Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 35
Lækjarbakka við Hvammstanga frá
2010. Hún var auk þess kennari við
Grunnskólann á Skagaströnd er fjöl-
skyldan bjó þar og kennari við
Grunnskóla Snæfellsbæjar. Á
Hvammstanga starfaði Berglind hjá
Fæðingarorlofssjóði 2010-2012.
Berglind söng á árum áður með
Kór Menntaskólans í Kópavogi og
með Hjallakirkjukór, söng með
kirkjukórunum á Skagaströnd og í
Ólafsvík eftir því sem þau hjón gátu
komið því við og syngur nú með
kirkjukórnum á Hvammstanga. Þá
starfar hún og prjónar með Prjónó,
sem eru gallvaskar prjónakonur á
Hvammstanga.
Jóga og kristileg íhugun
Berglind ólst upp við það að faðir
hennar stundaði jógaæfingar um
árabil. Hún fór því sjálf að æfa jóga
og öðlaðist síðan kennsluréttindi í
hatha-jóga. Hún hefur nú boðið upp
á hatha-jógaæfingar og kristilega
íhugun í safnaðarheimilinu á
Hvammstanga í eitt ár og fengið við
því góð viðbrögð.
„Hatha-jógaæfingar snúast í raun
um ýmsar jógastöður, öndunar-
æfingar og slökun. Jafnframt þess-
um æfingum ástundum við kristilega
íhugun og endum hvern fund á fal-
legri bæn.
Ég hef stjórnað vikulegum fund-
um af þessu tagi nú í eitt ár og fengið
mjög góð viðbrögð við því. Það hafa
töluvert margir komið á þessar æf-
ingar og síðan er fastur hópur sem
mætir í hvert skipti.“
Magnús, eiginmaður Berglindar,
er frá Staðarbakka í Miðfirði en þar
byggðu þau hjónin sér hús á árunum
2004-2007 og eru þar búsett í dag.
Auk söngsins og áhuga á jóga
blundar í Berglindi mikil sveita-
manneskja.
„Ég er nú reyndar ekki alin upp í
sveit en ég hef verið alsæl hér á
landsbyggðinni og hef mikinn áhuga
á sauðfjárbúskapnum hér, sauð-
burðinum á vorin og réttunum á
haustin.
Síðan eigum við hjónin hesta og
erum svona í rólegheitum að koma
okkur upp góðum stofni.“
Fjölskylda
Eiginmaður Berglindar er Magn-
ús Magnússon, f. 9.12. 1972, sókn-
arprestur Breiðabólstaðarpresta-
kalls. Hann er sonur Magnúsar
Guðmundssonar, fyrrv. bónda á
Staðarbakka, og Guðrúnar Helgu
Jónsdóttur, húsfreyju þar, sem er
látin.
Börn Berglindar og Magnúsar eru
Guðrún Helga, f. 15.8. 1996, nemi við
FNV á Sauðárkróki; Rannveig Erla,
f. 4.7. 2000, og Guðmundur Grétar, f.
6.1. 2004.
Systkini Berglindar eru Áslaug, f.
10.5. 1957, hjúkrunarfræðingur í
Noregi; Rannveig, f. 31.10. 1959,
matráður í Kópavogi; Þorkell, f. 14.6.
1961, vélvirki í Reykjavík; Hilmar, f.
18.8. 1963, verktaki í Kópavogi;
Heimir, f. 2.4. 1965, pípulagn-
ingameistari í Kópavogi; Gunnar, f.
12.10. 1966, verktaki í Kópavogi;
Smári, f. 10.4. 1969, skrúðgarðyrkju-
meistari í Kópavogi, og Birgir, f. 4.7.
1971, starfrækir Barkasuðu Guð-
mundar með föður sínum.
Foreldrar Berglindar eru Guð-
mundur Þorkelsson, f. 10.10. 1935,
plötu- og ketilsmiður, og Erla Sæ-
unn Guðmundsdóttir, f. 7.12. 1935,
húsfreyja.
Úr frændgarði Berglindar Guðmundsdóttur
Berglind
Guðmundsdóttir
Dagbjört Ásmundsdóttir
húsfreyja
Sigurður Guðmundsson
b. á Ölverskrossi
Áslaug Sigurðardóttir
húsfr. í Rvík
Guðmundur Steinþór Magnússon
vörubílstj. í Rvík
Erla Sæunn Guðmundsdóttir
húsfr. í Kópavogi
Anna Sigurbjörg
Sigurbrandsdóttir
húsfr. í Hrútsholti
Magnús Þórarinsson
sjóm. í Ólafsvík
Þórunn Kristjánsdóttir
húsfreyja, ættuð frá
Skógarkoti í Þingvallasveit
Ísak Bjarnason
útvegsm. og fyrsti form.
Hlífar í Hafnarfirði
Bergþóra Rannveig Ísaksdóttir
húsfr. í Kópavogi
Þorkell Guðmundsson
járnsmiður við Landsmiðjuna
Guðmundur Þorkelsson
plötu- og ketilsmiður
Gíslína Gísladóttir
húsfreyja á Fjalli,
frá Stokkseyri
Guðmundur Þorkelsson
b. á Fjalli á Skeiðum, af Bergsætt
Áð í útreiðartúr Berglind í tungls-
ljósi með Mána sér við hlið.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
Guðmundur fæddist í Reykjavík11.1. 1932. Foreldrar hansvoru Georg Júlíus Guð-
mundsson, stýrimaður í Reykjavík,
og Jónína Ingibjörg Magnúsdóttir
húsfreyja. Georg var sonur Guð-
mundar Júlíusar Jónssonar, útvegs-
bónda í Görðum í Önundarfirði, og
Gróu Finnsdóttur húsfreyju. Jónína
var dóttir Magnúsar Jónssonar, skip-
stjóra í Reykjavík, og Sigurveigar
Runólfsdóttur húsfreyju.
Guðmundur lauk stúdentsprófi frá
MR 1952, prófi í læknisfræði frá HÍ
1960, doktorsprófi frá Háskólanum í
Bonn 1966, og fékk viðurkenningu
sem sérfræðingur í meinafræði 1967.
Guðmundur var aðstoðarlæknir við
Landspítalann 1960-1961, héraðs-
læknir 1961, aðstoðarlæknir við
meinafræðideild HÍ 1962-1963,
stundaði sérfræðinám og var síðar
aðstoðarlæknir í meinafræði við Há-
skólann í Bonn 1963-1968, sérfræð-
ingur í líffærameinafræði við Til-
raunastöð HÍ í meinafræði að
Keldum 1968-1994 og var forstöðu-
maður þar og prófessor við lækna-
deild HÍ 1994-2001.
Meinafræði hefur lengi verið stór
þáttur í vísindarannsóknum að
Keldum en þar starfaði Guðmundur
lengst af með príon- og veirusjúk-
dóma í sauðfé. Framlag hans efldi
skilning á framgangi sjúkdóma og
samspili hýsils og sýkils.
Guðmundur var sjálfur í mikilvægri
alþjóðlegri samvinnu við vísindamenn
beggja vegna Atlantshafs og sem for-
stöðumaður að Keldum vann hann að
því að efla Tilraunastöðina sem al-
þjóðlega vísindastofnun.
Guðmundur var formaður Meina-
fræðifélags Íslands, formaður Sam-
taka herstöðvarandstæðinga, sat í
stjórn Félags norrænna taugameina-
fræðinga, í stjórn líf- og læknis-
fræðideildar Vísindaráðs og var fé-
lagi í Vísindafélagi Íslendinga frá
1977.
Guðmundur var mikilvirkur fyrir-
lesari en eftir hann liggur mikill fjöldi
vísindagreina.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar
er Örbrún Halldórsdóttir og eign-
uðust þau fjögur börn.
Guðmundur lést 13.6. 2010.
Merkir Íslendingar
Guðmundur
Georgsson
90 ára
Elísabet M. Jóhannesdóttir
Margrét Oddgeirsdóttir
85 ára
Ásta Hildur Sigurðardóttir
Ingigerður K. Gísladóttir
Margrét S. Guðmundsdóttir
80 ára
Aðalfríður Pálsdóttir
Fríða Ólafsdóttir
Guðbjörg J. Óskarsdóttir
Ingibjörg S. Björnsdóttir
Kristján Jóhannsson
Svanhildur Friðriksdóttir
75 ára
Björgvin Hagalínsson
Guðlaug Steingrímsdóttir
Halla Bjarnadóttir
Hallfreður Björgvin
Lárusson
Hrafnkell Ársælsson
Ingileif Sveina Andrésdóttir
Selma K. Jónsdóttir
Stefán Björn Steingrímsson
Stefán Böðvar Þórðarson
70 ára
Edda Einarsdóttir
Gerður Óskarsdóttir
Guðrún Guðbjörnsdóttir
Hjördís Árnadóttir
Matthildur Ósk
Óskarsdóttir
Þorsteinn Gíslason
60 ára
Aðalsteinn Örnólfsson
Egill Ásmundsson
Hannes Ragnar Reynisson
Hörður Albertsson
Kristján Júlíus Friðgeirsson
Már Ólafsson
50 ára
Agnar Svavarsson
Björgvin Daníelsson
Brynja Jóna Jónasdóttir
Dorota Sobera
Fannar Jósef Viggósson
Garðar Þór Garðarsson
Gunnar Kjartan Þorleifsson
Helgi Magnússon
Pétur Pétursson
Vilhjálmur V. Matthíasson
William S. Silverthorn
40 ára
Andri Steinþór Björnsson
Berglind Jónsdóttir
Birgir Jón Birgisson
Guðmundur Hafsteinn
Árnason
Guðni Kristófer Hjaltalín
Harpa Dís Jónsdóttir
Hulda María Einarsdóttir
Jenný Kristín Valberg
Manon Laméris
Mariusz Dariusz Michalak
María Rós Karlsdóttir
Ottó Geir Borg
Sigurður Rúnar
Samúelsson
30 ára
Ásta María Karlsdóttir
Chaemsri Kaeochana
Dainis Kalnins
Elsa Blöndal Sigfúsdóttir
Erla Jónsdóttir
Gunnar Birgir Sandholt
Haukur Benediktsson
Justyna Izabela
Kieszkowska
Kristine Macanova
Lovísa Ósk Jónsdóttir
Lukasz Stanislaw Janca
Monika Klonowski
Reynir Þór Reynisson
Sarah Roswitha Holzem
Sebastian Zygmunt Mical
Til hamingju með daginn
30 ára Unnur Edda ólst
upp á Selfossi, lauk BSc-
prófi í fjármálaverkfræði
frá HR 2012 og starfar hjá
Vodafone.
Maki: Leifur Örn Leifsson,
f. 1982, tæknifræðingur.
Sonur: Leifur Freyr Leifs-
son, f. 2010.
Foreldrar: Elínborg
Högnadóttir, f. 1962,
verslunarmaður, og Jón
Sigursteinn Gunnarsson,
f. 1957, framhaldsskóla-
kennari.
Unnur Edda
Jónsdóttir
40 ára Hjalti lauk MA-
prófi í viðskiptafræði frá
Háskólanum í Árósum og
starfar við bókhald og
uppgjör á Selfossi.
Maki: Jódís Ásta Gísla-
dóttir, f. 1975, bygginga-
fræðingur.
Synir: Þorvarður, f. 2001,
og Gísli Steinn, f. 2006.
Foreldrar: Þorvarður
Hjaltason, f. 1951, fram-
kvæmdastjóri SASS, og
Ólafía Sigurðardóttir, f.
1950, meinatæknir.
Hjalti
Þorvarðarson
30 ára Sigurgeir ólst upp
í Reykjavík, lauk prófum í
húsasmíði og vinnur nú
hjá Graníthúsinu.
Dóttir: Auður Hulda, f.
1999.
Systur: Rakel Ragn-
arsdóttir, f. 1973, og
Ragna Björk Ragn-
arsdóttir, f. 1979.
Foreldrar: Erna Björk
Guðmundsdóttir, f. 1952,
hjúkrunarfræðingur, og
Ragnar Geir Tryggvason,
f. 1950, skipasmiður.
Sigurgeir
Ragnarsson