Morgunblaðið - 21.01.2013, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Opinberum störfum í Skagafirði
hefur frá árinu 2008 fækkað um
tæplega 50, talið í stöðugildum, og
er það hlutfallslega mun meira en
í öðrum landshlutum. Árið 2008
voru stöðugildin alls um 330 en
voru á síðasta ári komin niður í
282. Munar þar mest um nið-
urskurð á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki, auk þess sem stöðu-
gildum hefur fækkað í Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á Sauð-
árkróki og Háskólanum á Hólum.
Störfum hefur einnig fækkað hjá
ýmsum öðrum stofnunum á vegum
hins opinbera, eins og hjá lögreglu
og sýslumannsembættinu. Um
næstu mánaðamót fækkar um eitt
stöðugildi þegar Ríkarður Másson
sýslumaður lætur af störfum og
enginn verður ráðinn í hans stað.
Samtök sveitarfélaga á Norður-
landi vestra, SSNV, hafa reglulega
tekið saman yfirlit á svæðinu yfir
opinber störf og eins og kemur
fram hér til hliðar hefur þeim
fækkað mun minna í Húnaþingi en
í Skagafirði. Fækkun hefur þó
ekki verið alls staðar og í ein-
hverjum tilvikum fjölgun. Þannig
hafa fjögur stöðugildi bæst við hjá
Íbúðalánasjóði á Sauðárkróki frá
2008 og stöðugildi hjá Byggða-
stofnun haldist óbreytt, eða um 20
talsins.
Byggðirnar lagðar niður
Sigurjón Þórðarson, sveit-
arstjórnarfulltrúi í Skagafirði,
vakti athygli á þessari þróun í
pistli sínum nýverið á Eyjunni.
Þar sagði hann m.a. að ráðherrar
ríkisstjórnarinnar hefðu greinilega
ekki staðið við yfirlýsingar síðan
fyrir kosningar, að þeim lands-
hlutum yrði hlíft við niðurskurði
sem hefðu ekki tekið þátt í góð-
ærinu fyrir hrun. Niðurskurður og
álögur stjórnvalda hefðu hins veg-
ar einmitt bitnað harðast á hinum
dreifðu byggðum landsins.
„Stefna ríkisstjórnarinnar er
augljós gagnvart Skagfirðingum
og reyndar landsbyggðinni allri –
það er verið að leggja byggðirnar
niður. Þessi stefna gagnvart
dreifðu byggðunum er óskiljanleg
vegna þess að í sjávarbyggðunum
verður til drjúgur hluti af útflutn-
ingstekjum þjóð-
arinnar og gæti
hann orðið
ennþá meiri ef
atvinnufrelsi
verður aukið,“
ritaði Sigurjón.
Aðför að
samfélaginu
Stefán Vagn
Stefánsson, for-
maður byggðaráðs Skagafjarðar
og yfirlögregluþjónn á Sauð-
árkróki, segir að sú staða sem við
Skagfirðingum blasir sé alvarleg.
„Það er erfitt að kalla þetta
nokkuð annað en aðför að því
samfélagi sem við búum í. Stað-
reyndin er sú að ríkisvaldið er bú-
ið að skera niður hjá okkur um 48
stöðugildi frá því 2008 eða um
14% þeirra opinberu starfa sem
fyrir voru í Skagafirði. Það hlýtur
að vekja upp spurningar um fram-
tíðarsýn ríkisins gagnvart svæð-
inu,“ segir Stefán Vagn og telur
stöðuna með öllu óviðunandi.
Skagfirðingar geri þá kröfu að
stjórnvöld leiðrétti hana hið
fyrsta.
„Það segir sig sjálft að fækkun
um 48 störf hefur áhrif á svæðið
allt og má í raun segja að fækk-
unin sé enn meiri sökum fækk-
unar á afleiddum störfum í kjöl-
farið. Sú stefna sem núverandi
stjórnvöld reka gagnvart lands-
byggðinni verður að endurskoð-
ast,“ segir hann.
Meiri fækkun opinberra starfa
í Skagafirði en annars staðar
Opinberum störfum hefur fækkað þar um 14,5% frá árinu 2008 Stjórnvöld harðlega gagnrýnd
Opinber störf í Skagafirði
þróun stöðugilda 2008-2012 (mars)
Stofnun 2008 2009 2010 2011 03. 2012
Sjúkrahús og heilsugæsla 119,00 112,75 103,40 89,89 85,53
Fjölbrautaskóli Norðurl. vestra 54,00 50,00 50,00 45,00 46,50
Háskólinn á Hólum 57,00 53,00 45,48 46,85 44,53
Íbúðalánasjóður 18,00 18,00 16,80 22,00 22,00
Byggðastofnun 20,00 20,00 20,00 20,00 20,00
Vegagerð ríkisins 12,00 12,50 13,00 16,00 14,75
Sýslumannsembættið 8,00 7,00 7,50 7,00 7,00
Lögreglan 9,00 9,00 9,00 8,00 7,00
Rarik 9,00 7,00 7,00 7,00 7,00
Prestar og djáknar 5,00 5,00 5,00 5,00 5,00
Matís 2,00 3,00 4,00 4,00 4,50
Farskólinn - Símenntunarmiðst. 3,00 3,00
Vinnueftirlit ríkisins 2,50 1,50 1,50 1,50 2,50
ÁTVR 3,18 3,18 1,40 2,00 2,00
Fornleifavernd ríkisins 2,00 2,00 2,00 2,00 2,00
Héraðsdómur Norðurl. vestra 1,50 2,00 2,00 2,00 2,00
Vígslubiskup á Hólum 1,20 1,20 1,20 1,20 1,20
Veiðimálastofnun 3,00 4,00 3,00 1,00 1,00
Nýsköpunarmiðstöð 2,00 2,50 1,00 1,00
Náttúrustofa Norðurl. vestra 1,50 1,50 1,00 1,00
Vinnumálastofnun 0,50 1,00 1,00 1,00 1,00
Héraðssetur Landgræðslu 1,00 1,00 1,00 1,00 1,00
Héraðsdýralæknir 1,00 1,00 1,00 1,00 0,50
Isavia (flugvöllurinn Skr.) 1,00 1,00 1,00 0,00 0,00
ALLS 329,88 318,63 300,28 288,44 282,01
Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson
Skagafjörður Opinberum störfum á Sauðárkróki og víðar í Skagafirði fækkaði úr 330 stöðugildum árið 2008 í 282 í
mars á síðasta ári. Þróunin hefur haldið áfram og nú stefnir í að staða sýslumanns á Sauðárkróki verði lögð niður.
Stefán Vagn
Stefánsson
Samkvæmt samantekt SSNV
hefur opinberum störfum í
Húnavatnssýslunum fækkað
heldur minna en í Skagafirði. Í
raun hefur þeim samanlagt
fjölgað ef tekin eru með 16
stöðugildi sem hafa bæst við
hjá útibúi Vinnumálastofnunar
á Skagaströnd frá árinu 2008. Á
Skagaströnd hefur opinberum
störfum fjölgað um 138% á
tímabilinu, úr 13 stöðugildum
2008 í 31 stöðugildi í fyrra, þar
af 26 hjá Vinnumálastofnun.
Þróunin hefur verið á hinn
veginn hjá öðrum Húnvetn-
ingum. Í Húnaþingi vestra fækk-
aði opinberum störfum um
8,4% frá 2008, úr 70 stöðugild-
um í rúm 64. Á Blönduósi og í
Húnavatnshreppi fækkaði störf-
unum um 6,5%. Þar voru stöðu-
gildin 107,5 árið 2008 en voru
100,5 í mars 2012. Mest var
fækkunin á sjúkrahúsinu.
Skagaströnd
undantekning
HÚNVETNINGAR
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
H
a
u
ku
r
1
0
.1
2
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar•
í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar.
Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is.
Stórt og rótgróið innflutningsfyrirtæki með áherslu á tæknivörur fyrir•
sjávarútveg. Ársvelta 700 mkr.
Þekkt pípulagningarfyrirtæki með talsverða sérstöðu. Núverandi•
eigandi vill hætta vegna aldurs en er til í að vera einhvern tíma með
nýjum eiganda. Tilvalið tækifæri fyrir duglega pípara sem treysta
sér í eigin rekstur. Auðveld kaup.
Fyrirtæki í innflutningi á sérhæfðum efna- og tæknivörum til notkunar•
í fyrirtækjum. Fyrirtækið nýtur álits á markaði og hefur trygga
viðskiptavini. Ársvelta 100 mkr.
Heildverslun með heilsutengdar vörur. Þekkt merki og sterk staða á•
markaði. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 25 mkr.
Vinsæll pizza staður í góðum rekstri. Stórt og gott húsnæði á góðum•
stað.
Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með tæki fyrir•
framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 300 mkr.
Bakarí á góðum stað. Möguleiki á að kaupa eingöngu verslunina.•