Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 11. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Deilur milli nemenda í Rimaskóla 2. Stolið úr töskum ferðamanna 3. Aldrei séð jafnmikið magn klaka 4. Hvorki mannvonska né sparnaður »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Djúpið, kvikmynd Baltasars Kor- máks, er ekki ein þeirra fimm kvik- mynda sem tilnefndar eru til Ósk- arsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Tilkynnt var um tilnefn- ingar í gær og hlaut kvikmynd Stev- ens Spielbergs, Lincoln, flestar eða tólf alls. »40 Djúpið ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna  Franska kvik- myndahátíðin hefst í dag og geta bíógestir tekið þátt í leik á Facebook-síðu hennar, facebook- .com/franskabio, sem gengur út á að gefa álit sitt á þeim kvikmyndum sem sýndar verða. Leikurinn endar á miðnætti 27. jan- úar og verður þá besta álitið valið. Álitsgjafinn hlýtur vegleg verðlaun, flug til Parísar og heimsókn í kvik- myndaver og -skóla Luc Besson. Flug til Parísar í verðlaun í hátíðarleik  1.443.241 bíómiði var seldur á Ís- landi í fyrra, 4,7% færri miðar en árið á undan. Hins vegar juk- ust miðasölutekjur um 2,3% milli ára, skv. upplýsingum frá Samtökum myndrétthafa á Íslandi. Bond- myndin Skyfall skilaði mestum tekjum, rúmum 85 milljónum króna. Seldum bíómiðum fækkar milli ára Á laugardag Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar él. Frost 0 til 5 stig. Á sunnudag Vestlæg átt og víða él. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða slydda með köflum SV- og V- lands, skúrir SA-til en þurrt og bjart á NA-verðu landinu. VEÐUR Magnús Þór Gunnarsson fann fjölina sína þegar Kefl- víkingar heimsóttu Grind- víkinga í Dominos-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Magnús hefur haft óvenju hægt um sig í stigaskorun í vetur en gerði í gær 27 stig þegar Keflavík vann góðan sigur á Íslands- meisturunum 106:98. Á sama tíma nældi Skalla- grímur í tvö stig á Sauð- árkróki. » 4 Magnús hrökk í gang í Grindavík „Þegar kemur að leikjum í lokakeppni stórmóta í handknattleik hafa sér- sambönd [...] ekkert að segja um hvar útsendingarrétturinn hafnar í viðkomandi löndum né hvernig út- sendingum er háttað, hvort þær eru t.d. í opinni eða lokaðri dagskrá,“ skrifar Ívar Benediktsson meðal ann- ars í viðhorfspistli um réttinn til að sýna frá stórmótum í handbolta. »3 HSÍ fær ekki krónu en situr uppi með skammir ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það er svo mikilvægt að stofna til tengsla með því að hittast,“ segir Halldór Árnason, formaður Þjóð- ræknisfélags Íslendinga, sem í sam- vinnu við Vesturfarasetrið á Hofs- ósi og Bændaferðir býður almenningi á kynningarhátíð um samskiptin við Vestur-Íslendinga á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (gamla Loftleiðahótelið) á morgun. Halldór segir að Snorraverkefnin hafi slegið í gegn á meðal fólks af íslenskum ættum í Norður- Ameríku og ástæða sé til að ætla að íslensk ungmenni hafi áhuga á að taka við kyndlinum af sama krafti. „Þegar hópurinn að vestan kemur hingað í sumar er hugmyndin að efna til fagnaðar með honum og ís- lenskum ungmennum, sem hafa áhuga á þessum kynnum,“ segir Halldór. „Þannig viljum við stuðla að því að koma á samskiptum á milli ungra afkomenda Íslendinga í Vesturheimi og jafnaldra þeirra á Íslandi.“ Markvisst starf Markvisst hefur verið unnið að bættum samskiptum Íslendinga og fólks af íslenskum ættum í Vestur- heimi síðan ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, sem tók við 1995, lét sig málið varða. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafði í samráði við áhugamenn um sam- starfið forgöngu um að Þjóðrækn- isfélagið var endurreist 1997 og síð- an hefur félagið starfað í anda þess sem til var stofnað 1939 – að stofna til og rækta menningarleg og fé- lagsleg tengsl við fólk af íslenskum ættum vestra. Atli Ásmundsson, að- stoðarmaður Halldórs, hafði þessi mál á sinni könnu í utanríkisráðu- neytinu, en hann hefur fylgt þeim eftir í starfi sem aðalræðismaður Íslands í Winnipeg síðan 2004. ÞFÍ er í góðum tengslum við stjórn systurfélagsins í Norður- Ameríku. Halldór bendir á að ár- lega komi hingað fólk, sem sé virkt í félögunum vestra, og ÞFÍ sé því og öðrum gestum af íslenskum ætt- um gjarnan innan handar. Á hverju ári sæki fulltrúar ÞFÍ ársþing Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi og taki m.a. þátt í Íslendingahátíð- um í Mountain í Norður-Dakóta og á Gimli í Manitoba. Kynningar- hátíðin á morgun sé til þess ætluð að vekja athygli á þessu samstarfi. „Þetta er ný nálgun,“ segir Halldór og leggur áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk tengist jafnöldrum sín- um af íslenskum ættum vestra. „Til þess að Þjóðræknisfélagið deyi ekki út með þessari kynslóð sem nú er starfandi er endurnýjun mikilvæg, að virkja yngri kynslóðir. Þetta er fjárfesting til framtíðar.“ „Fjárfesting til framtíðar“  ÞFÍ vill virkja yngri kynslóðir í samskiptunum Morgunblaðið/Styrmir Kári Hugsjónamaður Halldór Árnason, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, vill fá ungt fólk í auknum mæli í starfið. Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Norræna félags- ins og ÞFÍ og hefur verið þungamiðjan í starfi ÞFÍ. Á hverju sumri síðan 1999 hafa ungmenni af íslenskum ættum vestra tekið þátt í skipulagðri fjögurra til sex vikna dagskrá hér á landi. Sambærilegt verkefni fyrir íslensk ungmenni hófst í Manitoba 2001 og síðan 2003 hefur verið boðið upp á styttra verkefni fyrir eldri Vestur-Íslendinga. Ásta Sól Kristjánsdóttir og Gísli Rúnar Gíslason greina frá þessum verkefnum á hátíðinni. Atli Ásmundsson ræðir um menningararf Íslendinga í Vesturheimi, Atli Freyr Viðarsson spyr hvort Vestur-Íslendingar skipti unga Íslendinga máli, Elín Hirst fjallar um mikil- vægi ættartengsla og Svavar Gestsson um okkar fólk vestra. Þá segir Ey- dís Egilsdóttir frá landnáminu í Kinmount og KK skemmtir á hátíðinni sem stendur yfir frá kl. 14 til 16. Tækifæri fyrir ungt fólk SNORRAVERKEFNIN TENGJA KYNSLÓÐIR HÉR OG VESTRA Heimsmeistaramótið í handknattleik karla hefst í kvöld og Ísland mætir Rússlandi í fyrsta leik á morgun. Sá leikur er lykillinn að góðum árangri á mótinu og getur ráðið miklu um hvort Ísland nær öðru tveggja efstu sæt- anna í riðlinum. Óskar Bjarni Ósk- arsson varar við umræðum um „þægilega“ mót- herja í sex- tán liða úrslitum. »2 Fyrsti leikur lykillinn að góðum árangri á HM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.