Morgunblaðið - 07.01.2013, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013
�irðin��eynsla � Þ�ónusta
�l�an �ólarhrin�inn
www.kvedja.is
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
N�út�ararsto�a�yggð á traustum �runni´
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓSKAR GUNNAR SAMPSTED
prentari,
Hraunbæ 70,
lést föstudaginn 28. desember.
Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju
þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.00.
Bryndís Óskarsdóttir,
Gunnhildur Amelía Óskarsdóttir, Gunnar Antonsson,
Elísabet Stefanía Albertsdóttir, Hörður S. Friðriksson,
Viktoría Dröfn og Albert Óskar.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
ÁRNI INGVARSSON,
Skipalóni 22,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum, Fossvogi, að morgni
mánudagsins 24. desember.
Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.00.
Gerða T. Garðarsdóttir,
Elsa Aðalsteinsdóttir,
Björn Árnason,
Auðunn Gísli Árnason, Fríða J. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Jósef Krist-jánsson fæddist
á Meyjarhóli á
Svalbarðsströnd 3.
október 1924.
Hann andaðist á
Kristnesspítala 14.
desember 2012.
Foreldrar hans
voru hjónin Ingi-
ríður Jósefsdóttir,
f. 3. september
1895, d. 6. sept-
ember 1978, húsmóðir og
verkakona og Kristján
Tryggvason, f. 11. mars 1882, d.
12. nóvember 1946, búfræð-
ingur og smiður. Bróðir Friðrik
Kristjánsson, f. 20. janúar 1920,
skrifstofumaður á Akureyri.
Jósef kvæntist 19. júlí 1957
Björgu Ólafsdóttur, f. 3. nóv-
ember 1930, handavinnukenn-
ara, f. á Arndísarstöðum í Bárð-
ardal. Foreldrar hennar voru
hjónin Arnbjörg Halldórsdóttir,
f. 4. október 1903, d. 13. maí
1990, húsmóðir, og Ólafur
Tryggvason, f. 2. ágúst 1900, d.
27. febrúar 1975, huglæknir.
Börn Jósefs og Bjargar eru 1)
Guðbjörg Inga Jósefsdóttir, f. 6.
febrúar 1958, gift Sigmundi
Rafni Einarssyni, f. 15. febrúar
28. apríl 1963. Börn: Birna Ósk,
f. 22. febrúar 1995, Tinna
Björg, f. 26. júní 1998, Ólafur
Níels, f. 9. október 2001.
Fyrstu árin ólst Jósef upp á
Meyjarhóli en síðar fluttu for-
eldrar hans í Viðarholt í Gler-
árþorpi við Akureyri. Eftir að
faðir hans lést árið 1946 bjuggu
bræðurnir ásamt móður sinni
áfram í Viðarholti.
Björg og Jósef hófu sinn bú-
skap þar en árið 1963 fluttu þau
í Vanabyggð 7, hús sem þau
höfðu byggt í félagi við vinafólk
sitt og hafa búið þar síðan.
Jósef stundaði hefðbundið
barnaskólanám þess tíma og
vann ýmis störf svo sem rútu-
og leigubílaakstur einnig vann
hann á verksmiðjunum á Gler-
áreyrum þar til hann hóf nám í
bifvélavirkjun á Þórshamri og
Iðnskólanum á Akureyri. Vann
hann við þá iðn alla tíð. Hann
stofnaði ásamt öðrum bifreiða-
verkstæðið Baug og starfaði
þar til ársins 1979. Þá stofnaði
hann ásamt öðrum bifreiða-
verkstæðið Baugsbrot og starf-
aði þar þangað til hann veiktist
í ágúst 1998.
Síðustu árin dvaldi hann á
Kristnesspítala þar sem hann
andaðist 14. desember 2012.
Útför Jósefs fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 7. janúar
2013, og hefst athöfnin kl 10.30.
1948. Synir: Jósef
Þeyr, f. 6. júní
1979, kvæntur Ey-
rúnu Linnet, f. 7.
júní 1979, börn
þeirra Ásdís, f. 2.
júní 2005, Birkir, f.
2. júní 2005, Gísli f.
29. október 2009,
Hólmar, f. 13. maí
1986, sambýliskona
Guðrún Ósk Þor-
björnsdóttir, f. 1.
október 1986, dóttir þeirra Ylfa
Dís, f. 12. júní 2010.
2) Ólafur Jósefsson, f. 17.
febrúar 1963. 3) Jóhanna Elín
Jósefsdóttir, f. 14. október 1965,
fyrrverandi eiginmaður Sigfús
Ólafur Helgason, f. 29. sept-
ember 1963. Stjúpdóttir Jó-
hönnu: Petra Þórunn Sigfús-
dóttir, f. 2. janúar 1986,
sambýlismaður Hreinn Hrings-
son, f. 20. júní 1974. Dóttir
þeirra Andrea Líf, f. 12. febrúar
2011. Dætur: Helga Björg, f. 6.
maí 1992, og Margrét Sylvía, f.
15. júní 1995. Sambýlismaður
Björn Leifsson, f. 1. desember
1953. Sonur: Ívar Smári, f. 5.
janúar 2002. 4) Ragnhildur
Björg Jósefsdóttir, f. 15. apríl
1969, gift Gunnari Níelssyni, f.
Elsku pabbi minn, þá er
kveðjustundin upprunnin,
stundin sem við höfum átt von á
svo lengi en er samt svo óvænt
og sár. Þú varst ekki maður
margra orða en hlýjan í augum
þínum og þétta handtakið þitt
sögðu allt sem segja þurfti. Þú
vannst þín störf af samvisku-
semi, dugnaði og áreynslulaust
og segja mér fróðir menn að
enginn hafi þekkt Land-
rover-bíla jafnvel og þú, enda
varstu oft kallaður „afi“
Landroveranna. Bifvélavirkjun
var ævistarfið þitt, ásamt því að
ala okkur systkinin upp og þeg-
ar við rifjum upp æskuárin
munum við varla eftir því að þú
hafir skipt skapi og skammað
okkur en í þau fáu skipti sem
það gerðist var sannarlega þörf
á því og við skömmuðumst okk-
ar.
Þú varst ávallt heilsuhraustur
og því er það svo sárt, að ein-
mitt þegar þú þurftir á lækn-
isþjónustu að halda varð mis-
brestur á. Því mun
verslunarmannahelgin 1998 ekki
gleymast en þá kenndir þú þér
meins sem ranglega var greint
og því fór sem fór. Blóðtappi
var það eins og þú varst hrædd-
ur um, þú lamaðist hægra meg-
in og misstir málið að mestu. En
ekki kvartaðir þú, heldur tóku
við æfingar og endurhæfing,
þannig að þú gast búið áfram í
Vanabyggðinni á annarri hæð
og þegar mamma hélt að nú
gæti þetta ekki gengið lengur
og best væri að flytja á jarðhæð
sagðir þú „nei, ég get gengið“
og upp stigann komstu og ekki
var flutt.
Síðustu árin dvaldir þú á
Kristnesspítala en þar bjugguð
þið bræður saman í herbergi.
Það var notalegt að vita af ykk-
ur saman þar, deila herbergi
eins og í æsku þó tjáskipti hafi
ekki verið mikil milli ykkar, þar
sem þú gast lítið talað en
frændi, þessi mikli bókamaður,
orðinn blindur. Það var falleg
sjón að sjá ykkur bræður sitja
saman við matarborðið og hald-
ast í hendur, það sýndi svo vel
væntumþykju ykkar en þið vor-
uð bara tveir bræðurnir. Síðasta
árið varstu að mestu rúmfastur
og þegar ein yndislega starfs-
stúlkan sagði þér í sumar að
hún hefði komið á fornbílnum
sínum í vinnuna og spurði hvort
þú vildir skoða hann, hélstu það
nú og út fórstu í hjólastólnum.
Þetta sýnir ekki bara áhuga
þinn á bílum, heldur einnig um-
hyggju starfsfólksins í þinn
garð. Síðasta ferðalagið þitt í
hjólastólnum var skömmu fyrir
andlátið en þá höfðuð þið bræð-
ur fengið eins manns herbergi
og þú fórst að heilsa upp á bróð-
ur þinn.
Elsku pabbi, það var einnig
ómetanlegt fyrir Jobba minn að
fá að alast upp hjá ykkur
mömmu fyrstu árin en þú barst
hann á höndum þér alla tíð og
ég gleymi aldrei hvað þú bauðst
hann fallega velkominn heim til
ykkar, þegar við komum heim
af fæðingardeildinni. Strákarnir
mínir eru svo heppnir að muna
þig frískan og nutu þess að þú
dekraðir við þá og fræddir, þess
vegna eru þeir ríkir af góðum
minningum um þig.
Elsku pabbi minn, á þessum
tímamótum finnst mér ég enn
vera litla stelpan þín, mig lang-
ar að setjast í hlýja faðminn
þinn, halda í hlýju vinnulúnu
höndina þína og finna milda ol-
íu- og bensínlykt sem mér finnst
ennþá svo góð. Hafðu þökk fyrir
allt og allt, þar til við sjáumst,
þegar minn tími er kominn.
Þín elsta dóttir,
Guðbjörg Inga.
Jósef KristjánssonLöngumýrinni þegar ég rölti tilykkar Gísla eftir skóla og við spil-
uðum Hornafjarðarmanna langt
fram eftir degi og fengum okkur
friggasí í matinn. Það var mitt
uppáhalds. Eftir að ég flutti til
Kaupmannahafnar fækkaði heim-
sóknunum en í hvert skipti sem
við komum heim varstu mætt upp
í Melhæð til að taka á móti okkur
frá flugvellinum. Ég hlakkaði allt-
af svo til að koma til Íslands og
kíkja í heimsókn til þín í kaffibolla
með molasykri og spjall. Það var
svo gaman að sitja við eldhúsborð-
ið og hlusta á þig segja frá hinum
og þessum sögum, þú sagðir svo
skemmtilega frá og alltaf með
húmorinn í lagi.
Seinast þegar ég talaði við þig
spjölluðum við um þegar þú komst
í heimsókn til okkar til Kaup-
mannahafnar og hve ánægð þú
varst með ferðina. Það var svo
gaman hjá okkur, gengum um bæ-
inn, fengum okkur smørrebrød og
eyddum kvöldunum upp á svölun-
um hjá Pétri og horfðum á bátana
sigla í kanalnum á Christians-
havn. Þarna nutum við okkur öll
saman í blíðviðrinu. Mikið er ég
ánægð með allar þessar stundir
sem við áttum saman, nærvera
þín var svo góð, alltaf svo góð-
hjörtuð og hlý. Þú tókst öllum með
opnum örmum og vildir alltaf allt
fyrir alla gera. Þú varst svo stolt
af fjölskyldunni þinni og mundir
afmælisdagana hjá öllum sem mér
fannst alltaf svo merkilegt þar
sem fjölskyldan var orðin ansi
stór. Okkur þykir svo vænt um þig
og þín verður sárt saknað. Ég
vona að ég nái á minni lífsleið að
vera eins góð manneskja og þú
varst. Takk fyrir allt amma mín,
ég mun geyma minninguna um
þig í hjarta mínu og segja stelp-
unum mínum frá hve yndisleg
manneskja þú varst.
Ég elska þig, amma mín.
Þín
Elísabet Björt.
Um daginn sendi amma Lóló
mér með póstinum gamlar mynd-
ir. Þar heldur hún á mér nokkurra
daga gömlum og við glottum hvort
framan í annað. „Fyrsta brosið“
stendur skrifað yfir myndina með
hennar auðþekkjanlegu rithönd.
Síðan þá höfum við verið bestu
vinir.
Það eru mörg afmæliskortin og
bréfin sem hún skrifaði til mín,
fyllt út í kant, með góðum orðum
sem alltaf áttu greiða leið inn að
hjarta, sama hvar maður var
staddur í lífinu. Ég lærði það
snemma frá henni að missa ekki
sjónar á draumum mínum og
fylgja ávallt hjartanu í því sem ég
geri. Það er dýrmæt gjöf sem ég
er þakklátur fyrir og vonandi get
gefið áfram til barnanna minna.
Heimili ömmu Lóló og Gísla í
Löngumýri stóð okkur börnunum
alltaf opið. Hver heimsókn var há-
tíð. Alltaf var öllu tjaldað til og þá í
hvert einasta skipti, amma að
gera sig fína með rúllur í hárinu
og ég veit ekki hvað. Þessu bara
vippað fram úr erminni eins og
ekkert væri. Okkur þótti ævinlega
svo gaman að koma í heimsókn.
Alltaf var andrúmsloftið svo hlý-
legt og gott.
Man ég ófá skiptin þar sem við
áttum góðar stundir saman í eld-
húsinu, leggjandi kapal yfir kaffi
og kræsingum. Slúðrað um allt og
ekkert. Einnig sem strákur kom
ég oft við niðrí Löngumýri eftir
skóla, þá var amma alltaf búin að
fylla ískápinn af engjaþykkni og
Ora fiskibollum því það var uppá-
halds þá. Amma alltaf undirlögð af
ást til okkar allra og bjó ætíð svo
vel um okkur.
Og hvort sem það var fyrir
nokkrum mánuðum síðan eða fyr-
ir tuttugu árum, þá voru heim-
sóknirnar til ömmu og Gísla alltaf
umluktar sömu notalegu stemn-
ingunni og hlýleika.
Þetta fundu allir sem komu í
heimsókn til þeirra enda var oft
mikill gestagangur hjá þeim hjú-
um.
Hún amma Lóló var yndislega
hjartnæm kona, hlý og umhyggju-
söm, og hafði hugann ætíð hjá
börnunum sínum og fylgdist vel
með því sem fólkið hennar var að
gera.
Veggirnir í Löngumýrinni bera
líka þá sögu. Með tímanum hafa
þeir fyllst af myndum af börnun-
um hennar, barnabörnum og
barnabarnabörnum sem hún var
svo stolt af og bar það ávallt utan á
sér.
Amma hafði alltaf hlýjan vanga
að bjóða og hún tók alltaf vel á
móti þeim sem komu nýir inn í
fjölskylduna. Elín Ösp var engin
undantekning og leið ekki á löngu
þar til amma var búin að taka af
henni mál og vippa upp einni ull-
arpeysu. Ég fékk líka ófáar peys-
urnar. Ég man að eftir mikla
notkun fór að sjá eilítið á peysunni
og þegar amma sá þetta vildi hún
endilega fá hana til lagfæringar.
Stuttu seinna fékk ég peysuna til
baka, en þá hafði hún tekið sig til
og bara rakið hana alla upp og
prjónað nýja úr garninu. Sú var
mikið notuð, fékk seinna einnig
bætur á olnbogana og liggur núna
heima í varðveislu, notuð við
sparitækifæri.
Hún hugsaði líka svo vel um
nýjustu fjölskyldumeðlimina.
Þeim gaf hún listilega saumuð
sængurföt og sængur sem eru í
notkun á hverjum degi.
Þetta gerði hún af svo mikilli al-
úð og ást.
Ég kveð þig amma mín og mun
ávallt minnast þín sem konu sem
stóð fyrir allt það góða í lífinu.
Við erum öll svo lánsöm að hafa
átt þig að.
Ástarkveðjur, vinurinn þinn.
Pétur Örn.
Systraminning
Það varð stutt á milli andláts
þessara systra minna, Guðlaugar
og Matthildar og langar mig til
þess að rita nokkur orð í minningu
þeirra. Þar sem 16 og 17 ára ald-
ursmunur er á okkur kynntist ég
þeim ekki fyrr en þær voru orðnar
ungar konur og Stellu ekki fyrr en
ég var orðinn 15 ára þar sem hún
flutti ung til Bandaríkjanna en
kom til baka árið 1962. Lóló var
hér heima en báðar voru þær ung-
ar þegar þær hittu eiginmenn
sína, þá Árna Ólafsson og Jóhann
B. Eyjólfsson, sem báðir eru látn-
ir. Það hef ég heyrt að þegar þær
voru ungar og bjuggu á Brekku-
stígnum voru margir ungir menn
sem stigu í vænginn við þær syst-
ur enda báðar gullfallegar,
skemmtilegar og voru þá eins og
alla sína ævi greiðviknar, góð-
hjartaðar og vildu öllum vel. Þær
lögðu sig allar fram í að hlúa að
heimilum sínum, eiginmönnum,
börnum, barnabörnum og lang-
ömmubörnum þegar þau fæddust.
Þeim þótti yndislegt að fylgjast
með öllu þessu fólki, sjá hópinn
stækka og dafna og tóku virkan
þátt í því sem þau voru að gera
bæði í starfi og leik. Mér er það
minnisstætt hvað þær hugsuðu
vel um móður okkar þegar faðir
okkar lést skyndilega árið 1963 og
voru þær alltaf boðnar og búnar
til að gera henni lífið léttbærara.
Þá eru mér ógleymanleg matar-
boðin hjá þeim systrum sem voru
ósjaldan en báðar voru þær mikl-
ar húsmæður. Stella kom með
margar nýjungar í matargerð frá
dvöl sinni í Ameríku sem voru mér
mjög framandi og Lóló eldaði mat
eins og ég hafði fengið í foreldra-
húsum. Þá eru mér minnisstæðar
ferðir út á land en báðar áttu þær
flotta bíla með mökum sínum og
var ég oft tekinn með í sveitina,
hvort sem farið var í veiði, sum-
arhús, berjamó eða bara Þing-
vallahringinn. Það var svolítið
grobbinn gutti þegar hann sat í
Ford 5́8 og Chevy 5́7 sem voru sko
alvöru bílar. Þegar þær voru bún-
ar að koma börnum sínum til
manns fóru þær báðar að læra.
Stella fór í háskólann og lærði
bókasafnsfræði en Lóló fór í
sjúkraliðaskólann og störfuðu
þær báðar við Borgarspítalann til
starfsloka. Stella bjó síðustu árin í
nágrenni við sitt æskuheimili í
vesturbænum en Guðlaug var í
sambúð með Gísla Ferdínands-
syni og bjuggu þau í Garða-
bænum. Báðar létust þær eftir
stutta legu á sínum gamla vinnu-
stað og var vel hugsað um þær síð-
ustu daga ævi þeirra. Mig langar
til þess að ljúka þessum minning-
arorðum um þær systur með ljóði
eftir Sigurbjörn Þorkelsson sem
mér finnst eiga vel við þær sóma
systur.
Boðberar kærleikans
eru jarðneskir englar
sem leiddir eru í veg fyrir fólk
til að veita umhyggju,
miðla ást,
fylla nútíðina innihaldi
og tilgangi,
veita framtíðarsýn
vegna tilveru sinnar
og kærleiksríkrar nærveru.
Þeir eru jákvæðir,
styðja,
uppörva og hvetja.
Þeir sýna hluttekningu,
umvefja og faðma,
sýna nærgætni
og raunverulega umhyggju,
í hvaða kringumstæðum sem er
án þess að spyrja um endurgjald.
Blessuð sé minning þeirra.
Jónas Marteinsson.
Elsku amma Lóló er fallin frá
og hennar verður sárt saknað.
Hún var ein indælasta mann-
eskja sem ég hef fengið að kynn-
ast. Amma Lóló tók vel á móti mér
þegar ég kom inn í fjölskylduna og
það þótti mér vænt um. Ég naut
ekki þeirrar gæfu að kynnast mín-
um eigin ömmum og fannst ég
alltaf eiga pínulítið í henni líka.
Kræsingar og knús voru ávallt á
boðstólum í Löngumýrinni þegar
við komum í heimsókn, og hún
spurði alltaf hvort við vildum eitt-
hvað sérstakt og hafði það þá til.
Hvort sem það var plokkfiskur,
kjötbollur eða kaffi og Svali.
Þegar fjölskyldan stækkaði og
börnin fæddust fengu þau eins og
aðrir falleg orð og elskulegheit í
veganesti. Svo ekki sé minnst á
sængurgjafirnar, en barnabarna-
börnin fengu hvert á fætur öðru
listilega saumuð sængur- og
koddaver, og var á tímabili erill í
saumaskapnum þar sem börnun-
um fjölgaði mikið á stuttum tíma.
Lopapeysurnar frá henni eru líka
orðnar víðfrægar, enda held ég að
ég sé ekkert að ýkja þegar ég segi
að allir í fjölskyldunni eigi í það
minnsta eina slíka. Mér fannst það
vera ákveðin upphefð og innlimun
í fjölskylduna þegar amma Lóló
vatt sér upp að mér í einni heim-
sókninni í Melhæðinni og spurði
hvort ég vildi ekki lopapeysu. Svo
mældi hún mig í bak og fyrir og á
næsta afmælisdegi fékk ég send-
an mjúkan pakka út til Kaup-
mannahafnar.
Ég minnist sérstaklega heim-
sóknar hennar til okkar hingað
fyrir rúmum fjórum árum, en þá
kom hún með okkur um bæinn
þveran og endilangan, upp kræk-
lóttan hringstiga á þakverönd í
grillveislu, á karnival í
Fælledparken og að bekkjum
Christianshavn í nestisferðir.
Þetta ferðalag og myndirnar það-
an voru uppspretta samtala í
heimsóknum til hennar lengi á eft-
ir, og eru dýrmætar minningar.
Ég kveð ömmu Lóló döpur í
bragði en þakklát í hjarta fyrir að
hafa kynnst góðri og hjartahlýrri
konu. Amma Lóló sagði nágranna
sinn eitt sinn hafa undrast stöð-
ugar heimsóknir unga fólksins til
hennar og sagði: „Eitthvað hlýt-
urðu að hafa gert rétt, Lóló mín.“
Það gerði hún svo sannarlega.
Ég votta börnum Lóló, Gísla,
barnabörnum og öðrum ættingj-
um og vinum, mína innilegustu
samúð.
Elín Ösp.
Fleiri minningargreinar
um Guðlaugu Marteins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.