Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vaxandi vilji er fyrir því meðal hunda- og kattaeigenda að fyrirkomulagi á innflutningi gæludýra verði breytt, þannig að ekki sé gerð krafa um að setja dýrin í einangrun við komuna til landsins heldur framvísa heilbrigðis- og upprunavottorðum sem staðfesta nauðsynlega bólusetningu og blóð- sýnatöku. Frumvarp þessa efnis hefur í tvígang verið lagt fram á Alþingi en ekki náð í gegn. Flutningsmenn eru Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir og Magnús Orri Schram, öll í Samfylk- ingunni. Nú liggur frumvarpið frammi í þriðja sinn, en eins og kemur fram í máli Helga hér að neðan þá er ólíklegt að það verði afgreitt fyrir þinglok. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að taka upp svonefnd gæludýravegabréf, eða skilríki sem staðfestir að gæludýr hafi fengið allar nauðsynlegar bólu- setningar til að hægt sé að ferðast með það innan landa ESB og aftur til Ís- lands. Fylgi slík skilríki með dýrunum þurfi ekki að fara með þau í einangrun. Segir ennfremur í frumvarpinu að gildandi fyrirkomulag hafi t.d. gert eigendum blindrahunda og leitar- hunda erfitt fyrir að ferðast á milli landa. Er í frumvarpinu vísað til sam- bærilegra reglna í Evrópu, sem tekn- ar voru upp í ríkjum ESB árið 2004 og gefist vel. Dýrin skipta tugþúsundum Matvælastofnun, dýralæknar, sam- tök bænda og fleiri aðilar hafa í um- sögnum við fyrri frumvörp lagst hart gegn þessum hugmyndum og bent á hættuna á smitsjúkdómum verði inn- flutningur og flutningur með hunda og ketti milli landa gefinn frjáls. Við komuna til landsins er gerð krafa um að dýrin fari í fjögurra vikna einangrun en einangrunarstöðvar eru í Höfnum á Suðurnesjum og Hrísey. Kostnaður vegna einangrunar fyrir hunda og ketti er 100-230 þús. kr. Málið snertir marga því gæludýr eins og hundar og kettir skipta þús- undum hér á landi, og hefur farið ört fjölgandi á seinni árum. Skráðir hundar á höfuðborgarsvæðinu, Suð- urnesjum og Akureyri eru á áttunda þúsund og þá eru aðrir landshlutar ótaldir, auk óskráðra hunda. Skrán- ingarskylda er ekki til staðar fyrir kattahald en talið er að um 30 þúsund kettir séu á landinu og þar af um helmingur skráður. Fram fór áhættugreining á því árið 2002 hvaða sjúkdómar gætu borist til landsins ef heimila ætti innflutning hunda og katta án einangrunar. Mikl- ar líkur voru taldar á því að gæludýr bæru með sér hingað a.m.k. 28 sjúk- dóma. Þar af eru 12 sjúkdómar þekktir hér á landi og meðal hinna 16 eru margir illræmdir sjúkdómar, t.d. gin- og klaufaveiki, hundaæði, herp- es, gulusótt og bandormur. Nokkrar líkur voru taldar á að 23 sjúkdómar bærust til landsins með innfluttum hundum og köttum. Eng- inn þeirra sjúkdóma hefur þekkst hérlendis, eða þar til einn þeirra; þráðormur, greindist á hundabúinu í Dalsmynni. „Ég verð vör við þónokkra um- ræðu meðal gæludýraeigenda og fleiri um að slakað verði á kröfunum um einangrun gæludýra. Viljum við losna við að fá fleiri smitsjúkdóma þá er nauðsynlegt að viðhalda kröfum um einangrun,“ segir Helga Finns- dóttir dýralæknir en hún hefur mikl- ar áhyggjur af því, ef krafa um ein- angrun innfluttra gæludýra verður afnumin. „Það er freistandi tilhugsun leik- manna, að leggja megi einangrunar- stöð gæludýra niður og opna landið fyrir frjálsum innflutningi þeirra, því unnt sé að bólusetja gegn sjúkdómum og gefa sníkjudýralyf. Því miður er málið ekki svo einfalt. Annars vegar er ekki mögulegt að bólusetja gegn öllum sjúkdómum og hins vegar er hættan mikil á að gæludýr geti verið heilbrigðir smitberar eða borið með sér smitefni sjúkdóma sem sýkja ekki þau sjálf,“ segir Helga. „Ótölulegur fjöldi sníkjudýra, inn- vortis sem útvortis, er landlægur í flestum löndum utan Íslands, sníkju- dýr sem geta auðveldlega borist hing- að en við erum mun betur sett án,“ segir hún og bendir í því sambandi á að nýlega hafi greinst nýr þráðormur hér á landi í hundi af hundabúi, ormur sem sé nær óþekktur í N-Evrópu. „Gæludýravegabréfunum svoköll- uðu svipar til vegabréfs okkar mann- fólksins og eru samræmd vottorð ESB um uppruna og auðkenni dýrsins, eig- anda, hvaða bólusetningar það hefur fengið, sem og meðhöndlun gegn sníkjudýrum, sem er reyndar engin sérstök krafa í flestum Evrópulöndum. Eftir að reglurnar voru samræmdar í Evrópu er einungis gerð krafa um bólusetningu gegn hundaæði. Vega- bréfin og þessar bólusetningar eru hins vegar engin trygging fyrir því að dýr beri ekki með sér smit. Dýr getur einnig verið heilbrigður smitberi eða borið með sér smitefni annarra sjúk- dóma sem berast í önnur dýr, gæludýr eða búfénað. Það er því miður hvorki mögulegt að bólusetja gegn öllum bakteríu- og veirusjúkdómum né finna smitnefni með skimun,“ segir Helga og telur erfitt að viðhafa heilbrigðiseftirlit með hundum og köttum sem kæmu til landsins hvaðanæva. Sé skaðinn skeð- ur verði ekki aftur snúið. Tilbúin í millileið Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir hundaeigendur vel meðvitaða um nauðsyn þess að fara varlega þegar kemur að innflutningi gæludýra. „Við erum alveg tilbúin til þess að fara einhverja millileið til að byrja með og fá nýtt áhættumat ef það yrði til þess að einangrunartíminn yrði styttur,“ segir Jóna, sem finnur fyrir auknum áhuga hundaeigenda og -ræktenda á breyttu fyrirkomulagi innflutningsins. „Það er kostnaðar- samt að setja dýrið í fjögurra vikna einangrun og mikið álag á dýrið á þeim tíma. Þetta takmarkar líka möguleika á að flytja inn ræktunar- dýr, að ferðast með dýrin eða fyrir fólk sem er að flytjast heim.“ Jóna segir hundaeigendur ekki óá- byrga og þeir vilji vel hlusta á mótrök, en þeir átti sig t.d. ekki á því af hverju innflutningur gæludýra sé hættulegri fyrir Ísland en önnur lönd, sem mörg hver séu nær laus við alvarlega dýra- sjúkdóma. Tekist á um innflutt gæludýr Morgunblaðið/G.Rúnar Gæludýr Hundar og kettir eru vinsælustu gæludýrin hér á landi. Eigendur þeirra margir hverjir kalla eftir breyttum reglum um innflutning.  Eigendur gæludýra kalla eftir breyttum lögum um innflutning dýranna  Frumvarp um gæludýra- vegabréf hefur ekki náð fram að ganga á Alþingi  Dýralæknar vara við hættunni á smitsjúkdómum Innflutningur hunda og katta 2003-2012 Heimild: Matvælastofnun 250 200 150 100 50 0 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 114 153 27 46 232 210 33 Hundar Kettir Hundar á skrá í nokkrum sveitarfélögum Reykjavík 2.760 Kópav-Hafnarfj-Garðab. 2.371 Suðurnes 1.233 Mosfellsbær 617 Akureyri 607 Seltjarnarnes 162 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 BJÓÐUM NOKKRAR GERÐI R AF FERMINGARBORÐUM. Fjölbreyttir réttir smáréttabo rðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Steikarhlaðborðin eru alltaf vinsæl, sérstak- lega ef um kvöldveislu er að ræða. Bjóðum upp á tvær gerðir kaffihlaðb orða, en einnig er í boði að panta einstaka h luta úr þeim. t.d Kaffisnittur, fermingartertur. Pinnahlaðborð eru þægileg og slá hvenær s em er í gegn. Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is æðisleg veislan verður Ferming ar- Góð ferm ingar- veisla lifi r lengi TapasSmáréttir Kalt borð P innamatur SÚPA BRAUÐ OG SMÁRÉTT IR Hádegisveisla á milli kl 12 - 14 Verð frá kr. 2.412 TAPASVEISLA 9 RÉTTIR Síðdegisveisla 16 -19 Verð frá kr. 3.095 TERTU OG TAPASBORÐ. Miðdegisveisla 13 - 15 Verð frá kr. 3.222 STEIKARBORÐ Kvöldveisla 17 - 20 Verð frá kr. 3.095 FERMINGARKAFFIHLAÐBO RÐ Miðegisveisla 14 - 17 Verð frá kr. 2.090 LÉTTIR FORRÉTTIR OG STEIKARBORÐ Verð frá kr. 3.640 PINNAMATUR Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.460 KALT HLAÐBORÐ FISKRÉTTIR Verð frá kr. 4.687 Hundaræktarfélag Íslands, HRFÍ, stóð fyrir kynningarfundi í vikunni um innflutning gæludýra þar sem fyrsti flutningsmaður gæludýra- frumvarpsins, Helgi Hjörvar, hélt framsögu og einnig Sigurborg Daða- dóttir yfirdýralæknir. Helgi segist í samtali við Morg- unblaðið telja litlar líkur á að frum- varpið verði afgreitt á þessu þingi. „Ég tel mest um vert að teknar verði vandaðar og yfirvegaðar ákvarðanir um breytingar á þessu sviði. Í tengslum við það fari fram nýtt áhættumat og faglega verði tekið á því hvaða áhrif slíkar breytingar hafa,“ segir Helgi og bendir á að örar breytingar á reglum um innflutning gæludýra eigi sér stað um allan heim, m.a. í eyríkjum eins og Bret- landi sem hafi ríka hefð um mikið eftirlit með innflutningi gæludýra. Þar var fallið frá kröfum um ein- angrun gæludýra árið 2000 en Bret- land er eitt þeirra landa þar sem hundaæði er ekki að finna. Helgi segir það hafa komið fram hjá op- inberri stofnun í Bretlandi, DEFRA, að líkurnar á hundaæði væru í einu tilfelli á móti hverjum 9,8 milljónum innfluttra dýra. „Við Íslendingar höfum stytt tím- ann í einangrun niður í mánuð. Ákvörðun um frekari styttingu, möguleika á heimasóttkví eða upp- töku sambærilegra reglna og í Evr- ópu verður síðan að byggja á nýju áhættumati,“ segir hann. Sigurborg Daðadóttir yfirdýra- læknir segir álit Matvælastofnunar ekkert hafa breyst. Afnám einangr- unar feli í sér aukna hættu á smit- sjúkdómum, bólusetningarvottorð eða gæludýravegabréf séu engin trygging fyrir því að dýr beri ekki með sér smit eða sjúkdóma. „Við breytum ekki ráðleggingu okkar til stjórnvalda nema fram fari nýtt áhættumat og það kostar mann- skap og peninga sem eru ekki til eins og forangsröðunin er núna. Áhættu- mat er heilmikið mál og þarf að vanda verulega til verka,“ segir Sig- urborg. bjb@mbl.is Nýtt áhættumat verði unnið  Skortir peninga, segir yfirdýralæknir Sigurborg Daðadóttir Helgi Hjörvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.