Morgunblaðið - 07.01.2013, Side 1

Morgunblaðið - 07.01.2013, Side 1
M Á N U D A G U R 7. J A N Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  4. tölublað  101. árgangur  BORGARNES FRÁ NÝJU SJÓNARHORNI ÞRÍR MARK- MENN Í HÓPNUM EINBLÍNIR Á ÆVINTÝRI SEM ENDA VEL ARON VALDI 17 LEIKMENN ÍÞRÓTTIR SOSSA MÁLAR 26TOLLI MYNDAR 10 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf. (VHE) hyggst auka umsvif sín í útflutningi tækja og tækni fyrir ál- iðju og olíuiðnað. Nú koma um 10- 15% af veltu fyrirtækisins frá út- flutningi tækja og tækni til álvera, að sögn Inga Borgþórs Rútssonar, yfirmanns sölu- og markaðsmála hjá VHE. Fyrirtækið er einnig að hasla sér völl í smíði tækja til olíu- vinnslu. Nýlega fékk VHE sam- þykki sem birgir hjá öflugu þjón- ustufyrirtæki sem vinnur fyrir olíuiðnaðinn í Noregi. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna í og vonum að við getum haft töluvert að gera á þessu sviði,“ sagði Ingi. „Við erum komnir með pantanir frá þeim í smíði á búnaði fyrir borpalla til prufu.“ Hann vildi ekki greina frá nafni norska þjónustufyrirtæk- isins að svo stöddu. Ingi sagði að útflutningur tækni og tækja til álvera hefði farið sívax- andi. Í fyrra seldi VHE m.a. tæki til sænska álversins Kubal, sem er í eigu Russal, eins stærsta álfram- leiðanda í heimi. VHE er komið með þjónustusamning við álver í Katar og hefur selt þangað vélar og eins búnað til álversins Dubal í Dubai og fleiri álvera við Persaflóa þar sem mikil uppbygging er í ál- iðnaði. Einnig var seld vél til ál- versins Alro í Rúmeníu. Þá hefur VHE selt töluvert af sérhæfðum mælibúnaði fyrir álver sem var þróaður og hannaður hjá fyrirtækinu. Skömmu fyrir jól var búnaðurinn kynntur hjá Hydro Al- uminium í Noregi. »4 Flytja út tæki til áliðju og olíuvinnslu Skautkrabbi VHE smíðaði tækið.  VHE í Hafnarfirði stefnir á að auka mjög útflutning tækja og tækni til iðnaðar Vel á annað þúsund manns tók þátt í skrúðgöngu og var við þrettándabrennu á Ægisíðu í Reykjavík í gærkvöldi. Aðsóknin var með besta móti, að sögn Harðar H. Guðbjörnssonar, íþrótta- og tómstunda- ráðgjafa í þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Hátíðin hófst með skrúðgöngu frá KR-heimilinu kl. 18 og leiddu ungmenni úr Hagaskóla gönguna og héldu á kyndlum. Fólk tók vel undir fjöldasöng og dvaldi sumt við brennuna þar til slökkt var í henni um hálfníuleytið. Morgunblaðið/Kristinn Jólin voru kært kvödd á Ægisíðu Á annað þúsund manns tók þátt í þrettándahátíð í Vesturbæ Reykjavíkur Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það þarf að spyrja fólkið sem tekur laun eftir kjarasamningum hvað það vill gera,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness (VLFA). Hann mætir ásamt fleirum á formannafund ASÍ í dag þar sem rætt verður um endurskoðun kjarasamninga frá því í maí 2011. „Það er ár eftir af þessum samningi og það voru gerð stórfelld mistök að mínu mati við gerð hans,“ sagði Vilhjálmur. Hann kvaðst hafa haldið því fram þá að fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu væru að skila sögu- legum hagnaði. „Ég vildi að menn næðu í einhvers konar leið- réttingu gagnvart fiskvinnslufólki vegna þess svigrúms sem út- gerðin hefði. Því mið- ur var ekki farið eftir því. Við gagnrýndum harðlega þessa samræmdu launastefnu.“ Vilhjálmur sagði að VLFA hefði sagt sig úr samfloti ASÍ gagnvart samningsumboði fyrir sína félagsmenn. „Okkur tókst að ná umtals- vert meiri hækkun gagnvart starfsfólki í stór- iðjunum. Okkur tókst það ekki með fisk- vinnslufólkið. Nú er kannski gullið tækifæri til þess að útgerðin skili einhverju af miklum ávinningi sínum til fiskvinnslufólks,“ sagði Vilhjálmur. Hann nefndi til dæmis að Samherji hefði greitt yfir 800 þúsund króna kaupauka til hvers starfsmanns síns í fiskvinnslu frá því kjarasamningurinn var gerður 5. maí 2011. Sama ætti alls ekki við um öll önnur útgerð- arfyrirtæki og sagði Vilhjálmur að HB Grandi hefði t.d. ekki greitt sínu fiskvinnslufólki neitt aukalega á sama tíma. Stórfelld mistök voru gerð  Rætt um kjaramál á formannafundi ASÍ Samningar » Viðræðu- nefnd ASÍ og SA fundaði um endur- skoðun kjara- samninga á föstudag. » Annar for- mannafundur ASÍ verður haldinn í dag. MTekist á um kaupmáttinn »6 Guðrún Marta Jónsdóttir er góð- hjörtuð þriggja ára hnáta. Nýverið arkaði hún með plastfötu fulla af klinki í Íslandsbanka á Ísafirði og vildi fá „bréfpening“ í staðinn. Upphæðina, sem nam 1.700 krón- um, mun hún afhenda kirkjunni. Samskotaféð er ætlað „börnum sem eiga ekki mat“ eins og hún orðar það sjálf. Hún hafði heyrt sögur af svöngum börnum í leik- skólanum. Peningunum hefur hún safnað samviskusamlega í forláta plastfötu heima hjá afa sínum á Ísafirði. Sjálf er hún búsett í Hafnarfirði. „Þetta hefur verið hennar bauk- ur í langan tíma. Hún hefur alltaf ætlað að gera þetta. Þegar hún kom í heimsókn var þetta það fyrsta sem við gerðum, að fara með aurinn í bankann,“ segir Páll Guðjónsson, afi Guðrúnar. Guðrún gerði tilraun til að af- henda prestinum sjálfum fjár- munina en hann hefur ekki verið í bænum til að taka á móti gjöfinni. Hún ætlar að bíða þar til hann kem- ur í bæinn til að afhenda aurana. thorunn@mbl.is Kom með klink fyrir bréfpeninga  Þriggja ára hnáta safnaði fyrir kirkjuna Söfnun Guðrún Marta, þriggja ára, á leið í bankann með peningafötuna.  Meiri umferð var um Hval- fjarðargöng í fyrra en reiknað hafði verið með að hún yrði. Allt árið 2012 fóru um 1.839 þúsund ökutæki um göngin. Árið 2011 voru þau 1.858 þúsund og dróst umferðin á milli ára saman um 1%. Spalarmenn höfðu reiknað með að hún myndi dragast saman um 2,5% á milli ára. Frá því fyrir hrun hefur umferð- in um Hvalfjarðargöngin dregist saman um 8,3%. »9 Umferðin hefur minnkað um 8,3%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.