Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 17
12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% -2% -4% Víðir Vörukarfa ASÍ September 2012 - janúar/febrúar 2013 +4,2% +9,1% +10,1% +5,6% +2,7% +3,2% +6,4% +2,0% +1,0% -2,8% Bónus Krónan Nettó Iceland Hagkaup Nóatún Samkaup- Úrval Tíu-ellefu Samkaup- Strax Heimild: ASÍ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Verð á vörukörfu ASÍ hefur hækk- að umtalsvert frá því í september í nær öllum verslunarkeðjum en mest er hækkunin hjá Iceland, eða um 10%. Flestir vöruflokkar hækkuðu um 2-5% milli verðmæl- inga en hækkun á grænmeti og ávöxtum nam víða um 9-20%. „Það hafa greinilega orðið mikl- ar almennar hækkanir á matvöru á þessu tímabili sem við erum að skoða,“ segir Henný Hinz, hag- fræðingur hjá ASÍ. Hún bendir á að ekki sé um langt tímabil að ræða; fimm mánuði frá september til mánaðamóta janúar/febrúar, en niðurstöðurnar endurspegli þann raunveruleika sem blasi við neyt- endum í verslununum. Líkt og áður segir var hækkunin mest í verslun Iceland, um 10%, en í Krónunni nam hún 9,1% og 6,4% í Tíu-ellefu. Í Hagkaup hafði karf- an hækkað um 5,6%, í Bónus um 4,2% og í Nóatúni og Samkaups- verslununum um 2-3%. Í Víði nam hækkunin 1% en í Nettó lækkaði verðið á vörukörfunni um 2,8%. Tilboð skýri hækkanir Sá fyrirvari er gerður við könn- unina að það verð sé skoðuð sem er í gildi í verslunum á hverjum tíma og þannig geti tilboð á ein- staka vöruliðum haft áhrif á nið- urstöðurnar. Í verðmælingunni reyndist verð á kjötvörum hafa hækkað um 17,9% í Krónunni og verð á grænmeti og ávöxtum um 21,3%, en Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, segir til- boð skýra sveiflurnar. „Það hefur ekki átt sér stað nein afgerandi hækkun þannig á vöru- flokkum milli tímabila nema á vörum sem hafa þá kannski lent inni í þessari könnun á tilboði og eru ekki á tilboði núna á þessu nýja tímabili,“ segir Kristinn. Hann segir kjötvörurnar helst hafa hækkað í verði á tímabilinu og nefnir kjúklinga og svínakjöt sem dæmi en þá hafi sykurvörur einnig hækkað nokkuð. Versl- anirnar geri hins vegar það sem þær geti til að sporna við hækk- unum. „Það eru allir að reyna að halda öllum verðhækkunum í lág- marki.“ Umtalsverðar sveiflur í verði kjötvara mældust víðar en í Krón- unni. Þær hækkuðu um 15,2% hjá Iceland á tímabilinu en lækkuðu um 9,2% hjá Víði og um 19,6% í Nettó. Samkvæmt tilkynningu frá ASÍ hafa þessar sveiflur töluverð áhrif á heildarverð vörukörfunnar þar sem vöruflokkurinn vegur þungt. Séu kjötvörurnar und- anskildar hækkaði verð körfunnar í Nettó t.d. um 2,3%. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar mat- og drykkjavörur, s.s. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakka- vörur, kaffi, gos og safa og hrein- lætis- og snyrtivörur. Vöruverð hækkað um allt að 10%  Verð á vörukörfu ASÍ talsvert hærra nú en í haust  Hækkunin mest í Iceland  Mikil almenn hækkun á stuttu tímabili, segir hagfræðingur ASÍ  Umtalsverðar sveiflur í verði kjötvara Morgunblaðið/Kristinn Matur Neytendur fara ekki var- hluta af matvöruverðshækkunum. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur Súgandisey setur mikinn svip á höfnina í Stykkishólmi og veitir henni gott skjól. Hún á örugglega einn stærsta þáttinn í því að þétt- býli myndaðist í Stykkishólmi á sinni tíð. Fyrir meira en 20 árum var gerð ferjubryggja út í Súgand- isey og eyjan tengd landi. Þá varð aðgengilegt fyrir mannfólkið að ganga upp á eyjuna og njóta fagurs útsýnis. Eyjan hefur því mikið að- dráttarafl og alltaf fjölgar þeim sem gera sér leið upp í eyjuna. Að- sóknin er það mikil að grípa þarf til aðgerða til að taka eyjan hljóti ekki skemmdir af. Stykkishólmsbær hefur sótt um styrki til Fram- kvæmdasjóðs ferðamannastaða til að skipuleggja göngustíga og án- ingarstaði. Í fyrra kom styrkur að upphæð 2 milljónir til hönnunar og skipulagsvinnu. Að sögn Gyðu Steinsdóttur bæj- arstjóra liggur fyrir áætlun um lag- lagfæringar sem bæta til mikilla muna aðkomu íbúa og gesta Stykkishólms að eyjunni og auð- velda að ganga á hana. Skipulagið hefur fengið jákvæða umsögn bæj- aryfirvalda. Nú á dögunum veitti áðurnefndur sjóður aftur styrk að upphæð 5,7 milljónir króna til framkvæmda. Styrkurinn ásamt mótframlagi Stykkishólmsbæjar gerir það að verkum að ekkert er í vegi að hefja framkvæmdir fyrir sumarið. Útsýnisstöðum fjölgað Göngustígar verða endurgerðir og þeim fjölgað og eins verður að- staða á góðum útsýnisstöðum bætt. Stykkishólmur er ört vax- andi ferðamannabær og því þurfa bæjaryfirvöld og bæjarbúar að vera vakandi yfir því sem betur má fara til að geta þjónustað ferða- menn á sem bestan hátt. Að sögn Gyðu Steindóttur eru væntanlegar framkvæmdir í Súgandisey liður í því. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Súgandisey Öll aðstaða verður bætt fyrir ferðamenn á næstunni. Aðgengi að Súg- andisey bætt í vor  Eyjan hefur mikið aðdráttarafl ÚTSALA Allt að 40% afsláttur ! Heilir sturtuklefar Sturtuhorn m/botni Sturtuveggir 6-10mm Verð frá kr.10.900 Verð frá kr.21.900 Verð frá kr.16.900 Verð frá kr.21.900 Verð frá kr.38.900 Sturtuhurðar Baðkarshlífar * Ármúli 31 * 108 Reykjavík * Sími: 588-7332 * * Opið virka daga frá kl. 9-18 * laugardaga kl. 11 - 15 * www.i-t.is Baðinnréttingar allt að 70% afsláttur      innréttingar í sýningarsal Verð frá kr.12.900 Speglar með ljósum allt að 50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.