Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur þessa dagana árlega Vínartónleika sína. Fyrstu tónleikarnir voru í Eld- borg í Hörpu í gærkvöldi, aðrir tón- leikar verða í kvöld og loka- tónleikarnir á morgun, laugardag klukkan 16. Vínartónleikarnir eru vinsælustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar- innar á ári hverju en mörgum gest- um þykir ómissandi að upplifa í upphafi nýs árs þann glæsileika og gleði sem einkennir Vínartónlist- ina. Einsöngvari á tónleikunum er Hulda Björk Garðarsdóttir sópran- söngkona en sérstakur gestur er Snorri Wium tenór. Hljómsveitar- stjóri er Peter Guth. Hann er ís- lenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur því hann stjórnar nú Vínartónleikum hljómsveitarinnar í tólfta sinn og hefur hann stjórnað þeim mun oftar en nokkur annar hljómsveitarstjóri. Guth hefur átt mikilli velgengni að fagna, bæði sem fiðluleikari og stjórnandi, en einkum hefur hann skapað sér nafn sem einn fremsti flytjandi samtím- ans á tónlist Strauss-feðga. Örfá sæti munu laus á tónleikana í kvöld og á morgun. Morgunblaðið/Jim Smart Valsasveifla Stjórnandinn Guth er hylltur í lok Vínartónleika hér fyrir nokkrum árum. Árlegir Vínartónleikar Sinfóníunnar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Franska kvikmyndahátíðin sem hefst í dag er sú 13. í röðinni og hald- in í Háskólabíói að vanda. Hátíðin er samstarfsverkefni franska sendi- ráðsins á Íslandi, Alliance française og Græna ljóssins hjá Senu og stendur hún til 24. janúar. Níu myndir frá frönskumælandi löndum verða sýndar á hátíðinni en opnunarmynd hennar er De rou- ille et d’os, eða Ryð og bein, eftir leikstjórann Jac- ques Audiard, mynd sem hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Alliance française, franska sendi- ráðið og Sena velja myndirnar á há- tíðina í sameiningu, að sögn Guð- laugar M. Jakobsdóttur, forseta Alliance française. Reynt hafi verið að fá á hátíðina myndir sem hafi not- ið vinsælda meðal almennings, myndir sem hafi fengið góða dreif- ingu á erlendum kvikmyndahátíðum og verðlaunamyndir. Á hátíðinni megi því finna bæði vinsælar og lof- sungnar myndir. Tvær aðalmyndir Spurð að því hvort kalla megi á einhverja kvikmyndanna aðalmynd hátíðarinnar í ár bendir Guðlaug á opnunarmyndina, Ryð og bein. „En það sem er óvanalegt við hátíðina í ár er að það eru tvær aðalmyndir, mætti segja, tvær flottar myndir. Yf- irleitt er það kannski ein sem er mjög áberandi en þarna eru tvær þunga- vigtarmyndin,“ segir Guðlaug en hin myndin er Amour, eða Ást, eftir Michael Haneke sem hlaut Gull- pálmann, aðalverðlaun kvik- myndahátíðarinnar í Cannes, í fyrra. Hvað Ryð og bein varðar segir Guðlaug að þema hennar sé ekki ósvipað þema Intouchables sem sló í gegn á Íslandi í fyrra. Í henni segi af vináttu sem þróist með tveimur ólík- um einstaklingum, manneskjum sem komi hvor úr sinni áttinni. Efnistökin séu þó öllu alvarlegri í Ryð og bein en Intouchables. -Nú sýndi Intouchables að kvik- myndir á frönsku geta slegið í gegn á Íslandi. Hvað finnst þér um hlutfall franskra kvikmynda í bíóhúsum hér á landi? Það er ekki mjög hátt. „Nei, það er alls ekki hátt. Frakk- ar hafa náttúrlega verið svolítið fast- heldnir á að halda í heiðri sinni bíó- menningu í kvikmyndagerð sem er kannski meira á listræna kantinum sem er mjög gott og fínt. Ég held að markaðurinn hafi ekki verið það stór eða einsleitur þangað til þessar kvik- myndahátíðir fóru að opna augu al- mennings fyrir því að það er eitthvað meira til en þessar amerísku. Ég held að það þurfi að koma meira úr- val og ég held að Bíó Paradís sé að vinna ofsalega flott starf í þá átt,“ segir Guðlaug. Hún bendir á það að lokum að myndirnar á hátíðinni séu ekki allar frá Frakklandi heldur einnig öðrum löndum þar sem töluð sé franska. „Franska er ekki bara Frakkland.“ Sýnishorn úr öllum myndum há- tíðarinnar má finna á YouTube-rás franska sendiráðsins: tinyurl.com/ franska. Opnunarmyndin Úr kvikmyndinni Ryð og bein, opnunarmynd hátíðarinnar. Óskarsverðlaunaleikkonan Marion Co- tillard þykir sýna mikil tilþrif í henni. Myndin er framlag Frakka til Óskarsverðlauna í ár. Vinsælar og lofsungnar Guðlaug M. Jakobsdóttir  Franska kvikmyndahátíðin hefst í dag  Níu kvikmyndir verða sýndar Ryð og bein/De rouille et d’os Stéphanie er farsæll háhyrn- ingaþjálfari og á í ástarsambandi við Alain sem er hnefaleikamaður. Stéphanie lendir í skelfilegu slysi sem breytir lífi þeirra til fram- búðar. Leikstjóri er Jacques Audi- ard og í aðalhlutverkum Marion Cotillard og Matthias Schoenaerts. Ást/Amour Myndin segir af öldruðum hjónum, George og Anne sem eru fyrrver- andi píanókennarar. Anne fær heilablóðfall og aðstæður þeirra gjörbreytast. Leikstjóri er Michael Haneke og í aðalhlutverkum Jean- Lois Trintignant, Emmanuelle Riva og Isabelle Huppert. Baneitrað/Un poison violent Í myndinni segir af stúlku á tán- ingsaldri sem snýr aftur heim úr kaþólskum heimavistarskóla og kemst að því að faðir hennar hefur yfirgefið móður hennar sem er nið- urbrotin. Anna leitar huggunar hjá afa sínum og kynnist frjálslyndum pilti. Leikstjóri er Katell Quillévéré og í aðalhlutverkum Clara Aug- arde, Lio og Michael Galabru. Stórlaxarnir/Les barons Hassan, Aziz og Mounir búa í Brussel og vilja fara sem allra stysta leið að því að verða ríkir og hamingjusamir. Gamanmynd eftir leikstjórann Katell Quillévéré. Í að- alhlutverkum eru Nader Bousss- andel, Mourade Zeguendi og Monir Ait Hamou. Jarðarförin hennar ömmu/Adieu Berthe - l’enterrement de mémé Amma hins sjálfselska og klaufska Armand fellur frá og fyllist hann samviskubiti yfir því að hafa ekki sinnt henni sem skyldi. Hann ákveður að gera útför hennar sem veglegasta en tekst afar illa til. Gamanmynd eftir Bruno Podaly- dés. Í aðalhlutverkum eru Denis Podalydés, Valérie Lemercieer og Isabelle Candelier. Griðastaður/La clé des Champs Hér segir af pilti og stúlku sem uppgötva töfrandi veröld smádýra og blóma við litla tjörn. Leikstjórar eru Claude Nuridsany og Marie Pé- rennou og í aðalhlutverkum Simon Delagnes og Lindsey Hénocque. Töframaðurinn/L’illusioniste Teiknimynd eftir handriti Jacques Tati sem segir af töframanni sem heldur til Skotlands og kynnist þar dóttur kráareiganda með skondn- um afleiðingum. Leikstjóri er Sylvain Chomet. Wolberg-fjölskyldan/La famille Wolberg Bæjarstjóri í frönskum bæ er vin- sæll meðal bæjarbúa en glímir við illleysanlegan vanda heima fyrir. Leikstjóri er Axelle Ropert og í að- alhlutverkum Francois Damiens, Valérie Benguigui og Valentin Vigourt. Nénette og áhorfendurnir/Nénette Forvitnileg heimildarmynd eftir Nicolas Philipert um fertuga ór- angútan-apaynju í dýragarði í Par- ís og daglegt líf hennar. Myndirnar á Frönsku kvikmyndahátíðinni Töfraheimur Úr kvikmyndinni Griðastaður sem ætluð er börnum jafnt sem fullorðnum. Skyggnst er inn í veröld hins smáa í lífríkinu. Bankastræti 2, Sími 551 4430 info@laekjarbrekka.is - www.laekjarbrekka.is ...í sögulegu umhverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.