Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 33
vanta og var hrókur alls fagnaðar eins og henni var einni lagið. Með þessum fáu orðum viljum við þakka samveruna og kveðja ástkæra frænku, við eigum eftir að sakna jákvæðni, glaðværðar og hlýju hennar um ókomna tíð. Við færum sonum hennar, syst- ur og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd systkina frá Bílds- felli og fjölskyldna, Rósa Þorvaldsdóttir og Guðmundur Þorvaldsson. Föðursystir mín, Kristbjörg, er dáin. Við Bagga bjuggum undir sama þaki í 20 ár. Á milli okkar myndaðist náið samband sem er ekki sjálfgefið þegar aldursmun- ur er 25 ár. Hún sagðist vera að- stoðarmamma mín þegar mikið lá við. Ef ég geri tilraun til að sjá líf hennar úr fjarlægð birtist kona sem varð ekkja ung að árum með tvo syni, þriggja og sjö ára gamla. Lífsbaráttan erfið. Með seiglunni, húmornum og mátulegu kæru- leysi tókst henni að ná markmiði sínu í lífinu, að koma sonum sínum til manns og það þannig að um munar. Hún var gestrisin, hjálpsöm, gjafmild og átti mörg áhugamál, auk þess útivinnandi sem var hvorki auðvelt né algengt hjá kon- um fyrir meira en hálfri öld. List- ræn og allar hannyrðir léku í höndum hennar. Var sú sem þekkti mig svo vel og lengi að óþarfa málalenginga þurfti ekki við þegar ég rifjaði upp með henni liðna tíð úr hversdagslífinu. Hraust var hún, nánast aldrei misdægurt. Síðustu misseri fór þó að halla undan fæti en jafnvel þá voru spaugsyrðin aldrei langt undan. Ég kveð hana með söknuði en hún mun lifa áfram í minningum mínum og ég þakka henni af öllu hjarta. Sigríður Jústa Jónsdóttir. Í dag kveðjum við kæra vin- konu okkar, Böggu, eftir áralöng og yndisleg kynni. Við áttum margar ánægjustundir saman sjö vinkonur við söng og gleði. Við minnumst sérstaklega skemmtilegra samverustunda með orlofskonum úr Hafnarfirði, bæði á Laugarvatni og Hvann- eyri. Þar nutu hæfileikar Böggu sín vel við uppsetningu skemmti- atriða á kvöldvökum, eins og í öllu sem hún kom að, því að listrænir hæfileikar hennar voru miklir. Það var í þessum orlofsferðum sem við byrjuðum að syngja sam- an og komum síðar fram víða á skemmtunum. Við minnumst einnig með gleði ánægjulegra ferðalaga bæði inn- anlands og utan, og þá sérstak- lega þegar við fórum til Mallorka. Við lentum í ferð með golfurum sem tóku okkur svo vel og buðu okkur í lokahófið hjá sér, þar sem við skemmtum með söng, gítar- leik og glensi. Með árunum er óhjákvæmilegt að fækki í svona nánum hópi, en ljúfar minningar gleymast ei og munu ylja okkur sem eftir erum og lífsgleði njótum, svo lengi sem kostur er. Farðu vel, kæra vinkona. Inni- legar samúðarkveðjur til ætt- ingja. Ásta, Lára, Ingveldur og Engilráð (Stella). Leiðir okkar Böggu lágu fyrst saman fyrir rúmum 40 árum, þeg- ar Hreiðar sonur hennar og Fríða dóttir mín fóru að spá hvort í ann- að. Bagga kom mér í Slysavarna- félagið og að hennar frumkvæði fórum við saman í Þórsmerkur- ferð, þangað hafði ég aldrei komið áður. Skömmu eftir Vestmannaeyja- gosið fórum við með Slysavarna- félaginu í ferð til Eyja, og það var líka mín fyrsta ferð þangað, ógleymanleg. Hún ýtti mér út í félagslíf hér í Hafnarfirði en þar var hún á heimavelli, en ég, utanbæjar- manneskjan, þekkti engan. Við vorum saman á jólum og áramótum, fermingum og í af- mælum og smám saman kynntist ég konum í bænum í gegnum Böggu. Svo vorum við gerðar að ömm- um þegar María, okkar fyrsta barnabarn, fæddist. Það var nátt- úrlega dekrað við hana, dúkkan hennar var skírð við hátíðlega at- höfn og afinn var gerður að presti með kraga, og dúkkan fékk nafnið Kristbjörg. Þegar María varð fimm ára gáfum við henni forláta Silver Cross-dúkkuvagn, þetta var sko stórafmæli sagði Bagga. Við komum Maríu upp íslensk- um búningi og tíndum til okkar fermingarsilfur og skreyttum búninginn með því. Svo bættust nú við fleiri barnabörn og saman eigum við fjögur barnabörn og fimm langömmubörn og erum við ákaflega ríkar því öll eru þau okk- ur til mikillar gleði og sóma. Við fórum saman í skemmti- lega ferð til Danmerkur með Fríðu, Hreiðari og börnum þeirra og heimsóttum þar eitt barna- barnið okkar, Kötlu, sem var þar í námi. Seinna, þegar Katla var komin í framhaldsnám í Barcelona, stakk Bagga upp á því að við heimsæktum hana þangað sem við og gerðum og var það ógleym- anleg ferð. Fyrir nokkrum árum stakk Bagga upp á því að við færum í Kanadaferð á Íslendingaslóðir og var það fróðleg ferð og eftirminni- leg. Eftir að við hættum að vinna fórum við að sauma með eldri borgurum í Hraunseli, hún byrj- aði á undan mér vegna aldurs og þegar ég hafði aldur til að vera með sá hún til þess að ég mætti þar. Ég þakka þér Bagga mín fyrir samfylgdina og allar þínar gjörðir til að að gera mig að Hafnfirðingi. Þú varst flott kona, áttir frá- bæra syni og góðar tengdadætur. Þú kvaddir með reisn. Bestu kveðjur í Sumarlandið. Erla Þórðardóttir. Í dag kveðjum við eina af okkar heiðursfélögum, hana Böggu, Kristbjörgu Guðmundsdóttur. Hún hefur verið með okkur Hraunprýðikonum í áraraðir og unnið mörg handtökin fyrir deild- ina. Hugsjón hefur alltaf knúið starf okkar í Hraunprýði áfram, hana átti Bagga í ríkum mæli sem og skapfestu. Það er göfugt málefni að starfa í slysavarnadeild, en Hraunprýði er einnig mjög lifandi og skemmtilegur félagsskapur, sem hefur í áranna rás safnað ómæld- um fjárhæðum og látið þær renna til ýmissa slysavarna og björgun- arstarfa, hér í bæ, víða um land og til heildarsamtakanna. Fyrir það stöndum við í ævar- andi þakkarskuld við bæði fé- lagskonur og bæjarbúa alla. Á jólafundi okkar í desember sl. komum við henni og fleirum skemmtilega á óvart, með því að Hrólfur sonur Hreiðars spilaði í hljómsveit með börnum sumra okkar, félaga í Hraunprýði og í björgunarsveitinni, og þótti henni og öllum hinum konunum mikið til þessa atriðis þeirra koma. Við þökkum þér, Bagga mín, þessa samferð okkar og ég veit að það er löngu orðið fundarfært hjá þeim Hraunprýðikonum sem farnar eru í hina löngu ferð og trúi ég því að þar geti verið fjör og örugglega góðar móttökur. Biðjum Guð um blessun og styrk til handa aðstandendum hennar öllum, Hreiðari, Fríðu og börnunum, og Sigga og fjölskyldu og Rut systur hennar. Blessuð sé minning hennar Böggu. Kristín Gunnbjörnsdóttir og félagskonur í slysavarna- deildinni Hraunprýði. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 ✝ SigurrósGrímsdóttir fæddist 7. desem- ber 1927. Hún and- aðist að morgni 9. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Grímur Kristrúnus Jós- efsson járnsmiður, f. 16.9. 1891, d. 10.2. 1961, og Hall- dóra Jónsdóttir, f. 11.9. 1885, d. 28.3. 1954. Systkini Sigurrósar eru: Þorgerður, f. 1914, látin, Björn Júlíus, f. 1917, látinn, Jós- ebína, f. 1921, látin, Bertha María, f. 1926, og uppeldissyst- irin Sigrún Þórmundsdóttir, f. 1935, látin. Sigurrós giftist 2. apríl 1949 Sigurði Klemenzsyni, f. 31.8. 1926, d. 28.12. 2008. For- eldrar hans voru Auðbjörg Jóns- dóttir húsfreyja, f. 5.5. 1888, d. 14.12. 1977, og Klemenz Jónsson bóndi, skólastjóri og oddviti á Vestri Skógtjörn, f. 1.4. 1876, d. 16.8. 1955. Börn Sigurrósar og Sigurðar eru: 1) Gunnar, vél- grímur, f. 2007 og María Elena, f. 2009. 3) Bertha María, sjúkra- liði, f. 2.1. 1952, gift Róberti Þórðarsyni vélstjóra, f. 11.10. 1950. Börn þeirra eru: a) Helena Rósa, f. 1970, gift Jóni Garðari Sigurvinssyni, f. 1968. Dætur þeirra eru Sandra Dögg, f. 1987, Unnur María, f. 1990, sambýlis- maður Ásbjörn Friðriksson, Bertha María, f. 1993, og Aníta Ósk, f. 2001. b) Þórunn Svava, f. 1973, sambýlismaður Þórhallur Ágúst Benónýsson, f. 1971. Börn þeirra eru Benóný, f. 1993, unn- usta Helena Ösp Ævarsdóttir, Vigdís María, f. 2001 og Róbert, f. 2005. 4) Jón Klemenz, f. 19.6. 1962, d. 10.10. 1971. Sigurrós ólst upp í Reykjavík. Fyrstu bú- skaparárin bjó hún á Sólbarða og fluttist fjölskyldan síðan að Búðarflöt þar sem Sigurrós og Sigurður bjuggu allan sinni bú- skap, uns þau fluttust að Hrafn- istu árið 2004. Sigurrós var heimavinnandi húsmóðir, hún vann einnig heima við sauma- skap og saumaði m.a. vinnu- sloppa og skerma. Sigurrós var ötul við félagsstörf ýmiss konar, var í Kvenfélaginu á Álftanesi, Oddfellow og starfaði með fé- lagi eldri borgara á Álftanesi. Útför Sigurrósar fer fram frá Bessastaðakirkju í dag, 15. febr- úar 2013, og hefst kl. 15. stjóri, f. 10.2. 1946, sambýliskona Jóna Guðlaugsdóttir, f. 6.8. 1937. Dóttir Gunnars og Unnar Knudsen, f. 1939, er Rósa Björk, f. 1973, sambýlis- maður Ævar Rafn Rafnsson, f. 1958, sonur þeirra er Andri Rafn, f. 2006. 2) Hallgrímur, framkvæmdastjóri, f. 23.6. 1949, kvæntur Sólveigu Einarsdóttur, f. 5.10. 1951. Börn þeirra eru: a) Margrét, f. 1969, gift Ingvari Gissurarsyni, f. 1967. Börn þeirra eru Nicolai Gissur, f. 1989 og Íris Dögg, f. 1993. b) Sigurður, f. 1970, sambýliskona Eyrún Björk Eyjólfsdóttir, dótt- ir hans og Ingibjargar Garð- arsdóttur er Magnea Arna, f. 2001. c) Sigurrós, f. 1976 gift Ingva Jónassyni, f. 1973. Sonur Sigurrósar og Guðfinns Harð- arsonar er Nökkvi Reyr, f. 1998, synir Sigurrósar og Ingva eru Jónas Nói, f. 2006, Högni Hall- Nú er komið að leiðarlokum um tíma, elsku mamma mín. Margs er að minnast. Þú ólst upp í Reykjavík lengst af við Njarðargötuna og alltaf hafðir þú gaman af því er við fórum þar um. Síðan fórst þú sem vinnukona að Sveinskoti úti á Álftanesi. Þar hittir þú pabba og stofnuðuð þið heimili að Sól- barði á neðri hæð og fæddist ég þar árið 1949. Það voru forréttindi að alast upp á Álftanesi innan um öll frændsystkinin, ömmu, afa og Finns er kom sem afi eftir að afi lést og alltaf að hafa þig til staðar er eitthvað var að. Mínar fyrstu minningar eru er þú prjónaðir á mig stóra rauða skotthúfu og var ég afar stoltur með. Einu sinni er ég hafði labbað að Þórukoti, var að skoða heiminn, og ætlaði að stytta mér leið heim og fara undir girðinguna festist skott- húfan og náði ég ekki að losa hana, ég hrópaði og grét en enginn heyrði, farið var að dimma og sá ég í vesturskím- unni að maður kom gangandi og sá ég að þetta var afi en hann heyrði ekki í mér. Mér var orðið ískalt og næsta sem ég man er að ég var í fanginu á þér, mamma, og þú settir mig í heitt bað, þú sagðir mér seinna að það hefði verið eins og ein- hver hefði leitt þig til mín í myrkrinu. Gaman var er við fórum oft til Vestmannaeyja á sumrin og gistum hjá Berthu og Stáka í Garðhúsum. Fórum við niður til Stáka í bakaríið til að fá vín- arbrauðsenda, síðan fórum við upp til Berthu og borðuðum vínabrauð endalaust. Ég man þegar afi Grímur bauð okkur Berthu systur á jólaball þar sem Nasa er. Þú settir mig í síðar ullarnærbuxur vegna kulda, svo hófst ballið og var danskeppni þar sem kallaðir voru upp einhverjir hlutir sem herrann mátti ekki vera í, ann- ars varð danspar úr, en dans- parið sem eftir var vann. Þá er kallað, herrann á síðum ullar- nærbuxum fylgi dömunni til sætis. Það varð allt vitlaust úr hlátri. Þú útskýrðir líka af hverju allir hlógu er ég var að reka beljurnar og svarta beljan stoppaði og ég hljóp til Finns og sagði að svarta beljan væri bensínlaus. Það var líka hlegið þegar ég var fluttur í Þorláks- höfn og við vorum sigla Jóni Ví- dalín úr slipp í Reykjavík og til Hafnarfjarðar. Ég hringdi í þig og lét þig vita. Pabbi fylgdist með úr kíkinum og sá Jón Ví- dalín stefna beint í land og upp í fjöru hjá ykkur og sagði: „Hann stefnir hingað“ og þú bjóst þá við öllum í kaffi. Stað- reyndin var sú að ég hringdi frá Kaffivagninum en skipið hafði farið út af stefnunni og var dregið í slipp. Já, mamma mín, það var allt- af kært á milli okkar og þú hlustaðir alltaf á mig. Oft sat ég við eldhúsborðið á Búðarflöt þar sem við bjuggum lengst af og spurði og spurði og alltaf svaraðir þú. Þetta er aðeins brot að minningum sem ég á um þig en það voru líka sorg- arstundir, það var erfiður tími þegar hann Jón Klemenz bróðir og vinur hans fórust í eldsvoða. Þá þekktist ekki áfallahjálp og urðum við að vinna úr þeim erf- iðleikum sjálf, og ég man hvað þú sagðir, það eina sem hægt er að gera er að sætta sig við þetta, en minningin mun alltaf lifa. Með þessum orðum kveð ég þig, mamma mín. Þinn sonur, Hallgrímur. Amma mín. Þegar ég horfi til baka man ég þig varla sitjandi því það var alltaf svo mikið um að vera hjá þér, þjónandi okkur öllum, passa að allir fengju nú nóg af kökum og góðgæti. Þú varst þessi mikla húsmóðir í þér, svo glaðlynd og kát, saum- andi, prjónandi, heklandi og ávallt tilbúin með fínustu hnall- þórurnar ef ske kynni að gesti bæri að garði. Ég man að mér þótti þú stundum ofvernda mig þegar ég var hjá ykkur. Eitt skiptið þegar ég hef lík- lega ekki verið eldri en fimm eða sex ára ákvað ég að rölta alein til Finns frænda og án þess að láta þig eða afa vita. Ég man enn hvað ég varð hissa þegar þú komst með látum inn til Finns, ekki ýkja kát með litlu nöfnu þína fyrir að stinga svona af. Vá, mér fannst þú nú gera heldur mikið úr þessu. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég skildi af hverju, en þó eig- inlega ekki almennilega fyrr en ég sjálf varð móðir. Þú hafðir jú misst litla drenginn þinn á svo hræðilegan hátt. Ég skil ekki hvernig þið afi komust í gegn- um þá erfiðu tíma. Hugsa sér því þá var nú engin áfallahjálp eða slíkt, lífið varð bara að halda áfram. Síðastliðið sumar fór ég með börnin mín í fjöruna við Búð- arflöt. Það var fallegur sum- ardagur, við busluðum í sjónum og fengum okkur nesti. Ég sagði þeim frá hvernig það var þegar við fórum í fjársjóðsleit þarna á sama stað þegar ég var á þeirra aldri. Hvernig við stukkum á milli steinanna í leit að fjársjóði. Fjársjóði sem hafið færði okkur. Verðmætast var að finna óbrotinn hörpudisk eða enn betra, heilt ígulker. Skrítið hvað svona lítil sæt samveru- stund getur orðið að miklu og stóru ævintýri hjá barni. Mér fannst svolítið skondið að finna sömu spennuna og ævintýra- þrána hjá krökkunum mínum eins og þegar ég fann mínar skeljar með þér. Sumt breytist bara ekki. Það eru þessar litlu stundir sem skipta öllu máli og fyrir þær er ég þakklát. Jæja, elsku amma mín, það vermir mitt hjarta nú að hugsa til þín, sæl í faðmi afa og loks- ins með Jón Klemenz hjá þér á ný. Takk fyrir allt. Þín, Sigurrós. Elsku besta amma okkar er búin að kveðja þennan heim. Nú er hún komin á betri stað og búin að hitta hann afa og yngsta son sinn. Amma Gosu eins og við kölluðum hana alltaf var yndisleg amma og eigum við margar góðar minningar um hana. Við systur sóttum mikið í það að vera hjá ömmu og afa á Álftanesi þegar við vorum litl- ar. Amma var einstaklega gef- andi og barngóð, hún var ekki sparsöm á tímann sinn og var hún ávallt tilbúin að fara með okkur í göngur, í fjöruna, spila við okkur, lesa fyrir okkur og svo passaði hún alltaf upp á að við fengjum góða næringu í kroppinn. Amma var mikil hannyrða- kona, dúka, teppi, bangsa og aðra fallega hluti eftir hana munum við varðveita, já vand- virk var hún. Hún vann m.a. við að sauma skerma og vinnu- sloppa og oftar en ekki vökn- uðum við við niðinn í saumavél- inni en þá hafði hún vaknað eldsnemma til þess að ljúka skylduverkunum tímanlega og átti þá allan daginn með okkur í staðinn. Við munum einnig eftir góðum stundum þar sem við sátum og kubbuðum fyrir fram- an vinnuherbergið hennar og fylgdumst með henni sauma. Það voru mikil forréttindi að eiga slíka ömmu sem ávallt gaf sér tíma með okkur og við höf- um ekki tölu á því hversu oft hún las bækurnar Alfinnur álfa- kóngur og Snorri oft fyrir okk- ur og í eitt skiptið las hún bæk- urnar inn á kassettur og þá gátum við hlustað á bækurnar aftur og aftur eftir að við kom- um heim. Amma var myndarleg að baka, og áttu börnin á Álftanesi það til að banka upp á hjá ömmu og biðja um engiferkök- ur sem hún gaf þeim. Göngu- ferðirnar í fjörunni eru minn- isstæðar, við tíndum skeljar, óðum, gengum hringinn í kring- um fjöruna og forðuðumst krí- urnar. Hún amma okkar var vinnu- sömu og saumaði, eldaði, hekl- aði, prjónaði, bakaði og tók bíl- prófið á sextugsaldri, já, hún amma var sannkölluð kjarna- kona. Þegar við urðum eldri var ávallt gott að koma í heimsókn á Búðarflötina og nú síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði. Amma tók vel á móti okkur og fylgdist vel með barnabörnunum vaxa úr grasi. Okkur er efst í huga þakk- læti fyrir að hafa fengið að eiga svona einstaka, góða og fallega ömmu sem við kveðjum í dag með söknuði. Hvíl í friði, elsku amma. Þórunn Svava Róberts- dóttir og Helena Rósa Róbertsdóttir. Sigurrós Grímsdóttir ✝ Frænka okkar, FANNEY HALLDÓRSDÓTTIR snyrtisérfræðingur, áður til heimilis að Fellsmúla 9, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 1. febrúar. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórarinn Sófusson, Gústav Sófusson, Helga Sófusdóttir, Helga Jónsdóttir, Stefán Jónsson. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, GRÉTA BJÖRNSDÓTTIR húsmóðir og móttökuritari, lést föstudaginn 1. febrúar á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Guðmundur Borgar Gíslason, Björn Rúnar Gíslason, Gunnhildur Gísladóttir, Gísli Guðmundsson, Jóhanna Einarsdóttir, Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir, Hallur Magnússon og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.