Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 ✝ Helgi MarinóFriðfinnsson fæddist á Ytra- Hóli í Kræklinga- hlíð 18. mars 1923. Hann lést á heimili sínu, Snægili 18, Akureyri, hinn 5. febrúar 2013. Foreldrar hans voru Friðfinnur Steindór Sig- tryggsson, f. 1889, d. 1976, og Una Zóphaníasdótt- ir, f. 1894, d. 1970. Þeir bræð- ur voru sjö. Elstur var Frið- finnur, d. 2011, Páll, d. 1997, Helgi Marinó, Ingimar, Jón Steinberg, d. 1996, Reynir og Ari. Helgi kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur, 20. desember 1970. Foreldrar Guðrúnar voru Jón Sigurðsson, f. 1922, d. 2005, og Kristín Sigurðardóttir, f. 1922. Börn Helga og Guðrúnar eru: Friðfinnur Jón, f. 1969, d. 1971. 2) Ragnheið- ur, f. 1972, gift Ara Þór Jónssyni. Börn þeirra eru Eva María og Birkir Þór. 3) Sig- urður, f. 1973, maki Aðalheiður Bragadóttir. Dæt- ur þeirra eru Una og Gígja. Fyrir átti Guðrún Agnesi, f. 1961, gift Lars Potrykus, og Hafdísi, f. 1966. Helgi vann við ýmis störf til sveita á sínum yngri árum og lengst af á Þúfnavöllum í Hörgárdal. Árið 1969 fluttist hann til Akureyrar og hóf störf hjá Trésmiðjunni Reyni hf. og síðar hjá Timburvinnslu KEA á Lónsbakka þar til hann lét af störfum sjötugur að aldri. Útför Helga fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 15. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13:30. Í dag verður Helgi tengda- pabbi minn borinn til grafar. Oft er það þannig að þegar dauðinn kveður dyra hellast yfir okkur minningarnar. Af minningum á ég nóg og er óhætt að segja að hjá mér séu þær allar góðar. Ég kynntist Helga ekki fyrr en hann var kominn yfir sjötugt og hættur á vinnumarkaði. Ég þekki því ekki annað en að hann hafi alla tíð verið til staðar fyrir okkur. Það var sama hvað var og hvað okkur vantaði, ekki stóð á Helga að segja „Já, það ætti nú ekki að vera mikið mál.“ Það var ósjaldan að ég kom í Grundargerðið, blaðskellandi og spurði: „Hvað segir þú gamli minn. Hvað er að frétta?“ Og ekki stóð á svarinu: „Tja, þetta, svona svipað og líkt.“ Einnig átti hann það til ef við vorum að líkja einhverjum við hann að segja: „Já, það er nú ekki leið- um að líkjast“ Svo fylgdi ávallt stríðnisglott með. Ég minnist þess líka að það var oftast stutt í brosið hjá honum og oftar en ekki fylgdi vísubútur með því sem segja þurfti. Helgi hafði húmor fyrir sjálfum sér og gat alltaf gert grín að óförum sínum. Hann gerði líka lítið úr því þegar hann var marinn og blár eftir sumar bylturnar sínar. Það var ekki hans að kvarta, held- ur harka af sér og halda áfram. Helgi var verkmaður mikill og eftir hann liggja ýmsir fallegir hlutir sem við getum notið áfram. Það átti ekki við hann að líkaminn segði stopp, hann vildi vinna og koma að gagni. Síðustu ár- in, þegar vinnuþrekið var farið að þverra, gat hann setið tím- unum saman og horft á Sigga son sinn og Ara Þór tengdason sinn, vinna og hamast í sum- arbústaðnum. Honum fannst fátt skemmtilegra, hefði þó gjarnan viljað rétta þeim meiri hjálparhönd. Hugurinn var langt fram úr líkamlegri getu. Helgi var alinn upp í Bauga- seli í Barkárdal og hafði mikl- ar taugar til staðarins. Það var mjög gaman að fara með hon- um fram í dal á æskuslóðirnar, fara inn í gamla bæinn sem búið er að byggja upp og rifja upp sögur frá gamalli tíð. Hann hafði orð á því að bær- inn hefði nú ekki verið svona flottur þegar hann átti heima þarna. Hvorki svona hátt til lofts né fínt á gólfum. Barna- börnin undrandi á því að afi þeirra hafi búið við moldar- gólf, rafmagnsleysi og án allra nútímaþæginda sem þau þekkja svo vel í dag. Tíminn líður hratt hér á jörð og nú er lokið þeim tíma sem við Helgi áttum saman. Ég þakka fyrir þennan tíma. Bæði fyrir mig sjálfa, son hans og dætur okkar. Þetta var ómet- anlegur tími fyrir okkur. Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást, elju og þreki er sjaldan brást, þér nýttist jafnvel nóttin. Þú vannst fyrir besta vininn þinn, þú vinnur nú með honum annað sinn, með efldan og yngdan þróttinn. Af alhug færum þér ástar þökk, á auða sætið þitt horfum klökk, heilsaðu föður og frændum. Að sjá þig aftur í annað sinn enn komast aftur í faðminn þinn við eigum eftir í vændum. (G. Björnsson.) Elsku Helgi, megi algóður Guð blessa þig og varðveita. Minning þín mun lifa áfram í hjörtum okkar. Aðalheiður Bragadóttir. Elsku afi, þetta ljóð sömdum við Una til þín: Elsku afi minn, mikið varstu góður, duglegasti maðurinn, og rosalega fróður. Þú kunnir margar vísur, og samdir mörg ljóð, um bæði menn og skvísur, og voru þau öll góð. Mikið söknum við þín, ég veit að þú passar mig, ég vildi að þú kæmir aftur til mín, afi við elskum þig. Eva María Aradóttir og Una Sigurðardóttir. Elsku afi, takk fyrir allt. Takk fyrir öll fallegu ljóðin sem þú sagðir mér en þau voru svo mörg að ég gat ekki lært brot af þeim. Samt er ég viss um að þú kunnir miklu fleiri, svo mörg að það mætti halda að all- ur heimsins pappír dygði ekki til að skrifa þau niður. Þú varst svo spenntur yfir fermingunni hennar Evu Maríu að þrátt fyrir að minnið væri farið að klikka þá gleymdirðu aldrei að hún væri að fara að fermast og þú mundir líka að ég væri að fara að fermast ári seinna. Því miður kvaddirðu okkur áður en ég fermdist en ég veit að þú verður hjá mér í kirkjunni og í veislunni. Takk fyrir allan þann tíma sem þú eyddir með mér bara í að spila. Ég get ekki talið öll þau skipti sem ég kenndi þér veiðimann seinustu tvö árin sem þú varst hjá okkur en allt- af fannst mér það jafn skemmtilegt að heyra þig segja „já, hvernig virkar hann“ þegar ég spurði þig hvort þú kæmir að spila. Þegar ég var lítil fannst mér skemmtilegast að koma til ykk- ar ömmu í pössun þar sem þú leyfðir mér nánast allt og varst til í að gera nánast allt með mér. Til dæmis náði ég oft að plata þig með mér í búðina til að kaupa jarðarber þótt þig langaði ekkert sérstaklega í þau. Takk fyrir allar stundirnar sem þú varst með mér og mörgum öðrum í sumarbú- staðnum okkar. Eitt af því skemmtilegasta sem við gerð- um saman var að fara í berja- mó upp í fjallið fyrir ofan bú- staðinn. Einhvern veginn tókst þér alltaf að detta og missa öll berin sem við vorum búin að tína en sama hvað þú dast oft eða misstir mörg ber stóðstu alltaf aftur upp og fylltir dall- inn aftur. Ég er þér þakklát hvað þú gafst mér langan tíma til að kveðja þig áður en þú kvaddir mig. Ég sakna þín meira en nokkur maður getur ímyndað sér, en þó að þú sért dáinn lifir minning þín í hjarta mínu og mun gera það þangað til ég dey. Ég vona að þegar ég dey, þá bíðir þú eftir mér með hend- urnar út svo ég geti hlaupið til þín og faðmað þig. Þín afastelpa, Una Sigurðardóttir. Elsku afi. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja þig og vera með þér síðustu dagana. Það var gott að þú gast komið heim í nýja húsið þitt og verið þar í nokkra daga. Ég sakna þín svo mikið en ég veit að þér líður vel núna og ég á margar góðar minningar um þig. Þú varst svo góður og dug- legur og alveg sama hversu oft þú dast, þú stóðst alltaf upp aftur og harkaðir af þér. Á síðasta ári varstu farinn að gleyma ýmsu en það var eitt sem þú mundir alltaf og varst spenntur fyrir en það var ferm- ingin mín. Næstum alltaf þegar ég kom og heimsótti þig spurð- ir þú hvenær fermingin yrði. Svo rann dagurinn upp og þú mættir í kirkjuna og stóðst upp í hvert einasta skipti eins og hinir kirkjugestirnir þó að það reyndi mikið á þig. Þú rifjaðir líka stundum upp hvernig það var þegar þú varst ungur og fórst mjög oft með vísur og fórst þá oft og mörg- um sinnum með sömu vísuna. Alltaf þegar ég sagðist vera að fara á dansæfingu fórstu með vísuna um Gunnu sem dansaði svo mikið. Það var alltaf jafnfyndið þeg- ar þú tókst upp á því að svindla í spilum því að þú mundir ekki eftir reglunum eða tókst ekki eftir hvaða spil þú settir út. Það hefði verið gaman ef þú hefðir getað hitt Ásu, fyrsta hestinn minn, en þú náðir bara að sjá hana á myndum. Ég sýndi þér einu sinni myndband af henni og þú sagðir að það væri góður gangur í henni og ég er viss um að það er rétt hjá þér. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér þó að ég hefði viljað hafa hann lengri. Eva María Aradóttir. Helgi Marinó Friðfinnsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, þú varst rosa góður alltaf. Það var gaman að spila við þig og ég sakna þín mikið. Ég vona að Guð og englarnir passi þig á himninum. Þín Gígja (8 ára). ✝ Ólafía Guð-finna Alfons- dóttir, fæddist í Hnífsdal 17.5. 1924. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 6. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Helga Sigurðardóttir hús- móðir, f. 18.11. 1895, d. 19.1. 1981, og Alfons Gíslason, bakari, kaupmaður og símstjóri í Hnífsdal og hreppstjóri í Eyr- arhreppi, f. 4.2. 1893, d. 19.5. 1975. Systkini Ólafíu: Helga, f. 1927, Þorvarður, f. 1931, og Grétar Gísli, f. 1939, d. 1946. Fóstursystkini sem einnig voru systkinabörn við Ólafíu, voru Ólöf, f. 1915, d. 2012, Sigríður, f. Helga Sigríður, f. 20.10. 1949, maki Sigurður B. Þórðarson, þeirra börn eru Helga, Halldór og Hildur; 3) Jóakim Gunnar, f. 28.5. 1952, maki Sólveig Þór- hallsdóttir, þeirra börn eru Dóra, Gréta og Jóakim Þór; 4) Kristján Guðmundur, f. 19.2. 1958, maki Sigrún Sigvaldadótt- ir, þeirra börn eru Gísli, Ólafía og Ingibjörg; og 5) Aðalbjörg, f. 14.11. 1959, hennar dóttir er Heiða Jónsdóttir. Barna- barnabörnin eru 12. Ólafía ólst upp í Hnífsdal og gekk þar í barnaskóla. Hún stundaði nám við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur veturinn 1943-1944. Ásamt húsmóð- urstörfum vann hún við versl- unar- og símstöðvarstörf og síð- ar fiskvinnslu í Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal. Hún var virkur fé- lagi í Kvenfélaginu Hvöt í Hnífs- dal og tók þátt í félagsstarfi í Fé- lagsmiðstöðinni Hæðargarði. Útför Ólafíu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 15. febrúar 2013, kl. 13. 1920, d. 2002, og Ólafur Guðfinnur Sigurður, f. 1924, d. 2002. Ólafía giftist hinn 9. nóvember 1947 Jóakim Hjart- arsyni, skipstjóra og síðar verkstjóra, frá Hnífsdal, f. 10.11. 1919, d. 5.7. 2007. Foreldrar hans voru Margrét Kristjana Þor- steinsdóttir húsmóðir, f. 9.4. 1879, d. 2.8. 1958, og Hjörtur Guðmundsson, formaður í Hnífs- dal, f. 2.2. 1891, d. 4.3. 1967. Ólafía og Jóakim bjuggu í Hnífs- dal til ársins 1994 er þau fluttu til Reykjavíkur. Börn Ólafíu og Jóakims eru: 1) Gréta, f. 4.9. 1948, maki Odd T. Marvel; 2) Elsku besta amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir allan þann mikla tíma sem þið afi Jóa- kim gáfuð mér og heilræðin sem nýtast mér alla ævi. Það voru ófáar ánægjustundirnar sem ég átti með ykkur. Þú varst yndisleg, hlý og gjafmild kona sem gott var að vera í kringum. Þú hafðir einstaklega gaman af því að gera vel við fólk og lagðir mikið upp úr sterkum fjöl- skyldutengslum og fallegum sam- skiptum. Elsku amma, mig langar að kveðja þig með bænunum sem við fórum oft saman með þegar ég var lítil. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Guð geymi þig amma mín. Heiða Jónsdóttir. Elsku amma. Við söknum þín svo mikið en erum jafnframt þakk- lát fyrir yndislegar minningar af Bakkaveginum í Hnífsdal og seinna úr Hæðargarði hér í Reykjavík. Það er erfitt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri. Við vorum svo ung þegar þið afi Jóakim fluttuð suður og því eru minningarnar frá okkar yngri ár- um færri en maður hefði óskað. Það er því ánægjulegt að hafa get- að átt fleiri samverustundir og eignast fleiri ógleymanlegar minn- ingar með þér elsku amma, eftir að við fluttum suður í skóla, eitt af öðru. Það var yndislegt að koma til þín, þú mættir okkur alltaf með opnum örmum og það var svo gott að vera hjá þér. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Gísli, Ólafía og Ingibjörg. Mikið mun ég sakna þess að eyða heilu dögunum með ömmu í góðu yfirlæti í Hæðargarðinum, hitta hana í pítsu á Unnarbrautinni og fá símtöl á kvöldin til að athuga hvernig börnunum líður. Óteljandi góðar minningar um ömmu Ólafíu frá því ég var barn, unglingur og fullorðin koma upp í hugann núna þegar hún er fallin frá. Dýrmætar minningar sem ég mun varðveita og miðla til barnanna minna, sem fengu þó að kynnast ömmu aðeins, hlýju hennar og barngæsku. Elsku amma, Guð geymi þig. Dóra Gunnarsdóttir. Ég kveð ömmu mína með mikl- um söknuði en jafnframt miklu þakklæti. Amma Ólafía skilur eft- ir sig ótrúlega góða og samheldna fjölskyldu. Seinustu dagar ömmu voru í faðmi fjölskyldunnar. Betri leið til að kveðja þennan heim er varla hægt að finna. Að sofna sín- um hinsta svefni í sínu eigin rúmi eftir góðan dag með dætrum sín- um og systur. Ég mun alltaf minnast ömmu fyrir hversu vel hún kom fram við alla. Það voru alltaf allir velkomn- ir inn á heimili hennar og afa. Einnig fyrir hversu hörð kona hún var. Sama hvað bjátaði á, þá kvartaði hún aldrei. Allir þessir eiginleikar lifa áfram í börnum hennar og það er mikið stolt að skila af sér svona góðu búi. Það eru forréttindi að hafa fengið 25 dásamleg ár með ömmu Ólafíu og kveð ég hana með bros á vör. Jóakim Þór Gunnarsson. Elsku Ólafía amma er farin frá okkur, snögglega og óvænt. Afi minn og amma mín úti á Bakka búa. Þau eru bæði sæt og fín. Þangað vil ég fljúga. Þessi litla vísa minnir mig allt- af á ömmu og afa og heimili þeirra á Bakkavegi í Hnífsdal. Ég á margar góðar minningar af Bakkaveginum í Hnífsdal hjá ömmu og afa þegar ég var að alast upp. Aðfangadagskvöld sem hald- in voru hjá þeim, tíðar heimsókn- ir, kvöldkaffi í eldhúsinu, sumar- dagar í garðinum. Það var gjarnan gestkvæmt hjá þeim í Hnífsdal og sem lítil stúlka man ég eftir eftirvæntingunni að fá að vera hjá ömmu þegar frændfólk kom vestur. Amma átti fallegt heimili í Hæðargarðinum en þangað fluttu þau afi árið 1994. Ég var þá í námi erlendis og gisti ég oft hjá þeim þegar ég kom heim á sumrin. Þá kynntist ég einstakri umhyggju ömmu sem fullorðin manneskja. Hún hugsaði um afa í veikindum hans og sinnti öllu sínu fólki af al- úð. Það var skemmtilegur tími þegar amma kom að heimsækja mig til Connecticut. Þá var hún að koma til Bandaríkjanna í fyrsta skipti 74 ára gömul. Ég var ánægð að fá ömmu í heimsókn og geta sýnt henni hvernig mínir hagir voru. Við fórum til Man- hattan, sáum söngleik á Broad- way, kíktum í verslanir og á kaffi- hús. Hún naut þess að skoða sig þar um og upplifa borgina. Þetta var yndislegur tími með ömmu sem ég geymi í minningunni. Eftir að ég flutti til Reykjavík- ur umgekkst ég ömmu mikið. Hún var óþreytandi á að bjóða okkur í mat til sín og hafði sér- stakt lag á langömmubörnunum sínum, fiskibollur og makkarón- ugrautur voru þeirra uppáhald. Hún naut þess að vera langamma, hélt mikið á börnunum og fannst gott að faðma þau að sér; talaði gjarnan um hvað tímarnir væru breyttir, hér áður var ekki haldið svona mikið á börnunum, það fannst henni framför. Amma var alltaf smekkleg og vel til höfð, hún hafði gaman af að koma í mat til okkar og fylgjast með hvað væri verið að elda. Iðu- lega sagði hún svo að hún kynni nú ekkert að elda svona móðins mat, hún væri svo gamaldags, en var svo áhugasöm og fannst gam- an að prófa nýja rétti. Amma kom miklu í verk án þess að mikið færi fyrir því, var með matar- og kaffiboð fyrir af- komendur þrátt fyrir háan aldur. Það var aldrei neitt mál eða erfitt hjá henni og hún var alltaf að hugsa um að aðrir hefðu það gott. Amma var stolt af sínum af- komendum og ég er ömmu minni þakklát fyrir þá arfleifð sem hún skildi eftir, hún var okkur góð fyr- irmynd. Það er huggun í því að hugsa til þess að nú séu þau sameinuð á ný, amma mín Ólafía og afi Jóakim. Ég kveð ömmu með sömu orðum og hún sagði oft þegar hún var að kveðja, Guð geymi þig, amma mín. Helga Sigurðardóttir. Það var sárt að fá fregn um að yndisleg systir og frábær frænka hefði skyndilega kvatt þennan heim. Þrátt fyrir háan aldur var Ólafía ávallt glöð og kát og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Hún fæddist inn í stóran fjölskylduhóp í Stekkjarhúsinu í Hnífsdal þar sem nóg var að starfa. Þegar hún hafði náð aldri og þroska, tók hún fullan þátt í fjölbreyttum störfum sem til féllu á heimilinu. Þar má nefna símavörslu, afgreiðslu í verslun og bakaríi, almenn heim- ilisstörf og heyskap. Við skyndi- leg veikindi móður okkar og ömmu, kom það í hennar hlut að hafa á hendi forystu í hinu hefð- bundna heimilishaldi. Hún hafði þá nýlega lokið námi í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Heim- ilishaldi í föður- húsum lauk að mestu þegar hún giftist Jóakim Hjartarsyni skipstjóra. Hún rétti áfram hjálparhönd til heimilis- fólksins í Stekkjarhúsinu sem þó fór fækkandi þegar yngra fólkið flutti að heiman og aldur annarra sagði til sín. Ólafía var félagslynd og starf- aði ötullega fyrir Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal. Það félag hélt uppi ótrúlega fjölbreyttri menn- ingarstarfsemi, yrði of langt að telja upp öll verkefni félagsins hér. Til gamans má þó geta að ár- lega voru haldnar álfabrennur með söng og dansi og klæddust þátttakendur viðeigandi búning- um. Stoltur var bróðirinn að sjá systur sína fara með hlutverk álfadrottningarinnar. Ólafía og Jóakim reistu sér Ólafía Guðfinna Alfonsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.