Morgunblaðið - 07.01.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.01.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 H a u ku r 1 0 .1 2 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í• tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. Fyrirtæki í innflutningi á sérhæfðum efna- og tæknivörum til notkunar í• fyrirtækjum. Fyrirtækið nýtur álits á markaði og hefur trygga viðskiptavini. Ársvelta 100 mkr. Heildverslun með heilsutengdar vörur. Þekkt merki og sterk staða á• markaði. Ársvelta 150 mkr. EBITDA 25 mkr. Gott fjárfestingatækfæri. Lykilstarfsmenn eru að kaupa spennandi• fyrirtæki sem hefur mikla vaxtamöguleika. Fjárfestir óskast til að leggja fram 20 mkr. sem er um 25% hlutafjár. Í boði er örugg og góð lágmarksávöxtun á láni eða hlut með sölurétti eftir 3 ár. Þekkt tískufataverslun í Kringlunni. Góð umboð.• Heildverslun með tæknivörur fyrir matvælaiðnaðinn. Ársvelta 80 mkr.• Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki tengt byggingariðnaði. Stöðug• ársvelta um 150 mkr. og rúmlega 20 mkr. EBITDA. Þekktur skyndibitastaður. Ársvelta 70 mkr.• Innflutningsfyrirtæki með tæknivörur á vaxandi markaði. Ársvelta 60• mkr. og yfir 100% álagning. Lítil en rótgróin bókaútgáfa sem sérhæfir sig á ákveðnu sviði. Stöðug• velta allt árið. FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það hefur varla farið framhjá les- endum að fjárlagaþverhnípið svo- kallaða hefur verið mál málanna í Bandaríkjunum síðustu vikurnar. Undanfarna daga hefur áhugaverð hugmynd skotið upp kollinum í um- ræðunni: að Bandaríkjaþing leysi fjárlagavandann með því að gefa út trilljón dollara platínumynt. Hugmyndin á fyrst að hafa birst á bloggi sumarið 2011 þar sem hún mallaði lengi vel þar til nýlega að alls kyns áhrifamiklir menn og kon- ur fóru að ræða platínu-töframynt- ina af fullri alvöru. Það var síðast á miðvikudag að stjörnuhagfræðing- urinn Paul Krugman skrifaði um málið á bloggi sínu. En hvaða galdrar eru þetta sem búa í platínumyntinni? Sá vandi sem Bandaríkjaþing stendur frammi fyrir felst m.a. í því að lög setja þak á það hversu mik- illa skulda ríkið getur stofnað til. Sú skoðun ræður ríkjum á þinginu þessa dagana að það verði að auka útgjöld og beita keynesískum að- ferðum til að halda hjólum atvinnu- lífsins gangandi – en hvað er til ráða þegar hirslur ríkissjóðs eru tómar og búið að fullnýta skulda- heimildir? Peningaprentun er svarið, nema hvað það er seðlabankinn, Federal Reserve, sem stýrir prentvélunum og fjárþörf ríkisins er langt um- fram það sem seðlabankinn er fáan- legur til að galdra fram. Í bandarísku lagabókunum leynist hins vegar lítil klausa sem gefur fjármálaráðuneytinu leyfi til að gefa út platínumynt og nafnvirði myntarinnar má vera eins hátt og ráðuneytinu sýnist. Krugman bendir á að þessi heim- ild í lögunum hafi aðallega verið hugsuð fyrir útgáfu hátíðarmyntar en lögin eru skýr og myntin sem ráðuneytið myndi láta slá væri full- komlega löglegur gjaldmiðill. Það sem þingið getur þá gert er að fara með eins og tvær sérsmíð- aðar trilljón dollara myntir niður í seðlabanka, leggja þær inn á reikn- ing og taka til við að eyða eins og hjartað lystir, sama hvað skulda- þakið segir og sama hvað prent- vélastjóra seðlabankans finnst. Spil uppi í erminni? Hvort hugmyndin um platínu- myntina verður að veruleika er hins vegar alls óvíst. Krugman afskrifar ekki þessa lausn og segir hann að- stæður í efnahagslífinu réttlæta að beita nokkurn veginn hvaða brögð- um sem er. Spekingar á Wall Street eru sumir á öðru máli og þykir hugmyndin ýmist hættuleg eða hreinlega fáránleg. Enn aðrir sjá platínumyntina sem verðmætt spil sem Obama getur geymt uppi í erminni til að knýja fram, eftir hefðbundnum ferlum, það aukna svigrúm sem hann vill fá í ríkis- rekstrinum. AFP Frumlegt Bygging bandaríska fjármálaráðuneytisins í Washingtonborg. Sumum þykir hugmyndin um trilljón doll- ara platínumynt fáránleg, öðrum finnst hún vel koma til greina sem neyðarúrræði og enn aðrir efast um lögmætið. Svindla á reglunum með platínumynt  Mikið rætt um óvenjulega lagatæknilega leið sem nota mætti til að fara í kringum skuldaþak Bandaríkjastjórnar Þýskir bílaframleiðendur drottn- uðu yfir bandaríska lúxusbílamark- aðinum á liðnu ári. Að sögn frétta- stofu Bloomberg var það BMW sem seldi flesta bíla, samtals um 281.460 farartæki. Nemur aukningin 14% milli ára og hefur BMW ekki selt fleiri bíla vestanhafs síðan árið 2007. Í öðru sæti var Mercedes-Benz sem seldi 274.100 bifreiðar á liðnu ári. Lexus var með þriðju sölu- hæstu bílalínuna með 244.166 far- artæki seld. Lexus hafði trónað á toppi lúxusbílamarkaðarins í 11 ár þar til árið 2011 að þýsku framleið- endurnir ruddu sér leið upp í efstu sæti sölulistans. Besta salan í fimm ár Keppnin á lúxusbílamarkaðinum var mjög tvísýn allt fram á síðustu metrana en í desember náði BMW að auka söluna um 39% miðað við sama tímabil árið áður og þannig skríða fram úr Mercedes-Benz. Sala á nýjum bílum var almennt góð vestanhafs á liðnu ári. Jókst salan um 13,4% milli ára og hefur ekki verið betri í fimm ár. Sölu- hæsti bílaframleiðandinn heilt yfir var General Motors sem seldi 2,5 milljónir einkabíla og sendibíla á árinu, að því er BBC greinir frá. Hástökkvari ársins var Volkswa- gen sem bætti söluna um 35% milli ára. Þar á eftir kemur Toyota sem óx um 27% og Honda sem óx um 24%. Útlit virðist vera fyrir frekari vöxt á árinu framundan. Á árinu 2012 voru seldar samtals um 14,5 milljónir nýrra bifreiða. Ford reiknar með að heildarsalan nemi 15-16 milljónum bíla á þessu ári en General Motors spáir 15-15,5 millj- óna heildarsölu. ai@mbl.is BMW konungur bandaríska lúxusbílamarkaðarins 2012 AFP Lokaskrefið Starfsmaður BMW handfjatlar skjöld með merki bílaframleið- andans sem festur er á sinn stað á síðustu skrefum framleiðsluferlisins. Mjótt var á mununum hjá lúxusbílaframleiðendunum í Bandaríkjunum.  General Motors söluhæsti framleiðandinn og Volkswagen hástökkvari ársins Óttast er um afdrif Vittorio Missoni og fimm annarra farþega og flug- manna lítillar flugvélar sem hvarf undan ströndum Venesúela á föstu- dag. WSJ segir að Vittorio hafi ver- ið á ferðalagi ásamt konu sinni og tveimur vinum þeirra hjóna. Vittorio stýrir ítalska tískufyr- irtækinu Missoni sem faðir hans Ot- tavio stofnaði árið 1953. Vittorio er eignaður heiðurinn af að hafa gert Missoni að alþjóðlegu stórfyrirtæki en auk þess að framleiða tískufatn- að fæst Missoni m.a. við hót- elrekstur og framleiðslu ýmissa húsmuna. ai@mbl.is AFP Iðnaður Vittorio Missoni á mynd úr safni frá árinu 2003 ásamt móður sinni Rositu og systur Angelu. Framkvæmda- stjóri Missoni talinn af

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.