Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta eru stórstjörnur í heimi blússins og því mikill fengur fyrir okkur að fá þau hingað sem aðal- gesti hátíðarinnar,“ segir Halldór Bragason, listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík 2013, um komu hjónanna Luckys og Tamöru Peterson og Guitar Shorty. Blús- hátíð í Reykjavík verður haldin í tí- unda sinn dagana 23. til 28. mars. „Lucky Peterson er ein helsta stórstjarna blússins um þessar mundir, enda algjör snillingur og í raun engum líkur. Honum er blús- inn í blóð borið og er jafnvígur á gítarinn og hammond-orgelið. Hann er fyrrverandi undrabarn því hann gaf út sína fyrstu plötu að- eins fimm ára gamall. Eig- inkona hans, Tamara Pet- erson, er blús- söngkona eins og þær gerast best- ar,“ segir Hall- dór, en Peterson- hjónin troða upp á Hilton Reykja- vík Nordica þriðjudaginn 27. mars. „Guitar Shorty er lifandi goð- sögn, blúsmaður af gamla skól- anum. Hann er fyrrverandi gít- arleikari Willies Dixons, Sams Cookes og Rays Charles. Hann er einn af virtustu og vinsælustu blús- mönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stór- stjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cott- on, “ segir Halldór, en Guitar Shorty kemur fram með The Blue Ice Band á Hilton Reykjavík Nor- dica miðvikudaginn 28. mars. „Í tilefni þess að hátíðin er nú haldin í tíunda sinn verða opn- unartónleikar hennar haldnir í Hörpu milli kl. 14 og 17 laugardag- inn 23. mars þar sem við bjóðum landsmönnum öllum að hlusta á okkur, en aðgangur verður ókeyp- is. Þennan sama dag fögnum við Blúsdegi í miðborginni með uppá- komum víðs vegar um borgina í samstarfi við Krúser-bílaklúbbinn. Félagar klúbbsins munu aðstoða okkur við að færa blúsinn til fólks- ins,“ segir Halldór og bætir við að raunar verði borðið upp á urmul óvæntra atriða alla hátíðardagana. Að hans sögn mun auk stórstjarn- anna koma fram úrval efnilegra ungra blúsmanna frá Íslandi. Á lokakvöldi hátíðarinnar verð- ur haldið sérstaklega upp á að há- tíðin er nú haldin í tíunda sinn. „Þannig munum við fimmtudags- kvöldið 28. mars, sem er skírdag- ur, vera með stórtónleika þar sem við bjóðum upp á það besta í ís- lenskum blús. Þar koma fram Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddsen, Langi Seli og Skugg- arnir og fjöldi annarra sem hyggj- ast láta blúsljós sitt skína,“ segir Halldór og tekur fram að aðsóknin að hátíðinni hafi aukist jafnt og þétt síðustu árin. Þess má að lokum geta að allar nánari upplýsingar um hátíðina eru aðgengilegar á blues.is, en miðasalan hefst í dag á midi.is. „Stórstjörnur blússins koma“  Blúshátíð Reykjavíkur hald- in í 10. sinn í mars Halldór Bragason Stórstjarna Lucky Peterson Goðsögn Guitar Shorty þykir lifandi goðsögn í blúsheiminum í dag. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Myndlistartvíeykið GÓMS, þeir Georg Óskar Giannakoudakis og Margeir Sigurðsson, beitir þeirri óhefðbundnu aðferð að mála verk sín í sameiningu. Georg og Margeir eru ólíkir listamenn en hafa hins vegar sömu skoðun á því hvað sé góð myndlist og hvernig eigi að skapa hana. Í dag kl. 17 opna þeir sýningu á málverkum sínum, Overdose & Underdose og vísar titillinn til fyrr- nefndrar aðferðar. Stundum er „overdose“ á ákveðnum svæðum í verkunum, þ.e. of stór skammtur eða ofhlæði, og stundum „under- dose“, þ.e. of lítið og þá þarf að hlaða á. Hvert verk á sýningunni hefur farið í gegnum þetta ferli endurtekið eða allt þar til jafnvægi næst, að mati listamannanna sem segja sýn- inguna einnig fjalla um það hvernig áhorfandinn meðtaki verkin og gefi rými fyrir þær blendnu tilfinningar sem hann kunni að upplifa út frá verkunum. Eitthvað áhugavert að gerast Blaðamaður sló á þráðinn til Georgs í gær og spurði hann hvers vegna þeir Margeir hefðu ákveðið að vinna verk sín með þessum óvenju- lega hætti. Georg segir þá Margeir hafa verið með vinnuaðstöðu á Ak- ureyri í Stúdíó Tímavél, húsnæði sem áður hýsti flatbökufyrirtæki og að þeir hafi verið að vinna að verkum hvor í sínu lagi. Þetta var á árunum 2007 og 2008. Þeir hafi strekkt upp á vegg stóran striga og málað á hann af og til en þó ekki með það í huga að gera eitthvað af viti. Striginn hafi verið ætlaður hugmyndavinnu. „Hægt og rólega á þessum mán- uðum fórum við að sjá að striginn var farinn að taka á sig mynd, að stílarnir okkar væru þarna á sama fleti. Okkur fannst eitthvað áhuga- vert og spennandi að gerast og fór- um markvisst að reyna að búa til eitthvað saman,“ segir Georg. Absorbismi og snjóbretti En ef setja ætti verk þeirra í ein- hvern flokk hvað stíl varðar, hver væri hann? Georg svarar því til að þeir kalli þetta absorbisma. „Við er- um í rauninni að vinna með það sem er að gerast á striganum. Við spáum í hvað er á striganum og reynum að draga það fram sem þegar er að ger- ast. Striginn er eins og svampur sem dregur í sig hugmyndir,“ segir Georg. Ekkert sé fyrirfram ákveðið. Ekki er þó allt upp talið því í fyrra fengu GÓMS það verkefni að hanna verk fyrir snjóbretti sem verða framleidd af fyrirtækinu HEAD á þessu ári og því næsta, fyrir snjó- brettalínu næsta vetrar, 2013-14. Tvö bretti eru skreytt verkum GÓMS og má sjá þau hér til hliðar. Brettin verða seld hér á landi frá og með næsta hausti. Mála til skiptis þar til jafnvægi er náð  Overdose & Underdose GÓMS í Reykjavík Art Gallery Jafnvægi Eitt verkanna sem verða á sýningu GÓMS í Reykjavík Art Gallery. Hún verður opnuð í dag kl. 17. Brettalist Snjóbrettin tvö sem prýdd eru verkum GÓMS. Samstarf Georg og Margeir vinna listaverk sín í sameiningu. Vefsíða GÓMS: gomsduo.wix.com/goms Tríó gítarleikarans Andrésar Þórs Gunnlaugssonar leikur í kvöld á Café Haítí og hefjast tónleikarnir kl. 21.30. Á efnisskránni verða lög eftir Andrés af nýjustu plötu hans Mónókróm sem og eldra efni. Tríó á Haítí Tónleikar Andrés Þór með gítarinn. Tríó Reykjavíkur heldur hádeg- istónleika á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12.15 undir yfirskriftinni Vor og rómantík. Á efnisskránni er Vorsó- natan eftir L. van Beethovens og ástarljóð eftir tékkneska tónskáldið Joseph Suk. „Beethoven samdi 10 sónötur fyrir píanó og fiðlu og er Vorsónatan sú 5. í röðinni. Hún var samin um aldamótin 1800 og til- heyrir því fyrsta tímabili í tón- sköpun Beethovens, en þeim er skipt niður í þrjú tímabil. Þótt hann hafi lifað vel inn í 20 öldina þykir tónlist Joseph Suk mjög rómantísk en hann var tengdasonur Dvoráks,“ segir m.a. í tilkynningu. Flytjendur eru Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Peter Maté píanóleikari. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Vor og róm- antík í lofti Fiðluleikari Guðný Guðmundsdóttir. Leikritið Hinn fullkomni jafningi eftir Felix Bergsson verður sýnt í Frystiklefanum í kvöld og annað kvöld, laugardag, kl. 20 báða daga. Uppfærslan er fyrsta sýning leik- hópsins Artik sem þau Jenný Lára Arnórsdóttir og Unnar Geir Unn- arsson stofnuðu sl. haust, en þau luku bæði námi í leiklist og leik- stjórn við ASAD-leiklistarskólann í London fyrir skemmstu. Verkið, sem er einleikur, var frumflutt árið 1999 en þá lék höf- undurinn sjálfur í verkinu sem fjallar um fimm menn sem taka mismunandi á samkynhneigð sinni. „Þeir tengjast allir innbyrðis á einn eða annan hátt en samskipti þeirra endurspegla ekki aðeins reynslu samkynhneigðra af ástinni, heldur fela þau í sér sammannlega reynslu,“ segir Jenný Lára sem leikstýrir. Sýna í Frysti- klefanum Samhent Jenný Lára Arnórsdóttir og Unnar Geir Unnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.