Morgunblaðið - 07.01.2013, Page 6

Morgunblaðið - 07.01.2013, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is HB Grandi stendur nú í stórframkvæmdum á svæði fyrirtækisins á Granda. Verið er að reisa 2.600 fermetra frystigeymslu en hægt verður að geyma fimm til sex þúsund tonn af fiski í henni. Framkvæmdir hófust í nóvember og stefnt er á að þeim ljúki í lok maí á þessu ári. „Þetta er um 1.100 milljóna fjárfesting,“ segir Vilhjálmur Vil- hjálmsson, forstjóri HB Granda. „Við vorum með gamla frystigeymslu á leigu sem var nokkuð fjarri höfninni. Við töldum mikið hagræði felast í að hafa frystigeymslu á okkar svæði. Nú getum við lestað skip við hafnarkantinn hjá okkur.“ HB Grandi byggir 2.600 fermetra frystigeymslu sem tekur allt að 6.000 tonn af fiski Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjárfesting upp á 1.100 milljónir króna Guðni Einarsson gudni@mbl.is Annar formannafundur Alþýðusam- bands Íslands (ASÍ) vegna endur- skoðunar kjarasamninga verður haldinn í dag. Þar á að fara yfir við- brögð Samtaka atvinnulífsins (SA) við kröfu ASÍ um að staðið verði við þann kaupmátt sem samið var um í kjarasamningum í maí 2011. Horfurnar ekki bjartar Viðræðunefnd ASÍ og SA fundaði um endurskoðun kjarasamninga á föstudaginn var. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði að hún hefði einnig haldið fund rétt fyrir jólin. Farið var yfir stöðuna á fundinum á föstudag, að sögn Gylfa. Hann vildi ekki greina nánar frá efni fundarins fyrr en eftir formannafundinn í dag. Hann sagði ASÍ ekki vera sátt við þróun kaup- máttar launafólks. „Við höfum viljað finna leiðir til að rétta þann hlut,“ sagði Gylfi. En á umrædd þróun kaupmáttar við um alla launþega? „Það er eitthvert launaskrið hjá hluta okkar fé- lagsmanna. Það er ekki mjög víð- tækt eða almennt, en það er einhvers staðar. Það er líka ljóst að þeir sem hafa fengið þessar almennu hækk- anir hafa ekki búið að þeim heldur þvert á móti. Kaupmáttur þeirra fór lækkandi á síðasta ári og fer lækk- andi á þessu ári miðað við spár. Það er verið að gera ráð fyrir verðbólgu hér upp á 4,5% og jafnvel allt upp í 5%. Það er hægt að tryggja kaup- máttinn með því að ná tökum á verð- bólgunni. Við hefðum viljað nálgast þetta sem viðfangsefni um kaup- máttinn og munum fara yfir það með okkar gagnaðilum hvernig það verð- ur hægt,“ sagði Gylfi. Erfitt hjá fyrirtækjunum Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði að málin hefðu verið reifuð á fundinum á föstudaginn var og sú umræða tæki sinn tíma. „Það eru ekki komnar neinar nið- urstöður en við höfum lýst okkar sjónarmiðum og þeir sínum. Við höf- um sagt að kaupmáttarforsendan sem gefin var í kjarasamningnum haldi,“ sagði Vilhjálmur. „Það eru fjölmargir sem hafa fengið viðbótar kaupmátt, en það er ákveðinn og af- markaður hópur sem hefur lækkað í kaupmætti og við berum ekki á móti því að það hafi gerst. Hins vegar höf- um við sagt að staða fyrirtækjanna til að hækka laun hafi einnig versn- að. Forsendubresturinn bitnar miklu frekar á fyrirtækjunum held- ur en starfsfólkinu að okkar mati. Við höfum engu að síður sagt að við ætlum ekki að eiga frumkvæði að því að opna kjarasamninginn.“ Tekist á um kaupmáttinn  Formannafundur ASÍ í dag  Viðræðunefnd ASÍ og SA fundaði á föstudag  ASÍ er ósátt við þróun kaupmáttar launafólks  Staða fyrirtækja hefur versnað Gylfi Arnbjörnsson Vilhjálmur Egilsson Áætlunarflug til Sauðárkróks gæti hafist að nýju, ef samningar nást milli innanríkisráðuneytisins, sveit- arfélagsins Skagafjarðar og Eyja- flugs. Áætlunarflugið var lagt af um næstsíðustu áramót. „Við von- umst til að þetta gangi upp. Enn er of snemmt að segja til um hvort af þessu verður,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs Skagafjarðar. Byggðarráðið óskaði eftir fundi með innanríkisráðuneytinu þar sem farið yrði þess á leit að það tæki þátt í kostnaðinum við áætl- unarflugið. „Við þurfum að fá að vita sem fyrst, hvort ráðuneytið er tilbúið að taka þátt í þessu með okk- ur eða ekki. Gagnkvæmur skiln- ingur hefur ríkt í þeim efnum,“ seg- ir Stefán Vagn. Hann bendir á að flugið sé mik- ilvægt fyrir Skagafjörð og Norður- land vestra. Ekki er gert ráð fyrir fjár- framlögum til flugsins í fjárlaga- frumvarpinu. thorunn@mbl.is Áætlunarflug til Sauðárkróks gæti hafist að nýju Flug Flugfélagið Eyjaflug hefur sýnt áhuga á að fljúga áætlunarflug á Sauðárkrók. Ákæra gegn Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða svokallað Aurum-mál. Ákæra var gefin út á hendur þeim um miðjan síðasta mánuð fyrir umboðssvik sem eru sögð hafa átt sér stað þegar Glitnir veitti félaginu FS38 sex milljarða króna lán til kaupa á félaginu Aurum Holding. Þetta er annað málið sem rekið er gegn Lárusi Welding fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. Ákæra þingfest í Aurum-málinu í dag Lárus Welding Jón Ásgeir Jóhannesson Samninganefnd ASÍ og fram- kvæmdastjórn SA þurfa hvor um sig að tilkynna niðurstöðu varðandi framlengingu kjara- samninga fyrir klukkan 16.00 þann 21. janúar 2013. Kjarasamningurinn var gerð- ur í maí 2011 og gildir til 31. jan- úar 2014. Kveðið var á um end- urskoðun samningsins í janúar 2012 og í janúar 2013. Skipuð var sérstök for- sendunefnd fulltrúa ASÍ og SA. Hlutverk hennar er að fjalla um þróun kjara-, efnahags-, at- vinnu- og félagsmála á samn- ingstímanum og eftir atvikum að leita eftir samstarfi við stjórnvöld um að stuðla að því að markmið samningsins, m.a. um lága verðbólgu og aukinn kaupmátt, nái fram að ganga. Fylgst með forsendum KJARASAMNINGURINN GILDIR TIL 31. JANÚAR 2014

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.