Morgunblaðið - 18.12.2012, Side 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2012
In the Silence
bbmnn
Breiðskífa Gretu Salóme. Lög og
textar eftir Gretu. Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson stýrði upptökum.
Sena gefur út.
Greta Salóme fiðluleikari sýndi
það með þátttöku sinni í Evróvisjón
að hún er ágæt söngkona og svell-
köld á sviði. Þau Jónsi komust vel
frá sínu þótt
framlag Ís-
lendinga,
„Mundu eft-
ir mér“, hafi
ekki fallið
vel í kramið
hjá Evrópu-
búum. Það
lag er nú að
finna, á ís-
lensku og ensku, á fyrstu breiðskífu
Gretu sem hefur að geyma lög og
texta eftir hana. Í samtali við
Morgunblaðið snemma í desember
sagði Greta m.a. að mikið væri af
öllu á plötunni, m.a. strengjasveit,
stúlknakór, fjöldi söngvara og mik-
ið af slagverki. Það eru orð að
sönnu og stundum er fullmikið í
lagt, of mikið af öllu. Þetta er
dramatískt popp, e.k. bræðingur af
poppi og klassík og mörg laganna
myndu eflaust ganga vel í Evró-
visjón þar sem dramatíkinni er iðu-
lega tekið fagnandi. Lagasmíðarnar
eru upp og ofan hjá Gretu, sum lög-
in ágætlega grípandi og vel útsett
en önnur flöt og þunglamaleg.
Greta er með fallega söngrödd sem
heyrist einna best í einu besta lagi
plötunnar, „If You Wanna Go“, lík-
lega vegna þess að henni er ekki
drekkt í strengjum, slagverki og
bakröddum. Fín frumraun hjá
Gretu en fyrir næstu plötu mætti
hún íhuga það hvort minna sé ekki
stundum meira.
Moment
bbbnn
Breiðskífa Láru Rúnars. Lög eftir
Láru og textar eftir hana og Matt-
hew Sever.
Sena gefur út.
Þema fjórðu breiðskífu Láru
Rúnars er endurfæðing og úr-
vinnsla á tilfinningum áður en nýtt
líf byrjar,
eins og hún
orðaði það í
samtali við
Morgun-
blaðið í nóv-
ember sl.
Ekki lítið
þema þar á
ferð en maður verður þó ekki bein-
línis var við það þegar maður hlust-
ar á plötuna. En hvað um það. Plat-
an hefst á hinu ágæta lagi „Beast“
sem hefur verið leikið þónokkuð í
útvarpi og á eftir fylgja misjöfn
popplög, sum ágæt en önnur heldur
slök og maður freistast til að sleppa
þeim, hoppa yfir í næsta lag. Lögin
útsetti Lára í samvinnu við hljóm-
sveit sína og eru útsetningar marg-
ar hverjar skemmtilegar, dálítið
gamaldags (níundi áratugurinn?)
en aðrar öllu frumlegri. Það vantar
þó einhvern kraft í þessa plötu og
eitthvað sem bindur hana saman í
eina heild. Hún virkar brotakennd
á mann, einhverra hluta vegna. Og
ljósmyndin á umslaginu … hvað á
maður að lesa út úr henni? Lára
endurfædd?
Heimþrá
bbbmn
Breiðskífa Elízu Newman. Lög eftir
Elízu og textar eftir hana o.fl.
Geimsteinn gefur út.
Það er öllu léttara að skilja hvað
Elíza er að fara en hún Lára. Plat-
an heitir Heimþrá af því hún fylltist
heimþrá þegar hún bjó í útlöndum,
langaði heim til Íslands. Elíza
ákvað að semja tónlist til að komast
yfir heimþrána. Einfalt og gott.
Heimþrá er líka fyrsta sólóplata
Elízu á íslensku, enda varla annað
hægt ef maður ætlar að flytja ætt-
jörðinni óð. Þetta er hlýleg og fal-
leg plata en jafnframt hressandi.
Lagið
„Stjörnu-
ryk“ er fínn
danssmellur,
sungið um
sumarið, að
lífið sé stutt
og því beri
að njóta
þess. Það er ekkert verið að finna
upp hjólið í útsetningum; gítar, pí-
anó, trommur, smá harpa jafnvel
og ukulele þegar sóst er eftir auka-
skammti af krúttlegheitum. Þetta
er innileg og einlæg plata hjá Elízu
en eyrnaormana svonefndu vantar
hins vegar, þ.e. lögin sem festast í
bollanum á manni.
Dramatík, endur-
fæðing og innileiki
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Yfirlit yfir nýjar íslenskar plötur
Hljómþýð Greta er með fallega söngrödd sem heyrist einna best í einu besta lagi plötunnar, „If You Wanna Go“.
„Á dimmri nóttu“ nefnast jólatón-
leikar sem Anna Sigríður Helgadótt-
ir söngkona og Aðalheiður Þor-
steinsdóttir píanóleikari halda
áttunda árið í röð. Síðustu ár hafa
tónleikarnir verið í Fríkirkjunni, en í
ár verða þeir í Dómkirkjunni í
Reykjavík og fara fram í kvöld kl.
20.30. „Að vanda verður þetta allt á
rólegu nótunum. Við reynum að
skapa nokkurs konar torfkofastemn-
ingu, dempum lýsinguna og flytjum
íslenska sálma og jólalög,“ segir
Anna Sigríður og tekur fram að tón-
leikarnir séu hugsaðir sem tilvalin
leið til þess að hjálpa fólki að slaka
aðeins á í öllu jólastressinu. „Fólki
er þannig velkomið að taka með sér
púða og leggja sig eða slaka á,“ segir
Anna Sigríður og tekur fram að að-
gangur sé ókeypis.
Tvíeyki Aðalheiður Þorsteinsdóttir
og Anna Sigríður Helgadóttir.
Aðventustundin Á dimmri
nóttu í DómkirkjunniTILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
SO UNDERCOVER Sýndkl.6-8
GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D Sýndkl.6
KILLING THEM SOFTLY Sýndkl.10
SKYFALL Sýndkl.6-9
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Bráðskemmtileg
gamanmynd
í anda
MISS CONGENIALITY
12
7
16
L
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
,,Sú besta í allri seríunni”
T.V - Kvikmyndir.is
,,Fyrsta flokks 007”
J.A.Ó - MBL
,,Þrælspennandi og skemmtileg
frá upphafi til enda”
H.V.A - FBL
Þ.Þ - FBL
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
ÍSLENSKT TAL
NÁNAR Á MIÐI.IS
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
-S.G.S., MBL
-H.V.A., FBL
SO UNDERCOVER KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 7
GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D KL. 3.40 7
GOÐSAGNIRNAR FIMM 2D KL. 3.40 - 5.50 7
KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10.15 16
SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 10.20 16
HERE COMES THE BOOM KL. 5.40 - 8 7
NIKO 2 KL. 3.40 L
SKYFALL KL. 6 - 9 12
SKYFALL LÚXUS KL. 6 - 9 12
SO UNDERCOVER KL. 8 - 10 L
KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10 16
HERE COMES THE BOOM KL. 5.50 7
SKYFALL KL. 5.20 12
JACKPOT KL. 6 - 8 - 10 16
SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 8 - 10.40 16
CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 8 - 9 16
DJÚPIÐ KL. 5.50 10