Morgunblaðið - 07.01.2013, Page 8

Morgunblaðið - 07.01.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 Forseti Íslands nefndi að yrðiríkisráð lagt niður, eins og til- lögur um hvernig kollvarpa megi stjórnarskránni frá 17. júní 1944 gera ráð fyrir, þá yrði eini form- legi samráðsvettvangur forseta og ríkisstjórnar lagður af. Í Noregi fara slíkir fundir fram allt að því vikulega.    Snúið hefur veriðút úr orðum forseta og bent á að ekkert raunveru- legt samráð eigi sér stað á ríkisráðs- fundum. Það er að vísu að mestu rétt. En vettvangurinn er þó fyrir hendi. Og ef menn taka stjórnarskrána hátíðlega og túlka hana í samræmi við niðurstöðu sjálfs Landsdóms verða afgreiðslur verkefna ríkisráðs utan þess fram- vegis að heyra til undantekninga.    En svo er hið undarlega ástandsem verklag núverandi for- sætisráðherra hefur skapað. For- seti og forsætisráðherra hittust að jafnaði einu sinni í viku, í um hálf- tíma í senn, á meðan báðir höfðu skrifstofu í sama húsi. Eftir það fækkaði fundum en þeir lengdust og stóðu oftast í rúma tvo tíma og efnismiklir eftir því. Það mun hafa breyst.    Núverandi forsætisráðherra,Jóhanna Sigurðardóttir, hef- ur aldrei rætt einstakar breytingar á stjórnarskrá opinberlega. Hún las ekki fyrsta Icesave-samninginn upp á hundruð milljarða króna og heimtaði að þingflokkar sam- þykktu hann líka ólesinn. Forstjóri Icelandair segist í Viðskipta- blaðinu aldrei fá fund með Jó- hönnu.    Auðvitað er þetta stórundarlegtog sjaldæft, en við slíkar að- stæður gilda þó formreglurnar. Jóhanna Sigurðardótir Undarlegt ástand STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.1., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 0 alskýjað Akureyri 2 skýjað Kirkjubæjarkl. 5 rigning Vestmannaeyjar 6 alskýjað Nuuk -8 skýjað Þórshöfn 7 þoka Ósló -1 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -6 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 8 þoka Dublin 11 skýjað Glasgow 10 skúrir London 7 skýjað París 7 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 þoka Berlín 7 súld Vín 6 skúrir Moskva -3 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 11 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 17 heiðskírt Róm 12 léttskýjað Aþena 6 skúrir Winnipeg -11 snjókoma Montreal -10 snjókoma New York 3 heiðskírt Chicago -3 alskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:11 15:58 ÍSAFJÖRÐUR 11:49 15:31 SIGLUFJÖRÐUR 11:33 15:12 DJÚPIVOGUR 10:48 15:20 Báturinn Fríða Dagmar ÍS-103 skemmdist í óveðrinu sem geisaði á Vestfjörðum um áramótin. Slitnaði báturinn frá bryggju og rak upp í fjöru í aftakaveðri í Bolungarvík. „Þegar við skoðuðum bátinn um nóttina var í lagi með hann. Vindur var stöðugur upp á 43-45 metra og fór í 65 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Svo þegar farið var að skoða hann hálfsjö um morguninn hafði hann rekið upp í fjöruna og lá við grjótkant. Við það skemmdist botninn á bátnum auk þess sem rör bognuðu,“ segir Sigurgeir Þór- arinsson skipstjóri. Báturinn fór til Hafnarfjarðar í viðgerð en fór til sjós á ný í gær. Sigurgeir segir tjón- ið nokkurt, bæði vegna viðgerð- arinnar svo og fjögurra daga veiði- taps. vidar@mbl.is Nokkurt tjón þegar Fríða fauk á land Ljósmynd/Vikari.is Baldur Smári Einarsson. Skemmdist Fríða Dagmar ÍS 103 fauk upp í fjöru í óveðri í Bolungarvík. Talsvert voru til- kynnt innbrot og skemmdarverk eft- ir hádegi í gær á höfuðborgarsvæð- inu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þannig var tilkynnt veggjakrot á húsgafl við Smiðjuveg í Kópavogi skömmu eftir hádegi en ekki lá fyr- ir hverjir voru þar að verki. Um þrjúleytið var síðan tilkynnt rúðu- brot í húsi við Iðufell í Reykjavík og skömmu síðar skemmdarverk á bif- reið við Tjarnarbraut á Seltjarn- arnesi. Tilkynnt var að sama skapi inn- brot í bifreið í Reykjavík þegar klukkan var að verða hálftvö og innbrot á heimili í Reykjavík skömmu síðar eða um klukkan tvö. Mikið um innbrot og skemmdarverk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.