Morgunblaðið - 18.12.2012, Side 30

Morgunblaðið - 18.12.2012, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Er einnig með fleir sumarbústaði við Akureyri og allir með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Auðvelt, þægilegt, flott, Ódýrt!!!...eftir þínu höfði. www.prentlausnir.is BÚÐU TIL ÞITT MYNDA- ALBÚM BÚÐU TIL ÞÍN JÓLAKORT Gleðileg jól! Auðvelt, þægilegt, flott, Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði. www.prentlausnir.is Auðvelt, þægilegt, flott, Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði. www.prentlausnir.is BÚÐU TIL ÞITT DAGATAL JÚLÍ 20 08 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Andlát Jóhönnu frænku minn- ar kom mér svo sem ekki mikið á óvart, en það er alltaf jafn sárt að kveðja kæran ástvin. Hún var búin að berjast við illvígan sjúk- dóm í hartnær tíu ár, sem svo dró hana til dauða þann 4. des- ember sl. Hún hafði háð marga orustu við þennan illvíga sjúk- dóm og gaf ekkert eftir í því að fara í erfiðar meðferðir um langa leið til hinstu stundar. Jóhanna var fædd á Ósi í Borgarfirði eystra, dóttir Önnu systur, sem þar var í heimili ásamt stórum systkinahópi, alls 12 þegar flest var í heimili. Við tókum Jóhönnu sem einni syst- urinni í viðbót og þegar tímar liðu leit ég gjarnan á hana sem fóstursystur mína, enda dvaldi hún meira og minna með okkur fram til ársins 1967, en þá hafði hún lokið námi sínu, eða þar til að hún hitti hann Ásgeir sinn, sem hún svo giftist árið 1970. Jóhanna byrjaði ung að vinna og varð fljótlega aðaldrifkraftur- inn í því að efla atvinnulífið í Borgarfirði og var einkar dugleg við að skapa sér ný verkefni, þegar þau gömlu og hefðbundnu gáfu eftir. Hún var mjög drífandi í að byrja á nýjungum sem snertu ferðaþjónustuna, bæði í veitingarekstri, gistingu og ann- arri þjónustu við ferðamenn. Þá studdi hún bónda sinn við bú- reksturinn, en þau voru lengi stærstu fjárbændur í sveitinni. Jóhanna var ákaflega fé- lagslynd og tók þátt í flestum þeim uppákomum sem stofnað var til, bæði hvað varðaði leiklist og ekki síður í söngatriðum, enda var hún létt og skemmtileg söng- kona bæði í minni og stærri hóp- um og naut sín ákaflega vel með gítarinn á góðra vina fundum, minnug á ljóð og lög sem allir gátu sungið með. Þrátt fyrir miklar annir við ut- anaðkomandi verkefni þá gat hún verið stolt af sínu stóra og glæsilega heimili. Þau hjónin veittu börnum sínum fjórum öruggt og traust heimili í upp- vexti og stóðu við bakið á þeim til mennta svo sem þau höfðu hug til Ég flyt Ásgeiri og allri hans fjölskyldu hugheilar samúðar- kveðjur fá systkinunum frá Ósi og þeirra fjölskyldum og við biðj- um þeim allrar blessunar um ókomna framtíð. Á bak við búning þessara fá- tæklegu kveðjuorða minna til einstaks vinar eru duldar hugs- Bergrún Jóhanna Borgfjörð ✝ Bergrún Jó-hanna Borg- fjörð fæddist á Ósi á Borgarfirði eystra 27. júní 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. desember 2012. Útför Bergrúnar Jóhönnu fór fram frá Bakkagerð- iskirkju 11. desem- ber 2012. anir og tilfinningar sem ekki er auðvelt að setja á blað, en hæst gnæfir minn- ingin um góða og vammlausa mann- eskju sem gekk sinn lífsins æviveg hljóð en með reisn og kjarki. Ég bið góðan guð að leiða og blessa Jóhönnu mína á sinni hinstu för og veit að hann lýsir henni leiðina til endurfunda við þá sem voru henni kærir. Hvíli hún í friði. Jón Þór Jóhannsson. Elsku Jóa. Það er ekki tilvilj- un sem ræður því að uppáhalds- dúkkan mín og sú eina sem skipt- ir mig máli ber gælunafnið þitt. Svo stóran sess áttir þú í hjarta tveggja ára hnátu sem þáði þessa gjöf. Þá vissum við ekki hvað bæði þú og nafna þín áttuð oft eftir að vera til staðar fyrir mig, ég í faðmi þínum og hún í mínum. Það er erfitt úr að velja þær stundir sem maður vill minnast þegar svo margar koma upp í hugann. Þú varst svo hlý og góð við mig, ekki síst þegar ég hjúfr- aði mig upp að þér fyrir framan sjónvarpið eftir kvöldmatinn. Hjá ykkur var ég alltaf velkomin en helgarferðir mínar í sveitina áttu það til að lengjast, jafnvel um nokkrar vikur ef svo lá við. Allir í Brekkubæ tóku vel á móti mér og þar hefur mér alltaf fund- ist ég eiga annað heimili. Kleinubakstur, flatkökur, hun- angs-cheerios í morgunmat og soðinn fiskur í hádeginu er það sem stendur upp úr hvað varðar minningar úr eldhúsinu að ógleymdum jólaboðunum í Brekkubæ þar sem uppáhalds- jólagjöfin var tekin með til að sýna hinum krökkunum. Uppá- haldsgjöfin eitt árið var frá þér og Aldísi, brúnn fallegur bangsi, sá allra besti. Hann fékk nafn sem hæfði stað hans við hlið Jóu á rúminu mínu, en þar bíða þau Ásgeir mín í hvert sinn sem ég kem heim í Fellabæinn. Þolinmæði þín gagnvart mér líður seint úr minni. Ég togaði hverja vinkonuna á fætur ann- arri með mér í helgarferðirnar mínar á Borgarfjörð og ekkert var sjálfsagðara. Þrátt fyrir allan þann tíma sem ég hef dvalið hjá ykkur minnist ég aldrei ósættis við þig, að frátöldu atviki þar sem mér fannst ég beitt óréttlæti að fá ekki sjálf að ráða því hvort ég léki mér inni eða úti. Því fékk ég heldur ekki að gleyma, þú minnt- ir mig reglulega á það hlæjandi árin á eftir og þannig ert þú í minningu minni. Þú hafðir ein- stakt lag á að minnka vanda- málin og fá mann til að stein- gleyma þeim með því að beina sjónum manns að öðru. Ég næ ekki að lýsa öllum þeim tilfinningum sem búa innra með mér í orðum en söknuðurinn er mikill. Þér á ég mikið að þakka, lífið verður ekki samt án þín og hin ljúfa minning um þig mun lifa með mér til æviloka. Hvíl í friði elsku Jóa. Sigurlaug Jónsdóttir. Þegar ég vaknaði á þriðju- dagsmorguninn biðu mín skila- boð þess efnis að hún Jóhanna vinkona mín hefði dáið snemma þennan sama morgun. Yfir- þyrmandi sorg greip mig og það helltist yfir mig hvað lífið væri óréttlátt. Ég fann samt fyrir þakklæti að hún hafi ekki þurft að kveljast lengur. Ég var þakk- lát fyrir að hafa fengið að heim- sækja hana á spítalann vikuna áður en hún kvaddi okkur og gat tekið yngsta barnið mitt með til að sýna henni. Mér öðlaðist sá heiður að kynnast Jóu þegar ég var ung- lingur og strax fann ég fyrir mik- illi ást og umhyggju frá henni, og það skipti hana miklu máli að ég væri aldrei svöng og í mörg ár sendi hún mér smákökur fyrir jólin, það voru alltaf nokkrar teg- undir og hver annarri betri. Jóa var einstök kona, alveg rosalega dugleg og klár, kven- skörungur sem gekk í öll verk og mér finnst eins og það hafi næst- um því allt verið auðvelt fyrir hana. Það var svo gott að tala við hana, því það var einhvern veg- inn allt svo raunhæft og rétt sem hún sagði og hún hjálpaði mér oft að sjá jákvæðu hliðarnar á ýms- um málum sem voru mis- skemmtileg. Mér þótti alltaf svo vænt um þegar hún kom að heimsækja mig þegar hún kom í bæinn og alltaf spurði hún um börnin mín sem hún hafði ekki oft hitt, hún hafði bara svo stórt hjarta. Og þegar hún vissi að við hefðum skírt yngsta strákinn okkar Rúnar Berg sá hún strax að við hefðum skírt í höfuðið á henni, Bergrún, við hefðum bara aðeins snúið þessu við. Allar þessar yndislegu minningar sem ég á um hana mun ég alltaf geyma í hjarta mínu og ég ætla að enda þetta á sálmi sem ég veit að okkur þótti báðum fallegur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku Ásgeir, Anna, Ási, Viddi, Heiðar, Magni, Aldís og fjölskyldur, megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og hjálpa ykkur í gegnum þennan erfiða tíma. Laufey G. Vattar Baldursdóttir. Fögur er foldin, heiður er Guðs himinn, indæl pílagríms ævigöng. Fram, fram um víða veröld og gistum í Paradís með sigursöng. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. Mér hefur verið sagt að sumt fólk sé í raun og veru hjálp- arenglar. Áður en þessir sérstöku hjálp- arenglar fæðast á jörð hafa þeir svipast um í mannanna ríki eftir verkefnum þar sem þeir gætu orðið að liði. Ég gæti vel trúað að Bjarni hafi verið einn af þessum hjálp- arenglum, því hann hjálpaði svo mikið. Ingibjörg systir hans sagði mér að hann hefði t.d. reynt að hjálpa dýrum þar sem aðrir sáu ekki neyð dýranna. En Bjarni Erik Einarsson ✝ Bjarni ErikEinarsson fæddist 5. apríl 1911. Hann lést að Klausturhólum, dvalarheimili aldr- aðra á Kirkjubæj- arklaustri, 25. nóv- ember 2012. Útför Bjarna fór fram í kyrrþey. hann talaði ekkert um það. Bjarni, Edel og Irene hjálp- uðu pabba sínum sennilega mest í sambandi við versl- unina. Allir hjálpuð- ust að. Það var fjöl- skylduheildin sem þurfti að komast heil á húfi í gegnum erfið ár. Og það tókst. Mamma sagði okkur frá því að hann hefði komist með síðustu lest sem mögulegt var að fara með frá Þýskalandi til Danmerk- ur þegar stríðinu lauk. Hann hafði unnið í Tékklandi og var í troðfullri lest sem fór norður eft- ir endilöngu Þýskalandi. Svo fór hann til Íslands og hjálpaði okk- ur á Sámsstöðum. Það var á árunum 1946-48 og ég var þá milli 10 og 12 ára. Sara systir pabba hjálpaði okkur einn- ig, er hægt að hugsa sér meira lán? Ég geri ráð fyrir að Sara hafi líka verið hjálparengill. Pabbi sagði um Bjarna að hann hefði aldrei verið með dug- legri mann í vinnu. Ég var oft í fjósverkunum með Bjarna og í stuttu máli sagt, hann vann öll verk vel, var traustur og áreiðanlegur og hefði bjargað öllu við þó að hann hefði þurft að vinna tvöfalt verk um tíma. Svo dó Brynjúlfur mágur hans og Ingrid stóð ein uppi með fjög- ur börn. Bjarni fór og hjálpaði henni að reka verslunina í Vest- mannaeyjum. Ef mikið lá við um sláttinn hjá okkur kom hann frá Vestmanna- eyjum í nokkra daga og hjálpaði okkur að bjarga heyi undan rign- ingu. Stundum kom hann líka um páska, gisti á Sámsstöðum og gekk á fjöll. Einu sinni gekk ég með Bjarna á Tindfjöll. Ég held að honum hafi þótt gaman að hafa mig með, sennilega vegna þess að ég var nokkuð frá á fæti eins og hann. „Fögur er foldin, heiður er Guðs himinn.“ Þetta var tilfinningin sem tendraðist uppi á tindinum. Síðar á ævinni ræktaði Bjarni grænmeti og færði okkur í fjöl- skyldunni. Nú eru að koma jól. Síðasta versið í Fögur er foldin hljómar svo: Fjárhirðum fluttu fyrst þann söng Guðsenglar, unaðssöng, er aldrei þver: Friður á foldu, fagna þú maður, frelsari heimsins fæddur er. (B.B. Ingemann/M. Joch.) Gæti verið að nú standi til að halda fagnaðarhátíð í ríki himna og að þar séu margir saman- komnir t.d. Guðmann og Val- borg, Lea, Sigurður og Hildur, Edel, Irene, Brynjúlfur, Sara og Adda. Það er vel hægt að ímynda sér það. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Unnur Sigurðardóttir. Þegar við fréttum í sumar af andláti kennara okkar og síðar kollega, Kjartans R. Gísla- sonar, flaug hugurinn hálfan fjórða áratug aftur í tímann. Haustið 1977 hófum við nám í þýsku við Háskóla Íslands. Þýskan var þá að mestu kennd í húsakynnum þýska bóka- safnsins í Mávahlíð 23 – sem í reynd var íbúð á einni hæð. Kjartan hafði verið fastur kennari í þýsku um árabil, en helstu samstarfsmenn hans voru Björn heitinn Ellertsson stundakennari og DAAD-send- ilektorinn frá hinu þáverandi Vestur-Þýskalandi. Við upphaf náms var nýr sendilektor rétt ókominn til landsins, en það reyndist vera ung og öflug fræðikona, Coletta Bürling. Kjartan R. Gíslason ✝ Kjartan RúnarGíslason fædd- ist í Reykjavík 19. febrúar 1935. Hann lést á hjúkrunar- deild Ljósheima á Selfossi 6. júlí 2012. Útför Kjartans fór fram frá Laug- ardælakirkju 12. júlí 2012. Í þessari íbúð fengum við og samstúdentar okk- ar – í þeim árgangi voru Gunnar Þór Bjarnason, Hildi- gunnur Ólafsdóttir, Lilja Hilmarsdótt- ir, Kristín Baldurs- dóttir, Halldóra Jónsdóttir og Ing- rid Árnason – að kynnast fámennu en einstaklega virku háskóla- samfélagi og það við mjög heimilislegar aðstæður. Kennt var í stofum, lesið í herbergj- um, rökrætt yfir kaffibolla í eldhúsinu, spjallað í holinu. Fljótt mynduðust vinabönd inn- an hópsins, jafnhliða því sem Kjartan og Coletta felldu hugi saman. Litli stúdentahópurinn gladdist mjög yfir sambandi þeirra og minnisstætt er þegar við aðstoðuðum við flutning þeirra upp í Byrgi við Rjúpna- hæð þar sem þau stofnuðu til heimilis og kennarar og nem- endur í þýsku áttu eftir að eiga margar góðar og gefandi sam- verustundir. Það voru forréttindi að kynn- ast fræðunum við þessar að- stæður, þar sem í senn var lært af kappi og ánægju; mörk náms og félagslífs urðu óljós, þó að kennarar gættu þess að hvergi væri slegið af akademískum kröfum. Þau Kjartan, Coletta og Björn sýndu okkur nemend- um jafnframt sannan áhuga og hvatningu. Við höfðum á tilfinn- ingunni að breyttar lífsaðstæð- ur hefðu líka hleypt nýjum kennslumetnaði í Kjartan. Hann leiddi okkur í gegnum sagnaverk og ljóðasöfn af ríkri virðingu fyrir viðfangsefninu en hvatti jafnframt til virkni nem- enda í tímum. Þetta kom jafn- vel enn betur fram í fjölbreyti- legum textaþýðingum á þýsku þar sem honum tókst að gæða klassíska kennsluaðferð nýju lífi og fjöri. Kjartan hafði hægt um sig eftir að hann fór á eftirlaun og útför hans fór fram í kyrrþey. En við eigum honum skuld að gjalda sem ekki má liggja í þagnargildi. Á vegferðinni hef- ur nýst okkur vel það fræða- nesti sem við fengum hjá Kjartani Gíslasyni, sem og sú alúð, uppörvun og vinsemd sem hann sýndi okkur á mótunar- skeiði háskólanámsins. Við minnumst Kjartans með mikilli hlýju og sendum Colettu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.