Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 um fyrr en í fyrra og að hálft ár sé síðan hann setti einhvern kraft í þá vinnu. „Ég hef fjárfest í þremur fyr- irtækjum og nokkrum fasteignum. Það er ágætis byrjun,“ bendir hann á. „Ég hef áhuga á að fjárfesta í fleiri nýsköpunarfyrirtækjum. Það er skemmtilegra en að fjárfesta í fast- eignum,“ segir hann og horfir til fyrirtækja sem hafi metnað til að vaxa og bjóða vörur og þjónustu á er- lendum mörkuðum. Hann hafi þekk- ingu á slíku og gæti lagt sitt af mörk- um. Jón veltir því fyrir sér hvort hann eigi að stofna fyrirtæki eða láta sér nægja að fjárfesta og láta gott af sér leiða með þeim hætti. Það sé stór ákvörðun því það fari mikill tími í að reka fyrirtæki. En það hafi tekið hann tíma að venjast breyttum takti í lífinu eftir að hann fór að starfa sem fjárfestir í stað þess að reka fyrirtæki sem sé nánast sólarhrings vinna. „Að því sögðu þykir mér afskap- lega gaman að vinna með fyrirtækj- unum sem ég hef fjárfest í.“ Fjárfestingarleið Seðlabankans gengur út á að fjárfestar komi með erlendan gjaldeyri til landsins, skipti honum í krónur og fjárfesti hér til lengri tíma, en gulrótin fyrir fjár- magnseigendur er að krónurnar eru um 20% ódýrari en ef þær hefðu verið keyptar með hefðbundnum hætti. Þessi leið er liður í því að reyna að leysa hinn svokallaða aflandskrónu- vanda, svo hægt sé að aflétta gjald- eyrishöftunum. Efnaðist í Noregi og kemur með milljarð til Íslands  Jón von Tetzchner hefur fjárfest í atvinnuhúsnæði og á hlut í nýja OZ Morgunblaðið/Þorkell Nýsköpun „Ég hef áhuga á að fjárfesta í fleiri nýsköpunarfyrirtækjum. Það er skemmtilegra en að fjárfesta í fasteignum,“ segir Jón S. von Tetzchner. Synti næstum frá Noregi til Bandaríkjanna » Jón lýsti því yfir árið 2005 að ef fjöldi niðurhala nýs net- vafra, Opera 8, næði 1 milljón á fyrstu fjórum dögunum, myndi hann synda frá Noregi til Bandaríkjanna og aðeins koma við á Íslandi til að drekka kakó- bolla hjá móður sinni. » Hann stakk sér til sunds en komst ekki alla leið til Banda- ríkjanna. Enda var um að ræða skemmtilega auglýsingabrellu. » Jón flutti tvítugur til Nor- egs. Hann flutti í sumar til Boston. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Jón S. von Tetzchner, annar stofn- andi norska hugbúnaðarfyrirtækis- ins Opera, hefur komið með 1,1 millj- arð króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. „Ég hef mikla trú á Íslandi,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Hann hef- ur fjórum sinnum farið í gegnum fjárfestingarleiðina. „Það er ekki enn búið að fjárfesta fyrir alla þessa fjár- muni. En það er gott að hafa þá til reiðu því ég hef trú á því að álitleg fjárfestingartækifæri finnist.“ Hann hefur fjárfest í nokkrum at- vinnufasteignum og tveimur tölvu- fyrirtækjum hér á landi: OZ, sem hefur þróað nýja aðferðafræði við að dreifa sjónvarpsútsendingu í há- skerpu á netinu, og Íslenskum vef- verslunum. Auk þess hefur hann fjárfest í nýsköpunarfyrirtæki í Nor- egi, I want to know, sem framleiðir forrit fyrir snjallsíma sem kennir stærðfræði á skemmtilegan máta. Hann á enn hlut í Opera. Sumarið 2011 var tilkynnt að Jón væri á förum frá Opera, en hann var þá forstjóri fyrirtækisins. Í kjölfar breyttra aðstæðna ákvað hann að flytja til Boston í sumar. Hann segist ekki hafa farið að sinna fjárfesting- Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Bjarni Ármannsson fjárfestir keypti rúmlega 40% hlut í Keldunni fyrir 20 milljónir króna. Hann keypti bréfin í hlutafjáraukningu í sumar. Fram kom í Morgunblaðinu í síð- ustu viku að Bjarni hefði keypt hlut- inn. Fram kemur í gögnum til Hluta- félagaskrár að hlutafjáraukningin hafi numið 30 milljónum króna en tveir hluthafar breyttu 10 milljóna króna kröfu á félagið í hlutafé. Halldór Friðrik Þorsteinsson, stofnandi Hf. Verðbréfa, lánaði félaginu níu milljón- ir sumarið 2011 og Gunnar Halldór Sverrisson, sem stýrir Íslenskum að- alverktökum, eina milljón veturinn 2011. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er stjórnarformaður Keldunnar. Um er að ræða lítið þriggja manna fyrirtæki sem stofnað var haustið 2009 og er ekki enn farið að skila hagnaði. Bjarni sagðist í Morgunblaðinu í liðinni viku hafa áhuga á að styðja við bakið á Keld- unni til að efla góða og óháða upp- lýsingagjöf fyrir fjármálamarkað- inn. Keppinautur Keldunnar er Cred- itInfo. „Okkur fannst það verðugt verkefni að veita þeim samkeppni,“ sagði Friðrik Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Keldunnar, við Morgunblaðið í liðinni viku. Bjarni keypti fyrir 20 milljónir  Keypti rúmlega 40% hlut í Keldunni í sumar  Vill efla upplýsingagjöf Morgunblaðið/Frikki Fjárfestir Bjarni Ármannsson styð- ur við bakið á ungu fyrirtæki. ● Peninga- stefnunefnd Seðla- banka Evrópu ákvað á fundi sín- um í gær að halda stýrivöxtum á evru- svæðinu óbreytt- um í 0,75%. Hafa vextirnir aldrei ver- ið jafn lágir. Ákvörðunin var í samræmi við væntingar flestra greinenda á markaði. Hins vegar hafði verið nokkur þrýst- ingur á peningamálayfirvöld að lækka vexti til að stemma stigu við minnkandi heildareftirspurn á evrusvæðinu. Englandsbanki gerði heldur ekki breytingu á stýrivöxtum sínum í gær og eru þeir enn 0,5%. Hafa vextir bankans verðið óbreyttir í tæp fjögur ár. Eins var ákveðið að halda áfram að dæla lausafé út í hagkerfið, en frá mars 2009 hefur bankinn veitt samtals 375 milljarða punda í tengslum við slíkar aðgerðir. Óbreyttir stýrivextir Mario Draghi. ● Eignir íslensku lífeyrissjóðanna juk- ust um 10 milljarða í nóvember síðast- liðnum. Það er mun minni aukning en síðustu þrjá mánuði þar á undan þegar aukningin hefur verið að meðaltali 28 milljarðar í hverjum mánuði. Hrein eign sjóðanna nemur 2.337 milljörðum króna, eða sem nemur 137% af vergri landsframleiðslu. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Eign sjóðanna í innlendum hlutabréf- um og hlutabréfasjóðum jókst um 12 milljarða og nam sú eign sjóðanna nú í lok nóvember samtals 184,6 millj- örðum, eða sem nemur 7,9% af heild- areignum þeirra. Hefur þetta hlutfall ekki verið svo hátt síðan í september 2008 þegar það var 8,5%. Meira vægi hlutabréfa Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,/1.+2 +0/.34 ,,.254 ,0.++0 +-.2-+ +0-.1- +.425 +-1.0 +2-./0 +,-.04 ,/1.22 +0+.,, ,,.1, ,0.+3+ +-.14- +4/.+3 +.42-0 +-1.3- +2-.5 ,0,.1210 +,-.25 ,/3.+2 +0+.2 ,,.132 ,0.,4- +-.3/1 +4/.51 +.4102 +-3.43 +2-.-1 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Sameinað sveit- arfélag Garða- bæjar og Álfta- ness, undir nafni Garðabæjar, hef- ur í samstarfi við Markaðsviðskipti Íslandsbanka gefið út skulda- bréfaflokk til endurfjármögn- unar á láni fyrir alls 1.187 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands. Skuldabréfin eru verðtryggð jafn- greiðslubréf til tíu ára og bera fasta 2,95% árlega vexti og verða skráð í Kauphöllina. Haft er eftir Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra sameinaðs sveitarfélags, að kjörin séu mjög góð og endurspegli trausta fjárhags- stöðu hins nýja sveitarfélags og um leið trú markaðarins á því. Sameining Garðabæjar og Álfta- ness tók gildi 1. janúar 2013. Endurfjár- magna lán Gunnar Einarsson Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 ÚTSÖLUHELGI Opið á milli kl. 10:00-16:00 alla helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.