Morgunblaðið - 11.01.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 11.01.2013, Síða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðstoðarþjálfari Bjarki Þór er liði MB í Gettu betur innan handar, Eyrún, Þorkell Már og Sveinn Jóhann. inn sé lítill og skólastarfið gott. „Margir tala um að stofnun menntaskóla hér í Borgarnesi sé það besta sem hafi komið fyrir bæ- inn síðan Borgarfjarðarbrúin kom,“ segir Bjarki Þór. Viðurkenning að hljóta styrk Það leggst vel í Bjarka Þór að flytja til Reykjavíkur en þar á hann frænku sem hann fær að búa hjá og þarf því ekki að hafa áhyggjur af húsnæðismálum. Félagi Bjarka Þórs hlaut sams konar styrk síðast- liðið haust og í framhaldi af því ákvað hann að sækja um líka. „Ég ákvað að prófa að sækja um og það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið mér skemmtilega á óvart að fá styrkinn. Það eru ekki bara peningarnir sem skipta máli heldur viðurkenningin sem í því felst að hljóta styrkinn. Ég hef ætlað mér lengi að fara í sálfræði en við hana heilla mig helst þessi mannlegu tengsl. Af hverju fólk er eins og það er og hvernig það verður öðruvísi. Eins að velta fyrir sér hvað gangi í erfð- ir og hvað mótist af umhverfinu. Þetta er líka orðið svo vítt fræða- svið og hefur færst frá því að sál- fræðingur fái fólk til sín á bekk. Nú er þetta jafnvel farið að tengjast viðskipta- og stjórnmálafræði og fleiri fögum. Ég sé fyrir mér fram- haldsnám í einhverju slíku,“ segir Bjarki Þór. Gróska í félagslífinu Fyrir utan námið hefur Bjarki Þór einnig verið öflugur í fé- lagslífinu. Hann hefur keppt í Gettu betur undanfarin tvö ár og er nú nýju liði skólans innan hand- ar. „Það er gífurlega skemmtilegt að taka þátt í Gettu betur. Þegar ég var í liðinu hittumst við gjarnan á kvöldin og fórum yfir heimsmálin, gömul og ný, lærðum Gettu betur- spilið utan að og horfðum saman á spurningaþætti í sjónvarpinu. Það er alveg yndislegt,“ segir Bjarki Þór sem einnig var í hópi nemenda sem komu á fót skólablaði við skól- ann. Hópurinn kom fyrst saman haustið 2011 og var fyrsta tölublað- ið af Eglu gefið út í apríl 2012 en hið seinna í desember síðastliðnum. Bjarki Þór var í fyrstu auglýs- ingastjóri blaðsins en tók síðan við sem ritstjóri. „Ég tók m.a. viðtal við frú Vig- dísi Finnbogadóttur ásamt félaga mínum fyrir blaðið sem var mjög mikill heiður,“ segir Bjarki Þór. Allir nemendur MB fengu eintak af Eglu, sem var einnig dreift í kynn- ingarskyni í alla grunnskóla í hér- aðinu og víðar en stefnt er að út- gáfu einu sinni á ári. Einnig hefur Bjarki Þór unnið með leikfélagi skólans og fór með eitt af aðal- hlutverkunum í Stútungasögu sem sett var upp síðastliðið vor. Í haust var hann síðan sýningarstjóri Litlu hryllingsbúðarinnar sem sýnd var í tæpan mánuð fyrir fullu húsi. „Ég hef alltaf reynt að vinna með skólanum, eins og margir gera. Það er mikilvægur liður í því að ná að skipuleggja sig og láta öll tannhjólin ganga. Þegar fullt nám, félagsstörf og vinna skarast er mikilvægt að halda rétt á spöð- unum. Ef það gengur vel verður það að góðu farteski út í lífið,“ seg- ir nýstúdentinn Bjarki Þór að lok- um. „Þegar fullt nám, félags- störf og vinna skarast er mikilvægt að halda rétt á spöðunum. Ef það geng- ur vel verður það að góðu farteski út í lífið.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 Ný könnun á vegum Prince’s Trust, góðgerðarsamtaka fyrir bresk ung- menni, sýnir að einu af hverjum tíu ungmennum í Bretlandi finnst erfitt að höndla daglegt líf. Eru atvinnu- laus ungmenni eða þau sem eru hvorki í námi né starfsþjálfun tvö- falt líklegri til að eiga í erfiðleikum. Árleg könnun samtakanna var send til 2.136 ungmenna á aldrinum 16-25 ára. Alls sögðust 27% þeirra sem hafa atvinnnu ætíð eða oft vera niðurdregin eða þunglynd á móti 48% þeirra sem ekkert hafa við að vera. Einnig kom í ljós að 22% svar- enda höfðu engan til að leita til með vandamál sín. Þótt talan sé há meðal þeirra sem hvorki stunda nám né atvinnu er hún þó heldur á niðurleið frá því í fyrra en þá sögð- ust 52% í þeim hópi ætíð eða oft niðurdregin eða þunglynd. Þetta er í fimmta sinn sem slík könnun er gerð á lífshamingju ung- menna og er þar komið inn á ýmis svið lífsins, t.a.m. fjölskyldu og and- lega sem líkamlega heilsu. Þykja þessar tölur marka almennt örlitla breytingu á sjálfsöryggi og ham- ingju ungmennanna. „Lífið getur orðið niðurdrepandi endurtekning þegar fólk elst upp við erfiðar aðstæður og fær síðan ekki vinnu sem fullorðið fólk. Sú er oft raunin með þá sem ekki fá gott veganesti þá út í lífið en með rétt- um stuðningi getum við hjálpað þeim að komast aftur á beinu brautina,“ segir Martina Milburn, framkvæmdastjóri samtakanna. Kemur þetta fram í frétt á vefsíðu BBC. Könnun á líðan breskra ungmenna Góðgerðarsamkoma Karl Bretaprins stofnaði samtökin, hér með konu sinni. Hamingjan virðist upp á við AFP Í okkar nútímasamfélagi er aldur orðinn að hálfgerðu tabúi sem er algjör vitleysa því aldurinn færir okkur jú dýrmæta lífsreynslu. En nútímamaðurinnn virðist margur engan tíma eða áhuga hafa á að hlusta á vitran öldung miðla af viskubrunni sínum. Miklu frekar hlaupum við upp til handa og fóta þegar nýtt hrukkukrem kemur á markað. Eða verðum mjög upprifin þegar við heyrum af yngingar- þessu eða hinu. Nú komst ég á fertugsald- urinn í fyrra og finn að mér er orðið meira um- hugað um aldurinn en áður. Ég skal viður- kenna að stundum þyk- ist ég sjá hrukkur sem enginn annar sér en oftast reyni ég þó að taka þessu af stóískri ró. Þá sérstaklega þegar ég fylgist með frábærum konum sem sam- kvæmt tölunni eru orðnar „gaml- ar" en eru greinilega ungar í aldri. Slíkar konur eru stundum með mér í búningsklefanum eftir sund. Þær eru þá búnar að liðka sig í sundleikfimi og spjalla mikið saman að því loknu. Rifjaðar eru upp útlandaferðir í gamla daga, ein fer í peysuna öfuga og skelli- hlær að vitleysunni í sér og önnur segist ekki skilja í manninum sín- um að flakka svona á milli sjón- varpsstöðva. Hvort það geti virkilega verið að hann skoði ekki dagskrána? Þeirri þriðju er strítt á að flýta sér svona mikið, er hún á leið í bíó eða hvað? Að hlusta á þessar mætu konur er eins og að hlusta á konur á mínum aldri spjalla og það finnst mér frábært. Líka að amma mín sem varð 77 ára í vikunni blandi kokteil handa manni áður en farið er á ball. Þar dönsuðum við síð- an saman út í nótt- ina og amma „gamla“ gaf ekk- ert eftir. Flestir sem ungir eru óttast sjálfsagt að ein- hverju leyti þá staðreynd að verða gamlir og sá hluti lífsins er víst óumflýjan- legur. En svo lengi sem maður býr að góðri heilsu ber að þakka hvern dag og vera jákvæður og glaður. Þetta á í raun við hvaða aldur sem er, njóta ber dagsins, sýna æðruleysi og safna eins mörgum broshrukkum og maður getur. Góð broshrukka Skál Þakka ber hvern dag sem við fáum með bros á vör. Ég skal viður- kenna að stundum þykist ég sjá hrukkur sem enginn annar sér. Mæja masar maria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.