Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 London. AFP. | 150 ár eru nú liðin frá því að elsta jarðlestakerfi heimsins var opnað, þ.e. jarð- lestakerfið í London sem flytur um fjórar millj- ónir farþega á dag. Fyrsta brautarspor lestakerfisins var opnað al- menningi 10. janúar 1863, um þremur árum eftir að framkvæmdirnar hófust. Langar biðraðir mynduðust á lestarstöðvunum því margir höfðu beðið spenntir eftir því að fá tækifæri til að ferðast með jarðlestunum sem voru gufuknúnar og lýstar með gaslömpum. „Í fyrsta skipti í sögu heimsins geta menn ferðast í notalegum vögnum, með verulegum þægindum, neðar en gas- og vatnsleiðslur borgarinnar … neðar en grafirnar,“ sagði í forystugrein dagblaðsins Daily News á þessum tíma. „Við fundum ekki neina vonda lykt, fyrir utan þá lykt sem er algeng í göngum. Það er svo hátt til lofts í vögnunum að sex feta maður getur staðið þar uppréttur, með hattinn á höfðinu,“ var haft eftir William Hardman, einum af fyrstu farþegum jarðlestanna. Á þessum tíma var London fjölmennasta borg heimsins og mikil þörf á því að bæta almennings- samgöngurnar. Jarðlestakerfinu var komið upp til að tengja þrjár lestarstöðvar (Paddington, Euston og King’s Cross) við miðborgina. 402 kílómetra löng Fyrsta brautarsporið, nefnt Metropolitan Rail- way, var nær fimm kílómetra langt og stöðvarnar voru sjö. Hálfri annarri öld síðar eru brautar- sporin alls 402 km löng og lestarstöðvarnar eru 270. Á ári hverju flytja jarðlestirnar 1,1 milljarð farþega. „Það varð lífæð Lundúna,“ segir David Laboso, einn framkvæmdastjóra Transport for London, fyrirtækis sem stjórnar almenningssam- göngukerfi borgarinnar. „Merki jarðlestanna varð að tákni Lundúna,“ segir Oliver Green sem hefur skrifað bók um sögu jarðlestanna. Jarðlestakerfið tengist mörgum mikilvægum atburðum í sögu borgarinnar. Göng jarð- lestakerfisins gegndu t.a.m. mikilvægu hlutverki sem loftvarnabyrgi í síðari heimsstyrjöldinni þeg- ar London varð fyrir árásum þýskra flugvéla. Tugir þúsunda borgarbúa sváfu þá í lestarstöðv- unum, stundum hátt í 200.000 manns. Til að mynda leituðu um 177.500 manns athvarfs í jarð- lestastöðvunum 27. september 1940. Lestarstöðvarnar voru einnig notaðar sem spít- alar. Hvítar línur voru málaðar á brautarpalla til að aðgreina svæði sem ætluð voru sjúklingum eða fólki sem svaf í lestarstöðvunum. Sex áratugum síðar, 7. júlí 2005, urðu jarð- lestarstöðvarnar sjálfar fyrir árásum þegar til- ræðismenn sprengdu sig í loft upp í þremur lest- um og einum strætisvagni. 52 biðu bana í sprengingunum, auk tilræðismannanna fjögurra. Green segir að ef til vill líti ferðamenn ekki lestakerfið sömu augum og borgarbúar sem nota lestirnar á hverjum degi til að ferðast langan veg milli heimilis og vinnustaðar á aðalumferðartíma. „Það er ástar- og haturssamband á milli Lund- únabúa og jarðlestanna,“ segir hann. „Þeir eru alltaf að kvarta yfir þeim en þurfa að nota þær.“ Helstu umkvörtunarefnin eru tafir vegna bil- ana, sífelldar endurbætur og hátt verð farmiða. Að sögn breska dagblaðsins Telegraph er jarð- lestakerfið úr sér gengið vegna þess að síðustu áratugi hafi of lítið fé verið lagt í það til að bæta það. km 150 ára afmæli jarðlestakerfisins í London 186 3 197 8 193 3 Ha rry Bec k h ann ar fyrs t ko rt ja rðle sta - ker fisin s 193 9-4 5 Íbú ar L ond on not uðu gön g le sta ker fisin s s em loft var nab yrg i í s íða ri hei ms sty rjöl din ni 194 8 Sam gön guk erfi bor gar inn ar þ jóð nýt t 196 8 Fyr sta tölv ust ýrð a neð anj arð ars por ið í hei min um opn að Fyr sti kve nle sta rstj órin n hef ur s törf 198 7 31 bei ð b ana í el dsv oða 200 3 200 5 Mik lar end urb ætu r á le sta ker finu haf nar 56 ma nns bíð a b ana í sp ren gju árá sum í ja rðle sta ker finu Fyr sta bra uta rsp or jarð les tak erfi sin s opn að Clapham-stöðin í síðari heimsstyrjöldinni Ljósmyndir: The Art Archive / Central Office of Information Merki jarðlestakerfisins er orðið að einu af helstu táknum borgarinnar 5 km Westminster Hyde Park Tower- brúin Th am es á LONDONPaddington Farringdon Fyrsta brautarsporið var 4,8 km langt með sjö viðkomustöðum Gufuknúin lest árið 1900 Jarðlest sem notuð er núna UNDERGROUND stöðvar (402 km) Stysta ferðin: (Leicester Square til Covent Garden) metrar Lengsta ferðin: (West Ruislip til Epping) km , , ,Verðfarmiða sem gildir í mánuð evrur Verð eins farmiðaevrur milljarður Fjöldi farþega á ári Jarðlestakerfið 150 ára  Elsta jarðlestakerfi heimsins flytur 1,1 milljarð farþega á ári  Lestarstöðv- unum hefur fjölgað úr sjö í 270 frá því að fyrsta brautarsporið var tekið í notkun Allt að helm- ingur allra mat- væla í heiminum fer til spillis. Þetta jafngildir um tveimur millj- örðum tonna af mat. Stofnun vélaverkfræð- inga í Bretlandi (The Institution of Mechanical Eng- ineers) heldur þessu fram í nýrri skýrslu. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins. Í skýrslunni er bent á að þættir eins og slæm geymsla matvæla, strangar reglur um síðasta söludag, magntilboð og duttlungar neytenda hafi áhrif á þessa sóun. Þá kemur fram í rannsókn verk- fræðinganna að um 30% allrar grænmetisuppskeru séu látin eiga sig vegna útlits. Haft er eftir dr. Tim Fox, sem er yfirmaður orku- og umhverfismála hjá stofnuninni, að þetta sé yfirgengileg sóun. Í skýrslunni er fullyrt að á milli 30 og 50% af matvælaframleiðslu heimsins, sem nemi fjórum millj- örðum tonna á ári, fari til spillis. Talið er að helmingur alls matar sem er keyptur í Evrópu og í Bandaríkjunum fari beint í tunn- una. jonpetur@mbl.is MAT SÓAÐ Í HEIMINUM Helmingur matvæla fer til spillis Tallinn varð um áramótin fyrsta höfuðborgin í Evrópusam- bandslandi til að veita öllum íbú- unum rétt til ókeypis ferða með öllum strætisvögnum og sporvögnum borgarinnar. Sam- kvæmt reglum sem tóku gildi á ný- ársdag fengu nær 420.000 skráðir íbúar borgarinnar rétt til ókeypis almenningssamgangna eftir að hafa keypt sérstakt kort sem kostar aðeins tvær evrur, jafnvirði 340 króna. Vinstrimenn í Miðflokknum, sem er við völd í Tallinn, segja að mark- miðið með þessu sé að draga úr bílaumferð og loftmengun í borg- inni. Andstæðingar flokksins segja hins vegar að markmið hans sé að- eins að auka fylgi sitt fyrir borgar- stjórnarkosningar sem fara fram í október. EISTLAND Allar strætisvagna- ferðir ókeypis Stjórnarformað- ur Google, Eric Schmidt, segist hafa hvatt stjórn- völd í Norður- Kóreu til að binda enda á ein- angrun landsins og leyfa íbúunum að nota netið. Schmidt sagði eftir ferð banda- rískrar sendinefndar til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, að landið myndi ekki rétta úr kútnum efnahagslega nema netfrelsi yrði komið á þar. Bill Richardson, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, fór fyrir sendi- nefndinni. Hann segir að nefndin hafi hvatt N-Kóreumenn til að hætta að þróa kjarnavopn og lang- drægar eldflaugar. Þeir voru einn- ig hvattir til að leysa bandarískan fanga úr haldi. NORÐUR-KÓREA Íbúarnir fái frelsi til að nota netið Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem hönnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.