Morgunblaðið - 18.12.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 18.12.2012, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 ✝ Snæbjörn Ás-geirsson fram- kvæmdastjóri fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 27. apríl 1931. Hann andaðist á heimili sínu 9. des- ember 2012. Foreldrar hans voru Jensína Hildur Eiríksdóttir hús- móðir, f. 18.3. 1887, d. 11.2. 1947, og Ásgeir Guðna- son, kaupmaður og útgerð- armaður á Flateyri, f. 15.8. 1884, d. 23.11. 1973. Systkini Snæ- björns voru: Guðni, Hörður, Gunnar, Sigríður Jóhanna, Ei- ríkur, Ebenezer Þórarinn og Erla Margrét. Snæbjörn kvæntist 21.12. 1952 Guðrúnu Jónsdóttur, f. 21.10. 1932, d. 1.3. 2011. For- eldrar hennar voru Jón Guð- mundsson endurskoðandi, f. 14.3. 1899, d. 27.7. 1964, og Bryndís Ó. Guðmundsdóttir, f. 20.6. 1900, d. 23.9. 1966, frá Nýjabæ. Snæbjörn og Guðrún eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Bryndís Hildur, f. 7.8. 1955, pró- fessor. Eiginmaður hennar er Mark Wilson, f. 26.9. 1954. Börn Bryndísar og Steingríms Björns- sonar eru a) Snæbjörn, f. 28.11. 1972, sambýliskona Soffía Sig- urjónsdóttir. Börn Snæbjörns eru Steingrímur Goði, f. 27.2. 1995, og Hildur Björk, f. 23.5. 2011, stjúpdætur Snæbjörns eru störf hjá Eimskipafélagi Íslands og starfaði meðal annars á veg- um félagsins í Kaupmannahöfn. Að því loknu hóf hann störf hjá bræðrum sínum í Hansa hf. Þar starfaði hann þangað til hann tók að sér forstöðu iðn- fyrirtækisins Spóns hf. sem var frumkvöðull í harðplastfram- leiðslu á Íslandi. Fyrirtækið sameinaðist síðar Hurðum hf. sem Snæbjörn rak til starfsloka eða fram til ársins 1997. Snæ- björn var ennfremur stunda- kennari við Verslunarskóla Ís- lands. Hann var í hreppsnefnd og í bæjarstjórn Seltjarnarness í fjölda ára og sat meðal annars um stutta stund sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Snæbjörn tók virkan þátt í líkn- ar- og félagsstörfum. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs- ins Freys og tók ríkan þátt í starfi þeirra. Hann var enn- fremur einn af frumkvöðlum að stofnun björgunarsveitarinnar Alberts og formaður slysavarnardeildarinnar Bjarna Pálssonar sem starfaði á Sel- tjarnarnesi. Hann var málsvari sveitarinnar á vettvangi Slysa- varnafélags Íslands. Hann sat í stjórn SVFÍ og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann var sæmdur gullmerki björgunarsveitarinnar Ársæls í mars síðastliðnum m.a. fyrir störf hans á þeim vettvangi. Snæbjörn var í stjórn Félags ís- lenskra iðnrekanda. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var einn af stofnendum Sjálfsæðisfélags Seltjarnarness. Snæbjörn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 18. desember 2012, klukkan 15. Sara Sif Lilj- arsdóttir, f. 3.2. 1996, og Bryndís Lóa Liljarsdóttir, f. 11.6. 2003. b) Þur- íður Hrund, f. 15.3. 1979, maður henn- ar er Richard Moor. Börn Þuríðar Hrundar eru: Magnús Jón, f. 26.5. 2008, og Óskar Björn, f. 9.10. 2009. c) Katrín, f. 28.3. 1980, sambýlis- maður Alan Finlay. Börn Katr- ínar eru: Steinarr Georg, f. 9.10. 2008, og Bryndís Freyja Cather- ine, f. 12.6. 2012. 2) Jón, versl- unarmaður, f. 13.11. 1957, kvæntur Soffíu Guðmunds- dóttur, f. 29.12. 1961. Börn þeirra eru: a) Guðrún, f. 25.12. 1981, sambýlismaður Jón Gunn- steinn Hjálmarsson, b) Elín, f. 17.11. 1985, sambýlismaður Númi Snær Katrínarson. c) Jak- obína, f. 17.11 1985, sambýlis- maður Grétar Ali Khan. d) Bryn- dís, f. 8.6. 1996. 3) Ásgeir, f. 2.10. 1962, framkvæmdastjóri, kvænt- ur Guðnýju Hreinsdóttur, f. 21.7. 1963. Börn þeirra eru: a) Snæ- björn, f. 23.11. 1991. b) Markús Almar, f. 9.2. 2000. Stjúpdóttir Ásgeirs er Kristín Ruth Jóns- dóttir, f. 3.1. 1986, sambýlis- maður hennar er Karim Atli Djermoun. Snæbjörn útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1950. Að námi loknu hóf hann Kveðja til föður, tengdaföður og afa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Ásgeir, Guðný, Kristín Ruth, Snæbjörn og Markús Almar. Elsku afi minn. Ég trúi ekki enn að þú sért far- inn frá okkur. Ég trúi ekki að ég fái ekki fleiri símtöl frá þér og að ég geti ekki aftur kíkt í heimsókn til þín í Nýlendu. Ég trúi ekki að ég geti ekki kysst þig og knúsað aftur elsku afi. Það er svo margs að minnast. Öll sumrin hjá ykkur ömmu í Ný- lendu. Kofinn, rólurnar, tjörnin, traktorinn, rabarbari með sykri, marmarakaka, áramótapartý, pulsupartý og svona mætti lengi telja. Þið amma nefnduð svo oft við okkur systurnar hvað þið væruð heppin að eiga barnabörn sem heimsóttu ykkur svona oft. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað okkur fannst við heppnar að eiga ykkur að. Þið voruð svo mik- il gull bæði tvö. Okkur leið alltaf eins og við værum númer eitt hjá ykkur. Amma talaði stundum um lottóvinningana sem hún hafði fengið en þeir voru líf og heilsa barnanna ykkar. Uppáhalds- blómin hennar voru barnabörnin. Þetta er svo lýsandi fyrir ykkur. Fjölskyldan var ykkar auður og skipti ykkur öllu máli. Við vorum alltaf velkomnar í heimsókn. Þið höfðuð útidyrahurðina ólæsta svo við gátum gengið sjálfar inn og ef við vildum gista þá var ekkert velkomnara. Þið gáfuð ykkur tíma til að setjast með okkur og ræða um daginn og veginn. Ef eitthvað bjátaði á var það leyst. Það var alltaf hægt að treysta á ykkur og það var okkur svo ótrú- lega mikils virði. Það tók mikið á þig þegar amma dó, elsku afi minn, enda var hún þinn klettur í mörg ár. Þú varst samt duglegur að finna þér eitthvað að gera til að dreifa huganum. Við kölluðum þig stundum „Facebook-afa“ því þú varst orðinn öflugur á Facebook og naust þess að geta fylgst með fjölskyldu og vinum. Þú varst líka í „fullri vinnu“, eins og þú sagðir svo oft sjálfur, við að skanna og setja inn alls konar myndir, gamlar og nýjar, og hafðir mikla unun af því að gleðja vini þína með tölvupósti og á Facebook með þessum myndum þar sem alls kyns sögur og fróðleiksmolar fylgdu gjarnan með. Það var alltaf svo gott að koma í Nýlendu. Þó að það hafi breyst eftir að amma lést þá var and- rúmsloftið alltaf svo þægilegt. Við spjölluðum oft lengi saman. Yfirleitt sagðir þú mér gamlar prakkarasögur af þér á þínum yngri árum en stundum sátum við bara saman og héldumst í hendur, sögðum ekki neitt og lét- um hugann reika. Ég er svo þakklát fyrir síðasta skiptið okkar saman, kvöldið áð- ur en þú lést. Við hlustuðum á tónlist úr nýju græjunum þínum og borðuðum smákökur. Svo sýndir þú mér myndir af nýju skreytingunni og luktinni hjá leg- steininum hennar ömmu sem þú varst svo ánægður með. Þegar ég var að fara þá kyssti ég þig á kinnina og knúsaði þig bless. Þú varst brosandi og þér virtist líða vel. Ég klæddi mig í útifötin og kyssti þig og knúsaði í annað sinn, í hinsta sinn. Elsku afi minn. Kærar þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Ég mun sakna þín svo sárt en þið amma munuð ávallt eiga stóran stað í hjarta mér. Núna eruð þið saman á ný og ég veit að þannig líður ykkur báðum best. Með von og trú um að við mun- um hittast síðar kveð ég þig eins og þú kvaddir mig svo oft: „Hejdå“. Jakobína Jónsdóttir. Minningar okkar systranna um okkar ástkæra afa eru ótal- margar og góðar. Þegar við horf- um til baka eru þó nokkrar minn- ingar sem standa upp úr. Við minnumst sérstaklega yndislegu sumranna í garðinum hjá ömmu og afa, áramótaboðanna með allri stórfjölskyldunni og pylsu- partíanna í bílskúrnum í Ný- lendu. Við minnumst einnig harmonikkuleiks afa sem við dönsuðum og sungum við þegar við vorum yngri og þeirrar kímni og glettni sem einkenndi afa og allar þær fjölmörgu sögur sem hann sagði okkur. Þá minnumst við allra heimsóknanna til ömmu og afa í gegnum árin og erum ein- staklega þakklátar fyrir hversu vel var alltaf tekið á móti okkur þegar við komum í heimsókn til Nýlendu, en dyrnar stóðu ætíð opnar hvenær sem var sólar- hringsins. Það var því ómetanleg hlýja, væntumþykja og traust sem við fengum að njóta og að því munum við búa alla tíð. Það eru aðeins tæp tvö ár síð- an amma féll frá eftir erfið veik- indi og tók það mjög á afa. Þrátt fyrir að við ættum góðar stundir saman þennan tíma leyndi sér ekki að söknuður afa var mikill. Það verður undarlegt að hafa ekki afa með okkur yfir hátíðarn- ar og við eigum eftir að hugsa sérstaklega til afa og ömmu á stundum sem þessum þegar tóm- leiki og eftirsjá bærist með okk- ur. Við eigum eftir að sakna þess að kíkja í heimsókn til afa í Ný- lendu, knúsa hann, hlusta á frá- sagnir hans og spjalla við hann um heima og geima. Við eigum eftir að sakna þess að fá sniðugan tölvupóst frá afa og við eigum eft- ir að sakna þess að sjá færslur frá honum á facebook. Færslur sem voru gjarnan í formi mynda, bæði nýrra og gamalla, sem hann dundaði sér við að skanna inn og koma á framfæri svo fleiri gætu notið þeirra. Við eigum eftir að sakna afa mikið. En þótt sökn- uðurinn sé mikill er það ákveðin huggun í harmi að vita að afi og amma eru nú sameinuð á nýjan leik. Afi og amma sem okkur þótti svo undurvænt um og við erum svo óendanlega þakklátar fyrir að hafa átt. Þeim munum við aldrei gleyma. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Guðrún, Elín og Bryndís Jónsdætur. Það getur verið erfitt að hugsa sér að við hefðum getað náð góð- um tengslum vegna þess að við höfðum búið erlendis í næstum 30 ár en svo var ekki. Við getum sagt frá hjartanu að við tvær af tíu barnabörnum, vorum öll elsk- uð jafnt, þrátt fyrir að hafa búið sitt í hvoru landinu. Það eru svo margar góðar minningar um afa. Hann var ótrúlega hugulsamur og örlátur maður. Örlæti hans var mikil- vægur þáttur í lífi hans og hann studdi rausnarlega Lions klúbb- inn, björgunarsveitir og Rauða krossinn. Húsið Nýlenda sem afi minn byggði árið 1952 var höll í huga barna að kanna, staðir til að spila og margt áhugavert gert saman í gegnum árin. Endalausum tíma var eytt í bílskúrnum hans sem var eins og ein veröld af felustöðum. Þetta var líka staður til að hittast, ræða málin, hugleiða, vinna, hreinsa skeljar og halda pylsupartý. Hann var mjög gjafmildur maður og gaf ríkulega til allra sem hann þekkti. Á unglingsárum okkar þegar við vorum í heimsókn á Íslandi og fórum út að kvöldi til, hringdi hann oft til okkar til að tryggja að allt væri í lagi og að við vissum hvað tímanum leið. Sérgrein afa var að halda utan um fjölskylduna sína og fylgjast með ferðum þeirra þannig að ef einhver þurfti að vita hvar ein- hver var, þá þurfti bara að spyrja hann. Ólíkt mörgum á hans aldri, hafði afi tekið heimi tækninnar og hámarkað notkun á tölvunni sinni til að deila minningum sín- um á facebook og halda sambandi á Skype. Einkum elskaði hann að deila upplýsingum strax um fjöl- skylduna og fjarlæga atburði stórfjölskyldunnar, fréttir og örfáa skemmtilega brandara. Hann var alltaf með hugann við fjölskylduna og að senda okk- ur ýmislegt sem honum datt í hug að við hefðum gaman af. Afi okkar var mikill grínari og stundum frábær uppspretta skemmtunar, sérstaklega þegar hann ferðaðist erlendis. Enginn annar gæti verið þekktur fyrir að hafa farið í tveggja vikna frí með aðeins 3 pör af nærbuxum en fulla tösku af harðfiski. Samband afa og ömmu var í okkar huga ein af stærstu ást- arsögunum eins og Rómeó og Júlía eða Tristan og Isolde. Þau hittust í Verzló og voru örlög þeirra ráðin fyrir lífstíð. Amma féll frá árið 2011 og varpaði miklum skugga yfir líf afa okkar og lífið var honum oft erfitt. Afi og amma hefðu átt 60 ára brúðkaupsafmæli hinn 21. desember nk. Okkur er það mikil huggun að vita að hann er kom- inn aftur í fangið á ömmu og að þau haldi upp á daginn saman. Við sitjum hér fjölskyldan heima þakklát fyrir allar elskandi og góðu minningarnar og finnum fyrir öllum góðu tilfinningunum sem koma í hugann. Við munum sakna hans mjög en arfleifð hans mun lifa áfram með þremur börnum þeirra, tíu barnabörnum og átta barna- barnabörnum. Þuríður Hrund og Katrín Steingrímsdætur. Snæbjörn Ásgeirsson Okkur langar að skrifa nokkur orð um ömmu Vaddý sem var okkur alltaf góð. Frá því í æsku hefur amma verið stór hluti af lífi okkar. Þeg- ar við bræðurnir vorum smápoll- ar fór pabbi með okkur á Birki- melinn um helgar í heimsókn til ömmu. Þar var margt á boðstól- um sem ekki var í boði heima, s.s. Cocoa Puffs og Cheerios ásamt nýbakaðri köku. Síðan fórum við inn í herbergi þar sem tveir dóta- kassar biðu okkar, út í garð að leika eða út í Hagaskóla að sparka bolta. Amma tók mikinn þátt í und- irbúningi jólanna með okkur barnabörnunum. Síðustu helgina í nóvember hittumst við á Birki- melnum og hengdum pakka á jóladagatölin sem hún hafði saumað. Stofuborðið var undir- lagt af sælgæti sem við notuðum til að skreyta dagatölin með, auk þess sem við krakkarnir notuð- um tækifærðið til að stinga upp í okkur einum og einum mola. Eft- ir það gæddum við okkur svo á hangikjöti með uppstúf. Á jóla- dag var svo öll föðurfjölskyldan samankomin á Birkimel til að eiga góðar stundir þar sem jóla- bingóið var hápunktur kvöldsins. Valgerður Stefánsdóttir ✝ ValgerðurStefánsdóttir fæddist á Ísafirði 8. september 1923. Hún lést á líkn- ardeild LSH í Kópavogi 3. desem- ber 2012. Útför Valgerðar fór fram frá Nes- kirkju 12. desem- ber 2012. Amma var mikil spilamanneskja og alltaf til í spil þegar tími gafst. Okkur er það minnisstætt að í einu skiptin sem hún æsti sig eitt- hvað var þegar metnaður okkar við spilaborðið var und- ir meðallagi. Amma var mikill heimsborgari og ferðaðist mikið með fjölskyld- unni og barnabörnum. Við eigum góðar minningar frá Rovigo-hér- aði á Ítalíu og Torrevieja á Spáni. Einnig eru bústaðarferðir í Mun- aðarnesið ofarlega í huga þegar við minnumst ömmu okkar. Á seinni árum höfum við hitt ömmu reglulega í mat í Klaust- urhvammi hjá pabba og Vil- borgu. Það var alltaf gaman að hitta hana og var hún alltaf áhugasöm um hvernig okkur vegnaði. Fyrr á þessu ári buðum við systkinin henni í leikhús. Sjónin var farin að dvína og vorum við þess vegna með áhyggjur af því hvort hún sæi nægilega vel. Þeg- ar við spurðum hana gerði hún lítið úr því og sagði: „Ekki láta svona. Ég er orðin 88 ára og á meðan hausinn á mér er í lagi skiptir sjónin engu máli.“ Þetta lýsir henni ömmu okkar mjög vel. Hún leit allt bjartsýnisaug- um og var ekkert að velta sér upp úr vandamálunum. Við bræðurnir kveðjum ömmu okkar og varðveitum allar góðar minningar um hana. Ari Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson og Einar Gunnarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÞORVALDSSON vélstjóri, Hrísateig 32, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Land- spítalanum laugardaginn 15. desember. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 28. desember kl. 13.00. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Ægir Kári Bjarnason, Herdís Eyjólfsdóttir, Þorvaldur Bjarnason, Guðrún Karlsdóttir, Örlygur Holt Bjarnason, Sigurbjörg Alfonsdóttir, Vignir Þór Bjarnason, Eva S. Kristmundsdóttir, Lóa Bjarnadóttir, Sascha Trajkovic, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GARÐAR HALLDÓRSSON, Furugerði 7, lést á Landspítalanum sunnudaginn 16. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 21. desember kl. 13.00. Inga Jónsdóttir, Jón Kristinn Garðarsson, Berglind Sigurþórsdóttir, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR JÓNA ÁRNADÓTTIR, Mávahlíð 13, Reykjavík, andaðist á dvalarheimilinu Grund föstudaginn 14. desember. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 21. desember kl. 13.00. Steinunn Ingólfsdóttir, Gylfi Geirsson, Árni Kr. Einarsson, Ómar Ellertsson, Gunnar M. Einarsson, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.