Morgunblaðið - 07.01.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 07.01.2013, Síða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 Á nýju ári hefjast mörg spennandi námskeið hjá ýmsum aðilum sem vert er að kynna sér. Hjá Endur- menntun Háskóla Íslands er margt á dagskrá en meðal námskeiða má nefna námskeiðið Spuni í tónlistar- kennslu en þar verður fjallað almennt um möguleika á notkun spuna sem eins námsþáttar af mörgum í námi almennra tónlistarnema. Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði og leiðir til að hefja spunakennslu. Auk þessa verður fjallað um notkun undirleiks í kennslu af þessu tagi, bæði fyrirfram hljóðritaðs sem og undirleiks kenn- ara. Gert er ráð fyrir að allir spili á námskeiðinu, en efnið gerir alls ekki kröfur um að þátttakendur séu sér- lega flinkir eða í góðu formi. Nálgun- in er aðgengileg fyrir alla og áhersla er lögð á afslappað og vingjarnlegt andrúmsloft. Síðasti skráningar- dagur er í dag en nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.endur- menntun.is. Endurmenntun Háskóla Íslands Morgunblaðið/Ernir Spuni Sigurður Flosason, yfirkennari jazzdeildar Tónlistarskóla FÍH, kennir. Spuni í tónlistarkennslu Borgarnes Skemmtilegt sjónarhorn yfir gamla bæinn, nýbyggingar og eldri í bland og kirkjan gnæfir yfir. úrumyndir. Einn og einn köttur eða hestur slæðist inn á myndirnar en Tolli segist lítið sem ekkert gera af því að mynda fólk. Hann leyfir myndunum að halda sér í uppruna- legri útgáfu og notar litla Olympus- myndavél. „Ég vinn helst ekki mikið í myndunum og er ekki með stóra flotta vél hangandi framan á mér. Ég vil að vélin komist í vasann því ég fer daglega í gönguferðir og veðrið er alla vega. Því er skilyrði að vélin sé lítil og hægt að taka hana upp við hvaða skilyrði sem er. Ég hef mikið myndað þar sem er kallað Skallagrímsdalur niðri í gamla bænum. Enda tók ég þar mín fyrstu skref og því kannski ekkert skrýtið að maður leiðist þangað. Ég upp- götvaði mér einmitt til skelfingar þegar ég var að tína til efn- ið í dagatalið fyrir 2013 og orðinn nokkuð ánægður að Bjargslandið hafði orðið útundan. En ég bjargaði mér fyrir horn með því að hafa forsíðumyndina úr nýja hverfinu,“ segir Tolli. Myndskreytt dagatal Dagatalið átti sér þann aðdrag- anda að Tolli ákvað að senda nokkr- um góðum vinum dagatal og lét prenta í takmörkuðu upplagi í fyrsta skipti. Þetta spurðist síðan út í Borgarnesi og fólk fór að spyrja hvar það gæti fengið slíkt dagatal keypt. Hann gefur það nú út í þriðja sinn fyrir árið 2013. „Ég hef tekið eftir því að þeir Borgnesingar sem kaupa dagatalið eru gjarnan að kaupa þetta handa vinum og ættingjum sem búa ekki hérna lengur,“ segir Tolli en daga- talið fæst í Upplýsingamiðstöð Vest- urlands og Landnámssetri Íslands. Þá má skoða myndirnar á vefsíð- unni www.hvitatravel.is/borgarnes- today. Ef marka má nýja skoðanakönnun bókaútgáfunnar Parragon, sem gefur út uppskriftabækur, hafa Bretar meiri áhuga á að horfa á Nigellu, Gordon og fleiri þekkta kokka elda mat en að gera það sjálfir. Alls svöruðu 2.000 manns könnuninni en þriðjungur þeirra eyðir aðeins 40 mínútum í eldhús- inu á viku. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu breska dagblaðsins The Independent en þar segir um leið að ekki þurfi að örvænta því vel megi gera ágætis máltíð úr bökuðum baunum, en þær má telja ómissandi hráefni í breskum eld- húsum. Er gefin hugmynd að því að gera súpu úr baununum en einnig má fylgja eftir uppskrift Michelin-stjörnukokksins Chris Galvins. Hann býr til kássu úr baununum en bætir reyndar við sex pylsum og niðursoðnum anda- legg. Kannski þessar hugmyndir auki mataráhuga Breta, það er aldrei að vita. Skoðanakönnun bókaútgáfunnar Parragon Fljótlegt Bakaðar baunir bornar fram á ristuðu brauði með smjöri. Bretar nenna ekki að elda Bókarhöfundar Ulrika Davidsson og Ola Lauritzson eru kampakát og kunna allra best við sig í eldhúsinu. Þau luma líka á ýmsum hollusturáðum. Tolli hefur síðastliðin ár starfað sem leiðsögumaður á sumrin og rekur fyrirtækið Hvítá travel. Hann lauk leiðsögumannsprófi árið 2005 frá Leiðsögumana- skóla Íslands og hefur m.a. boð- ið ferðamönnum ferð er kallast Sex brúa ferðin. Í henni er farið yfir allar sex brýr Hvítár og áð bæði í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu. Hann segist vilja sinna ferðum á sínum heimaslóðum enda heilli hann ekki lengri fjarvera frá fjölskyldunni eftir að hafa ver- ið á sjó. Á ferð um Borgarfjörð LEIÐSÖGUMANNSSTARF Berjaterta 4 skammtar Botninn: 100 g möndlur 2 msk fljótandi hunang 1 egg Fylling: 2 dl þeyttur rjómi 2 tsk jarðarberjasulta (sykurlaus) 5 dl jarðarber 1 dl hindber 1 dl bláber Hitið ofinn í 175°C. Saxið möndlurnar og setjið í skál. Bætið hunangi og eggi út í og hrærið sam- an. Þrýstið deiginu í kökuform með lausum botni. Bakið í miðjum ofni í 10-15 mínútur. Látið kólna. Þeytið rjómann og blandið sultunni saman við. Dreifið rjómanum yfir kökubotninn. Skolið jarð- arberin, skerið í bita og dreifið yfir tertuna ásamt hindberjum og bláberjum. Opnunartilboð Verkfæri Tangarhöfði 2 og Skeifan 11d TVÆR NÝJAR VERSLANIR Opnunartilboðin gilda eingöngu í Tangarhöfða 2 og Skeifan 11d. G ild is tí m it ilb oð s: 7. ja nú ar ti lo g m eð 11 .j an úa r. Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is af völdum verkfærum afsláttur eð 11 .j an úa r. 30-40%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.