Morgunblaðið - 07.01.2013, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013
Hvað ertu að hlusta á um þessar
mundir?
Ásgeir Trausta, Nat King Cole
og Elvis (jólalög).
Hvaða plata er sú besta sem nokk-
urn tíma hefur verið gerð að þínu
mati?
Rapphundurinn í mér verður að
fá að tjá sig hér líka. Þannig að ég
segi Straight Out of Compton með
NWA. Tímamótaverk í rappsög-
unni. Þarna voru menn sem þurftu
að hleypa út mikilli uppsafnaðri
reiði og höfðu margt að segja.
Hver var fyrsta platan sem þú
keyptir og hvar keyptirðu hana?
Ísbjarnarblús Bubba. Held ég
hafi verið sex eða sjö ára og minn-
ir að ég hafi keypt hana í Hreða-
vatnsskála þegar ég var í sum-
arbústað í Borgarfirðinum.
Hvaða íslensku plötu þykir þér
vænst um?
Fyrrgreindan Ísbjarnarblús, af
því að hún var fyrst í röðinni. Svo
klikkar „Þorparinn“ ekki á Gamli
góði vinur með Mannakornum.
Hvaða tónlistarmaður værir þú
mest til í að vera?
Ég er nú nokkuð sáttur í eigin
skinni, en hefði verið til í að vera
Elvis sjálfur, af því að hann var
breyskur, flottur og kunni að
syngja. Náði eflaust að prófa
töluvert af tilfinningaskalanum
á annars tiltölulega stuttri ævi.
Hvað syngur þú í sturtunni?
Það fer eftir ýmsu. Ef mað-
ur er á góðum stað í te-
stósteron-hringnum reynir
maður á bassann með því
að taka Hauk Morthens,
en stundum er maður
minni í sér og fer í
Backstreet Boys.
Hvað fær að hljóma
villt og galið á föstu-
dagskvöldum?
Getur verið allt frá
Rihönnu og J-Lo yfir í ís-
lenskt 80’s. Veltur á stemn-
ingunni hverju sinni.
En hvað yljar þér svo á
sunnudagsmorgnum?
Nat King Cole, Ro-
berta Flack eða Elv-
is.
Í mínum eyrum Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður
„Þorparinn“ klikkar ekki
Rapphundur Straight Out of Comp-
ton með NWA er tímamótaverk í
rappsögunni, að mati Sölva.
Ljósmynd/Jónas Hallgrímsson
Nýjasta kvikmyndin um njósn-
arann James Bond, Skyfall, er ein
af tíu sem samtök breskra kvik-
myndaframleiðenda tilnefna til
Darryl F. Zanuck verðlaunanna
fyrir framúrskarandi kvikmynda-
framleiðslu. Þykir þetta auka lík-
urnar á því að myndin verði til-
nefnd til Óskarsverðlauna í ár því
myndir tilnefndar af samtökunum
hafa jafnan gert það gott á Ósk-
arnum. Samtökin hafa ekki til-
nefnt Bond-mynd áður og er þetta
því mikið fagnaðarefni fyrir
Bond-unnendur. Af öðrum kvik-
myndum á listanum má nefna
Argo, Les Miserables, Lincoln og
Silver Linings Playbook sem hafa
hlotið mikið lof gagnrýnenda, líkt
og Skyfall. Óskarsverðlaunin
verða afhent í Los Angeles, 24.
febrúar nk.
007 Daniel Craig þungur á brún í hlutverki James Bond í Skyfall.
Bond-mynd tilnefnd í fyrsta sinn
Austurríski kvikmyndaleikstjórinn
Michael Haneke hefur ákveðið að
draga kvikmynd sína Amour úr
keppni um austurrísku kvikmynda-
verðlaunin. Amour hlaut Gull-
pálmann á síðasta ári, aðalverðlaun
kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og
er framlag Austurríkismanna í
keppninni um bestu erlendu myndina
á Óskarsverðlaununum í ár. Ástæða
þessarar ákvörðunar Haneke er að
kvikmyndin er ekki hæf til tilnefn-
inga í nokkrum mikilvægum flokk-
um, m.a. af því hún er á frönsku og
framleidd utan Austurríkis. Því er
aðeins hægt að tilnefna hana fyrir
leikstjórn, handrit og klippingu.
Haneke dregur Amour úr keppni
AFP
Ekki með Michael Haneke.
JÓLAMYND2012
FRÁ ÞEIM SÖMU OG
FÆRÐU OKKUR
OG
NAOMI WATTS
TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA
BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI
100/100
„Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir
sem fólk verður að sjá á árinu.“
100/100
„Ógnvænlega vel gerð.“
JÓLAMYND 2012
-V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS
-EMPIRE
JÓLATEIKNIMYNDIN Í ÁR!
Í 2D OG 3D MEÐ
ÍSLENSKU TALI
-SÉÐ & HEYRT/VIKAN
Gleðilegt Nýtt Ár!
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
VIP
SINISTER KL. 8 - 10:20
HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY3D KL. 8
HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY KL. 6 - 10
HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY VIP
KL. 6 - 10
THE IMPOSSIBLE KL. 5:50 - 8 - 8:20 - 10:30
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50
SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 5:50
RED DAWN KL. 10:50
RISE OF GUARDIANS ÍSLTALI KL. 5:50
AKUREYRI
SINISTER KL. 10:20
THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20
RED DAWN KL. 8
RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL3D KL. 6
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 6
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
SINISTER KL. 5:40 - 8 - 10:20
THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30
LIFE OF PI 3D KL. 8
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50
SKYFALL KL. 10:40
KEFLAVÍK
THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20
HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY 3D KL. 8
SINISTER KL. 10:40
HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY 3D
KL. 4:40 - 8
HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY 2D KL.7-10:20
LIFE OF PI 3D KL. 5:20- 8
THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30
SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 5
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
PARANORMAL ACTIVITY OG INSIDIOUS
80/100
VARIETY
75/100
R. EBERT
STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200
ERUM AÐ
TAKA UPP
NÝJAR VÖRUR
FYRIR HERRA!