Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
Þar sem gæðagleraugu kosta minna
ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS
SJÓNARHÓLL
gleraugu á verði fyrir ALLA
Mikið úrval umgjarða•
fisléttar og sterkar•
flott hönnun•
litríkar•
Margverðlaunuð
frönsk gæðagler
verð uMgjarða
4.900
9.900
14.900
19.900
24.900
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fyrir tveimur árum hófu norsk
stjórnvöld á ný leit að olíu á Jan
Mayen-hryggnum, þar sem Dreka-
svæðið íslenska er að finna, og hleyp-
ur kostnaðurinn við leitina á hundr-
uðum milljóna norskra króna, eða
sem svarar milljörðum króna.
Leitin er umfangsmeiri en fyrri
áfangar í olíuleit Norðmanna, að
sögn Terjes Hagevang, forsvars-
manns Valiant Petroleum, norsks
olíuleitarfélags sem tekur þátt í olíu-
leit á Drekasvæðinu íslenska, ásamt
Kolvetnum ehf., með þátttöku
norska ríkisolíufélagsins Petoro.
Spurður út í kostnaðinn segist
Hagevang áætla að Norðmenn hafi
varið sem svarar milljörðum ís-
lenskra króna í tvívíðar mælingar á
berggrunninum.
Það er athyglis-
vert mat. Þannig
áætlar Gunn-
laugur Jónsson,
stjórnarformað-
ur Kolvetna ehf.,
að tvívíðar mæl-
ingar hópsins
sem hann er
þátttakandi í á
Drekasvæðinu muni kosta frá 650 og
upp í 1.300 milljónir króna. Á móti
kemur samsvarandi upphæð hins
hópsins sem hefur sérleyfi. Saman-
lagt er það mun lægri tala en Hage-
vang nefnir hjá Norðmönnunum.
Þrívíðar mælingar dýrari
Hagevang segir að ef tvívíðar
mælingar gefi góða raun muni Norð-
mennirnir fara í þrívíðar mælingar
sem kosti margfalt meira en tvívíðar.
Má af því skilja að þar yrði um tugi
milljarða íslenskra króna að ræða.
Hagevang segir að gögnin sem
norsk stjórnvöld afla með nýjustu
rannsóknum sé trúnaðarmál þeirra
og Orkustofnunar en að leyndinni
verði að óbreyttu aflétt innan tíðar,
jafnvel í sumar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er litið svo á innan norska
olíuiðnaðarins að tæknin til olíu-
vinnslu á Jan Mayen sé komin lengra
en umræða um vinnsluna á vettvangi
stjórnmála og umhverfismála.
Spurður út í þetta segir Hagevang
ýmislegt til í þessu. Þegar Norð-
menn og Íslendingar sömdu um
landgrunnið árið 1981 hafi tæknin
ekki verið fyrir hendi. Nú sé hún
hins vegar notuð víða um heim við
olíuvinnslu á miklu dýpi.
Setja milljarða í
leit á Jan Mayen
Norsk stjórnvöld setja aukinn kraft í olíuleit á svæðinu
Ljósmynd/Statoil/Harald Pettersen
Á hafi úti Norski olíuborpallurinn Sleipner A. Norsk stjórnvöld sýna Drekasvæðinu vaxandi áhuga.
Terje Hagevang
Anna Lilja Þórisdóttir
Jón Pétur Jónsson
Hópur fagfólks úr innanríkis-, vel-
ferðar- og forsætisráðuneytinu var
kallaður saman að frumkvæði for-
sætisráðherra á miðvikudag til að
fara yfir mál tengd Karli Vigni Þor-
steinssyni í kjölfar umfjöllunar um
langa sögu kynferðisbrota hans
gegn börnum.
Að sögn Guðbjarts Hannessonar
velferðarráðherra gæti starf hópsins
orðið til þess að lögum eða reglu-
gerðum yrði breytt. Á meðal þess
sem verði skoðað sé starfsumhverfi
frjálsra félagasamtaka en Karl Vign-
ir starfaði fyrir ýmis slík samtök.
„Við erum að velta fyrir okkur
mörgum spurningum; hvernig gat
þetta gerst, hvað í umhverfinu veld-
ur því að það var ekki gripið fyrr inn
í og í framhaldinu viljum við skoða
hvaða leiðir séu til úrbóta. Þessi hóp-
ur mun síðan skila minnisblaði og
hugmyndum og unnið verður með
það áfram,“ segir Guðbjartur.
Skýrslur teknar af fórnar-
lömbum Karls Vignis
Kærur vegnar kynferðisbrota á
hendur Karli Vigni sem eru hugs-
anlega ekki fyrnd hafa borist lög-
reglu eftir að fjallað var um mál hans
í Kastljósi. Þetta er á meðal þess
sem kemur fram í tilkynningu sem
lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
sendi frá sér í gær.
„Strax eftir að þættinum lauk gaf
fólk sig fram og hafði samband,“
segir Björgvin Björgvinsson, yfir-
maður kynferðisbrotadeildar lög-
reglunnar.
Skýrslutökur yfir fólki sem sakar
Karl Vigni um kynferðisbrot stóðu
yfir í gær en sjálfur var hann úr-
skurðaður í tveggja vikna gæslu-
varðhald á miðvikudag. Björgvin
segir að vísbendingar séu um að ein-
hver brotanna séu ekki fyrnd. Í til-
kynningunni segir jafnframt að á
grundvelli nýrra upplýsinga sem
komu fram eftir Kastljósumfjöll-
unina hafi Karl Vignir verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhaldið.
Sumir treysta sér ekki til
lögreglu
Í yfirlýsingu frá stjórnendum
Kastljóss í gær kemur fram að þætt-
inum hafi borist ábendingar um
nýrri brot Karls Vignis í kjölfar um-
fjöllunarinnar. Þeim einstaklingum
hafi verið bent á að leita til lögreglu.
Í sumum tilfellum hafi fórnar-
lömbin ekki treyst sér til þess og hafi
óskað eftir trúnaði.
Skoða hvað olli
því að ekki var
gripið inn í
Ný brot sem eru jafnvel ekki fyrnd
Pressphotos.biz
Í haldi Karl Vignir verður í gæslu-
varðhaldi næstu tvær vikurnar.
Bensínverð hefur hækkað undan-
farna daga og hafði í gær hækkað
um 3 krónur á öllum bensín-
stöðvum. Bensínlítrinn kostar því
nú 249,50 krónur hjá Orkunni,
Atlantsolíu og ÓB, 249,80 krónur
hjá Olís og N1 og 251,90 krónur
hjá Skeljungi.
Magnús Ásgeirsson, inn-
kaupastjóri eldsneytis hjá N1,
segir að rekja megi þessa hækkun
einkum til tveggja þátta. Annars
vegar hafi gengi Bandaríkjadals
hækkað töluvert og var í gær
komið upp í 130 krónur. Þá hafi
heimsmarkaðsverð á bensíni verið
á stöðugri uppleið síðustu vik-
urnar.
„Heimsmarkaðsverðið núna í
dag er 55 dollurum hærra en það
var í desember,“ segir Magnús og
bendir einnig á að gengi banda-
ríkjadals þann 2. janúar síðastlið-
inn hafi verið 128 krónur.
Aðspurður hvort hann eigi von á
frekari hækkunum á næstunni
svaraði Magnús, að hann byggist
ekki við að eldsneytisverðið mundi
breytast mikið á næstunni.
Hækkun kemur ekki á óvart
Að sögn Runólfs Ólafssonar,
framkvæmdastjóra FÍB, kemur
þessi verðhækkun honum ekki á
óvart enda hafi heimsmarkaðs-
verðið, sem og gengi bandaríkja-
dals hækkað. Spurður hvort hann
eigi von á frekari hækkunum segir
Runólfur: „Svona að óbreyttu þá á
ég frekar von á að íslensku félögin
reyni að halda að sér höndum.“
skulih@mbl.is
Verð á eldsneyti
hækkar
Morgunblaðið/Jim Smart
Bensínhækkun Verð á bensíni
hækkaði um þrjár krónur í gær.
Bensínlítrinn
hækkar um 3 kr.