til varðveizlu a.m.k. næstu 20 árin og líkast til lengur. Og hafið engar áhyggjur þó þetta gangi gjörsamlega í berhögg við auðlindaákvæði nýrrar stjórn- arskrár, í þinginu er heilt lögfræð- ingastóð í fullri vinnu við að breyta meiningu auðlindaákvæðisins til sam- ræmis við þennan gjafagjörning. Þannig geta útgerðir og fiskvinnslur, ekki bara í mínu háæruverðuga kjör- dæmi heldur út um allt land, andað léttar; allir halda öllu sínu, veiðirétt- inum, söluréttinum, veðréttinum og leiguréttinum. Og verðstýringin á öllu heila klabbinu verð- ur áfram í ykkar hönd- um. Þið getið þannig haldið áfram að díla við bankana, stundað fjár- festingar eða bara verið uppi í sófa, á Kanarí eða hvar sem er og innheimt ykkar eigið auðlinda- gjald með því að láta aðra veiða fyrir ykkur. Þið vitið að ég er ykkar maður, minni í því sam- bandi á skötuselskvót- ann sem hefði getað endurnýjað tækjakost Landspítalans en ykkar vegna hef ég setið á honum og geri enn. Og hafið ekki áhyggjur af auðlinda- gjaldinu sem ég lagði á ykkur í vor, því verður kippt í burtu eftir kosn- ingar. Nýjar fisktegundir eru líka ykkar, makríllinn og túnfiskurinn þegar hann kemur, meira að segja ol- ían. Hafa einhverjir aðrir efni á henni? Haha. Andið því rólega, út- vegsmenn, og þó 85% hafi viljað eign- arhald ykkar burt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni í október, þá var hún bara ráðgefandi og upplögð til hundsunar. Læði svo að ykkur í lokin að með þesssari jólagjöf eruð þið bún- ir að gera samning við ríkið og eigið því rétt á skaðabótum ef einhver fer að múðra. Ég er því búinn að gull- tryggja ykkur í bak og fyrir. Kæru útvegsmenn. Minnist mín sem ráðherrans sem umsneri inn- köllun aflaheimilda á 20 árum í gjafa- úthlutun til 20 ára. Eða eins og þið segið baksviðs: Djöfulsins snillingur! Jólakveðja Steingríms Eftir Lýð Árnason » Í þinginu er heilt lög- fræðingastóð í fullri vinnu við að breyta meiningu auðlinda- ákvæðisins til samræm- is við þennan gjafa- gjörning. Lýður Árnason Höfundur er frambjóðandi Dögunar. Munið að slökkva á kertunum Eldspýtur og kveikjarar eru ekki barna meðfæri. Staðsetjið kveikjara og eldspýtur ávallt þar sem börn ná ekki til. Til eru kveikjarar með barnalæsingum sem eiga að koma í veg fyrir að börn geti kveikt á þeim. Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.