Morgunblaðið - 07.01.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, mánudaginn 21. janúar.
Þetta sérblað verður með
ýmislegt sem tengist
þorranum s.s:
Matur, menning,
hefðir, söngur,
bjór, sögur
og viðtöl
Þann 25. janúar gefur Morgunblaðið
út sérblað tileinkað Þorranum
Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | Langholtsvegi 113 | Turninn Höfðatorgi
511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is
LÁTTU OKKUR SJÁ UMHEIMILISÞVOTTINN!
LÍTIL VÉL 7 KG. 1.790 KR.
STÓR VÉL 15 KG. 3.290 KR.
Efnalaug - Þvottahús
SVANHVÍT EFNALAUG
- NÚ Á FIMM STÖÐUM
Hverafold 1-3, 112 Reykjavík
Langholtsvegi 113, 104 Reykjavík
Grettisgötu 3, 101 Reykjavík
Smáralind, 201 Kópavogur
Turninn Höfðatorgi, 105 Reykjavík
Um 250 þúsund eldislaxar drápust í
Kaldfjord í Noregi í upphafi árs eft-
ir að síld gekk inn í fjörðinn. Við
það féll súrefnismettun í sjónum úr
80-90% niður í um 30%, sem gerði
það að verkum að laxarnir drápust.
Með því að flytja hluta af löxunum á
annan stað í firðinum náðist að
bjarga um 200 þúsund löxum.
Svipaðar aðstæður komu upp hér
á landi fyrir skömmu þegar tugþús-
undir tonna af síld drápust í Kol-
grafafirði vegna súrefnisskorts.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
nytjastofnasviðs Hafrannsókna-
stofnunar, bendir þó á að munur sé
á atvikunum þar sem laxinn í Nor-
egi hafi drepist vegna komu síld-
arinnar inn í fjörðinn. „Í Noregi
drapst laxinn vegna þess að síldin
kom inn í fjörðinn og við það
minnkaði súrefnismagnið. Síldin
getur lifað í minna súrefni en lax-
inn, því var enn minna súrefnis-
magn í Kolgrafafirði,“ segir Þor-
steinn.
Hann telur að meiri líkindi séu á
milli þessa tilviks og þess þegar
þorskur drapst í kvíum í Grund-
arfirði árið 2007. „Þá kom mikil síld
inn í Grundarfjörð og þorskurinn
drapst líkt og gerðist í Noregi,“
segir Þorsteinn. Hann bætir við að
þetta sé ekki algengt fyrirbrigði.
„Það er athyglisvert að náttúran
skuli haga málum þannig að síldin
þoli minna súrefnismagn inni í
fjörðum. Hún gengur svo nærri súr-
efnismagninu að aðrir fiskar komast
ekki inn á firðina til að éta hana,“
segir Þorsteinn. vidar@mbl.is
250 þúsund laxar dráp-
ust í Kaldfjord í Noregi
Ljósmynd/Róbert Arnar Stefánsson
Síld Tugþúsundir tonna af síld drápust í Kolgrafafirði fyrir skömmu.
Súrefnisskorti
um að kenna eins
og í Kolgrafafirði
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs
voru hátt í eitt þúsund fyrirtæki tek-
in til gjaldþrotaskipta, að því er fram
kemur í nýjum tölum Hagstofunnar.
Er það fækkun um 32% á milli ára,
ef miðað er við sama tímabil árið
2011 þegar um 1.400 fyrirtæki urðu
gjaldþrota.
Í nóvember sl. voru 66 fyrirtæki
tekin til gjaldþrotaskipta, flest í
flokknum heild- og smásöluverslun
og í viðgerðum á vélknúnum öku-
tækjum. Af þeim tæplega 1.000 fyr-
irtækjum sem urðu gjaldþrota
fyrstu ellefu mánuðina 2012 voru
flest í byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð, eða nærri 200 talsins. Í
þeim geira höfðu 305 fyrirtæki orðið
gjaldþrota á sama tíma 2011 og 230
árið 2010.
Af öðrum einstökum greinum hafa
þó hvergi orðið fleiri gjaldþrot en
hjá heild- og smásöluverslunum og
verkstæðum, eða um 950 frá árinu
2008. Um 560 fasteignasölur hafa
orðið gjaldþrota á þeim tíma, um 460
fjármála- og tryggingafélög og 360
gististaðir og veitingahús.
Á öllu árinu 2011 urðu um 1.600
fyrirtæki gjaldþrota hér á landi,
voru um 980 árið 2010, 910 árið 2009
og um 750 hrunárið 2008.
Nýskráningum fjölgar
Hagstofan hefur einnig birt tölur
um nýskráningar fyrirtækja. Í nóv-
ember voru skráð 132 ný einkahluta-
félög, flest í fasteignaviðskiptum og
fjármála- og vátryggingastarfsemi. Í
sama mánuði 2011 voru skráð 165 ný
félög. Á fyrstu ellefu mánuðum árs-
ins 2012 var fjöldi nýskráninga
1.605, sem er um 3% aukning frá
sama tímabili árið áður.
Gjaldþrot fyrirtækja eftir mánuðum 2010-2012
250
200
150
100
50
0
Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des.
2010 2011 2012
Heimild: Hagstofa ÍslandsBráðabirgðatölur fyrir nóvember 2012. Samkvæmt Íslenskri atvinnugreinaflokkun ÍSAT2008.
Hátt í eitt þúsund
fyrirtæki gjald-
þrota hér á landi
Morgunblaðið/Ómar
Gjaldþrot Mörg verktaka- og bygg-
ingafyrirtæki hafa orðið gjaldþrota.
Nýsköpunarsmiðjan Fab Lab var
formlega opnuð í Menntaskólanum
á Ísafirði fyrir helgi.
Smiðjan ber nafnið Guðmund-
arsmiðja eftir Guðmundi Þór Krist-
jánssyni, vélstjóra og vélstjórn-
arkennara við Menntaskólann á
Ísafirði. Á vef Bæjarins besta kem-
ur jafnframt fram að hann var
frumkvöðull að stofnun Fab Lab-
smiðju á Ísafirði, en hann lést árið
2010, langt fyrir aldur fram.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, ávarpaði
samkomuna í gegnum samskipta-
forritið Skype. Hún lýsti yfir
ánægju sinni með stofnun smiðj-
unnar og sagði hana vera framtíð-
ina í kennslu- og frumkvöðlastarfi.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er
verkefnastjóri smiðjunnar.
Guðmundarsmiðja formlega opnuð
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson