Morgunblaðið - 07.01.2013, Síða 9
Morgunblaðið/Júlíus
Hvalfjarðargöng Umferðin um göngin dróst saman um 1% í fyrra og Spölur
gerir ráð fyrir svipuðum samdrætti á þessu ári. Göngin verða 15 ára í ár.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Umferð um Hvalfjarðargöngin í ný-
liðnum desembermánuði jókst um
rúm 5%, miðað við sama mánuð árið
2011. Þá fóru um 119 þúsund öku-
tæki um göngin en voru ríflega 113
þúsund í desember 2011.
Að sögn Gylfa Þórðarsonar, fram-
kvæmdastjóra Spalar, er um bráða-
birgðatölu að ræða fyrir desember
en nokkuð nærri lagi. Á öllu árinu
fóru um 1.839 þúsund ökutæki um
Hvalfjarðargöng, borið saman við
1.858 þúsund árið 2011. Minnkunin
milli ára er um 1% en Gylfi segir þá
Spalarmenn hafa í upphafi ársins
2012 reiknað með samdrætti í um-
ferð um 2,5% það árið. Það hefur
ekki gengið eftir og gera áætlanir nú
ráð fyrir um 1% samdrætti á þessu
ári. Miða þær spár m.a. við umferð-
artalningu Vegagerðarinnar á
nokkrum helstu stofnleiðum
suðvestanlands.
Ef farið er aftur til hrunársins
2008 hefur umferð um göngin dreg-
ist saman um 8,3% en það ár fóru ríf-
lega 2 milljónir ökutækja undir
Hvalfjörðinn.
Göngin voru tekin í gagnið fyrir
bráðum 15 árum og gjaldtaka mun
standa yfir á meðan Spölur er að
greiða upp lánin. Gylfi segir að mið-
að við núverandi áætlun muni það
gerast í lok september 2018, eða eftir
rúm fimm ár. Hvort ákveðið verði að
ráðast í frekari stórframkvæmdir í
göngunum, eins og tvöföldun þeirra,
segir Gylfi engar áætlanir uppi um
slíkt, enda hafi umferð dregist sam-
an frá góðærinu fyrir hrun.
Á þessu ári mun Spölur verja um
75 milljónum til framkvæmda og við-
halds í göngunum. Eru það síðustu
framkvæmdir til að uppfylla kröfur
ESB um öryggi í jarðgöngum.
Umferð um göngin 2012
var meiri en búist var við
Umferð um Hvalfjarðargöngin 2011-2012
Fjöldi ökutækja í hverjum mánuði jan-des
250.000
200.000
150.000
100.000
50.000
0
Jan
.
Feb
.
Ma
rs Apr
íl Ma
í
Jún
í
Júl
í
Ágú
st
Sep
t. Okt
.
Nóv
.
Des
.
100.044
229.397
119.000114.938
244.053
113.104
2011 2012
Des. 2012 er bráðabirgðatala. Heimild: Spölur
Eftir hrunið 2008 hefur umferðin dregist saman um 8,3%
Heildarumferð
2008-2012
Heimild: Spölur
2,5 m
2,0 m
1,5 m
1,0 m
0,5 m
0
200
8
200
9
201
0
201
1
201
2
2.
0
0
6.
0
90
1.
97
1.
51
6
1.
95
2.
28
3
1.
85
8.
29
1
1.
83
9.
70
0
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013
Þóra Geirlaug
Bjartmarsdóttir
býður sig fram í
3.-6. sæti
Vinstrihreyfing-
arinnar – græns
framboðs í
Norðvestur-
kjördæmi. Þóra
hefur setið í
stjórn Ungra vinstri grænna
(UVG) frá árinu 2010, var for-
maður UVG frá 2011-2012, for-
maður VG í Borgarbyggð árin
2011-2012 auk þess að sitja í
flokksráði Vg.
„Ég tel mikilvægt að áfram séu
við völd þau öfl sem stuðla að
réttlátu samfélagi, sem ekki er
stjórnað af gróðahyggju. Síðasta
kjörtímabil dugði engan veginn
til þess að byggja það upp sem
eyðilagt var, og mun það næsta
einkennast af áframhaldandi upp-
byggingarstarfi,“ segir Þóra í til-
kynningu.
Stefnir á
3.-6. sæti hjá
Vinstri-grænum
Talsvert tjón varð á Gjögri í óveðr-
inu í lok desember. Þetta sást þegar
var farið að athuga um hús á
Gjögri, að því er fram kemur á
fréttavefnum litlihjalli.is.
Sjór hafði brotið upp hurð á báta-
skýli við Karlshöfn, en skýlið til-
heyrir svonefndu Regínu- og Kalla-
húsi sem börn Regínu og Karls
Thorarensen nota nú sem sum-
arhús. Hilmar F. Thorarensen
geymdi þar bátinn Hönnu ST 49
sem hann rær á yfir sumarið. Einn-
ig voru tveir aðrir bátar þarna inni.
Hilmar segir í viðtali við vefinn
að hann sé ánægður með að bát-
urinn hans hafi sloppið því hann lét
gera hann upp í fyrra og hitteð-
fyrra, skipti um vél og öll sigl-
ingatæki og reri fyrst á honum sl.
sumar eftir breytingar. Einn stór
steinn úr hleðslunni í sjóvarnar-
garðinum hafði reist upp í briminu.
Annars virðist garðurinn hafa
sloppið.
Brotsjór á bátaskýli
á Gjögri í óveðrinu
Ljósmynd/Jón G. Guðjónsson
Gjögur Björgunarsveitin Strandasól gerði
við bátaskýlið eftir óveðrið.
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Komdu með í gott form
Frír prufutími
Opnir tímar:
Ketilbjöllur
þriðjud. og fimmtud. kl 12:00
Eykur samhæfingu vöðva og gefur þér
styrk og úthald
Kross fitt
þriðjud. og fimmtud. kl 17:15
og laugardaga, kl. 10:00
Styrkir alla vöðva líkamans
Spinning
mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga, kl 12:00 og 17:15
Mikill hraði og brennsla
LEIÐRÉTT
Röng vefslóð
Með frétt í sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins um helgina, um Elmar
Johnson, fyrirsætu og læknanema,
fylgdi röng vefslóð á fyrirtæki hans,
Guide to Iceland. Rétt slóð síðunnar
er guidetoiceland.is.